Dagur


Dagur - 08.05.1993, Qupperneq 2

Dagur - 08.05.1993, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Laugardagur 8. maí 1993 Opnum nýja verslun! laugardaginn 8. mas, kl. 9.00-16.00. Málning - Rafmagnsverkfæri - Vinnufatnaður ásamt 10.000 öðrum vörunúmerum. í tilefni dagsins verður tilboðsverð á: Hitachi rafmagnshandverkfærum. Fristads fóðruðum samfestingum. Hempel þakmálningu, 20 I fötur. Vitratex utanhússmálningu, 12 I fötur. Bett 10 innanhússmálningu, 12 I fötur. OPPI HF V E R S L U N Fréttir Leikfélag Akureyrar: Fleiri Ieikarar verða fastráðnir - áherslubreytingar hjá nýjum leikhússtjóra Ferskar fréttir með morgunkaffinu ÁskriftarlS' 96-24222 Leikfélag Akureyrar auglýsir nú eftir fastráðnum og laus- ráðnum leikurum til starfa fyrir næsta leikár og rennur um- sóknarfrestur út 23. maí. Búast má við fjölmörgum umsóknum enda framboð á leikurum meira en eftirspurn. Hinn nýi leikhússtjóri LA, Viðar Egg- ertsson, ætlar að víkja dálítið af þeirri leið sem farin hefur verið við mannaráðningar síðastliðin ár. „Það eru fimm fastráðnir leik- arar hjá félaginu núna en við bú- umst við aó geta stækkað þennan hóp fyrir næsta leikár. Eg hef áhuga á því að fastráða fleiri því það gefur mér svigrúm til að nýta fólkið betur og jafnvel fást við fleiri verkefni en ella. Viðhorfið til starfsins verður líka alltaf betra þegar fólk er komið til að vera,“ sagði Viðar, en stefna LA undan- farin leikár hefur verið sú að hafa fáa fastráðna leikara en lausráða fleiri. Viðar sagði aó áfram yrði leit- að til lausráðinna leikara og gestaleikara fyrir einstök verk en með stærri kjarna yrði hægt að takast á við fjölskrúðugra verk- efnaval. í því sambandi nefndi hann að það væri hugsanlegt að Leikfélagið gæti teygt arma sína aðeins út fyrir Samkomuhúsið. „Ég er að gæla við þá hugmynd að færa út kvíamar. Við eigum ekkert litla svið eða smíðaverk- stæði eins og Þjóðleikhúsió en það gæti verið gaman að fara hliðstæða leið. Við setjum stefn- una upp á vió,“ sagði Viðar. Ekki verður nein róttæk breyt- ing á stefnu Leikfélags Akureyr- Munið kynningu á Tefal pönnum og pottum og eldföstu leirvörunum frá Emile Henry1 dag |aug»rdag, frá kl. 9-16. Matreiðslumaður frá Hótel KEA verður á staðnum og kynnir notkun á vörunum og gefur að smakka. 20% afsláttur af þessum frábæru vörum á meðan á kynningu stendur. Minnum á síðustu daga vortilboðs á AEG rafmagnstækjum KEA byggingavörur ar, að sögn leikhússtjórans, og söngleikir eða óperettur verða t.a.m. áfram á verkefnaskrá. Við- ar gat þó ekkert sagt um verkefni næsta leikárs á þessu stigi nema það að búið hefði verió að fast- setja fyrsta verkefnið áður en hann kom til starfa og leist honum mjög vel á það. Hann sagði að verkefnavalið myndi að öðru leyti stjómast dálítið af þeim leikurum sem ráðnir yróu til starfa. „Mínar hugmyndir fara smátt og smátt að líta dagsins Ijós þegar líða fer á leikárið. En það verður engin gjörbylting, frekar útvíkkun á ánægjulegri starfsemi þannig að hún verði enn fjölbreyttari og skemmtilegri,“ sagði Viðar. SS Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Hagnaður jókst um 100 milljómr milli ára - mesta framleiðslan hjá ÚA Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna skilaði 279 milljónum króna í hagnað á síðasta ári eða um 100 milljónum króna meiri hagnaði en á árinu 1991. Þetta er sam- anlagður hagnaður af rekstri móðurfyrirtækisins og dóttur- fyrirtækjanna. Mest var fram- leitt hjá Útgerðarfélagi Akur- eyringa, eða rúm 10 þúsund tonn, sem eru að verðmæti rúmir 2 milljarðar króna miðaö við útborgunarverð. A aðalfundi SH á fimmtudag kom fram aó verðþróun hafi reynst innlendum framleiðendum óhagstæð á flestum erlendum mörkuðum aó Bandaríkjamarkaði undanskildum. Þar hafi verð hald- ist nokkuð stöðugt, auk þess sem dollarinn hafi styrkst verulega gagnvart öðrum vestrænum gjald- miðlum. Hins vegar hafi verð hel- stu botnfisktegunda lækkað um- talsvert á Evrópumarkaði. Þorskur lækkaði um allt að 16% og tals- verð lækkun varð á hörpudiski og humri. Jón Ingvarsson, formaður SH, benti á aðalfundinum á fimmtudag á þá staðreynd að stórkaupendur fisks vestra leituðu stöðugt að ódýrari fisktegundum til að leysa af hólmi dýrari tegundir eins og þorsk. „Það er ekki lengur aðalat- riði hvaó fisktegundin heitir, held- ur að um svokallaðan hvítfisk sé að ræða og að verðið sé ekki svo hátt að þaó skaði samkeppnis- stöðu þeirra gagnvart keppinaut- um og öðrum matvælum. Enn- fremur leita nú margir stórkaup- endur með logandi ljósi um allan heim að heppilegum og ódýrum fiski, sem standist kröfur þeirra um verð og nægt framboð," sagði Jón. A fyrsta ársfjórðungi þessa árs jókst framleiðsla innan SH um 1600 tonn eða um 8% miðað við sama tímabil í fyrra. Útflutningur á sama tímabili reyndist 22.300 tonn að verðmæti 4,1 milljarður króna, en það er 20% magn- og 14% í verðmætaaukningu milli ára. JÓH Hjólreiðadagur áDalvík Lögreglan á Dalvík og grunn- skólinn á staðnum stóðu fyrir umferðarfræðslu í vikunni. Kennarar skólans fjölluðu um umferðarreglur og lögreglu- menn athuguðu reiðhjól skóla- barna. Að sögn lögreglunnar á Dalvík reyndist ástand reiðhjóla ung- mennanna misjafnt. Nokkuð var um að ýmsum smáatriðum væri ábótavant, lása og bjöllur vantaði og einnig voru nokkur hjól vita bremsulaus eins og lögreglumaður komst að orði. Kiwanismenn á Dalvík gáfu börnum í fyrsta bekk grunnskólans reiðhjólahjálma og voru þeir afhentir að fræðslu lokinni. ÞI Gistirekstur í Skútustaðaskóla leigður út: Tjaldstæðið leigt út af Birni Yngvasyni Sveitarstjórn Skútustaðahrepps hefur samþykkt að leigja Þráni Þórissyni og Arngrími Geirssyni gistirekstur í Skútustaðaskóla á komandi sumri en undanfarin ár hefur sveitarfélagið annast þennan gistirekstur sjálft en Þráinn Þórisson annast hann fyrir sveitarfélagsins hönd. Sjö tilboð bárust í gistirekst- urinn og voru þrjú þeirra frá aðilum úr Skútustaðahreppi. Leigugreiðslur veróa 27% af brúttótekjum. Engar breytingar verða á rekstrinum innanhúss en þar verður gistiaðstaða fyrir alls 24 og eru tveir og þrír í hverju herbergi. Boðið er upp á eldunar- aðstöðu og afnot af eldunaráhöld- um í eldhúsi. Gistiaðstaðan verður opin frá 1. júní nk. til ágústloka og aó sögn Margrétar Lárusdóttur hafa þó nokkrar fyrirspumir borist og virðist aðsókn útlendinga ætla að verða svipuð og á sl. sumri. Þó hefur borist afpöntun frá austur- rískum hópi sem kemur ekki vegna peningaskorts en aðrir fastir hópar eins og veiöimenn í Laxá hafa þegar boðað komu sína. Gistiaðstöðunni hefur fylgt tjaldstæði í eigu bænda en það verður nú leigt út af Bimi Yngva- syni, bónda á Skútustöðum, sem rekur bændagistingu.í eigin íbúð- arhúsnæði. GG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.