Dagur - 19.05.1993, Page 1

Dagur - 19.05.1993, Page 1
Vel klæddur í fötum frá BERNHARDT Thc Taiktr-l.iM>k HAFNARSTRÆTI92 602 AKUREYRI SÍMI96-26708 BOX 397 Akureyri: Innbrot í Glerárskóla upplýst Lögreglan á Akureyri handtók í gær 19 ára gamlan mann, sem viðurkenndi að hafa brotist inn í Glerárskóla nóttina áður. Mað- ur þessi hefur oft komið við sögu lögreglunnar og féll grun- ur á hann strax eftir að innbrot- ið uppgvötvaðist í gærmorgun. Innbrotsþjófurinn hafi lítið upp úr krafsinu - aðeins nokkra smá- mynt og einn hljóðnema. Hljóð- neminn er kominn til skila. Lög- reglan telur að peningavon hafi valdið innbrotinu því kunningi innbrotsþjófsins hafi náð að stela nokkurri fjárupphæð í Glerárskóla fyrr í vetur. Þótt litlu væri að stela voru tölverðar skemmdir unnar á húsnæði skólans, einkum á hurð- um og dyraumbúnaði þar sem þjófurinn braut sér leið. „Við töld- um okkur þekkja verksummerkin og grunur okkar reyndist réttur,“ voru orð lögreglumanna á Akur- eyri í samtali við Dag síðdegis í gær. ÞI. Kennaradeild Háskólans á Akureyri: Dr. Guðmundur Heiðar ráðinn forstöðumaður Háskólanefnd Háskólans á Akureyri sam- þykkti á fundi sínum sl. mánudag að mæla með ráðningu dr. Guðmundar Heiðars Frí- mannssonar, heimspekings, í stöðu forstöðumanns kennara- deildar skólans. Haraldur Bessason, rektor, ræður endanlcga í stöðuna og sagði hann í samtali við Dag í gær að hann myndi staðfesta ráðningu Guðmundar Heiðars. Guómundur Heiðar cr ráóinn forstöðumaður frá og með 1. júní nk. til þriggja ára. Hann var einn sjö umsækjenda um starfið. Dr. Guðmundur Heiðar Frí- mansson er Akureyringur, fæddur 1952. Hann brautskráðist stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árió 1972. Prófi í heimspeki og sálfræði lauk hann frá Háskóla Is- lands árið 1976. Næsta árið var hann við kennslu við Mennta- skólann á Akureyri en hélt síðan til framhaldsnáms í London og lauk þaðan prófi í heimspekilegri merkingarfræði árið 1979. Þá lá leiðin aftur heim til Akureyrar og allt til ársins 1986 kenndi Guð- mundur Heiðar við MA. Það ár fór hann í doktorsnám í heim- speki í St. Andrews í Skotlandi og varði doktorsritgerð árið 1991. Frá því á síðasta ári hefur Guð- mundur Heiðar unnió að undir- búningi stofnunar kennarardeildar viö Háskólann á Akureyri, en kennsla hefst vió hana í haust. Innritun nemenda stendur yfir, en ef marka má áhuga fólks fyrir þcssari nýju deild má ætla aó margir tugir umsókna bcrist. óþh Mecklenburger Hochseefísherei: Gunnar Ragnars stjómarformaður Stjórn Utgerð- arfélags Akur- eyringa hf. leggur til að Gunnar Ragn- ars, fram- kvæmdastjóri ÚA, verði for- maður stjórn- ar þýska út- gerðarfyrirtækisins Mecklen- burger Hochseefisherei. Haiidór Jónsson, stjórnarformaður ÚA, staðfesti þetta í gær. Aðalfundur Mecklenburger Hochseefisherei verður haldinn í Þýskalandi nk. mánudag. Sex mcnn verða í stjórn fyrirtækisins, þrír frá UA og þrír fulltrúar þýskra eignaraðila Mecklenbur- ger. Útgerðarfélag Akureyringa hf. á sem kunnugt er meirihluta í Mecklenburger og í samræmi við það kcmur stjórnarformennska í hlut cins þriggja fulltrúa ÚA í stjórn fyrirtækisins. I atkvæða- grciðslu hefur atkvæói stjórnarfor- manns tvöfalt vægi á við atkvæði annarra stjórnarmanna. Auk Gunnars Ragnars sitja Björgólfur Jóhannsson, fjármála- stjóri ÚA, og Erlingur Siguröar- son, stjórnarmaður í ÚA, í stjóm Mecklenburger Hochseefisherei af hálfu Útgerðarfélags Akureyr- inga. ■ óþh Ncmcndur Mcnntaskólans á Akureyri fögnuðu upplestrarfríi með hcfðbundnum hætti í gær. vantaði ckki. Landbúnaðartækin Mynd: Robyn Arctic Open golfmótið trekkir: Full vél af Frökkum og fleiri gestir væntanlegir Miðnæturgolfmótið Arctic Op- en verður haldið á Jaðarsvellin- um á Akureyri 23.-26. júní nk. og gera forsvarsmenn Golf- klúbbs Akureyrar sér vonir um góða þátttöku. Gísli Bragi Hjartarson, framkvæmdastjóri GA, segir þó of snemmt að nefna einhverjar tölur því bók- að er með mánaðar fyrirvara. Þó er ljóst að allmargir Frakkar ætla að berja miðnætursólina augum og grípa í kylfu. Ferðaþjónusta Akureyrar aug- lýsti nýverið þriggja daga ferð til Parísar 23.-25. júní í beinu flugi frá Akureyri. Boðið verður upp á 50 sæti og sagði Reynir Adólfs- son, framkvæmdastjóri Ferðaþjón- ustu Akurcyrar, aó þcgar væri byrjað að bóka í ferðina og niarg- ar fyrirspurnir heföu borist. „Aðdragandinn að þessari ferð er sá að Heimsferðir hf. í Reykja- vík hafa í samvinnu viö ferða- skrifstofu og flugfélag í Frakk- landi skipulagt ferð til Akureyrar í tengslum við Arctic Open goif- mótið og við sjáum um fram- kvæmdina hérna. Þetta er 150 sæta þota en við vitum ekki á þessari stundu hvað farþegamir verða margir,“ sagði Reynir. Hann sagói að hluti af l'erða- mönnunum frá Frakklandi ætlaði að koma gagngert til að spila golf í miðnætursólinni en einnig yrói þarna fólk sem vildi skoða sig um. Farið verður í skoðunarfcrðir austur að Dcttifossi og í Mý- vatnssveit en miönætursólarinnar veróur notið í Grímsey. Gísli Bragi Hjartarson sagði aó það myndi skýrast fljótlega hve margir kæmu erlendis frá til að taka þátt í Arctic Open og hann var bjartsýnn á góða þátttöku. Mótið hefur fengið mikla umfjöll- un í erlcndum golftímaritum og vakió athygli. „Þátttakan hefur verið nokkuó sveiflukennd en margir koma ár eftir ár og við vonumst til að auk- in umfjöllun skili sér. Það er hins vegar ljóst að hingað kemur að- eins fólk sem er vel stætt og hefur Hugsanleg kísilgúrvinnsla undir Eldhrauni: Kristjáni Sæmundssyni falin ráðgjöf Dr. Kristján Sæmundsson, deildarstjóri á Orkustofnun, verður ráðgjafi iðnaðarráðu- neytisins við athugun á því hvort kísilgúr er að finna undir Eldhrauni við Mývatn. Jón Sigurðsson, iðnaðarráð- hcrra, greindi frá því á fundi með fréttamönnum 7. apríl sl. að hann hefði ákveóið að beita sér fyrir rannsóknum á hugsanlegri nýt- ingu kísilgúrs sem fór undir svo- kallað Eldhraun í Mývatnseldum á 18. öld. Iðnaðarráðuneytið tilkynnti forsvarsmönnum Kísiliðjunnar hf. sl. föstudag að óskað hafi verið eftir því við dr. Kristján Sæ- mundsson að hann verði ráðgjafi viö athugun á nefndri kísilgúr- vinnslu. Einnig hafi verið óskað eftir því að hann geri tillögur um hvar í hraunið skuli boraðar til- raunaholur. Gert er ráð fyrir aó dr. Kristján og dr. Bjarni Bjamason, tækni- stjóri Jarðborana, komi norður í Mývatnssveit fljótlega til þcss að kynna sér aðstæður, en ekki er gert ráð fyrir að boranir hcfjist fyrr en hraunið veróur komið und- ir snjóa í haust, m.a. til að þær valdi ekki röskun á fuglalífi við Mývatn. Umrætt Eldhraun rann í Mý- vatnseklum á árunum 1724-1729. í bók Ólafs Jónssonar um Ódáða- hraun scgir að ósköpin hafi hafist með snörpum jarðhræringum að- faranótt 17. maí 1724, fyrirréttum 269 árum. Þær höfðu í för með sér töluverðar breytingar á botni Mý- vatns, hann lyftist og allur aústur- hluti vatnsins þornaði um tíma. Afram héldu eldsumbrotin með tiltölulega litlum hléum og segir Ólafur í bók sinni að miklar breyt- ingar hafi orðið á landinu við austanvert Mývatn. Einnig segir Ólafur að hraunió hafi fyllt upp töluveröan hluta af norðanverð- umYtri-Flóa. óþh efni á að búa á Islandi í heila viku,“ sagði Gísli Bragi. Hann nefndi að tveir sjón- varpsmenn frá Bandaríkjunum ætluðu að koma og taka mótið upp og einnig hópur sem hyggst gera mynd um Arctic Open fyrir CBS-sjónvarpsstöóina. Það er því ljóst að athyglin hefur ekki minnkaó. SS Eyjaíjörður: Sameining á borði vinnuhóps Sjö manna vinnuhópur um sam- einingu sveitarfélaga á Eyja- fjarðarsvæðinu kom saman til fyrsta fundar sl. föstudag, en honum er ætlað að móta tillögur um sameiningu sveitarfélaga á svæðinu og leggja þær fyrir Héraðsnefnd Eyjaijarðar. I vinnuhópnum eru Siguróur J. Sigurðsson og Úlfhildur Rögn- valdsdóttir, bæjarfulltrúar á Akur- eyri, Ari Jósavinsson, oddviti á Auðnum í Öxnadal, Hálfdán Kristjánsson, bæjarstjóri í Ólafs- firði, Trausti Þorsteinsson, forseti bæjarstjórnar Dalvíkur, Ámi Konráö Bjarnason, sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps, og Pétur Þór Jónasson, sveitarstjóri Eyja- fjarðarsveitar. Sigurður J. Sigurósson sagði í samtali vió Dag að þessi fyrsti fundur hafi fyrst og fremst verið einskonar kynningarfundur, en málió verði áfram rætt á fundi nk. þriðjudag. Sigurður sagði ljóst að starfshópurinn myndi vinna í nán- um tengslum við væntanlega um- dæmanefnd, sem stjóm Eyþings - samtaka sveitarfélaga á Norður- landi eystra - mun kjósa til þess gera tillögur að nýrri skiptingu kjördæmisins í sveitarfélög. óþh 76. árg. Akureyri, miðvikudagur 19. maí €ÍSW> 93. tölublað

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.