Dagur - 19.05.1993, Side 16
Athafnamenn á Blönduósi. Lengst til vinstri Jakob Jónsson, framkvæmdastjóri Léttitækja hf., fyrir miðju Bergþór
Gunnarsson, framlciðslustjóri, og lengst til hægri Trausti Steinþórsson, annar fv. eigenda fyrirtækisins þá er það var
starfrækt í Reykjavík. Mynd: ój
Léttitæki hf. á Blönduósi:
Ljóst
er að verkefiiin eru næg
- segir Bergþór Gunnarsson, framleiðslustjóri
„Starfsmennirnir eru fjórir og
smíði hófst fyrir rúmri viku.
Fyrsta verkefnið var fyrir Penn-
an hf. í Reykjavík, þ.e. bóka-
rekkar á hjólum. Ljóst er að
verkefnin eru næg. Nokkur sér-
smíðaverkefni bíða afgreiðslu og
síðan eigum við eftir að fylla
upp í lagerinn,“ segir Bergþór
Gunnarsson, framleiðslustjóri
Léttitækja hf. á Blönduósi, en
tveir húnvetnskir athafnamenn
keyptu fyrirtækið í Reykjavík í
vetur og fluttu starfsemina
norður.
Eigendur Léttitækja hf. á
Blönduósi eru Hallur Hilmarsson
og Jakob Jónsson, cn fyrir ráku
þeir Osdekk hf. Að sögn Jakobs
Jónssonar framleiðir Léttitæki hf.
fjöldann allan af tækjum til aö
létta dagleg störf og auka afköst.
Boðið er upp á allt frá hjólum
undir smávagna upp í stóra sér-
hæfða vagna. Fyrirtækið á jafnan
til á lager vagna fyrir t.d. kaffi-
stofur, mötuneyti, vörugeymslur,
verslanir, framleiðslufyrirtæki,
verkstæði og ótal margt annaó.
„Hjá Léttitækjum hf. starfa úr-
vals tækjasmiðir og tæknifræðing-
ar, sem leysa tlutningsvandamál í
samvinnu við viðskiptavini. Sé
rétta tækið ekki til fyrir þarfir þess
sem leitar til okkar, sérsmíðum
við það eða flytjum inn frá sam-
starfsfyrirtækjum okkar erlendis,“
segir framkvæmdastjórinn Jakob
Hlutaíjáraukning í Foldu hf.:
Hlutaféð verði 100
milljónir króna
Á aðalfundi Foldu hf. á Akur-
eyri síðastliðinn föstudag var
ákveðið að auka hlutafé í félag-
inu um 35 milljónir króna, eða í
100 milljónir. Væntanlega eru
þegar seldar um 16 milljónir til
stærstu hluthafa í fyrirtækinu
en Byggðastofnun hefur ekki
fjallað um máliðennþá.
VEÐRIÐ
Nú má búast vió að vetrar-
ríkiö fari að víkja fyrir hlýari
vindum. Eftir norðaustan átt
meó slydduéljum í nótt er
gert ráð fyrir að vindur snú-
ist til suðaustlægrar áttar
með morgninum og verði all
hvass þegar líður á daginn.
Búist er við skýjuðu en að
mestu úrkomulausu veöri
og að hitastig fari nokkuð
hækkandi.
„Það sem við erum að gera hér
kostar einfaldlega meiri peninga
en við reiknuðum með í upphafi.
Við áttum alltaf von á að gera
þyrfti þó nokkrar breytingar á því
skipulagi sem við tókum yfir frá
Álafossi en hins vegar urðu þær
breytingar mun viðameiri en við
bjuggumst við. Og vegna þess hve
svona breytingar taka langan tíma
í rekstri eins og jrcssum þá þarf
verulega fjármuni á meðan,“ segir
Baldvin Valdemarsson, fram-
kvæmdastjóri Foldu hf.
Eins og fram kom í blaðinu á
laugardag hafa þegar verið gerðar
breytingar í Foldu hf. til aðlögun-
ar að þeim markaði sem fyrir
hendi virðist vera. Baldvin segir
að eftir um tvö ár ætti að vera
nægjanlega reynt hvernig mark-
aðurinn sé en vegna þess hve fjár-
frek markaðsuppbyggingin sé þá
þurfí á hlutafjáraukningu nú að
halda.
JOH
Jónsson. Söluskrifstofa Léttitækja
hf. í Reykjavík er að Bíldshöfóa
18 og skrifstofunni veitir forstöðu
Einar Steinþórsson, hönnuður og
fyrrverandi framkvæmdastjóri fyr-
irtækisins. ój
Byggðasamlag um sorphirðu í Eyjafirði:
Unnið að drögum
að stofnsamningi
Starfshópur á vegum Héraðs-
ráðs Eyjafjarðar vinnur nú að
gerð draga að stofnsamningi
fyrir byggðasamlag um sorp-
hirðu í Eyjafirði og er gert ráð
fyrir að þau verði kynnt sveitar-
stjórnarmönnum við fjörðinn á
fundi Héraðsnefndar Eyjafjarð-
ar í næsta mánuði.
í skýrslunni „Móttaka og eyð-
ing sorps í Eyjafirði“, sem nefnd
um sorpmál skilaði af sér í nóv-
ember sl„ var lagt til að stofnað
yrói byggðasamlag um sorphirðu
á Eyjafjarðarsvæðinu. Byggða-
samlagið taki til stofnkostnaðar
og reksturs sorpförgunarstaðar,
spilliefnamóttöku á svæðinu og
brotajámsmóttöku og förgunar.
Varðandi spilliefnaförgun var
lagt til í skýrslunni að fyrst verði
sett upp spilliefnamóttaka í sam-
bandi við áhaldahúsin á Akureyri,
Dalvík, Ólafsfirói og Grenivík og
komió upp nauðsynlegri aðstöðu
til þess.
Þá er lagt til varðandi sorphirðu
og sorpförgun að Akureyrarbær
leggi til sorpurðunarstaðinn á
Glerárdal í núverandi ástandi og
sótt verði um starfsleyfi fyrir
hann. Á seinni stigum er lagt tií að
hafist verði handa um undirbún-
ingsathugun er miði aö því aó
velja mögulega staói tii sorpurð-
unar á Eyjafjarðarsvæðinu. Sam-
hliða undirbúningsathugun á nýj-
um stað til urðunar verði gengið
Ríkisstjórnin:
Jöfiiunartollar á skipa-
smíðaverkefiii ræddir
Ríkisstjórnin fjallaði í gær um
þingsályktunartillögu um jöfn-
unartolla á skipasmíðaverkefni
sem Alþingi vísaði til ríkis-
stjórnarinnar með áliti efna-
hags- og viðskiptanefndar.
Ákveðið hefur verið að settar
verði reglur þar sem mælt
verður fyrir um, hvernig hagað
skuli í framkvæmd formlegri
rannsókn á því hvort grípa eigi
til jöfnunar- eða undirboðstolla.
Mun starfshópi á vegum Qár-
málaráðuneytisins faliö þetta
verkefni.___________________
Sigluíjörður:
75 ára afmælis-
kaffl á morgun
Siglfirðingar gera sér glaðan
dag á morgun þegar þeir halda
upp á 75 ára afmæli Siglufjarð-
arbæjar.
Siglufjaróarbær verður 75 ára á
morgun og af því tilefni býður
bæjarstjóm Siglufjaróar bæjarbú-
um til kaffisamsætis á Hótel Læk
milli kl. 14 og 17. Óli J. Blöndal
flytur hátíðarræðu og Kvennakór
Siglufjarðar og Harmonikusveitin
skemmta.
Annað kvöld verður dansað
undir harmonikuleik Sturlaugs
Kristjánssonar á síldarplaninu vió
smábátahöfnina frá kl. 21 ef veður
leyfir. óþh
Ríkisstjórnin telur að með
skýrslu starfshóps um ríkisstyrki
og undirboð í skipasmíðaiðnaði
hafi nú þegar farið fram útttekt á
málinu. Starfshópnum, sem skip-
aður var af iðnaðarráðherra hinn
6. október sl„ var falið að kanna
hvort um ólögmæt undirboð
pólskra skipasmíðastöðva hafi
verið að ræða við tilboð í breyt-
ingar á íslenskum fiskiskipum og
einnig var starfshópnum falið aó
kanna fyrirkomulag ríkisstyrkja
sem samkeppnisaðilar íslenskra
skipasmíðastöðva njóta í öðrum
ríkjum hins fyrirhugaða Evrópska
efnahagssvæðis og bera þá saman
við þann stuóning scm skipa-
smíðaiðnaðinum er veittur hér á
landi.
Niðurstaða starfshópsins er aó
ekki sé hægt að fullyrða að tilboð
Pólverja í breytingar og viðgerðir
á íslenskum fiskiskipum hafi falið
í sér undirboð í skilningi GATT-
reglna og íslenskra tollalaga. Ljóst
sé að laun í Póllandi séu afar lág
og skýri þau að stórum hluta hin
lágu tilboð pólskra skipasmíða-
stöðva. Hins vegar bendi líkur til
að aðrir framleiðsluþættir séu að
minnsta kosti í sumum tilfellum
ekki eðlilega verðlagðir. Við veró-
lagningu virðist ekki hafa gætt
mikillar kostnaðarvitundar og
verðlagning virðist ekki lúta sömu
lögmálum og hjá fyrirtækjum í
markaðshagkerfum. JÓH
úr skugga um stofn- ogTékstrar-
kostnað vegna sorpbrennslu og
möguleika á nýtingu varma frá
henni til húshitunar. Þá verði
hafnar rannsóknir á þeim stað, eöa
þeim stöðum sem álitlegastir eru
taldir fyrir sorpurðun í komandi
framtíð og samið verði um afnot
af slíkum staö. óþh
Bifreiðastæði í
miðbæ Akureyrar:
Verkval og
Ýtan hf. lægst
í gær voru opnuð tilboð í jarð-
vegsskipti, frárennslislagnir og
lögn heimæðar hitaveitu í bif-
reiðastæði við gamla hitaveitu-
húsið á Akureyri, austan Hafn-
arstrætis og sunnan Kaupvangs-
strætis. Fjögur tilboð bárust í
verkið og eitt frávikstilboð.
Þegar tilboðin höfðu verið yfir-
farin og leiðrétt var niðurstaðan
eftirfarandi: Tilboð frá Verkval
hljóðaði upp á 4.078.000 kr„ Ýt-
an hf. bauð 4.114.700 kr. og að
auki frávikstilboð upp á 3.600.000
miðað við lengri skilafrest, Frið-
rik Bjarnason bauð 4.939.010 kr.
og Halldór Baldursson/Guðmund-
urGunnarsson 5.167.800 kr.
Að sögn Guðmundar Guð-
laugssonar, yfirverkfræðings
tæknideildar Akureyrarbæjar, var
kostnaðaráætlun bæjarins
3.880.000 kr. þannig að öll meg-
intilboðin eru hærri en sú áætlun.
Bæjarráð mun taka afstöðu til til-
boðanna á næsta fundi sínum.
Verkið nær til jarðvegsskipta í
4.500 fermetra bifreióastæði og
325 lengdarmetra af frárennslis-
rörum auk heimæða og niðurfalla
og 100 m hitaveitulögn. Skila-
frestur er til 26. júní. SS
Akureyri:
Trésiniðjan
Ösp lægst
í gær voru opnuð tilboð hjá
Innkaupastofnun ríkisins í tvö
verk á Akureyri, annars vegar
utanhússfrágang að Ilafnar-
stræti 107 og hins vegar frágang
innanhúss í lögreglustöðinni við
I>órunnarstræti. Trésmiðjan
Ösp á Akureyri reyndist vera
með lægstu tilboðin í bæði
verkin.
Sjö tilboð bárust í utanhússfrá-
gang Hafnarstrætis 107, en þar er
m.a. sýslumaðurinn á Akureyri og
Héraðsdómur Norðurlands eystra
til húsa. Kostnaðaráætlun verk-
kaupa var 8,587 milljónir króna.
Trésmiójan Ösp bauð 5,857 millj-
ónir, S.J.S.- verktakar á Akureyri
7,005 milljónir og Trésmiðjan
Borg á Húsavík 7,048 milljónir
króna.
Níu tilboð bárust í frágang inn-
anhúss í lögreglustöðinni. Kostn-
aðaráætlun verkkaupa hljóðaði
upp á 5,253 milljónir króna. Tré-
smiðjan Ösp bauð 3,500 milljón-
ir, Vör hf. á Akureyri 3,540 millj-
ónir og A. Finnsson á Akureyri
3,603 milljónir króna. óþh