Dagur - 08.05.1993, Page 19

Dagur - 08.05.1993, Page 19
Sagnabrunnur Sæmundur sterki á Víðimýri í Skagafirði Sæmundur sterki bjó lengi á Víðimýri í Skagafírði á 18. öld. Myndin er af Víðimýrarkirkju sem var byggð 1834 og kemur ekkert við sögu hér. Sæmundur var hvort eð er enginn guðsmaður heldur blótaði Bakkus og reið grenjandi um héruð. æmundur sá er lengi bjó á Víðimýri í Skagafirði á átjándu öld, og var ýmist nefndur trölli eða hinn sterki var Magnús- son og var sá Magnús bróðir Þorleifs prófasts Skaftasonar, þess ágæta guðsmanns, er vígði Siglufjarðar- skarð. Magnús var heljarmenni til burða, og fylginn sér, og Sæmundur eigi að síður; báðir þóttu þeir ójafn- aðarmenn, ef því var að skipta, en þó raungóðir. Sæmundur var svo sterkur, að fáir vissu afl hans, og var hann því af sumum kallaður trölli. Báðir voru þeir feðgar auðugir. Margar hafa sögur gengið af svaðil- förum Sæmundar, og skulu hér tínd- ar saman þær, er enn eru ekki glataðar. Magnús á Víðimýri fór jafnan suður til fiskikaupa á hverju sumri, sem þá var títt. Þegar hann tók að eldast, hætti hann suðurferðum, og sendi þá Sæmund í sinn stað. Fyrsta sinn, er hann lét hann fara var Sæmundur 16 vetra, átti hann að fara með 12 hesta undir reiðingi. Þegar fullbúið var til ferðar fær faðir hans honum eina sölu- peysu, og segir honum að kaupa fisk upp á hestana fyrir hana. Sæmundur spyr, hvern- ig hann eigi að fara að því - ekki dugi peysan fyrir fisk uppá 12 hesta. „Það verð- ur þú að segja þér sjálfur," segir Magnús, „en aldrei hefi ég haft meira, en hefi þó fengið á drógarnar rnínar." Varð svo að vera, sem karl vildi. Segir ekki af því, fyrr en suður kemur, og Sæmundur fer að kaupa fiskinn. Hefir hann peysuna jafnan á boðstólum og kaupir fyrir hana, gerir síðan illt úr kaupunum og lauk svo að hann hélt bæði fiskinum og peysunni. Fékk hann svo upp á hestana, og heldur heim með félögum sínum. Afhendir hann föður sínum fiskinn og peysuna. Þegar karl sér peysuna, sagði hann: „Þetta ertu þó - mér verri, strákur; altént lét ég þann seinasta hafa hana.“ Stundum fór Sæmundur líka vestur und- ir Jökul til skreiðarkaupa. í einni þeirra ferð kom hann að Búðum, var þá Jakob Eiríksson kaupmaður þar, föðurafi Jóns Espólíns; Sæmundur kom í búðina, og var svakalegur að vanda, og lenti skjótt í orða- hnippingum milli þeirra kaupmanns og hans, og síðan í handalögmáli. Jakob var heljarmenni, eins og þeir frændur. Gat Jakob slegið stígvélinu utan á fót Sæmund- ar og fótbrotið hann. Við það dofnaði yfir Sæmundi, og komu félagar hans honum út. Lét hann síðan binda spelkur við fótinn, og reið heim í Víðimýri. Leið svo til næsta sumars. Safnaði Sæmundur þá saman tólf hinum illvígustu kraftamönnum í Skagafirði, reið með þá vestur að Búðum og hugði á hefndir. Átti þar allt að brjóta og bramla. Kaupmaður tók þá Sæmundi hið besta; var allt á takteini, og skildu þeir með vináttu. Sagt er að kaupmaður hafi keypt af sér ófrið þeirra með peningum. Settist klofvega ofan á ístrubambann Margar sögur hafa gengið hér í landi af óskammfeilni og yfirgangi danskra kaup- manna á íslandi á einokunartímunum, og munu margar þeirra á rökum byggðar. Svo er sagt, að eftir miðja 18. öld hafi danskur kaupmaður verið í Höfðakaupstað á Skaga- strönd er Knudsen hafi heitið. Undirkaup- maður var með honum í búðinni, en ekki er getið um nafn hans. Báðir voru þeir feit- ir vel, og höfðu ístru mikla. Þeir höfðu þann sið, eins og fleiri kaupmenn á þeim tímum, að hafa eigi búð sína opna, nema þegar þeim sýndist, og hleypa þá aðeins tveim eða þrem að á dag. Lokuðu þeir þennan eina jafnan inni hjá sér á meðan þeir afgreiddu hann. Beittu þeir þá stund- um við þá þrælabrögðum, ekki síst ef það voru heldur vesalmenni, hrundu þeim á milli sín og léku þá grátt á marga vegu. Einu sinni tóku þeir upp á því, að gefa þeim í staupinu sem inn komu, og reka þeim svo duglegt kjaftshögg á meðan þeir voru að drekka úr því, og mölva það þann- ig við tennur þeirra. Skárust margir illa af glerbrotunum. Þótti þeim kaupmönnum þetta mjög gaman. Sæmundur frétti þessar aðfarir þeirra, og þykir illt, ef ekki væri hægt að venja þá af þessum óvana. Býr hann sig í vondar flíkur, og ríður um haustið vestur í Höfðakaupstað, og vill kaupa eitthvað. Var honum hleypt inn eft- ir langa bið. Þegar inn var komið, læstu þeir búðinni, og bjóða honum í staupinu. Sæmundur var fyrir framan búðarborðið, en kaupmenn fyrir innan. Meðan Sæ- mundur var að renna úr staupinu, rekur undirkaupmaðurinn honum rokna kjafts- högg, svo að staupið fór í mola, og skar út úr munnviki Sæmundar. Sæmundur gerir sér hægt um hönd, og seilist innfyrir og tekur undir kaupmann eins og fífuvettling, og leggur hann á bakið á búðargólfið. Síð- an settist hann klofvega ofan á ístrubamb- ann, og fór að hossa sér þar í makindum; gengur svo góða stund, en kaupmaður veinar og dæsir undan átökum hans. Alltaf var Sæmundur að spyrja hann, hvernig honum líkaði, og hvort hann vildi ekki ögn meira, og hossaði sér þá nokkru hraðara á milli. Kaupmaður stóð ráðalaus fyrir innan borðið, og þorði hvorki að æmta né skræmta. Loks hélt Sæmundur að undir- kaupmaður mundi vera orðinn fulldasað- ur, og baðst útgöngu, og var það auðsótt. Undirkaupmaður lá lengi eftir þessa ráðn- ingu, og dó síðan um veturinn. Eftir þetta voru landsmönnum ekki sýndir hrekkir eða ójöfnuður í Höfða- kaupstað, og þökkuðu menn Sæmundi vel fyrir verk þetta. Náði í faxið á Bleik og kippti honum upp á bakkann Sæmundur var drykkjumaður mikill, og svakamenni við vín. Hest átti hann ágæt- an, bleikan að lit, allra hesta mestan. Reið hann honum lengi í svaðilförum sínum. Reið hann Bleik á sund yfir Héraðsvötnin hvar sem hann kom að þeim. Komust báð- ir jafnan klakklaust yfirum. Einhverju sinni bar þá báða á sundinu undir háan holbakka, og var hvergi upp fært. Skreið þá Sæmundur upp á bakkann, seildist síð- an ofan fyrir, náði í faxið á Bleik, og tók hann upp á bakkann til sín. Hélt hann svo áfram leiðar sinnar. Reið hann síðan grenjandi um héruð Þegar Hofsósskipið kom á vorin, beið ekki Sæmundur boðanna, heldur lagði þegar á Bleik og reið útí Hofsós. Reiddi hann þá átta potta kút undir hendi sér. Þegar úteft- ir kom, reið hann á sund fram að skipinu, og heimtaði brennivín á kútinn og munn- tóbaksrullu; kastaði um leið kútnum upp á þiljur. Síðan reið hann á sund í kringum skipið á meðan verið var að láta á kútinn og taka til tóbakið. Síðan var hvorutveggja kastað fyrir borð; henti Sæmundur það á lofti, og sundreið í land. Sumir segja að hann hafi kastað spesíu upp á þilfarið með kútnum, en aðrir segja hann hafi hótað því að koma upp í skipið, brjóta þar og bramla, og berja þær dönsku bleyður til óbóta, ef eigi væri hlýtt. Vitum vér eigi, hvort sannara er. Þegar í land var komið, rakti hann tóbaksrulluna alla í sundur, og sívafði vinstri handlegg sinn með henni ofan frá öxl og fram að hendi, og lét endann lafa. Kútinn hafði hann undir hinni hægri hendi, og reið svo af stað. Gerði hann svo ýmist, að hann beit í tóbakið eða saup á kútnum. Reið hann síðan grenjandi um héruð, eins og berserkir gerðu í fornöld, reið hann þá á allt, sem fyrir varð og stundum fram af hjöllum og hömrum. Meiddist hann oft mjög í ferðum þessum, og því var hann allur orðinn hnýttur og bæklaður á efri árum: Hafði skalli hans verið allur hnútóttur eftir svað- ilfarir hans. Þótti ekki smámennum hent að mæta honum í þessum ham, enda hræddust hann flestir. Mest hafði hann þó gaman af að hræða Dani, og var mjög upp- sigað við þá. Mikið á sig lagt til að fá í staupinu Margar sögur eru um það, hvað Sæmund- ur hafi unnið til að fá í staupinu. Eitt sinn kom hann í kaupstaðarferð að tjaldi einu. Rétti hann þá potttunnu inn fyrir tjald- skörina, og bað um brennivín á hana, og lék fylgja með spesíu. Félagar hans sögðu að þetta væri mikilstil of mikið. „Tölum eigi um það,“ sagði Sæmundur, „guði sé lof það fæst.“ Tjaldbúar ætluðu að greiða það er ofborgað var, en hann þá það ekki. Önnur saga er sú, að einhverju sinni var Sæmundur brennivínslaus heima og leidd- ist. Gekk hann þá ofan í nes, og fann þar í stóði hryssu eina afgamla og fylfulla, sem hann átti. Hnýtir hann snæri upp í bikkj- una, sest á bak og ríður austur að vötnum. Voru þau þá í foráttu, og alls ófær. Hann fer á hryssunni út í vötnin, og þegar á sund. Brátt daprast hryssunni sundið og leið ekki á löngu áður en hún kafnar. En þar eð hún var með fyli sökk hún ekki. Lætur Sæmundur svo berast á skrokknum, þar til straumurinn kastaði báðum að bakkanum. Lét þá Sæmundur ferjuna eiga sig, en gekk til bæja, þar sem hann vissi að eitthvað var til í staupinu. Svona var karl orðinn forfallinn. Sæmundur hélt suðurferðum á meðan hann var fær, en ekki er þess getið, að hann hafi haft verslunaraðferð föður síns. Hafði hann með sér két, smér, tólg, ull og prjónles, og keypti fyrir fiskæti og fleira. En oft var það, er hann mætti skreiðar- lestum, þá vildi hann þegar skipta vörun- um við lestamenn, og ef það gekk ekki með góðu, skipti hann um klyfjamar, hvað sem hver sagði; borgaði hann það þá oft ríflega síðar, og bætti til. Sæmundur sterki rassskelltur Eitt sinn fór hann suður við annan mann, var hann þá orðinn gamall og hrumur. Mættu þeir þá tveim Sunnlendingum með skreiðarflutning. Var annar maðurinn ungur og knálegur, en hinn eldri. Sæmundur vildi fá skipti, en pilturinn neit- aði, og kvaðst eiga að færa skreiðina viss- um mönnum fyrir norðan. „Ég skal yfir- borga,“ segir Sæmundur. „Það er það sama,“ svarar pilturinn. „Þú gerir mig ekki verri mann, þótt ég hafi þetta,“ sagði þá Sæmundur og kippti klyfjunum ofan af einum hesti þeirra. „Bjóddu þeim það, er því taka,“ segir pilturinn, „en ekki mér og ekki skaltu ræna mig því, sem mér er trúað fyrir meðan ég get haldið í það.“ Ræður pilturinn síðan á Sæmund, og urðu þar sviptingar miklar, og voru ýmsir undir, og var mjög líkt um þá. Mæddist Sæmundur fyrr, því að hann var gamall og lúinn, og fer svo, að hann fellur. Losnað hafði um bróklinda hans í viðureign þeirra, neytti pilturinn þess, færði ofan um hann fötin og hætti ekki fyrr en hann gat hýtt Sæmund. Síðan stóð pilturinn upp og sagði: „Farðu nú með þetta, og segðu Norðlendingum, að einn átján ára gamall strákur á Suður- landi hafi rassskellt Sæmund hinn sterka á Víðimýri." Sæmundur staulaðist á fætur, þreif ofaní vasa sinn, kemur upp með átta spesíur, fær piltinum þær og segir: „Það hefur enginn gert fyrr, og hafðu þetta fyrir bragðið. En hvað heitir þú drengur minn, máske ég megi vita það nú?“ Áður hafði pilturinn ekki viljað segja honum til nafns síns. Pilturinn kvaðst heita Bjarni, var hann talinn launsonur séra Snorra Bjöms- sonar á Húsafelli, en séra Snorri var al- kunnur að karlmennsku og fræknleik. Síð- an skildu þeir vinir. Þegar þeir voru skildir, horfði Sæmundur um stund á eftir piltinum, andvarpaði við og sagði klökkv- andi: „Skaði er það, að svona hraust bein skuli eiga að fara fljótlega í sjóinn.“ Sagt er að Bjarni þessi hafi farist af skiptapa á næstu vertíð, og hafði svo ræst spádómur Sæmundar. Sæmundur Magnússon, heljartröll á Víðimýri andaðist á Æsustöðum í Langa- dal árið 1783, og var þá kominn um eða undir áttrætt.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.