Dagur - 05.05.1993, Blaðsíða 12
Grenilundarmálið:
Óvíst hvenær Hæstiréttur
tekur málið f\TÍr
Fremur ólíklegt er talið að
Grenilundarmálið svokallaða
verði tekið fyrir í Hæstarétti
Skólanefnd Akureyrar:
Framkvæmdir
við gnmnskóla
Á fundi skólanefndar Akureyr-
ar 28. apríl sl. var ákveðið í
hvaða framkvæmdir verði ráð-
ist í grunnskólum bæjarins í
sumar og var byggingadeild fal-
inn undirbúningur og umsjón
með þeim.
Þessar framkvæmdir eru: I
Barnaskóla Akureyrar á að ljúka
lagfæringum á gangi á 2. hæð og
setja upp vask í smíðastofu. I
Oddeyrarskóla á að mála tréverk
sunnan og austan á húsinu og end-
urnýja bjöllukerfi. I Glerárskóla
verður kyndiklefi lagfærður. I
Lundarskóla verður frágangur á
kennslustofu í kjallara í A-álmu. I
Gagnfræðaskólanum á að lagfæra
rafmagnstöflur og fleiri viðhalds-
verkefni við rafkerfi. Einnig á að
endurnýja handverkfæri í smíða-
stofu.
Þá var samþykkt að útbúa hlíf-
ar vió rennibekki og borvélar í
smíðastofum grunnskólanna og
lagfæra öryggisstjórn á vélum.
Einnig samþykkti skólanefnd
eftirfarandi framkvæmdir við lóðir
grunnskólanna og fól umhverfis-
nefnd undirbúning og umsjón
þeirra: Gangstígur milli Barna-
skólans og Gagnfræðaskólans,
framkvæmdir á norðurlóð Glerár-
skóla - á milli bygginga skólans,
hellulögn og lagfæringar á norður-
lóð Lundarskóla og stígar á aust-
ur- og norðurlóð Gagnfræðaskól-
ans. óþh
fyrr en eftir réttarhlé, en það
hefst 24. júní og stendur til 14.
september. Ef hins vegar báðir
málsaðilar óska eftir flýtimeð-
ferð málsins er ekki útilokað að
Hæstiréttur taki það fyrir fyrir
réttarhlé.
Baldur Dýrfjörð, bæjarlögmað-
ur, segir málið í eðlilegum far-
vegi. Hann sagðist vonast til að
áfrýjun málsins færi til Hæstarétt-
ar í næstu viku og væntanlega
myndi lögfræðingur húseigend-
anna gagnáfrýja.
Benedikt Olafsson, lögfræðing-
ur húseigendanna við Grenilund,
ritaði bréf til bæjaryfirvalda á Ak-
ureyri dagsett 25. mars þar sem
hann fór fram á, í ljósi dóms Hér-
aðsdóms Norðurlands eystra í
máli Braga Sigurðssonar gegn
bæjarstjóranum á Akureyri fyrir
hönd bæjarsjóðs, að bæjarsjóður
greiddi þeim uppsetta bótakröfu
„með fyrirvara um endurgreiðslu
ef málið færi á annan veg í Hæsta-
rétti. Með þessum hætti kemst
bæjarsjóður hjá greiðslu dráttar-
vaxta þann tíma sem þarf til að fá
niðurstöðu og hlýtur slíkt að telj-
ast skynsamlegt.“
I bréfi Benedikts segir einnig
m.a.: „Menn kunna aó hafa á því
skiptar skoðanir hvort æskilegt sé
að vísa máli sem þessu til Hæsta-
réttar. Forsendur dómsins byggja
að mjög miklu leyti á áliti hinna
sérfróðu meðdómsmanna og þykir
mér líklegt aö Hæstiréttur komi
einnig til með að ganga út frá
þeirri sérþekkingu í dómi sínum,
ef málið kemur til úrlausnar þar.“
Um þetta mál var fjallað á
fundi bæjarráós Akureyrar 29.
apríl sl. og var niðurstaðan að ekki
væri hægt að verða við erindi
Benedikts um greiðslu skaðabót-
anna. Þetta álit bæjarráðs var stað-
fest á fundi bæjarstjórnar Akur-
eyrar í gær. óþh
Akureyri:
Apríl þurrviðrasamur
- hiti yfírleitt yfír meðallagi
Nýliðinn aprílmánuður var sér-
lega þurrviðrasamur. Hann var
einnig fremur sólríkur og hlýr,
en nokkuð næðingssamur. Fyrri
hluta mánaðarins var tíðarfarið
mjög gott og hiti var yfirleitt yf-
ir meðallagi.
Samkvæmt upplýsingum veð-
VEÐRIÐ
í dag fer veður heldur kóln-
andi á austanverðu land-
inu en á Norðurlandi má
búast við fremur léttskýj-
uðu veðri. Vindur verður
af suðri og suðvestri og
getur orðið strekkings-
hvass á vestanverðu
Norðurlandi. Hlýindi eru
samt ekki mikil í lofti því á
stöku stað á Norðurlandi
vestra má búast við éljum.
urspárdeildar Veðurstofu íslands
var úrkoman á Akureyri í apríl 17
millimetrar, þ.e. tæplega 3/5 hlut-
ar þess sem venja er. Á Akureyri
hefur ekki mælst svo lítil úrkoma í
apríl síðan 1981. Meðalhitinn var
3,1 gráða, sem er 1 1/2 gráðu yfir
meðallagi. Sólskinsstundir í höf-
uðstað Norðurlands voru í liðnum
mánuði 142. ój
Starfsmenn Hagvirkis Kletts eru mættir á ný með sín tæki eftir vetrarfríið.
Mynd: IM
HÚsavík:
Hafíiarframkvæmdir hefjast á ný
Hagvirki Klettur hefur hafíð
framkvæmdir í Húsavíkurhöfn
á ný, en hlé var gert á yfir há-
veturinn.
Verið er að losa um jaröefni í
botni hafnarinnar þar sem dýpka
þarf höfnina, en botninn reyndist
ógræfur. Borað er í hafnarbotninn
frá pramma, og síðan er sprengt
um kvöldmatarleytið, með tilheyr-
andi skarkala og hristingi í bæn-
um. Yngstu Húsvíkingamir munu
orðnir svolítið þreyttir á skömm-
um fyrir hávaða og læti sem þeir
eiga enga sök á, en væntanlega
fara foreldrar að átta sig á hvað er
um að vera, svona hvað úr hverju.
IM
ÖxarQörður:
Sauðburður hefst ahnennt ekki
fyrr en um miðjan mánuðinn
- þungatakmarkanir tefla áburðarflutninga
Sauðburður er almennt ekki
byrjaður enn í Norður- Þingeyj-
arsýslu að undanskildum örfá-
um snemmbærum, en sauð-
burður byrjar almennt ekki
fyrr en um miðjan maímánuð.
Gunnar Einarsson, bóndi að
Daðastöðum í Öxarfirði, er með
um 550 ær sem bera í vor og
segir hann að vorið leggist
nokkuð vel í sig að þessu sinni.
Vegna þungatakmarkana á veg-
um hafa margir bændur ekki
enn hafið flutning á áburði heim
nema í mjög litlum mæli.
Gunnar segir að nokkrir bænd-
ur hafi verið fyrirhyggjusamir og
lokið viö flutning á áburðinum
heim meðan þjóðvegakerfið var
ennþá frosið og Vegagerðin ekki
búin að auglýsa 7 tonna öxul-
þunga, en nokkir hafi verið að
mjatla áburðinum heim í minna
mæli. Flestir bændur í Oxarfirði
sækja áburðinn á Kópasker en
nokkrir til Húsavíkur.
Tún virðast koma mjög vel
undan vetri í Norður- Þingeyjar-
sýslu enda hafa svell ekki staðið
lengi á túnum nú seinna hluta
vetrar, en í janúar og febrúar mátti
víða sjá svellalög en það viróist
hafa sloppið til víðast hvar. Bænd-
ur eru því nokkuð bjartsýnir á
hvað ástand túna varðar.
Gunnar Einarsson á Daðastöð-
um flutti inn tvo nýsjálenska fjár-
hunda, hund og tík, í haust af kyni
sem heitir „New-Zealand hunt-
away“. Þetta eru fremur stórir
hundar og snögghæróir. Gunnar
kynntist þessari tegund þegar
hann dvaldi á Nýja- Sjálandi og
hreifst af hæfni þeirra sem fjár-
hunda auk þess sem þeir lynda
mjög vel við mannfólkið. Auk
þess eru á Daðastöðum hundar af
„Boarder collier“ kyni sem þar
hafa verið í um 15 ár og telur
Gunnar það kost að hafa þá með
Akureyri:
Þrír styrkir til jafiiréttisverkefna
Fimm umsóknir bárust jafnrétt-
isfulltrúa Akureyrarbæjar um
styrk sem auglýstur var til jafn-
réttisverkefna á Akureyri. Jafn-
réttisnefnd samþykkti að veita
þrjá styrki, hver þeirra að upp-
hæð 100 þúsund krónur.
Styrkþegar cru:
Gagnfræðaskóli Akureyrar - til
frekari úrvinnslu á könnunum sem
gerðar voru á árunum 1990 og
1991 í tengslum við verkefnið
„Kynjaskiptar deildir í Gagn-
fræðaskóla Akureyrar.“
Dagheimilið Brekkukot fær
styrk til verkefnisins „Strákar,
stelpur og framtíðin“, en í því felst
aó búa bæði kynin jafnt undir
virka þátttöku í samfélaginu, fjöl-
skyldulífi og atvinnulífi, sbr. jafn-
réttislög. Einnig að auka skilning
og þekkingu starfsfólks.
I þriðja lagi fékk Dagvistar-
deild Akureyrarbæjar styrk til
verkefnis sem hefur fengió nafnið
„Böm eru bæði strákar og stelp-
ur“. Verkefnið er hugsað til að
gera fóstrur og annaó starfsfólk
leikskóla og skóladagheimila
meira meðvitað um kynjamun og
hvernig strákar og stelpur geta
innan ramma leikskólans/skóla-
dagheimilisins best dafnað og
lært.
óþh
þeim nýsjálenska því hann geltir
ekki en það gerir „Boarder collier-
inn“ hins vegar.
„Að undanförnu hef ég ekki
getað uppfyllt allar pantanir á
„Boarder colliernum“ og ég býst
við að það verði töluverð ásókn í
þann nýsjálenska þegar fram líða
stundir, en tíkin er ekki nema árs-
gömul og ég ætla ekki að láta
hana eignast hvolpa strax. Eg hef
þó ekki flutt inn þessa hunda til að
stunda ræktunarstarf heldur til að
fá hjálp við búskapinn, en bæði er
ég með nokkuð margar ær og svo
er sá afréttur sem féó sækir í á
sumrin ansi víðfeðmur. Mitt
áhugamál hefur verið að koma á
fjárhundakeppnum, en ég hef
kynnst þeim bæði í Skotlandi,
Nýja-Sjálandi, Ástralíu og víðar
og í vetur var stofnað smala-
hundafélag, sem að stóðu nokkrir
áhugasamir fjárbændur víða að af
landinu. Það verður engin keppni í
sumar, en við komum saman og
verðum með sýningu fyrir al-
menning. Tímasetning þeirrar
sýningar hefur ekki verið ákveðin.
Eg hef að undanförnu verið
með námskeið í meðferð og tamn-
ingu fjárhunda austur á Skriðu-
klaustri, vestur á Hólum og suður
á Hvanneyri og komust færri að
en viídu en það verður endurtekið
fljótlega. Það er hugsjónastarf að
útbreiða þetta „fagnaðarerindi“
sem fjárhundaræktin er og ég vil
að sem flestir bændur hafi bæði
gagn og gaman af hundunum sín-
um,“ sagði Gunnar Einarsson.
GG