Dagur - 28.05.1993, Blaðsíða 3

Dagur - 28.05.1993, Blaðsíða 3
Föstudagur 28. maí 1993 - DAGUR - 3 Fréttir Aðsóknarmet var slegið í Sundlaug Akureyrar sl. miðvikudag. Um 2100 manns komu í laugina, sem var opin til 23, en fyrra metið á einum degi var rétt um 1800 manns. Þessi mynd var tekin í fyrrakvöld, en þá tók mikill fjöldi ung- linga þátt í „dúndrandi fjöri“ í sundlauginni. Mynd: gg. Mikil þátttaka í Hversdagsleikunum á Akureyri: ísraelsmennimir lágu á bæn - og því fæst Qöldi þátttakenda á Akureyri ekki gefinn upp Iðnþróunarfélag Norðurlands vestra: Tveggja milljarða króna hagnaður af rekstri Mjög góð þátttaka var í Hvers- dagsleikunum á Akureyri sl. miðvikudag, en nákvæm tala þátttakenda fæst ekki uppgefin. Þær upplýsingar fengust í gær á skrifstofu íþrótta- og tómstunda- fulltrúa Akureyrarbæjar að ekki mætti gefa upp fjölda þátttakenda í Hversdagsleikunum á Akureyri vegna þess að íbúar í Ashkelon í Israel, sem keppa við íbúa Akur- eyrar um þátttöku, halda ekki sína Hversdagsleika fyrr en nk. mió- vikudag og ísraelsmennimir fá ekki að vita um fjölda þátttakenda á Akureyri fyrr en að þeim degi loknum. Skýringin á því að Hversdagsleikamir voru ekki haldnir í Ashkelon sl. mióviku- dag mun vera sú aó þann dag baðst bróðurpartur íbúa þar heitt og innilega fyrir og gaf sér ekki tíma til hreyfmgar og útiveru. Ohætt er að segja aó Akureyri hafi iðað af mannlífí í fyrradag og jafnt ungir sem aldnir létu sitt ekki eftir liggja. Elstu menn muna ekki aðra eins aðsókn og var í Sundlaug Akureyrar. Tæplega 2100 manns brugðu sér í sund, en hæsta tala sem áður er vitað um á einum degi er nálægt 1800 manns. Okeypis var í sundlaugina á miðvikudaginn í tilefni af Hvers- dagsleikunum og það hafði sitt að segja. Einnig spillti veðrið ekki fyrir og þá má ekki gleyma því að bryddað var upp á ýmsum nýjung- um sem unga fólkið kunni vel að meta. óþh Aðalfundur Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra (INVEST) var haldinn 18. maí sl. á Hof- sósi. Hagnaður varð af rekstri félagsins að upphæð 2 milljónir króna sem rann til Iðnþróunar- sjóðs Norðurlands vestra. IN- VEST tengdist ýmsum nýiðnað- arverkefnum á síðasta ári og hafa þau flest gengið vel. Sem dæmi má nefna verkefni um nýtingu fjallagrasa sem nú er orðið að fyrirtækinu Islensk fjallagrös hf. á Blönduósi. Fyrir- tækið mun framleiða ýmsar hollustuvörur og standa ýmsir fleiri að því en INVESTs eins og t.d. Iðntæknistofnun, Islenska heilsufélagið og ýmis hérlend lyfjafyrirtæki. Þá hefur INVEST átt aðild að þróunarverkefni á Suðárkróki. Verkefnið hefur gengið undir nafninu Skyn og snýst um fram- leiðslu á rafeindabúnaði. Sá bún- aður er ætlaður til skynjunar á ýmsum gastegundum og getur tengst viðvörunar og/eða lokunar- búnaði. Ennfremur má nefna sút- un fiskroða sem dæmi um þróun- arverkefni. Unnið hefur verió að stofnun Farskóla Norðurlands vestra og er félagið einn af stofn- aðilum skólans. Ennfremur hefur INVEST staðið fyrir fjöldamörg- um námskeiðum og ráðstefnum, ýmist eitt eða með öðrum og fé- lagið stóð að veglegri vörusýn- ingu sem haldin var á Sauðár- króki sl. sumar í samvinnu við Ungmennafélagið Tindastól. Nokkur breyting mun eiga sér stað á stefnu Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra um þessar mundir þar sem félagið hefur fengið svigrúm til hlutafjárkaupa úr Iðnþróunarsjóði í arðvænlegum fyrirtækjum og nýsköpunarverk- efnum á Norðurlandi vestra og getur sú upphæð numið 2-3 millj- ónum króna á þessu ári. í nýkjörinni stjóm INVEST eru: formaður Gísli S. Halldórs- son Sauðárkróki en aðrir stjómar- menn Guðmundur Skarphéðins- son Siglufirði, Pétur A. Pétursson Blönduósi, Friðrik R. Friðriksson Lýtingsstaðahreppi, Jón Bjamason Áshreppi, Ólafur B. Olafsson Þorkelshólshreppi og Helgi Ólafs- son á Hvammstanga. GG Húsavík: Aftanáakstur ígær Aftanákeyrsla varð á Garðars- braut í hádeginu í gær, er pall- bíll ók aftan á annan pallbíl. Engin meiðsli urðu á fólki, en eignatjón. Lögregla sagði menn býsna ró- lega í umferðinni og að enginn hefði verið stoppaður vegna hrað- akstur. Þessa dagana stendur yfir umferðarátak og það lítur út fyrir að aukið eftirlit skili sér í bættri umferðarmenningu. I £ _ Jmwá ¥ O ■ ' • , í' . *> V - •" •••!> •>' *>' í dag kl. 15.00: Gefum ab smakka á afmælisrjómatertunni I dag kl. 15.00: Bjóöum vib upp á gómsæta rjómateru og ilmandi Bragakaffi. Einnig bjóbum vib yngri kynslóbinni íspinna og fleira I dag kl. 16.15: Hljómsveitin Stjórnin kemur og hitar upp fyrir dansleik í Sjallanum Föstudag og laugardag: Vörukynning á Bóndabrie, grillsmjöri og paprikuosti frá Osa- og smjörsölunni Opnunartími: Mánud.-föstud. kl. 12.00-18.30 - Laugard. kl. 10.00-16.00 - Sunnud. 13.00-17.00 V/SA E

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.