Dagur - 28.05.1993, Blaðsíða 1

Dagur - 28.05.1993, Blaðsíða 1
Akureyri, föstudagur 28. maí 1993 99. tölublað Fimm daga öldrunarlækningadeild á Kristnesi: Vísbending um þróun öldrunarlækninga - segir Magna Birnir, hjúkrunarforstjóri FSA Undanfarna þrjá mánuði hefur Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri staðið fyrir nýjung í öldr- unarmálum á Kristnesi, svo- kallaðri 5 daga öldrunarlækn- ingadeild. Verkefninu lauk á Kristnesi í gær, en eftir er m.a. að vinna úr upplýsingum og er stefnt að því að niðurstöður liggi fyrir um næstu áramót. „Verkefnið hefur gengið mjög vcl og er ríkjandi ánægja með það af hálfu sjúklinga, starfsfólks og aðstandenda,“ sagði Magna Birn- ir, hjúkrunarforstjóri á Fjórðungs- sjúkrahúsinu. I vcrkefninu hefur tekið þátt 21 aldraður einstaklingur frá Akur- eyri, 67 ára og eldri. Hver einstak- lingur hefur verið að jafnaði í þrjár vikur í einu á Kristnesi, frá mánudegi til föstudags, en dvalið hcima um helgar. A Kristnesi hefur mikið verið lagt upp úr end- urhæfingu; leikfimi, gönguferðum og þjálfun á þrekhjólum. Þá hefur verkefnið tekið til lyfjameðferðar og samskipta við aðstandendur þessara öldruðu einstaklinga. Magna sagði að Halldóri Hall- dórssyni, lækni, ásamt úrvals hjúkrunarfræðingum og sjúkralið- um, væri fyrst og fremst að þakka hversu vel hafi til tekist. Fimm daga öldrunardeild er til- raunaverkefni, sem hefur notið fjárframlaga úr Framkvæmdasjóði aldraðra. I haust verður unnið úr öllum þeim upplýsingum sem hjúkrunarfólk hefur fengið í tengslum við verkefnió. Niður- stöður veröa kynntar heilbrigðis- ráðuneyti, stjóm FSA og öðrum hlutaðeigandi um næstu áramót. „Upp úr stendur að ég tel að við séum nú með upplýsingar sem eigi að geta gefið okkur vís- bendingu um hvernig við viljum þróa starfsemi öldrunardeilda FSA í framtíöinni," sagði Magna Birnir. óþh Afslappaður markvörður. Mynd: Robyn Þetta er skelfilegt - segir Sverrir Leósson um svarta skýrslu Hafrannsóknastofnunar Enn ein svört skýrsla Hafrann- sóknastofnunar, sú svartasta til þessa, var kynnt í gær. Boð- skapurinn er ógæfulegur. Riðutilfelli í Vestur-Húnavatnssýslu: Allt fé skorið niður á bænum Gröf - athugað um niðurskurð á tveimur öðrum bæjum Riða hefur komið upp á bænum Gröf í Þorkelshólahreppi í Vest- ur-HúnavatnssýsIu og hefur allt fé á bænum - allt að 480 kindur - verið skorið niður. Gröf er því fiminti bærinn í vestursýslunni sem verður fjárlaus vegna nið- urskurðar en tveir þessara bæja geta tekið fé að nýju í haust. Egill Gunnlaugsson^dýralækn- ir á Hvammstanga, sagði í samtali við Dag að riða hafi verið staö- fest í tveimur kindum á bænum og hafi allt fé nú verið skorið nið- ur. Tveir bræður búa í Gröf og voru með allt að 480 fjár. Nokkuð var liðið á sauðburð þegar riðutil- fellin voru staðfest og varð því aó skera bæði fullorðið fé og einnig vorlömb. Egill sagði að ætíð væri erfitt að fást við niðurskurð þegar slík tilfelli kæmu upp á vordögum en um annað væri ekki að ræða cf hefta ætti útbreiðslu riðuveikinn- ar. Hann sagði að einnig kæmi til greina að skera niður fjárstofn á tvcimur bæjum í nágrenni við Gröf, Enniskoti og í Miðhópi og er verið aó huga aö fjárveitingum vegna þess. Egill sagði að við- komandi bændur væru jákvæðir vegna slíkra aðgerða. Riða hefur breiðst nokkuð út í Vestur-Húna- vamssýslu á undanfömum árum en áður hafði hennar einkum orðið vart á bæjum í Vatnsdal. Egill Gunnlaugsson sagði erfitt að segja til um orsakir aukinnar útbreiðslu riðunnar en breyttir búskaparhætt- ir ættu eflaust einhvem þátt í því. Möguleiki væri á að aukin inni- staða fjárins á vetrum yki hættu á að riðuveiki kæmi upp. ÞI Stofnunin leggur til að á næsta flskveiðiári verði aðeins leyft að veiða 150 þúsund tonn af þorski, sem er 115 þúsund tonn- um minna en veiddist af þorski á síðasta ári. „Þetta er skelfilegt, ekki bara fyrir sjávarútveginn heldur einnig þjóðarheildina. Ef það er stað- reynd að ckki megi fiska meira en 150 þúsund tonn af þorski, þá sé ég ekki hvemig þjóðin ætlar aó krafla sig í gegnum það. Maður veltir því ósjálfrátt fyrir sér hvaða afleiðingar þetta hefur og ekki er hægt verjast þeirri hugsun hvort Islendingar geti leitað eitt- hvað annað til þess að hafa lífs- viðurværi. Sjávarfangið er undir- staða íslensks þjóðfélags og ef þetia er veruleikinn, þá blasir við okkur mjög svört mynd,“ sagði Sverrir Leósson, formaður Ut- vegsmannafélags Norðurlands. Stjóm félagsins mun koma saman til fundar á Húsavík í dag og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri: Aðeins sinnt bráða- tilfellum á nokkrum deildum í sumar Liður í sparnaði í rekstri Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri er samdráttur í starfsemi yfír sumarmánuðina. Ingi Björns- son, framkvæmdastjóri FSA, segir að sparnaðarhnífnum verði beitt með líkum hætti í sumar og á sl. sumri. „Við drögum saman í starfsemi spítalans á tímabilinu 1. júní til 31. ágúst á þeim deildum sem geta dregið úr starfsemi. Þetta eru deildir eins og handlækninga- deild, bæklunardeild, kvensjúk- dómadeild, augnlækningadeild og háls-, nef- og eymadeild. A þess- um deildum verður ekki sinnt öðru í sumar en því sem telst bráðatilfelli. Þetta þýðir að við höldum aftur af ráðningum af- leysingafólks. A öðrum deildum svo sem öldrunardeildum, slysa- deild, lyflækningadeild og fæð- ingadeild, verður óbreytt starf- semi,“ sagói Ingi. óþh ræða þcssa dökku skýrslu Haf- rannsóknastofnunar. Hrun þorskstofnsins Þorskaflinn hefur hrapað á undan- fömum árum. Arið 1991 varhann 310 þúsund tonn en 265 þúsund tonn í fyrra, sem er minnsti þorskafli síðan 1947. í ár er gert ráð fyrir að þorskaflinn verði 230 þúsund tonn, en fyrir réttu ári lagði Hafrannsóknastofnun til aó hámarksþorskafli á yfirstandandi fiskveiðiári yrði 190 þúsund tonn. í ljósi bágrar stöðu þorskstofnsins eru skilaboð Hafrannsóknastofn- unar þessi: „Ef veidd verða 225 þús. tonn af þorski árin 1994 og 1995 mun veiðistofn, sem nú er í sögulegu lágmarki (um 40% af stofnstærð árið 1980), minnka niður fyrir 500 þús. tonn og hrygningarstofn niður fyrir 150 þús. tonn árió 1996. Við 200 þús. tonna afla munu bæði veióistofn og hrygningarstofn halda áfram að minnka frá því sem nú er. Vió 175 þús. tonna afla mun veiði- stofn minnka í 580 þús. tonn árið 1995 og hrygningarstofn nánast standa í stað næstu árin. Aðcins með því að takmarka aflann enn frekar má gera ráð fyrir að stofn- inn nái að stækka svo nokkru nemi til 1996. Við 150 þúsund tonna afla næstu ár mun veiði- stofn aukast í 680 þús. tonn áriö 1996 og hrygningarstofn í 270 þús. tonn.“ Bjart yfir ýsunni... I skýrslu Hafrannsóknastofnunar eru tillögur um hámarksafla ann- arra nytjategunda á næsta fisk- veiðiári. Þannig leggur stofnunin til 65 þúsund tonna hámarksafla á ýsu (60 þúsund tonn í fyrra). Á síóasta ári voru veidd 47 þúsund tonn áf ýsu. Af ufsa veiddust 79 þúsund tonn á síðasta ári sem var nánast sama tala og Hafrannsóknastofnun lagði til. Fyrir næsta fiskveiðiár ekki cr lagt til að ufsaaflinn fari yfir 75 þúsund tonn. Hafrannsóknastofnun leggur til að leyft verði að hámarki að veiða 80 þúsund tonn af karfa á Islandsmiðum en 150 þúsund tonn af úthafskarfa. Lagt er til aö heimila veiði á 25 þúsund tonnum af grálúðu sem er 5 þúsund tonnum minna en lagt var til í fyrra og af steinbíti telur Hafrannsóknastofnun óhætt að veiða 14 þúsund tonn. Hvað síldina varðar leggur Hafrannsóknastofnun til að leyft verði að veiða 90 þúsund tonn, en á síðustu vertíð bárust á land 107 þúsund tonn af síld. ...og sömuleiðis loðnunni Loðnustofninn telur Hafrann- sóknastofnun vera sterkan og seg- ir aö samkvæmt mælingum á liðnu hausti megi vænta 1300- 1400 þúsund tonna afla á næstu vertíð. „I varúðarskyni", eins og það er orðað í skýrslu Hafrann- sóknastofnunar, er þó lagt til að hámarkskvótinn á haustvertíð verði 900 þúsund tonn. Hafrannsóknastofnun leggur til bráðabirgða til 5000 tonna há- marksafla af innfjarðarrækju, en kvótinn verði endanlega ákveðinn í samræmi við niðurstöður stofn- mælinga næsta haust. Af úthafs- rækju telur stofnunin óhætt að vciða 40 þúsund tonn. Hrefnustofninn sterkur Hrefnuveiðar hafa verið töluvert til umræðu að undanfömu og kemur fram í skýrslu Hafrann- sóknastofnunar að veiðar undan- fama áratugi hafi ekki haft nein teljandi áhrif á stofninn. Því sé ástand hans gott og talið að veiðar á t.d. 200 dýmm á ári næstu 5 ár- in hafi „afar lítil áhrif á stofn- stærðina, jafnvel svo að varlega ætlað ætti hún aó haldast ofan við 70-80% af stærðinni áriö 1940.“ óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.