Dagur - 08.05.1993, Blaðsíða 24

Dagur - 08.05.1993, Blaðsíða 24
Akureyri, laugardagur 8. maí 1993 Kylfingar á Akureyri og víðar hafa dregið fram goifsettin og eru farnir að æfa sig af fullum krafti fyrir komandi golfvertíð. Konurnar iáta ekki sitt eftir liggja og þessar tvær voru að æfa að Jaðri þegar Ijósmyndari Dags leit þar við í vikunni. Mynd: Robyn Akureyri: Fjögur ný kafFihús með vínveitinga- leyfl opnuð á næstu vikum? Tökur hefjast í júlí á nýjustu kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar: Um helmingur Bíódaga kvik- myndaður á Höföaströnd - stærsta verkefnið til þessa, segir Friðrik Þór Kafflhúsum og veitingastöðum mun fjölga verulega á Akureyri nú fyrrihluta sumars ef þeir sem hyggja á rekstur slíkra staða fá til þess tilskilin leyfi. Nýlega voru hér á ferðinni eftirlitsmenn með vínveitingahúsum til að skoða og gera úttekt hjá við- komandi aðilum og er að vænta skýrslu frá nefndinni um út- tektina innan tíðar. Þessi kaffl- hús verða til staðar í Kaup- vangsstræti 23 (Gilinu), Versl- unarmiðstöðinni Sunnhlíð, Gránufélagshúsunum og í Blómahúsinu, sem er að rísa í Innbænum. Vignir Þormóósson veitir kaffi- húsinu i Gilinu forstöðu, en hann Ieigir húsnæðió af Gísla Boga Jó- hannessyni (GIBO). Kaffihúsió Starfsmenn Verkalýðsfélags Húsavíkur hafa ákveðið að gera könnun í næstu viku meðal framhaldsskólanema hvernig þeim gangi að fá vinnu í sumar. Húsavíkurbær mun reka vinnu- skóla með svipuðu sniði og verið O HELGARVEÐRIÐ Norðlendingar fá þokkaleg- asta vorveður um helgina. Spáð er suðvestan átt og allt aö 15 stiga hita norð- austanlands. Vindur verður reyndar allhvass fram á suhnudag en á mánudag er gert ráð fyrir fremur hægri suðvestlægri eða breyti- legri átt. Þurrt og léttskýjað verður fyrir riorðan og hiti 10-14 stig. Á þriðjudag er búist við norðlægri átt. mun rúma um 60 manns og veró- ur það tvískipt, þ.e. kaffíhús á neðri hæðinni og bar á efri hæð- inni og verður staðurinn opnaður í þessum mánuöi, en reynt veröur að skapa þar kaffihúsa- og bar- stemmningu eins og hún þekkist best en á kaffihúsinu verður hægt að kaupa brauð og tertur með kaffinu og gcra andrúmsloftið heimilislegt. Innangengt verður í „tilraunasal“ bæjarins, sem Gilfé- lagið hefur verið með, sem verið er að standsetja og verður væntan- lega vígður formlega í júnímán- uði. „Hér verður opnað kaffihús á efri hæð Verslunarmiðstöðvarinn- ar í Sunnuhlíð og verður sótt um vínveitingaleyfi fyrir staðinn en á kaffistofunni verður hægt að fá hefur undanfarin sumur. Börn fædd 19’78 fá vinnu í júní, júlí og ágúst, fjóra tíma á dag og 218,40 kr. á tímann. Börn fædd 19’79 fá vinnu í júní og júlí og 189,80 á tímann. Börn fædd 1980 fá vinnu í júní og 163,80 á tímann. Þeir sem ekki hafa fasta búsetu á Húsavík eiga ekki aðgang að vinnuskólan- um. Aðalsteinn Baldursson, starfs- maður Verkalýðsfélagsins, sagði að ekki hefði enn vcrið kannað hvernig framhaldsskólanemum- gengi að fá vinnu. „Eg hef trú á aó staðan verði erfið hjá þessum krökkum. Um mánaðamótin voru 55-60 atvinnulausir á skrá hér á Húsavík og alls 144 í sýslunni, það er heldur meira en á sama tíma í fyrra. Þetta er viss þrösk- uldur fyrir þá sem eru aö koma út á vinnumarkaðinn núna og útlitið er ekkert of gott,“ sagði Aðal- steinn. IM auk kaffimeðlætis pizzur og ham- borgara og jafnvel steikur ef mögulegt verður. Þetta er á þeim stað sem Brauðgerð K. Jónssonar er nú og verður gengið inn á kaffi- húsið innan frá á daginn en utan af svölum eftir kl. 8 á daginn,“ sagói Bernharð Steingrímsson, sem jafnframt mun halda áfram rekstri myndbandaleigu á neðri hæð hússins. Blómahúsið mun opna í nýju húsi um næstu mánaðamót og í miðju hússins og tumi verður staðsett kaffihús og hefur einnig verið sótt um vínveitingaleyfi fyr- ir staðinn. Kaffíhúsið mun taka um 100 manns í sæti og fær sér- stakt nafn, sem ekki hefur enn verió gert opnbert. Á neðri hæö- inni verður einnig ísbúð (ísbar). I Gránufélagshúsinu við Strandgötu verður opnað kaffihús og minjagripasala í næsta mánuði, sem þeir Alfreó Gíslason og Sig- urður Sigurðsson hafa veg og vanda af og verður sá staður einnig með vínveitingaleyfi eins og hinir þrír staðimir ef öllum skil- yrðum verður fullnægt. Kaffíhúsum og „pöbbum“ mun því fjölga allnokkuð á Akureyri á næstunni. GG Viðræður um kaup á við- byggingu við Dynheima Bæjarráð Akureyrar samþykkti sl. fimmtudag að heimila bæjar- lögmanni að taka upp viðræður við íslandsbanka um hugsanleg kaup bæjarins á viðbyggingu við Dynheima. íþrótta- og tómstundaráð sam- þykkti á fundi sínum 28. apríl sl. að skora á bæjarstjóm að kaupa þessa viðbyggingu, enda sé ljóst að hún sé „mjög þýðingarmikil fyrir þá starfsemi sem er í Dyn- heimum." óþh Tökur hefjast á nýjustu kvik- mynd Friðriks Þórs Friðriks- sonar, Bíódögum, í júlíbyrjun og verður tökulið til að byrja með í að minnsta kosti þrjár vikur í Skagafirði, nánar tiltek- ið á Höfða á Höfðaströnd og nágrenni. Þeir Friðrik Þór og Einar Már Guðmundsson, rithöfundur, skrif- uóu handritið að Bíódögum. Sag- an er Iauslega byggð á endur- minningum Friðriks Þórs, en hann var í sveit á Höfða í fimm sumur. „Þetta er einskonar „kontrast“ á milli Kanasjónvarps- ins og hinnar þjóðlegu sagnahefð- ar. Myndin á að gerast árið 1964, þ.e.a.s. áður en íslenskt sjónvarp hóf útsendingar. Bíódagar vísar til bíóheimsins, bæði gegnum Kanasjónvarpiö og „þrjú bíóin“,“ sagði Friðrik Þór. Myndin verður að hans sögn á léttum nótum og veröa böm í aðalhlutverkum. Ekki hefur verið gengió frá ráðningum aðalleikara, en að því er unnið þessa dagana. Friðrik Þór sagði að um helm- ingur myndarinnar verði tekinn á Höfða og í nágrenni og annar tökustaður hafi vart komið til greina. „Við notum gamla húsið á Höfða, sem reyndar er sama húsið og við notuðum í Börnum náttúr- unnar. Frændi minn er bóndi á Höfða og faðir minn bjó þar í gamla daga, allt til ársins 1939,“ sagði Friðrik Þór. Fjármögnun Bíódaga gekk vel. Friórik Þór leggur sjálfur fram 18 milljónir, 26 milljónir koma úr Kvikmyndasjóði, 12 milljónir frá Dönsku kvikmyndastofnunni, 19 milljónir frá Kvikmyndasjóði Evrópu, 21 milljón frá Norræna kvikmyndasjóðnum og þýskir að- ilar leggja fram 34 milljónir króna. Síðasta mynd Friðriks Þórs, Böm náttúrunnar, sló eftirminni- lega í gegn. Hann segir að Bíó- dagar sé allt öðru vísi mynd. „Hún verður vonandi gaman- mynd, það er ekki farið alvarlega með staðreyndir. Þetta er stærsta verkefni mitt til þessa, helmingi stærra en Böm náttúrunnar. Það kemur m.a. til af því að í þessari mynd eru margar stórar hópsenur, en í Börnum náttúrunnar voru yfirleitt bara tveir leikendur,“ sagði Friðrik Þór. „Eg vil hvetja fólk á þessu svæði, sem kynni að eiga ýmsa innanstokksmuni eldri en frá árinu 1964, að hafa samband við Is- lensku kvikmyndasamsteypuna í síma 91-621850. Okkur vantar líka bíla, traktora og heyvinnslu- tæki frá þessum árum og einnig erum við að leita að gamalli rútu. I myndinni eru atriði þar sem margir bílar koma fyrir, t.d. réttir og jarðarför,“ sagði Friðrik Þór. Gert er ráð fyrir að tökum á myndinni ljúki í október og vinnslu hennar veröi lokið snemma næsta árs. Ovíst er hins vegar hvenær á næsta ári Bíódagar verður frumsýnd. óþh Úrval af stórglœsilegum ítölskum leðursófasettum og hornsófum Frábœrt verð • Margar tegundir og litir ^5 raðgreiðslur Sófasett 3+1+1 • Módel 865 • Kr. 148.410 stgr. Tryggvabraut B4 EOB Ahureyrl khúsgagnaverslun sími as-Bi4ia U jí q o yfþ • Útlitið ekkert of gott - segir Aðalsteinn Baldursson, hjá VH, varðandi sumarvinnu framhaldsskólanema

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.