Dagur - 28.05.1993, Blaðsíða 7

Dagur - 28.05.1993, Blaðsíða 7
Föstudagur 28. maí 1993 - DAGUR - 7 Frímerki Sigurður H. Þorsteinsson Stórsigur íslands í heims- keppni um fegursta frúnerkið - nafnspjald íslands fegurst Sigur íslands var stór þegar í byrj- un þessa árs lauk í Frakklandi heimskeppni milli 144 þjóða,’er gefa út frímerki. Fer hún fram á vegum franska tímaritsins „TIMBROLOISIRS“. Henni hef- ur verió líkt við siglingakeppnim- ar miklu, eins og „Champion d’Amérique" eða „Champion d’Océanie“, svo að dæmi séu tek- in. Stendur keppnin hverju sinni í tvö ár og eru þjóðirnar sífellt að tilnefna ný frímerki, sem valið er á milli, samtals 10 frímerki eða blokkir, hverju sinni. Fyrir árin 1991-1992 sigraöi svo ísland, með 408,626 punktum. Segir í sigurskjalinu: „Fyrir gæði og feg- urð frímerkja sinna á árunum 1991-1992“. Þarna hefði einnig mátt bæta við fyrir vandaða hönn- un, sem verið hefir í höndum Þrastar Magnússonar. Fyrir hönd íslands mættu þeir Ólafur Tómasson, Póst- og síma- málastjóri og Albert Guðmunds- son, sendiherra, til að taka á móti verðlaununum, sem voru eftir- steypa af styttu sigurgyðjunnar Nike, úr grískri goðafræði, eða Viktoríu, eins og hún hefir verið nefnd meðal Rómverja. Var hún upphaflega reist til að minnast sig- urs yfir egypska flotanum við Samoþrasíu. Var þeim svo afhent styttan viö hátíðlega athöfn í Ga- briel skálanum í l’Elyséegarðin- um. Var þarna mikið um dýrðir og fimm aðrar þjóðir mættar til að taka vió verðlaunum, en úrslit keppninnar urðu sem hér segir: ísland hlaut 408,626 atkvæði. Monoco hlaut 403,528 at- kvæði. Frakkland hlaut 377,327 at- kvæði. A llslande, le titre mondial! IsLand: 26tw Lt-K UR ElRÍKSSOy . UW j«UO EURQPA * ÍÍSLAND 55«?, 1 ’Cj ÍSLAND Ú 5500 rUNm.tR .AMERlKU ; KRISTÓ.F.B K6UIMBUS MS2 FTlRi.PA *' ...........................................; ÍSIAND is: \ND ÍSLAND - j ISLAND Frímerkin sem kepptu fyrir íslands hönd. Þau voru öll teiknuð af Þresti Magnússyni, nema 35 króna fálki, sem er gerður eftir ljósmynd Grétars Ei- rikssonar. Svíþjóð hlaut 353,392 atkvæði. Ástralía hlaut 298,499 atkvæði. Kanada hlaut 163,304 atkvæði. Af þessum tölum má sjá hvílík- ur fjöldi fólks hefir myndað sér skoðun um fegurð og gerð frí- merkjanna sem kepptu frá hverju landi og hvað það hefir að segja fyrir ísland að taka þátt í slíkri keppni. Öll frímerkin er kepptu fyrir íslands hönd, nema eitt, voru verk Þrastar Magnússonar. Fálka- frímerkiö var eftir ljósmynd. Það má því segja að Þröstur eigi nokk- uð stóran þátt í þessum íslenska sigri. Verðlaunastyttan, sem Póst- og símamálastjóri hafði með heim, er svo til sýnis á frímerkjasýning- unni „Eyfrím-93“ þessa dagana í íþróttahöllinni á Akureyri. Sigurður H. Þorsteinsson. COUPE DU MONDE 92 DES TIMBRES Classement final par pays 1. Islande 2. Monaco 3. France 4. Suéde 5. Australie 6. Canada 408 626 pts 403 528 pts 377 327 pts 353 292 pts 298 499 pts 163 304 pts Listi yfir sigurlöndin, eins og hann birtist í tímaritinu. Sigurgyðjan Nike eða Viktoria. Verðlaunastyttan. HH| Ólafur Tómasson þakkar fyrir íslands hönd, en Albert Guðmundsson heldur á styttunni við hlið hans. COUPE DU MONDE 92 DES TIMBRES s’ TIMMÍ71QKIR?: .OlSOtS a clasú ■Ekale de'. ta GouþeMií'Mande-92 'des timbres Wifc&ð ' i. ■ • .• cBriasjtiriibres émis en !99íel 1992 :■■ • 'pour la qualii Enfm.de qúoi lui est. déliáríle fiTéseni diplöme. Vcrðlaunaskjaiið, sem fylgdi styttunni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.