Dagur - 19.05.1993, Side 9
Miðvikudagur 19. maí 1993 - DAGUR - 9
Iþróttir
Halldór Arinbjarnarson
Bcrgur R. Björnsson Einar Einarsson
18 ára - 5 leikir 28 ára - 18 leikir
Pétur Hafliði Marteinsson
19 ára - 20 lcikir
Pétur Björn Jónsson var iðinn við kolann í fyrrasumar með Leiftri og skor-
aði þá 13 mörk í deild og bikar. Hann verður mikilvægur hlekkur í liði Ól-
afsflrðinga í sumar ef að líkum lætur.
Páli Guðmundsson Pétur Björn Jónsson
24 ára - 0 leikir 21 árs - 18 leikir
Matcinn Geirsson
þjálfari.
Gunnar Már Másson skipti úr KA í Leiftur fyrir þetta tímabil. Hann var
markahæsti maður KA í fyrra og mun hrella markverði 2. deildar í sumar,
Hef sterkari hóp
en í fyrrasumar
- segir Marteinn Geirsson
Annað árið í röð þjálfar Mar-
teinn Geirsson 2. deildar lið
Leifturs frá Ólafsfirði. Undir
hans stjórn náði liðið mjög góð-
um árangri í fyrra, jafnvel betri
en flestir bjuggust við. Nú er
komið að strákunum að sýna að
þetta hafi ekki verið tilviljun.
Eins og aðrir þjálfarar sagðist
Marteinn ekki hafa ástæðu til
annars en vera bjartsýnn á
sumarið.
„Ég held að deildin verði jafn-
ari núna en í fyrra og hef ekki trú
á aó eitt eða tvö lið munu skera
sig út úr. Það má þó búast við
Blikunum sterkum en annars er
vonlaust að ætla að spá um úrslit-
in.“ Hann sagóist ekki geta verið
fyllilega sáttur við undirbúning
liðsins. „Hópurinn hefur verið tví-
skiptur. Ég hef verið með helm-
ing liðsins fyrir sunnan og síðan
skroppið norður um helgar og
þegar færi hefur gefist. Það hefur
gengið mjög illa að ná öllu liðinu
saman og raunar verðum við ekki
allir saman fyrr en í fyrsta leik
því Gunnar Már kemur ekki til
liðs við okkur fyrr en þá. Þetta er
auðvitað mjög bagalegt en við
svona aðstæður verða lands-
byggðarliðin að búa. Menn þurfa
burt í skóla og annað.“
Aðal markaskorari Leifturs frá
síðasta ári, Þorlákur Amason,
gckk í vetur til liðs við Grindvík-
inga. Leiftursmenn verða þó ekki
á flæðiskeri staddir í þessum efn-
um því bæði voru innan raða liðs-
ins fleiri miklir markahrókar og
einnig hefur bæst góður liðsauki.
Má þar nefna Pál Guðmundsson
frá Selfossi og Gunnar Má Más-
son frá KA. „Ég held að hópurinn
sé enn sterkari en í fyrra. Auðvit-
að var slæmt aó missa Láka (Þor-
lák Amason) en við fáum góða
menn í staðinn. Láki var mikill
„slúttari" og iðinn vió að skapa
sér færi í teignum en ég held að
t.d. Gunnar Már muni vinna betur
fyrir liðsheildina. Þetta verður
erfitt sumar, það er alveg ljóst, en
við ætlum að standa okkur vel,
það er engin spuming.“
Leiftursmenn eiga útileik í
fyrstu umferð er þeir halda til
Garðabæjar til móts við Stjömuna.
í næstu umferð er síðan leikið á
Ólafsfirði, þann 29. maí, þegar ís-
firðingar koma í heimsókn. í 3.
umferð eigast svo nágrannarnir
Leiftur og Tindastóll við á Sauð-
árkróki.
Mark Duflield
30 ára - 19 leikir
Halldór Guðmundsson
22 ára - 181 leikur
Leiftur
Sindri Bjarnason
22 ára - 0 leikir
Steinn Viðar Gunnarsson
17 ára - 0 leikir
Þorvaldur Jónsson
29 ára - 131 ieikur
Sigurbjörn Jakobsson
30 ára - 207 leikir
Friðrik Einarsson
24 ára - 98 leikir
Gísli Már Helgason
17 ára - 0 leikir
Gunnar Már Másson Gunnlaugur Sigursveinsson Gústaf Ómarsson
22 ára - 36 leikir (1. d.) 25 ára - 94 leikir 32 ára - 64 leikir
Hannes Páll Víglundsson Hclgi Jóhannsson
22 ára - 12 leikir 28 ára - 160 leikir
Kristján Hauksson
19 ára - 0 leikir
Stofnað 1931
Besti árangur: 9. sæti í 1. deild 1988. 3. deildar meistari 1986 og 1991.
4. deildar meistari 1983 Undanúrslit í bikarkeppni KSÍ 1988.
Stærsti deildarsigur:10:0 gegn Dagsbrún í 3. deild 1977.
Stærsta deildartap:l:10 gegn KS í 3. deild 1970.
Ferill á íslandsmóti:3. deild 1970-1972 og 1974-1981. 4. deild 1982-
1983. 3. deild NA 1984.2. deild 1985. 3. deild NA 1986. 2. deild 1987.
1. deild 1988. 2. deild 1989-1990.3. deild 1991.2. deild frá 1992.
Nýir leikmenn:Sindri Bjarnason frá Austra, Gústaf Ómarsson frá Val
Reyðarfirði, Páll Guðmundsson frá Selfossi, Gunnar Már Másson frá
KA.
Farnir frá síðasta sumri:Þorlákur Arnason í Grindavík, Goran Barjakt-
arevic til Marokkó, Matthías Sigvaldason í Dalvík og Jón Atli Gunnars-
son í frí.
Flestir leikir í 1. deild (fyrir Leiftur): Árni Stefánsson 18, Gústaf Ómars-
son 18, Hafsteinn Jakobsson 18, Sigurbjörn Jakobsson 18, Þorvaldur
Jónsson 18.
Flest mörk í 1. deild: Steinar Ingimundarson 6.
Flest mörk á síðasta sumri: (Bikar) Þorlákur Árnason 17(2), Pétur B.
Jónsson 7(6), Pétur H. Marteinsson 7(1).