Dagur - 08.05.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 08.05.1993, Blaðsíða 4
I - DAGUR - Laugardagur 8. maí 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SfMI: 96-24222 • SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1200 Á MÁNUÐI • UUSASÖLUVERÐ KR. 110 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBUÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON, (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓUFUR HALLDÓRSSON, ÓLI G. JÓHANNSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON. LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSU: DAGSPRENT HF. Verðstýríng olíufélaganna Fyrr í vikunni hækkuðu ís- lensku olíufélögin verð á bens- íni um 2-3 af hundraði. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að bensínverð hér á landi þurfi að hækka nú, því heimsmark- aðsverð á bensíni færist jafnan upp á við á vorin. Hitt vekur óneitanlega athygli að olíufé- lögin þrjú, Olíufélagið, Skelj- ungur og Olís, hækkuðu verðið samtímis og um því sem næst sömu upphæð. Verðið er sömuleiðis næstum hið sama hjá þeim öllum, svo einungis skeikar nokkrum aurum. Þessar staðreyndir benda ótvírætt til þess að forsvars- menn olíufélaganna þriggja hafi samráð sín á milli og stýri verðlagningu á bensíni með mjög óeðlilegum og jafnvel ólögmætum hætti. Minna má á að olíufélögin hafa um rúm- lega eins árs skeið haft frelsi í verðákvörðunum sínum. Þrátt fyrir það hækkuðu þau öll bensínverðið sama daginn í maí í fyrra, um því sem næst sömu upphæð. Þegar bensín- verð á heimsmarkaði fór lækk- andi í vetur tóku forsvars- menn olíufélaganna þriggja sér góðan umþóttunartíma áður en þeir tóku ákvörðun um að lækka verðið að nýju. Svo „ein- kennilega" vildi til að þegar þeir ákváðu loksins að lækka verðið, ákváðu þeir það allir þann 20. febrúar síðastliðinn! Enn „merkilegra" var að öll fé- lögin lækkuðu verðið um 70 aura - hvorki meira né minna! Að hækkunin nú skuli bera upp á sama daginn hjá þeim öllum er enn ein „tilviljunin" og raunar stórmerkileg „tilviljun". Olíufélögin kaupa nefnilega bensínfarma á mismunandi verði og tíma. Ef allt væri með felldu ættu þau því að lækka eða hækka útsöluverðið á mis- munandi tíma. Þrátt fyrir allar þessar ein- kennilegu og ótrúlegu „tilvilj- anir“ neita forsvarsmenn olíu- félaganna því statt og stöðugt að félögin hafi samráð um verðhækkanir hvað þá að þau komi sér saman um verðlagn- ingu á bensíni og olíu yfirleitt. Á hinn bóginn trúir þeim eng- inn, enda ástæðulaust. Olíumarkaðurinn hér á landi er svonefndur fákeppnismark- aður. Þar ríkir ekki einokun í orði kveðnu - en samkeppnin er af skornum skammti. Olíufé- lögin þrjú skipta kökunni nokkuð bróðurlega á milli sín, þar sem Olíufélagið er með um 42% markaðarins en Skeljung- ur og Olís með sín 29% hvort. Á fákeppnismarkaði er viðbúið að lækki einn aðilinn verðið svari hinn eða hinir í sömu mynt nánast um leið. Olíufé- lögunum kemur því augljós- lega best að hafa samráð um verðlagninguna. Ansi margt bendir til þess að þau geri það. Bensínverð hér á landi er nú hærra en nokkru sinni fyrr. Stjórnvöld, sem taka nú til sín fleiri krónur af hverjum bensín- lítra en nokkru sinni fyrr, ættu að sjá sóma sinn í því að krefja forsvarsmenn olíufélaganna þriggja um skýringar á því hve undarlega samstiga þeir eru í verðákvörðunum sínum. Það er stjórnvalda að hafa eftirlit með því að samkeppni olíufélag- anna komi fram í öðru en mis- munandi þjónustu. Að öðrum kosti er allt eins gott að setja lög sem kveða á um ríkis- einkasölu á þessu sviði við- skipta. Með þeim hætti mætti skapa nýjan tekjustofn, sem væri galtómum ríkissjóði vafa- laust kærkominn. BB Kvennaráð Sóley Rannveig Hallgrímsdóttir vinur? er að vera skilningi að vera lífstíóarvinimir? Þaó er bara alls ekki þannig sem vináttan blómstrar. Þú getur ekki keypt hana og það er erfitt að stela sannri vináttu. Það tekur langan tíma og þarf fullt af lærdómi, mistökum, virðingu, skilningi, þolinmæði til að byggja upp trausta og góða vináttu. En hvers konar vinátta er það sem endumýjast á hverjum virkum morgni í lífi okkar og hvemig getum við vitað að á bak við allan orða- flauminn er sannur og hreinn andi sem stendur við hliðina á þér, þótt allt annað bregðist í baráttunni? Sú manneskja sem er alltaf tilbúin til aö hjálpa þér, hlusta á þig, vill leiðbeina þér og gagnrýnir þig á já- kvæóan hátt, hún trúir á þig þótt all- ar niðrandi tungur heimsins baktali þig og rægi. Þú getur hlegið meó henni, hún gerir grín aó þér, þú græt- ur í fangi hennar og þú treystir henni. En umfram allt og allt annaó, þú getur þagað við hlió hennar og hún einfaldlega skilur og virðir það. Á erfiðistu stundum lífs okkar eru það sannir vinir sem bera okkur og við þörfnumst þeirra til þess eins að geta haldió hægangi hér á landinu kalda. Ég vona að þaó eigi allir sem líta þetta pár mitt augum vini sem eru hreinar og sannar sálir. Hafió góðar stundir. Hvað Hvað er aö vera vinur? Að vera til staóar. Alltaf. Ég hitti hana aóeins um daginn og þá höfðum vió ekki sést lengi. A meðan hún var aó tala þá fór ég aó rifja upp hvaó vió værum búnar aó fara í gegnum saman. Ég horfói á hana og hugsaði til þess sem stendur í Biblíunni: Jafnvel þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér. Við þurfum víst öll að fara gegn- um bratta dali og dimma, en hún hefur ekki alltaf verið til staóar og haldið í höndina á mér og ég get ekki leitt hana yfir allar hraðahindr- anirnar og gangbrautimar, en þær eru nokkrar á lífsleiðinni og ég er búin aó vera aó velta því fyrir mér hvers konar vinátta þaó er sem þrífst í dag. Er þaó blessaó klappió á axlimar sem vió þurfum þegar himinninn dregur sig saman í stórt grátt ský og flestir skella hurðum sínum á nefió á þér? Er það aódáunarbrosið sem fær- ist yfir frosið andlit barþjónsins þeg- ar bankabókin þykknaði og allir drukku frítt og Levi’s búóimar sendu þér ókeypis pöntunarlista heim? En hvemig stendur þá á því þegar „lookið“ dettur nióur þá hlaupa bara blessaóir vinimir og neita að taka þátt í uppbyggingunni og þú stendur eftir meö sár í hjartanu, skilur ekki neitt því þetta áttu samkvæmt þínum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.