Dagur - 05.05.1993, Side 6
6 - DAGUR - Miðvikudagur 5. maí 1993
Minning
Hjónaminning
Brynhildiu’ Sigurðardóttir
Fædd 9. apríl 1918 - Dáin 25. júní 1976
Bergsveiim S. Long
Fæddur 9. ágúst 1909 - Dáinn 27. apríl 1993
Deyr fé,
deyjafrœndur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Hávamál)
Vió ætlum hér að minnast ágætra
foreldra og tengdaforeldra okkar
með nokkrum minningarbrotum
sem vió eigum í huganum.
Brynhildur Sigurðardóttir var
fædd á Gnýstöðum í Vopnafirði 9.
apríl 1918. Foreldrar hennar voru
Kristrún Guðjónsdóttir og Sigurð-
ur Amason og var hún þeirra eina
barn.
Bergsveinn Sigmundur Long
Stefánsson var fæddur á Norðfirói
9. ágúst 1909, sonur hjónanna
Guðbjargar Matthíasdóttur og
Stefáns Bjamasonar og var hann
yngstur sinna systkina af mjög
stórum systkinahópi. Guðbjörg
Matthíasdóttir var afkomandi
Richard Long hins ensk ættaða,
þess er var ættfaðir Long ættar-
innar er fyrst kom til Austurlands.
Þau hjónin giftu sig á Norðfirói
15. nóvember 1941 og bjuggu þar
til vorsins 1945, þá höfðu þau
eignast tvö börn, þau Einar Long
og Kristrúnu. Er þau flytja í Hnef-
ilsdal á Jökuldal eignast þau yngta
barnið, dótturina Guðbjörgu Stef-
aníu. Þar búa þau í fimm ár í tví-
býli við móðurbróóur Brynhildar,
Valdimar Guójónsson, og konu
hans Unni Sigfúsdóttur.
Árið 1950 hætta þau að búa í
Hnefilsdal og flytja búferlum suð-
ur að Heyklifi á Kambanesi við
Stöðvarfjörð, þar sem Bergsveinn
tekur að sér vitavörsluna á
Kambanesi. Sjálfsagt hafa þetta
verið erfiðar ákvarðanir, að flytja
sig oft búferlum til dæmis við þær
aðstæður er fólk bjó þá við,
samgöngur og fleira. Ekki var ak-
vegur út á nesið sjálft meðan þau
bjuggu þar, einnig var þarna erfið
heyskapartíð vegna þokunnar og
rakans sem svo oft gera sig
heimakomin á þessum slóóum.
Þess hefur verið minnst hversu vel
þau skildu við þennan stað enda
voru þau snyrtimenni og geröu
því góö skil sem þau áttu og
höfðu í sinni umsjá.
Eftir átta ára búsetu á Kamba-
nesi flytja þau hjónin upp á Fljóts-
dalshéraó og kaupa jörðina Hreið-
arsstaði í Fellum af Haraldi Gunn-
laugssyni, sem þá hafði misst
konu sína og hætt búskap. Jörðin
Hreiðarsstaðir liggur að Lagar-
fljóti og er þaðan mjög fagurt út-
sýni eins og svo víða við Löginn,
Héraósprýóina okkar. Nú varð
þessi fjölskylda sveitungar mínir,
sem seinna varð tengdadóttir
þeirra, og búendur á Hreiðarsstöð-
um, en þangað liggur ætt föður
míns.
Vorið 1962 þann 11. júní var
messað í Áskirkju. Þá var ég að
láta skíra elsku dóttur mína, sem
ég eignaðist áður en ég giftist Ein-
ari. Við þessa messu voru þau
hjónin Bergsveinn og Brynhildur
að kveðja sveitunga sína því þá
hættu þau sveitabúskap. Þau
dvödu eftir þetta um nokkurra
mánaða skeið á Eskifirði.
I janúar 1963 eru ég og Bryn-
hildur, tilvonandi tengdamóðir
mín, samferða í flugvél norður til
Akureyrar, ég var aó fara til
Reykjavíkur en hún hingaó til Ak-
ureyrar. Þar höfðu þau ákveðið að
setjast að og áttu heima hér það
sem eftir var ævinnar. Fyrstu árin
leigóu þau sér íbúð en keyptu sér
seinna litla notalega íbúð í gömlu
húsi, Hríseyjargötu 1. Þau fengu
sér bæði vinnu hjá verksmiðjunni
Gefjuni og unnu þar meóan heilsa
leyfði.
I byrjun nóvember haustið
1966 ber óvænta gesti að garði í
Hríseyjargötu 1. Þar er kominn
sonurinn og mælti: „Hér er ég
kominn með konu og bam“. For-
eldramir vissu ekki að slíkt stæði
til, en annaó kom í ljós, því viö
opinberuðum nokkrum dögum
seinna. Ári seinna flytjum við
hingað til Akureyrar og höfum átt
heima hér síðan.
Dæturnar hafa einnig gifst hér
á Akureyri, eignast sín heimili og
fjölskyldur og eru búsettar hér.
Barnabörnin eru ellefu og lang-
ömmu- og langafabömin orðin
fjögur, að auki fósturdóttir Einars
er hefur eignast tvö böm.
Haustið 1975 þann 26. septem-
ber á tíu ára afmæli Brynhildar,
elsta bamabamsins þeirra, bankar
dauðinn á dyr hjá okkur fyrirvara-
laust. Við áttum lítinn son, tæp-
lega sjö mánaða gamlan, hraustan
og eðlilegan, sem ekki var lengur
hjá okkur áður en þessi dagur var
allur liðinn. Frekar hefði okkur
grunað að dauðinn gerði vart við
sig annars staðar í fjölskyldunni,
því heilsu Brynhildar fór þverr-
andi. Hún var farin að heyja sitt
dauðastríð þessi síðustu ár og and-
aóist í júní á næsta ári 1976.
Eftir lát Brynhildar fór Berg-
sveinn oft að taka sér ferð á hend-
ur og fara í heimsóknir suður á
land til Stokkseyrar. Þar átti hann
náinn frænda, Pál Hörð Pálsson,
sem hann einnig hafði alið upp frá
bamæsku til 16 ára aldurs. Hörður
lést 59 ára vorið 1990.
Þegar hann dvaldist á Stokks-
eyri fór hann að aðstoða og annast
gamla konu sem var tólf árum
eldri en hann og bjó hún ein ör-
stutt frá heimili Harðar. Þessi
kona hét Marta Kjartansdóttir.
Heimsóknir þessar voru ýmist í
styttri eða lengri tíma til byrjun
ársins 1986 að hann flytur til
Mörtu. Hann býr hjá henni til
haustsins 1991, þá gat Marta ekki
lengur verið á heimili sínu, hún
orðin blind og heilsan farin. Hún
andaðist á sjúkrahúsinu á Selfossi
í febrúar 1992.
Ekki sátu þessar öldruðu mann-
eskjur auðum höndum því meðan
Marta hafði sjónina saumaði hún
mikið út í fínar krosssaumshann-
yrðir en hann hafði áður verið bú-
inn að tileinka sér ýmsa þætti í
tómstundaióju. Til dæmis saumaði
hann alls konar stykki með gróf-
um krosssaum, hnýtti blómahengi
og fleira og fleira. Ef allt þetta
sem hann gcrði væri komið saman
á einn stað væri það ásjálegur
stafli, enda mundu það vera fleiri
hundruð munir sem nú eru í eigu
annarra dreifðir víða um land og
erlendis. Bergsveinn hafði gaman
af að sýna hvað hann var að vinna
og fengu margir stykkin hans að
gjöf.
Eftir dvöl hans á Stokkseyri
haustið 1991 kemur hann alkom-
inn heim í Hríseyjargötuna og bjó
þar einn og sá alfarið um sig sjálf-
ur, hann var alvanur að elda mat.
Hann tók þátt í tómstundaiðju
aldraðra í Víóilundi og þar byrjaði
hann aó mála á tau, sem svo vel
tókst til hjá honum, til dæmis litlar
fallegar bamasvuntur, sem yngstu
langafabörnin fengu og fleiri.
Þann 4. apríl síðast liðinn var
fermdur Heiðar Valur, yngsta
bamabamið, og naut hann þess að
vera með hópnum sínum þennan
dag.
Margar ferðir höfum við Einar
farið austur á Hérað til æsku-
stöðva minna með bömin okkar er
þau voru yngri. Fórum við þá
gjaman yfír brúna á Jökulsá hjá
Hjarðarhaga. Sögðum við þá
bömunum að Bergsveinn afi
þeirra hefði verið í kláf undir
brúnni og málað hana aó neðan
þegar hann átti heima í Hnefilsdal.
Eftir þetta hafa þau jafnan minnst
á brúna sem afí málaði er þau eiga
leió þar um.
Þann 9. apríl síðast liðinn kom-
um við í heimsókn niður í Hrís-
eyjargötu að heimsækja gamla
manninn, þann sama dag hefði
Brynhildur oróið 75 ára. Næsti
dagur var skipulagður, því pabbi
var aó fara suður til Reykjavíkur
og átti að leggjast inn á Landspít-
alann, hann átti við erfiðleika að
stríða vegna sjúkdóms í hálsi en
var lítið búinn að dveljast á
sjúkrahúsum. Á Landspítalanum
átti hann að gangast undir með-
ferð sem vart var hafin þegar kall-
ið kom. Við þökkum guðlegri for-
sjá að ekki var lögð löng og erfið
banalega á hann.
Nú á þessu vori með hækkandi
sól og þegar náttúran er öll að
lifna við hvílið þið í jöröu hlið við
hlið en sameinuð í anda í landinu
bjarta.
Við minnumst þess með kær-
leika og þökk að hafa átt ykkur
meó fjölskyldu okkar.
Anna og Einar Long.
'ij* Bergsveinn S. Long
Fyrir liðlega hálfum mánuði síðan
tók ég mér far með strætisvagnin-
um mínum, leið 111 ofan úr
Breiðholti, eins og svo oft áður.
Oft er ferðinni heitið í Kringluna
til að útrétta eitt og annað eða á
góðviórisdögum nióur í miðbæ að
tjörninni til að spóka sig með
barnavagninn, en Oðinn litli sonur
minn er jafnan með í för. En
þennan tiltekna dag var stigið úr
vagninum við Landspítalann til aó
heimsækja hann Bergsvein afa
minn sem þangað var kominn í
meðferó vegna veikinda sinna.
Það var notaleg stund sem við
áttum saman þennan eftirmiðdag
og ég vildi aó þær hefðu getað
orðið fleiri slíkar. Hann afi var
farinn að láta á sjá, því er ekki aó
leyna. En hann var samt svo líkur
sjálfum sér þar sem hann sat í stól
með eitthvað á milli handanna.
Hann var að sauma út mynd sem
hann sýndi mér og Oóinn litli var
duglegur að fálma í þessa litríku
spotta hjá langafa. Eg sagði við
afa að ég myndi koma með prjón-
ana með mér næst og við gætum
setið saman við hannyrðimar þá.
Nokkrum dögum seinna var
hann ekki lengur rólfær og var
lagstur í rúmið, gat ekki tjáð sig
nema með því að hripa niður línur
á blað til okkar. Engu að síður
náðum við góðu sambandi því
sama ákveðnin og kímnin var til
staðar í augunum.
Hann var með hugann við
handavinnuna sína eins og fyrri
daginn og Oðinn naut þess að
horfa á litina í stykkjunum hans.
Þarna áttu þeir samskipti á sinn
hátt, gamli maðurinn sem ekki gat
lengur notað röddina sína og litli
kútur sem enn hefur ekki náð aldri
til að tala. Þetta var síðasta heim-
sóknin því tveimur dögum síöar
var hann allur.
Þó afi hafi verið orðinn aldrað-
ur og heilsan farin aó bila, þá kom
kallið fyrr en maður kannski bjóst
við. Eftir standa minningar sem
mér eru kærar um hann afa.
Ennþá man ég þegar ég kom
fjögurra ára fyrst í Hríseyjargöt-
una með mömmu minni og fóstur-
pabba til þeirra Bergsveins og
Brynhildar, sem ég ætíð síðan
kallaði afa og ömmu. Hjá þeim
átti ég vísan stað eins og hin
barnabörnin.
Frá bernsku- og unglingsárum
bregður fyrir mörgum svipmynd-
um úr Hríseyjargötunni og Hafn-
arstræti, sem ekki verða taldar hér.
Um tvítugt flyt ég frá Akureyri og
sjáumst við þá sjaldnar.
En eftir að afi fór að dvelja á
Stokkseyri höfðum við meira
samband, þar sem ég bjó í Reykja-
vík. Við Siggi brugðum okkur
stundum austur fyrir fjall og heim-
sóttum hann og Mörtu í litla hús-
ið, Setberg. Þar var gott að koma
og þiggja veitingar hjá þeim hjú-
unum og spjalla um daginn og
veginn.
Sérstaklega er mér minnisstæð-
ur einn sólríkur og fallegur dagur í
júní sumarið 1990 er við Valdís
systir mín, sem þá var stödd hjá
mér, og vinkona hennar fórum í
heimsókn til þeirra, ásamt Einari
litla systursyni okkar. Þessa stund-
ina var glatt á hjalla hjá okkur í
Setbergi og ég sé afa fyrir mér þar
sem hann stendur glaður og reifur
á litla túnblettinum við húsið og
tók á móti okkur.
Leið mín lá einnig í Setberg
einn vordag í apríl 1991, þegar við
Siggi gerðum okkur sérstaka ferð
þangað, til að þakka veittan stuðn-
ing vegna fráfalls Ymis, lítils son-
ar okkar, sem við misstum þá um
veturinn. Þá bjuggum við í Sví-
þjóð og komum heim til Islands
vegna þessa atburöar. Við þessar
aðstæður sýnd afi eins og svo oft
áður hvaða mann hann hafði að
geyma.
I mars síðastliönum kom ég í
heimsókn til Akureyrar og heim-
sótti afa í Hríseyjargötuna. Það
var góð upplifun eftir öll þessi ár
aö vera komin í stofuna þar, sitja
og spjalla við hann og skoða
myndir frá lióinni tíð.
Vér deyjum ei - og getum
eigi gleymt,
vér erum eilífs eðlis,
liðin tíð sem framtíð er oss
nútíð.
Byron (Matthías Jochumsson)
Guðbjörg Guðmundsdóttir.
\1Iborg Andrea Guðmundsdóttir
Fædd 11. júní 1937 - Dáin 26. apríl 1993
Með örfáum oróum langar okkur
að minnast hennar Villu okkar,
sem nýlega lést eftir harða baráttu
við sjúkdóm þann sem svo hafði
betur. Já hún baróist, hún ætlaói
ekki að gefa sig og hafði á orði á
sjúkrahúsinu að næst gæfi hún
gestum kaffi heima. En þegar nær
dró endalokunum var hún æðru-
laus og hélt reisn sinni til hinstu
stundar.
Frá því við kynntumst Villu
hefur hús hennar alltaf staðið okk-
ur opið. Og ekki skorti veitingarn-
ar. Álltaf til nóg af heimabökuðu
bakkelsi og alltaf boðið í mat og
gistingu. Síðla sumars átti hún
ætíð ber og rjóma enda hafði hún
yndi af því að rölta upp í fjall og
tína ber. Hún var ein af þeim sem
hafði nóg rými í hjarta sínu fyrir
aðra, alltaf tilbúin aó hlusta og
gefa ráð. Þá sá hún mjög gjaman
spaugilegu hliðarnar á mannlífinu
og var þess vegna skemmtileg
viðræðu. Það var aldrei lognmolla
í kringum Villu og ávallt tilhlökk-
unarefni að heimsækja hana í litla
notalega húsið hennar og Jóns
manns hennar á Dalvík. Hún gift-
ist sem fyrr segir Jóni Stefánssyni
frá Miðbæ í Svarfaðardal en sjálf
var Villa frá Raufarhöfn. Þau
eignuðust þrjár dætur, Fanneyju,
gifta Kristni Gylfasyni og eiga
þau tvo syni, Sigurlínu, gifta Ingi-
mar Árnasyni, eiga þau tvö börn
og Þórunni, gifta Jóni M. Ragn-
arssyni og eiga þau tvær dætur.
Þeirra er missirinn mestur.
Við viljum að lokum þakka
Villu fyrir allar stundirnar í gegn-
um árin og biðjum henni Guðs
blessunar. Innilegar samúðar-
kveðjur til fjölskyldunnar.
Siggi og Lauga.