Dagur - 05.05.1993, Side 7
Miðvikudagur 5. maí 1993 - DAGUR - 7
Starfið við Ástjöm
Sumarbúðirnar við Ástjörn í
Kelduhverfi verða starfræktar í
9 vikur í sumar frá 19. júní til
20. ágúst.
Sumarheimilið Ástjöm er stað-
sett á fallegum stað í þjóðgarðin-
um, nálægt Ásbyrgi, og var stofn-
að árið 1946 af Arthur Gook,
kristniboða. Að jafnaói dvelja um
80 börn í sumarbúðunum.
Fyrstu 4 vikurnar eru fyrir
drengi, en næstu 4 vikur eru fyrir
stúlkur og drengi. Hægt verður aó
dvelja í sumarbúðunum frá tveim-
ur upp í átta vikur, en börnin
verða á aldrinum 6 til 12 ára.
Síðasta vika sumarsins (14.-20.
ágúst) verður unglingavika fyrir
13-17 ára.
Hver vika kostar 11.300 krónur
að viðbættu staðfestingar- og rútu-
gjaldi. Akstur Ak.-Ástjöm-Ak. er
innifalinn. Veittur er 10% afsláttur
fyrir systkini. Hægt er að greiða á
ýmsan hátt t.d. með jöfnu milli-
bili, staðgreiða (5% afsl.) eöa með
Visa, Euro eða Samkorti, sem er
mjög þægilegur greiðslumáti.
Flugleiðir bjóða sérstakan af-
slátt af fargjaldinu Rvík-Ak-Rvík
fyrir 6-12 ára börn á leið til
Ástjarnar í sumardvöl.
I samvinnu við Hestaleiguna á
Hóli geta börnin farið á hestanám-
skeið.
Nánari upplýsingar fást hjá for-
stöðumanni, Boga Péturssyni í
síma 96-23238, Magnúsi Hilmars-
syni síma 96-21585, Þorsteini Pét-
urssyni síma 96-21509 eóa Jóg-
vani Purkhús síma 96-22733.
Fréttatilkynning
Sumarbúðirnar við Hólavatn:
Innritun stendur yfir
Innritun stendur nú yfir í sum-
arbúðir KFUM og KFUK að
Ilólavatni í Eyjafirði. Gert er
ráð fyrir að sex fiokkar verði í
sumarbúðunum í sumar, þrír
flokkar drengja og þrír flokkar
stúlkna, en 24 börn geta verið í
hverjum flokki. Skráning hófs
21. apríl síðastliðinn í Reykjavík
og á Akureyri og er tekið á móti
innritunum í Félagsheimili
KFUM og KFUM í Sunnuhlíð, á
mánudögum og miðvikudögum
á milli kl. 17 og 18.
Dvöl aó Hólavatni bíður upp á
ýmsa möguleika, þar á meðal
bátsferðir, stangveiði og sund á
heitum dögum. Einnig gefur um-
hverfiö kost á mikilli útiveru,
gönguferðum leikjum og margvís-
legum íþróttum. Þátttakendur í
sumarbúðunum geta verið öll böm
Safnaðarheimili Akureyrar-
kirkju kl. 10 - MÖMMU-
MORGUNN: í dag ræðir Rósa
Kristín Júlíusdóttir, myndlis-
takona og kennari við Mynd-
listaskólann á Akureyri, um
gildi myndsköpunar fyrir ung
börn.
Akureyrarkirkja kl. 20.30 -
HALLGRÍMUR: Síðari sýningin
á dagskrá í tali og tónum um ævi-
feril og skáldskap Hallgríms Pét-
urssonar. Handrit og leikstjórn:
Signý Pálsdóttir. Tónlistarval og
tónlistarstjórn: Björn Steinar Sól-
bergsson. Flytendur: Leikarar frá
Leikfélagi Ákurcyrar, félagar úr
Kór Akurcyrarkirkju og Jón Þor-
steinsson, tenór.
sem náð hafa átta ára aldri og mun
fyrsti hópurinn koma þangað 8.
júní en sá síðasti 29. júlí. Starfi
sumarbúðanna mun síðan Ijúka
með kaffisölu eins og á undan-
förnum árum og verður hún
sunnudaginn 8. ágúst. ÞI
Kirkjulistavíka í
Akureyrarkirkju
Bridgefélag Siglufjarðar:
Sveit Bjarkar sigraði
í aðalsveitakeppniimi
- vetrarstarfinu lýkur með verðlaunaafhendingu 19. maí nk.
Sveit Bjarkar Jónsdóttur sigraði
í aðalsveitakeppni Bridgefélags
Siglufjarðar. Alls tóku 13 sveitir
þátt í mótinu og hlaut sigur-
sveitin 290 stig. I sveitinni voru
auk Bjarkar, þeir Ólafur Jóns-
son, Anton og Bogi Sigur-
björnssynir.
Svcit Islandsbanka varð í 2.
sæti mcð 287 stig, sveit Þorsteins
Jóhannssonar í 3.sæti með 245
stig, svcit Reynis Karlssonar í
4. sæti með 230 stig og sveit
Níelsar Friðbjamarsonar í 5. sæti
með 200 stig.
Firmakeppni
Spilaður var 2ja kvölda tvímenn-
ingur og er þetta mót aðal tekju-
lind félagsins. 21 par tók þátt í
mótinu og varð röð efstu para
þessi:
1. Rcynir Pálsson/Stefán Bene-
diktsson 402 stig
2. Anton Sigurbjörnss./Bogi Sig-
urbjörnss. 396 stig
3. Sigfús Steingrímss./Sigurður
Haflióas./Ásgrímur Sigur-
björnss. 376 stig.
Alls greiddu 60 fyrirtæki fyrir
þátttöku í mótið og varð röð efstu
fyrirtækja þessi:
1. Ingimundur hf. (Jakobína/Krist-
rún/Anton/Bogi) 392 stig.
2. Versl. Sigurðar Fanndal
(Anton/Bogi/Ásgrímur/Sigfús)
383 stig.
3. Nýja bíó hf. (Björk/Jón/Reyn-
ir/Þórleifur) 380 stig
Siglfirsk fyrirtæki hafa staðið vel
við bakið á bridgefélaginu. Þor-
móður rammi hf. gefur alla veró-
launagripi þetta árið en Sparisjóð-
ur Siglufjarðar gaf verðlaunin í
fyrra.
Hraðsveitakeppni
Nú stendur yfir 3ja kvölda hrað-
sveitakeppni með þátttöku 12
sveita. Eftir fyrsta kvöldið er staða
efstu sveita þessi:
1. Sigurður-Sigfús og Júlía og
Sólrún 451 stig
2. Ásgrímur-Jón og Jakobína-
Kristrún 423 stig
3. Rögnvaldur-Þorsteinn og Guð-
mundur og Haraldur 421 stig
Grunnskólamót
Sex pör tóku þátt í grunnskóla-
móti í tvímenningi og varð röð
efstu para þessi:
1. Birkir/Ingvar/Ari 130 stig
2. Ásbjörn/Pálmi 103 stig
3. Hafliði/Sigríður 102 stig
Uppskeruhátíð
Vetrarstarfi Bridgefélags Siglu-
fjarðar lýkur miðvikudaginn 19.
maí, með verðlaunaafhendingu,
kaffi og meðlæti. Þá verður spil-
aður Mitchell-tvímenningur og
spilarar dregnir saman. Aðalfund-
ur félagsins er alltaf í byrjun
október og mun stjómin sitja sem
fastast fram að þeim degi. KK
Sumarbúðirnar við Vestmannsvatn:
Starfsemin hefst 8. jum
Eins og undanfarin sumur
verða starfræktar sumarbúðir á
vegum kirkjunnar við Vest-
mannsvatn í Aðaldal. Boðið
verður upp á íjóra flokka fyrir
börn, þar af einn sérstakan
flokk fyrir stúlkur. Aðrir flokk-
ar eru bæði með stúlkum og
drengjum. Hver flokkur er i
vikutíma og hefst starfið 8. júní.
Auk fjölbreytts starfs úti og
inni við vatniö og í fjölbreyttri
náttúrunni verður í sumar boðið
upp á þau nýmæli aó reiðtúrar
veröa fyrir þau börn er vilja og
verður þeim kennt um leið nokkur
grunnatriði við að umgangast
hesta. Unglingum verður boðið
upp á dvöl í búðunum í fjóra daga
og er það viðbót við starf sl. sum-
ars.
Einn opinn flokkur verður fyrir
aldraða. Sumarbúðastjóri í sumar
verður Amaldur Bárðarson,
fræðslufulltrúi þjóðkirkjunnar, en
annað starfsfólk hefur flest starfað
áöur við búðimar.
Innritun er hafin og fer hún
fram virka daga frá kl. 16-18 í
síma 96-27540. Á öðrum tímum
er hægt að fá upplýsingar í símum
96-26971,96-61685 og 96-43545.
Umsjónarmenn búðanna eru
Jón Helgi Þórarinsson, sóknar-
prestur á Dalvík og Þórir Jökull
Þorsteinsson, sóknarprestur á
Grenjaðarstaó.
Miðstöð atvinnulausra:
Rætt um horfur í landbúnaði
í dag, miðvikudag, verður opið
hús fyrir fólk í atvinnuleit í
Safnaðarheimili Akureyrar-
kirkju. Þar ræðir Guðmundur
Steindórsson, ráðunautur hjá
Búnaðarsambandi Eyjafjarðar,
um horfur í landbúnaði í hérað-
inu og spjallar um almenn
sveitastörf.
Þá verður stutt skemmtidagskrá
og kaffi á boróum. Allir eru vel-
komnir og hefst samveran kl. 15.
SS
Vigtarmenn
Námskeið til löggildingar vigtarmanna verður
haldið í Reykjavík dagana 18. og 19. maí nk., ef
næg þátttaka fæst.
Námskeiðinu lýkur með prófi.
Skráning þátttakenda og nánari upplýsingar á
Löggildingastofunni, sími 91-681122.
Hús til sölu á Húsavík
LITLAGERÐI 5 ER TIL SÖLU.
Stærð íbúðar 140 m’, stærð bílg. 45 mJ. Fullfrágengin lóð og
bílastæði. Getur verið laust í júlí. Tilboð óskast.
Upplýsingar í síma 41663 eftir kl. 19, Stefán Örn.
Grenivellir/íbúð til sölu
Til sölu er góð 5 herbergja íbúð, efri hæð og ris, í fjórbýl-
ishúsi. íbúðin sem er um 119 fm að stærð er til afhending-
ar fljótlega. Mjög hagkvæm lán frá Húsnæðisstofnun ríkis-
ins hvíla á íbúðinni.
Upplýsingar gefnar á fasteignasölunni Eignakjör, Skipa-
götu 16, sími 26441.
FASTEIGNASALA
Skipagötu 16 s. 26441
Akureyri