Dagur - 08.05.1993, Page 5
Laugardagur 8. maí 1993 - DAGUR - 5
Fréttir
Sveitarstjórn Öxarfjarðarhrepps sendir Vegagerðinni opið bréf:
Vill rökstutt svar við ákvörðun
um þungatakmarkanir í sýslunni
Vegamál og framkvæmd þeirra
brenna mjög á íbúum Norður-
Þingeyjarsýslu og ekki síst
framkvæmd þungatakmarkana
en þar gildir nú 7 tonna öxul-
þungi á flestum vegum og aðrir
jafnvel lokaðir eins og vegurinn
um Öxarfjarðarheiði. Á fundi
sveitarstjórnar Öxarfjarðar-
hrepps í sl. viku var samþykkt
að senda opið bréf til Vegagerð-
ar ríkisins sem fjallar um
þungatakmarkanir og þar segir
m.a.:
„Á liðnum öldum var gjarnan
talaó um að þreyja þorrann og
góuna. Þótti sæmilega horfa ef
menn og skepnur héldu holdum
og kröftum út þann árstíma. Þótt
Islendingar standi ekki lengur
frammi fyrir slíkum hremmingum
er við ýmis önnur vandamál að
stríða. Eitt þeirra eru þungatak-
markanir á vegum, sem er árvisst
fyrirbæri í Norður-Þingeyjarsýslu.
Það er í apríl og maí sem vænta
má þessara takmarkana, sem geta
varaða í 4 til 8 vikur vor hvert.
Starfsmenn Vcgagerðar ríkisins
ákveða hvenær þær hefjast og
hvenær þcim lýkur, en miðað er
við öxulþungann 7 tonn á aðal-
vegum. Meðan þetta ástand varir
fer atvinnustarfsemi í sýslunni úr
skoröum. I N.-Þing. byggja menn
afkomu sína ööru fremur á fram-
leiðslu matvæla og það krefst
stöðugra flutninga, en eftir að
siglingar Ríkisskipa lögðust af er
ekki annarra kosta völ en land-
flutninga. Þess er tæpast að vænta
að dregið sé að ráði úr flutning-
um þennan tíma enda gætu þá
áunnir markaðir verið í hættu. Því
taka flcstir þann kostinn að fjölga
ferðum í hlutfalli við skertan öx-
ulþunga þó af því leiði aukinn
kostnað, sem rýrir að sjálfsögðu
möguleika á sölu í samkeppni við
aðra sem betur cru í sveit settir,
enda ekki margir landshlutar sem
mega þola slíkar hömlur á sínum
cina möguleika til flutninga í jafn-
langan tíma ár hvert. Erlendir að-
ilar virðast engan skilning hafa á
því fyrirbæri scm þungatakmark-
anir eru cnda þess tæpast að
vænta.
Víða er hafður sá háttur á aó
öxulþungi er ekki takmarkaður cn
veikustu vegakaflarnir lagfærðir
cftir þörfum. Þannig hefur öxul-
þungi t.d. ekki verið takmarkaður
á veginum Borgarnes-Staðarsveit
sl. tvö vor. Einhverra hluta vegna
henta slík vinnubrögð ekki í N,-
Þing.“
I bréllnu cr síðan fjallað um
þunga á flatarciningu, sem vcriö
cr að forðast, en ekki fjölda öku-
tækja og að baki ákvarðananna
um þungatakmarkanir hljóti aó
liggja verkfræðilegir útreikningar
og markvissar tilraunir enda væri
starfsmönnum Vegageróarinnar
ekki annað sæmandi. I niðurlagi
bréfsins segir svo:
„í landbúnaöi er akstur þungra
tækja um viðkvæmt land alþekkt
fyrirbæri. Viðbrögð bænda við
þeim vanda eru gjarnan þau að
nota breiðari og belgmeiri hjól-
barða og gefst vel. Allt önnur lög-
mál virðast gilda um malarveg-
ina. Lítið tillit er tekið til hjól-
barðastærðar bifreiða þegar öxul-
þungi er takmarkaður. Spyrja
inætti t.d. hvort vörubifreið, sem
búin er 1300 x 20“ hjólbörðum,
hafi meiri þunga á flatareiningu
með 8 tonna öxulþunga en hún
hefði með 7 tonna öxulþunga og
1100x20“ hjólbörðum?
Sveitarstjórn Oxarfjarðarhrepps
telur brýnt aö Vegagerð ríkisins
taki starfsreglur sínar hvað þetta
varðar til endurskoðunar eða setji
þær a.m.k. fram með þeim hætti
að allir megi skilja. Fyrir hönd
Norður-Þingeyinga skorar sveitar-
stjórnin á Vegagerðina að gera
það.
Á Norðurlandi eystra hefur
Vegagerðin þá stefnu að koma í
veg fyrir að vegirnir eyðileggist á
vorin og ef vegaáætlun segir að
Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co
á Akureyri mun í kringum
næstu mánaðamót opna brauð-
búð á jarðhæð verslanamið-
stöðvarinnar Sunnuhlíðar. Frá
því að Sunnuhlíð opnaði, hefur
Kristjánsbakarí rekið veitinga-
og brauðsölu á 2. hæð en eftir
næstu mánaðamót leggst veit-
ingareksturinn af.
I brauðbúðinni verður boöið
uppá brauð og kökur, mjólk og
mjólkurvörur og álegg. Búðin
verður opin alla daga vikunnar og
einnig á hclgidögum.
Eigendur Kristjánsbakarís
keyptu 100 ferm. húsnæði á jarð-
hæð af eiganda Vídeo Evu í
byggja eigi upp einhvern ákveö-
inn veg á árinu eða því næsta þá
kemur það fyrir að ákveðið er að
„keyra út úr“ veginum og sleppa
öllum þungatakmörkunum. Þann-
ig fara engin verðmæti forgörðum
því þaó stendur hvort sem er til
aö leggja nýjan veg.
I sumar eru áætlaðar lagfæring-
ar á vegarkafla í Kelduhverfi,
sem aðeins er lítill hluti vegarins
frá Húsavík austur á Kópasker.
GG
Sunnuhlíð. Brauðbúó.in verður í
helmingi þess húsnæðið og Vídeó
Eva verður áfram í hinum helm-
ingnum.
Síðustu daga hefur verið unnið
við breytingar á eigninni og er
m.a. búió aó saga þrjú ný glugga-
stykki á norðurvegg hússins. Hægt
verður að ganga inn í brauðbúð-
ina bæði að utanveróu og eins
innan úr sjálfri verslanamiðstöð-
inni.
Brauðbúðin í Sunnuhlíð er
þriðja búðin sem Kristjánsbakarí
rekur á Akureyri, fyrir eru búðir í
Hafnarstræti og Hrísalundi og þá
rekur fyrirtækið brauðbúð í Hag-
kaup í samvinnu við þá Hag-
kaupsmenn. KK
SUNNiimin
fcHb
WWfí® émtt ÍSgaOi R fT:-' Mm. '
Um næstu mánaðamót opnar Kristjánsbakarí nýja brauðbúð á jarðhæð í
verslanamiðstöðinni Sunnuhlíð á Akureyri. Mynd:KK
AKUREYRARBÆR
ÚTBOÐ
Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri, fyrir hönd
bæjarsjóðs Akureyrar óskar hér með eftir tilboð-
um í jarðvegsskipti, frárennslislagnir og lögn
heimæðar hitaveitu í verkið, Miðbær-suðurhluti,
bifreiðastæði, áfangi I.
Tilboðið nær til jarðvegsskipta í 4500 m2 bifreiða-
stæði, lagnar 325 lengdarmetra af frárennslis-
rörum auk heimæða og niðurfalla og 100 lengd-
armetra af hitaveitulögn. Skilafrestur verksins er
til 26. júní 1993.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Tækni-
deildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri
frá og með þriðjudeginum 11. maí 1993 gegn
10.000 kr. skilatryggingu.
Opnun tilboða fer fram á sama stað þriðjudaginn
18. maí kl. 11.00 fyrir hádegi.
Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri.
Brauðgerð Kr. Jónssonar & Co:
Nýbrauðbúðájarð-
hæð í Sunnuhlíð
FRÁ HÚSNÆÐISNEFND AKUREYRAR.
íbúðir óskast til kaups
Húsnæðisnefnd Akureyrarbæjar óskar eftir not-
uðum íbúðum til kaups. Einkum er óskað eftir 2ja-
5 herbergja íbúðum í fjölbýlishúsum og 3ja-5 her-
bergja íbúðum í raðhúsum. Tilboðunum skal skilað
inn af starfandi fasteignasölum. í tilboðinu skal vera
lýsing á ástandi eignar, stærð íbúðar í fermetrum,
stærð sameignar í fermetrum, fjöldi herbergja, stað-
setning í húsi, húsagerð og grunnmynd íbúðar. Verð
skal miðað við staðgreiðslu á afhendingardegi íbúð-
ar. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er,
eða hafna öllum.
Húsnæðisnefnd óskar einnig eftir tilboðum í
byggingu félagslegra íbúða. Útboð þetta er gert
með fyrirvara um fjárveitingu til félagslegra íbúða frá
Húsnæðisstofnun ríkisins á árinu 1993. Réttur er
áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna
öllum. Öll gögn liggja frammi hjá Húsnæðisskrifstof-
unni á Akureyri, Skipagötu 12, sími 25311.
Tilboðum skal skila inn til Húsnæðisskrifstof-
unnar á Akureyri, Skipagötu 12, sími 25311, fyrir
1. júní 1993.
Einingarfélagar
Eyjafirði!
Almennir félagsfundir verða haldnir í öllum
deildum Verkalýðsfélagsins Einingar á eftirtöld-
um stöðum:
Grenivík, í kaffistofu frystihússins. Mánudaginn 10.
maí kl. 17.00.
Dalvík, í kaffistofu frystihússins. Mánudaginn 10.
maí kl. 20.30.
Ólafsfirði, í Tjarnarborg. Þriðjudaginn 11. maí kl.
20.00.
Akureyri, í Alþýðuhúsinu, 4. hæð. Miðvikudaginn 12.
maí kl. 20.00.
Hrísey, í kaffistofu frystihússins. Fimmtudaginn 13.
maí kl. 20.00.
Dagskrá fundanna:
1. Staða samningamála.
2. Öflun verkfallsheimildar.
3. Önnur mál.
Félagar fjölmennið. Stjórnin.
—
AKUREYRARB/CR
Akureyrarbær auglýsir
eftirtaldar deiliskipulagstillögur:
Deiliskipulag Strandgötu: Deiliskipulagstillag-
an sýnir legu nýrrar tengibrautar sunnan Strand-
götu milli Glerárgötu og Hjalteyrargötu sbr. aðal-
skipulag Akureyrar 1990-2010. Einnig er gerð
grein fyrir frágangi núverandi götu sem húsagötu,
bílastæðum við hana svo og frágangi svæðisins
og gönguleiðar við Pollinn.
Deiliskipulag v/kirkjugarðsbyggingar: Deili-
skipulagstillagan sýnir tillögu að staðsetningu
kirkjugarðshúss og umhverfi þess við norðurjaðar
kirkjugarðs Akureyrar. Tillagan er í megindráttum
í samræmi við samþykkt skipulagsnefndar Akur-
eyrar frá 9. apríl 1992.
Deiliskipulagstillögur þessar, uppdrættir og grein-
argerðir, liggja frammi almenningi til sýnis á Skipu-
lagsdeild Akureyreyrarbæjar, Geislagötu 9, 3.
hæð, næstu 4 vikur frá birtingu þessarar augiýs-
ingar, þ.e. til mánudagsins 7. júní 1993, þannig
að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar
og gert við þær athugasemdir sbr. grein 4.4. í
skipulagsreglugerð. Þeir sem telja sig verða fyrir
bótaskyldu tjóni vegna skipulagsgerðarinnar er
bent á að gera athugasemdir innan tilgreinds
frests, ella teljast þeir samþykkir tillögunum.
Skipulagsstjóri Akureyrar.