Dagur - 08.05.1993, Page 10

Dagur - 08.05.1993, Page 10
10 - DAGUR - Laugardagur 8. maí 1993 Heilsupóstur Einar Guðmann Svolítið um timburmenn, Karíus og Baktus og góðverk súkkulaðisins Óæskilegir timburmenn Nú þykir nokkuó ljóst aö alkóhól hefur þau áhrif á mótefnakerfi líkamans að krabbameinsfrumur eiga auöveldara meö aó dreifast um líkamann. Þetta er niðurstað- an úr rannsókn sem geró var á því hvaða áhrif Bakkusar-víman hefði á hina ýmsu sjúkdóma. Sprautað var krabbameins- frumum í rottur sem auk þess voru með meira en 0,15 prómill alkóhól í blóðinu. I öllum tilfell- unum dreifðu krabbameinsfrum- umar sér til lungnanna, en hjá þeim sem teygað höfðu sopann varð helmingi meira um krabba- meinsdreifingu. Þær sem voru settar á rækilegt fyllerí, þ.e.a.s. meó meira en 0,25 prómill fengu átta sinnum fleiri krabba- meinsæxli. Lokaniðurstaða rannsóknar- innar varð sú að alkóhólið dragi úr getu náttúrulegra vamar- frumna til þess aö hefta krabba- meinsfrumur sem ferðast meó blóðinu. Sigurvegarar með alpha heilabylgjur Það er ýmislegt gert til þess að komast að því hver sé sigur- stranglegastur þegar íþróttir og keppni eru annars vegar. Alls kyns spámennska og getgátur eru þaó sem menn hafa haft til að styðjast vió en nú þykjast menn hafa rekist á aðferð sem getur aukið líkumar verulega á því að hægt sé að segja hver komi til með að sigra í ákveðinni keppni. Breskir vísindamenn hafa komist að því að íþróttamenn sem eiga mikilli velgengni að fagna í keppni eiga það sameig- inlegt að alpha heilabylgjur eru ráðandi sé tekið heilalínurit rétt fyrir keppnina. Hvaó segir þetta okkur? Alpha heilabylgjur eru þær bylgjur sem myndast þegar heilinn er tiltölulega afslappaður og rólegur. Þaö borgar sig sem sagt ekki að hugsa of mikió um það sem er að gerast, heldur að tæma hugann og lifa sig inn í leikinn. Samkvæmt því sem íþróttasálfræðingurinn segir sem stóó fyrir þessari rannsókn, þá endar sennilega með því að þér tekst ekki að framkvæma þaó sem þú hugsar of mikið um að gera. Sykurlaust tyggjó og sykraðir gosdrykkir Eins og sagt er í auglýsingun- um þá getur sumt tyggjó varið tennumar með því að stuðla að framleiðslu á munnvatni sem síðan skolar bakteríum í burtu. Það að halda munninum rökum er góð varúðarráðstöfun, en varist gosdrykkina, segir einn tannsérfræðingurinn. Þeir inni- halda fosfór sem getur orsakað holumyndun í glerung tann- anna. „Þar sem mörgum þykir erfitt að sleppa gosinu, ættu þeir að nota rör,“ segir Dr. Bo- wen. „Það flytur gosdrykkinn framhjá tönnunum. Hvað mat- væli varðar þá er stór misskiln- ingur að sykraður matur sé varasamur og það að sá sykur- lausi sé það ekki. Ef það er ein- hver sykur í matvælum - jafn- vel þó um flókin kolvetni sé að ræða, þá er það í rauninni það Hvað matvæli varðar þá er stór misskilningur að sykraður matur sé vara- samur og það að sá sykurlausi sé það ckki. Ef það er einhver sykur í mat- vælum - jafnvel þó um flókin kolvetni sé að ræða, þá er það í rauninni það eina sem bakteríurnar þurfa. eina sem bakteríumar þurfa. Það sem skiptir meira máli er hversu lengi sykurinn er í snert- ingu við tennumar. „Dr. Bowen lætur fylgja að það síðasta sem menn ættu að smakka áður en þeir fara að sofa sé tannkremið á tannburstanum. Súkkulaði ekki á svarta listanum Allir vita að sætindi em ekki holl fyrir tennumar, en ef þú lætur það eftir þér annað slagið þá kann þér að þykja huggun í að heyra að súkkulaðið, þrátt fyrir allar hitaeiningamar og mikinn sykur er ekki ofarlega á lista yfir það sem veldur mikl- um tannskemmdum. Fitan í súkkulaðinu veldur því að þegar það er tuggið lekur það - eða bráðnar niður sem þýðir að sykurinn fer að miklu leiti framhjá tönnunum. Ymsar vangaveltur em auk þess í gangi sem snúast um það hvort súkkulaði geti jafnvel dregið úr holumyndun í tönnum þökk sé efni í súkkulaðinu sem kallast tannis. Hins vegar styttist góð- verkalistinn hjá súkkulaðinu þegar hugsað er til þess hvaða áhrif það hefur á línurnar. VÍSNAÞÁTTUR Fátt hefur orðið hagyrðingum meira að yrkisefni en hestar og ferða lög þeim tengd. Hér fylgja nokkrar hestavísur úr ýmsum átt- um: Þannig yrkir Guðmundur Guðmundsson: Hér er alveg ajbragðs hagi. Enginn minna vina brásl. Velta þeir sérfimm íflagi ogfara brátt að bíta og kljást. Guómundur Ingi Kristjáns- son kann að yrkja um hesta ekki síður en um önnur efni: Hef ég fundið, heyrt og reynt hestsins vit og snilli, þegar ekki gat ég greint götujaðra milli. Jóhannes úr Kötlum: Blakkar frýsa og teygja lá, tunglið lýsir hvolfin blá. Knapar rísa og kveðast á kvikna vísur til og frá. Valdimar Benonýsson sparar ekki dýrleikann: Fagureygan á ég steig - áttifleyg ískoti: rósaveiga reis og hncig röst að teygakoti. Stefán Vagnsson: Þykir heldur harðsnúinn hræðist keldu ei neina. Þegar kveldar klárinn minn kveikir eld við steina. Friðrik Hansen kann öðrum betur aó yrkja um hesta, enda Skagfirðingur: Við skulum taka lífið létt láta vaka kœti, fara á bak ogfá sér sprett en forðast svakalœti. Kristján Jóhannesson yrkir: Aldrei hnaul, sá afisins naut, áfram þaut með sogum. Greiður Fauti gneistum skaut gatanflaut í logum. Andrés Magnússon yrkir dýrt um Sokka: Minn þótt Sokki brúki brokk burt hann lokkar trega - undan nokkrum fákaflokk fer hann þokkalega. Svona væri hægt aó halda áfram nánast endalaust, en ég kýs að venda kvæói í kross og láta hér fylgja nokkurt sýnishom af kveðskap Kinnunga, það er að segja vísur nokkúrra sveitunga minna. Móðurbræóur mínir tveir, þeir Sigurbjöm heitinn Kristjáns- son og Einar Kristjánsson áttu létt með yrkingar. Einar er auð- vitað enn að, þó svo að þessar vísur hans séu með nokkrum elli- brag: Elli finna ég nú má ekki minni flíka. Hárið þynnist höfði á hugsun grynnist líka. Og áfram: Skemmt hefég flest sem Guð minn mér gaf á glötunarleiðina fljótur. Nú er ég gamall og geng því við staf gigtveikur orðinn og Ijótur. A slitgigtinni kunna aö vera skýringar: Eg mér hefi aldrei hlífi ýmsir telja galla. Drukkið hefég djöfull stíft daga mína alla. Minningarnar ýmsar á er þá var ég drengur. Nú er Bakkusfallinnfrá freistar ekki lengur. I ellinni nú ann ég Jrið aldur skal því bera. Einhversstaðar út á við aldrei kunni að vera. Næsta vísa Einars var ort í tilefni fundar þingmanna Fram- sóknarflokksins að Ydölum, 16. mars sl. Eflaust verður engu hlíft ennþá blaktir þjóðarskar. Þunnur hópur þingar stífi þarfir kannar framsóknar. Einar sendi Sigríði Kristjáns- dóttur, fyrrum húsfreyju á Hall- dórsstöðum í Kinn, þessa vísu þegar hún varð áttræð þann 28. mars sl. Man ég þig unga íœskunnar reit á aldanna tíma hröðum. Attir þar heima í sólríkri sveit suður á Halldórsstöðum. Arni Jónsson . v >. Þá í þér ungur ég ástfanginn var óvitinn, lítill drengur. I kvennahópi þú atgervi bar efalaust getur það lengur. Þá voru blómin öll betri en nú á bernskunnar œskuskeiði. Og afþeim öllum varst eimmitt þú ólst upp á skjólríkum meiði. Nú hér að endingu þakka vil þér þessa lífsins göngu. Sem að skeði og ennþá er endurfyrir löngu. Attrceðri ég þakka þér þúferð seint úr minninu. Alltafsé ég eftir þér er þúfórst úr Kinninni. Eftirfarandi brag sendi Einar mér á páskadag. Hann hafði komið í Fremstafell, svona rétt til að rækja frændsemi. Svo stóð á að við bræöur vorum rétt ófamir til fjalla á jeppa með vél- sleða í eftirdragi. Bragarháttur- inn er nokkuó yfirgengilegur enda hefur úbúnaður okkar bræðranna vafalítið gefið tilefni til: Gróandi landið það glóði með deginum, gangsettur jeppi á Fremstafellsveginum. Atti aðfara aðfannhvítufjöllunum, fastna sér stöðu hjá bárðdœlsku tröllunum. Brennivínshrollur á brœðrunum skínandi, bíltœkjalöngunin alls ekki dvínandi, þeytast um landið á þrœlgóðum sleðunum, þreyttir að hvílast á háfjallabeðunum. Heim síðan koma að hyggja að búonum, harðspennustrengi og lúa í hnúonum. Sökkva í rúmið með sœluslu vononum, sofa með drauminn hjá ástríkum kononum. Vakna svo aftur með veldi í sproíunum, verkefni starfandi dagsins í lotunum. Ferðina þessa ég sagði með sanninum, sannleikur verður ei blettur á manninum.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.