Dagur - 19.05.1993, Side 15

Dagur - 19.05.1993, Side 15
Miðvikudagur 19. maí 1993 - DAGUR - 15 Iþróttir Halldór Arinbjarnarson íþróttir unglinga: Fjölbreyttur Sportskóli KA - er ekki síður beint til stelpnanna KA mun í sumar starfrækja sportskóla ætlaðan 8 til 13 ára börnum. Boðið verður upp á fjölbreytta íþrótta- og ævintýra- dagskrá í umsjón Einvarðs Jó- hannssonar íþróttakennara. Námskeiðið tekur í raun við þar sem leikjanámskeiði KA fyrir 7 ára og yngri lýkur. Fyrsta nám- skeiðið hefst þriðjudaginn 1. júní en alls verða þau 5 talsins, hálfur mánuður hvert. Skráning er þegar hafín í KA-heimiiinu. Lögð veróur áhersla á að nám- skeiðin verði bæði fjölbreytt og lifandi og á því fyrsta verður m.a. farið í fótbolta og handbolta auk þess sem efnt verður til keppni í götubolta, sem er nýjasta tískufyr- irbærið í körfuboltanum. Einnig verður farið í bjargsig undir ör- uggri leiðsögn liðsmanna úr Hjálparsveit skáta á Akureyri. Settur verður upp alvöru ratleikur í Kjarnaskógi, allir fara í júdó og Púls 180 býður öllum í aerobic tíma. Síðasta daginn verður síðan endað á veglegri grillveislu. A seinni námskeiðunum verður farið í útilegu sundferðir, hjól- reiðaferðir, frjálsar íþróttir, strand- blak og margt fleira. Námskeiðin eru frábrugðin hvert öðru og því alltaf eitthvað nýtt um að vera. Hvert námskeið verður auglýst sérstaklega. Skipt verður í 2 aldurshópa. Böm fædd 1983-1985 mæta kl. 9.30 og eru til 12.00, en böm fædd 1980- 1982 mæta kl. 13.00 og eru til 15.30. Hálfs mánaðar námskeið kostar 3.900 kr. og í því er innifalið grillveisla, Sportskóla- bolur, allar ferðir og margt fleira. Veittur er 20% systkinaafsláttur og sama afslátt fá þau sem æfa knattspymu með yngri flokkum KA. Þá fá þau sem taka 4 nám- skeið 5. námskeiðið frítt. Einvarður Jóhannsson, sem veitir Sportskóla KA forstöðu, sagðist hafa orðið var við mikinn Golf: Eyjólfurfór holu í höggi - gerist á 42 þúsund högga fresti Á dögunum fór Eyjólfur Ag- ústsson holu í höggi á Jaðar- svelli. Það er ekki á hverjum degi sem slíkt gerist og Eyjólfur sagði talnaglögga menn hafa reiknað út að milli þess sem þetta gerist iíði að meðaltali 42 þúsund högg. Það verður því að teljast líklegt að nokkuð rnuni Ísland-Luxemborg: Sýndur beint Á morgun kl. 16.45 að íslensk- um tíma hefst bein útsending í Ríkissjónvarpinu frá landsleik íslendinga og Luxemborgara í knattspyrnu, sem fram fer ytra. Á sama tíma fer fram síóari lcikur Arsenal og Sheff. Wed. í úrslitum FA- bikarsins á Wem- blcy, en liðin skildu sem kunnugt cr jöfn sl. laugardag. Sýnt verður frá leiknum að loknum 11 fréttum á fimmtudaginn. líða þar til Eyjólfur endurtaki þcnnan leik, þó það geti raunar allt eins gerst á morgun. Eyjólfur var aó koma inn og var raunar að slá upphafshögg á síðustu holunni, holu 18, þegar þetta gerðist. „Það var ákaflega skemmtilegt aó sjá á eftir kúl- unni, hún fór beint ofan í.“ Eyjólf- ur var í fyrsta skipti að fara holu í höggi en aðrir hafa leikió sama leik á 18. holu og raunar þeirri 6. líka, en á þessum tveimur holum er algengast að menn nái drauma- högginu. Eyjólfur er golfáhuga- mönnum að góðu kunnur og hef- ur gegnum tíðina unnið sinn skerf af mótum. Höggió góða á dögun- um nægöi honum líka til að vinna félaga sína í það skiptió. Keppnistímabil golfara er nú að hefjast fyrir alvöru og átti raunar að byrja á Jaðarsvelli um sl. helgi. Þá viðraði hins vegar alls ekki til slíkrar iðju en vonandi gengur betur um þessa helgi. Strákarnir í 2. flokki Þórs í knattspyrnu: HJupu áheitahlaup frá Akureyri til Ólafsflarðar og sömu leið til baka - samtals um 120 km Strákarnir í 2. flokki Þórs í knattspyrnu brugðu undir sig betri fætinum sl. laugardag og hlupu áheitahlaup með bolta, frá Akureyri til Olafsfjarðar og sömu leið til baka. Ferðin hófst við Hamar um kl. 8.00 á laug- ardagsmorgun og henni lauk þar skömmu fyrir kl. 15.00 og þá voru um 120 km að baki. Þrátt fyrir leiðindaveður hluta dagsins og erfitt færi, gekk ferðin í alla staði mjög vel. Frekar lítil umferð var á þessari leið fyrri hluta dagsins en jókst hcldur þeg- ar leið á daginn. Strákarnir hlupu í gegnum Olafstjarðargöngin, að merki Olafsfjarðarkaupstaðar og snéru þar við og héldu sömu leió til baka. Tilgangur ferðarinnar var að safna peningum fyrir komandi keppnistímabil og tóku bæói ein- staklingar og forsvarsmenn fyrir- tækja strákunum vel og styrktu þá bæði með fjárframlagi og á annan hátt. Strákarnir hlupu til skiptis, 1 km í senn og þeir sem hlupu oft- ast, lögðu um 10 km að baki. Þarna var því einnig um ágætis æfingu að ræða. 2. flokkur Þórs lcikur í b-riðli Islandsmótsins í sumar og hefst baráttan laugardaginn 5. júní en þá mætir liðió FH í Hafnarfirði. Daginn eftir leikur liðið svo gegn Þrótti í Reykjavík. Þau fyrirtæki sem lögðu þeim lió í áheitahlaupinu, voru; Möl og sandur, ísbúðin, Hagkaup, Ein- arsbakarí, Vífilfell, Sérleyfisbílar Akureyrar, Blómaskálinn Vín, Mjólkursamlag KEA, Fatahreins- un Vigfúsar og Áma, Matur og mörk, bifreióaverkstæðið Baugs- brot, Búnaðarbanki íslands, Gælu- dýraverslun Norðurlands, H-G rafverktaki, KEA-Nettó, Greifinn, Skeljungur, JMJ, Akoplast og POB, verslunin Síðuval, Straum- rás, verslunin Sæland, Fasteigna- salan Brekkugötu 4, Magnús Gíslason múrarameistari og Blikkrás. áhuga fólks og eftirspumin virtist svo sannarlega vera til staóar. Að hans mati býður Sportskóli KA upp á margt sem ekki býðst ann- ars staðar og þama ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. „Það er einnig eitt atriði sem við leggj- um mikla áherslu á og það er að ná til stelpnanna. Námskeiðunum er ekki síður beint til þeirra og ég á von á að þær muni taka vel við sér.“ Aðstaða til íþróttaiðkana er orðin nijög góð á KA-svæðinu. Strákarnir í 2. flokki Þórs í knattspyrnu koma hlaupandi í gcgnum Múlagöngin, Ólafsfjarðarmegin og helmingur lciðarinnar að baki. Á minni mynd- inni hlaupa þeir saman síðasta spölinn að Hamri. Auglýsing frá Seðlabanka íslands Staða bankastjóra í Seðlabanka íslands er laus frá 1. júlí 1993. Samkvæmt lögum um Seðlabanka Islands skipar ráðherra í stöðu bankastjóra að fengnum tillögum banka- ráðs. Bankaráðið auglýsir hér með eftir umsóknum um fyrrgreinda stöðu til undirbún- ings tillögugerðar. í umsókn skal ítarlega greint frá menntun og starfsferli umsækj- anda. Umsóknir sendist Seðlabanka íslands, Ágústi Einarssyni, formanni bankaráðs, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík, fyrir 15. júní 1993. Reykjavík, 17. maí 1993. Seðlabanki íslands, bankaráð. HVERSDAGSLEIKAR Akureyri 26. maí 7 dagar eftir Úr dagskrá leikanna: - Skautasvæðið: Opið fyrir rúllu- skauta - Bjarg: Opið hús. Líkamsrækt, bog- fimi og boccia kl. I7-2I - Skotféiag Akureyrar: Svæði fé- lagsins í landi Glerár opið kl. I7-22 - Nökkvi: Siglingar á smábátum frá Torfunefsbryggju kl. I7-2I - taktu þátt 26. maí - mundu að skrá þig

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.