Dagur - 15.06.1993, Side 9

Dagur - 15.06.1993, Side 9
Þriðjudagur 15. júní 1993 - DAGUR - 9 Iþróttir Halldór Arinbjarnarson Golf: Góð þátttaka á öldimgamótunum - Jónsmessumót á morgun Um helgina voru haldin 2 öld- ungagolfmót á vegum GA. Þátt- taka var góð og þóttust mótin takast vel. Annars vegar var hér um að ræða Jóhannesar- bikarinn og hins vegar LEK mót sem gildir til landsliðs. LEK mótið í flokki 55 ára og eldri var hið síðasta sem gildir til landsliðs og einn Akureyr- ingur, Guðjón E. Jónsson, tryggði sér sæti í landsliði með forgjöf: A morgun 16. júní heldur GA svokallað Jónsmessumót og hefst þaó kl. 20.00. Leiknar veröa 9. holur og eru allir hvattir til að mæta og skemmta sér. En þá eru það úrslit hclgarinnar. Jóhannesarbikarinn, 50 ára o.e.: Urslit m. forgjöf: 1. Sveinn Gíslason, GR 68 2. Ásgeir Nikulásson, NK 70 Landsleikir í knattspyrnu: Ísland-Ungverj aland ísland og Ungverjaland eigast við í Evrópukeppni landsliða í dag og á morgun. I dag leika U- 21 árs liðin og A-landsliðin á morgun kl. 20. Þórsararnir Lárus Orri Sigurðs- son og Ásmundur Arnarsson halda báðir sæti sínu í U-21 árs liðinu og leikurinn hefst kl. 20 í Keflavík. A-landsliðin mætast á Laugardalsvelli kl. 20.00 á morg- un. Eftir jafntefli viö Rússa eru strákarnir til alls líklegir ekki síst ef tekið er mið af því að síðast unnum við Ungyerja 2:1. Knattspyrna: Laughton væntanlega löglegur á móti Fylki Flest bendir til að Velsverjinn Richard Laughton verði orðinn löglegur með Þór á móti Fylki nk. sunnudag. Hjá KSÍ fengust þær upplýsingar að Þórsarar hefðu skilað inn tilskildum pappírum varðandi félagaskipti fyrir tilskilinn tíma. Mcð þcssu hafa Þórsarar viljaö hafa vaðið fyrir neðan sig og tryggja að Laughton geti spilað með ef ákvörðun verður tekin um að halda kappanum. Hvort hann dvelur í herbúðum Akureyrarliðs- ins til hausts kemur væntanlega ekki í ljós fyrr en hann hefur leik- ið með aðalliðinu. Þýska knattspyrnan: Leverkusen bikarmeistari Síðasti lcikur þýsku knattspyrn- unnar á þessu keppnistímabili fór fram sl. laugardag þegar áhuga- mannalið Hertha Berlin og Bayer Leverkuscn mættust í úrslitum bikarkeppninnar. Atvinnumenn- irnir frá Leverkusen áttu í hinum mestu erflóleikum með áhuga- mennina sem voru dyggilega studdir af 76.000 áhorfendum á Olympíuleikvanginum í Berlín. Þaó var ekki fyrr en á 77. mín. að Ulf Kirstcn náði að skora fyrir Le- verkusen. Fleiri urðu mörkin ekki og sanngjarn sigur Leverkusen því staðreynd. Þessi úrslit hafa það í för með sér að Karlsruhe spilar í Evrópukcppni félagsliöa í haust, í stað Leverkusen sem fer í keppni bikarhafa. Ámi Hermannsson, Þýskalandj. Andreas Thom og félagar hans í Le- verkusen fdgnuðu þýska bikar- meistaratitlinum um hclgina. Knattspyrna, 2. deild kvenna: Dalvík lagði Völsung Á Iaugardaginn fór fram einn leikur í Norðurlandsriðli 2. deildar kvenna. Þar áttust við Dalvík og Völsungar á heinia- velli þeirra fyrrnefndu. Þetta var fyrsti leikur beggja liða á sumrinu og það voru Dalvíking- ar sem stóðu uppi sem sigur- vegarar, skoruðu eina mark leiksins. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og skiptust þau um að sækja, án þess þó að hafa ár- angur sem erfiði og staðan í leik- hléi var 0:0. í þeim síðari komu heimastúlkur mun grimmari til leiks og stóttu þá lengstum hart að marki Húsvíkinga. Sköpuðu þær sér þó nokkur færi sem ekki nýttust uns Áslaug Þorsteinsdóttir náði að skora þegar um 20 mínút- ur voru tfl leiksloka. Reyndist þaö vera sigurmark leiksins. Þórunn Sigurðardóttir þjálfari Dalvíkinga kvaðst nokkuó ánægð með lcik liðsins, ekki síst ef tckið væri tillit til þess að hér væri um fyrsta leik sumarsins að ræða. 3. Birgir Marinósson, GA 71 Úrslit án forgjafar: 1. Karl Hólm, GK 81 2. Siguróur Albertsson, GS 82 3. Skúli Ágústsson, GA 82 LEK mót: 50-54 ára m. forgj.: 1. Hreióar Gíslason, GA 68 2. Skúli Ágústsson, GA 74 3. Hörður Þorleifsson, GA 75 50-54 ára án forgj.: 1. Skúli Ágústsson, GA 79 2. Hreiðar Gíslason, GA 85 3. Gísli Bragi Hjartarson, GA 88 55 ára o.e., m. forgj.: 1. Knútur Bjömsson, GK 78 2. Þorbjöm Kjærbo, GS 79 3. Siguróur Albertsson, GS 80 55 ára o.e., án forgj.; 1. Ólafur Á Ólafsson, GR 68 2. Knútur Bjömsson, GK 70 3. Rúnar Guðmundsson, GR 71 Konur 50 ára o.e., m forgj: 1. Patricia Ann Jónsson, GA 74 2. Jónína Pálsdóttir, GA 76 3. Hulda Vilhjálmsdóttir, GA 78 Konur 50 ára o.e., án forgj.: 1. Jónína Pálsdóttir, GA 89 2. Patricia Ann Jónsson, GA 98 3. Hulda Vilhjálmsdóttir, GA 100 Eðvarð Þór Eðvarðsson, sundmaðurinn snjalli, var mcðal leiðbcinenda á fyrsta námskciðinu á Sumarbúðum í Hamri, scm íþróttafclagið Þór stcnd- ur fyrir. Annað námskcið hófst í gær og þá eru 3 eftir. Sem sjá má var mik- ið fjör þegar Ijósmyndari Dags leit við í sundlaug Glcrárskóla sl. föstudag. Mynd: Robin Kvennahlaup á Akureyri laugardaginn 19. júní 1993 Nú er verið að undirbúa Kvennahlaup á Akureyri laug- ardaginn 19. júní næstkomandi. Eins og undanfarin ár fer hlaupið fram í Kjarnaskógi og hefst skráning kl. 13.30. Síðan verður sameiginleg upphitun með léttum æfingum undir Ijúfri tónlist áður en lagt er af stað. Eftir að hlaupinu lýkur verður boðið upp á hressingu og séð til þess að teygt sé á vöðvun- um sem reynt var á, og loks er slakað á. Þátttökugjald er kr. 500 og eru bolur, verðlaunapen- ingur og hressing innifalin í því. Kvennahlaup á vegum Iþrótta- sambands Islands hefur undanfar- in ár farið fram í tengslum við kvennadaginn 19. júní. Það hefur að markmiði að hvetja konur á öllum aldri til íþróttaiðkunar og hollra lífshátta, sem konur öðlast með aukinni þátttöku í íþróttum ásamt skemmtilegum félagsskap og samveru. Sýnt hefur verið fram á að fólki líóur mun betur á sál og líkama ef það hreyfir sig reglulega, og vel- líðan eykst enn meira ef hreyfing- in fer fram utan húss. Þess vegna eru ærnar ástæður til þess að leggja áherslu á holla hreyfingu utan dyra fyrir konur á öllum aldri, og þaö er aldrei of seint að byrja. Þátttakendur í hlaupinu á Akur- eyri hafa hingað til verið á öllum aldri, og þaö er rétt að hafa í huga að Kvennahlaup er ekki einungis fyrir konur sem hlaupa. Fullgild þátttaka fæst einnig út á að ganga, og miklu máli skiptir að hver kona velji þá aðferð og þann hraóa sem hentar henni best. Minnstu kon- urnar geta setið á öxlunum á mömmu, í vögnum eða kerrum og látið mæðrum sínum crfiðið eftir. Fyrirhugað er að fara einn hring eftir trimmbrautinni, sem er rúm- lega 2 km aó lengd, og einnig er lcngri vcgalengd í boði fyrir þær sem þess óska. íslcnskar konur hafa haslað sér aukinn völl í íþróttum á undan- förnum árum, en alnrcnn þátttaka kvenna í íþróttunr sér til ánægju og heilsubótar á sér ekki langa sögu. Það hefur komið í Ijós að mjög hallar á konur innan íþrótta- hrcyfingarinnar og í umfjöllun fjölmiðla af íþróttum. Þcss vegna stóð ISI í fyrra fyrir íþróttaviku kvcnna á þessum tíma árs og ekki stóó á árangrinum. Þá var Kvennahlaup á 17 stöðum á land- inu og mun flciri konur tóku þátt í hlaupinu cn áður. í ár er þcss vænst að enn verði aukning og að hlaupið verði á sem allra flestum stöðum. Samtökin „Iþróttir fyrir alla“ sjá um skipulagningu og yfirumsjón Kvennahlaupsins um land allt. Við scm crum í undirbúnings- hópnum fyrir Kvcnnahlaup 1993 á Akurcyri viljum cindregiö hvetja allar konur, stórar og smáar til aó vcra meó í ár. Þctta er fyrir allar konur, ckki bara cinhverjar út- valdar íþróttakonur. Það væri ekki síst ánægjulcgt að sjá konur sem ckki hafa komió áður, og svo þær scm eru gestkomandi á Akurcyri eða búsettar í nágrannasveitarfé- lögunum koma og taka þátt í þessu með okkur. Þetta er svo ótrúlega gaman, bæói aó njóta hreyfingarinnar og hreina loftsins, og svo ekki síóur aó finna til sam- kenndarinnar sem það gefur aó njóta samvista við aðrar konur. Það væri nú aldeilis frábært ef tækist að gera Kvennahlaupió að stærsta hlaupaviðburði ársins, eins og stcfnt er að. Fréttatilkynning Markmið kvcnnahlaupsins er að hvetja konur á öllum aldri til íþróttaiðkun- ar og hollra lífshátta, sem konur öðlast með aukinni þátttöku í íþróttum, ásarnt skcmmtilegum fclagsskap og samveru. Ástæða er til að hvetja konur til að fjölmenna í Kjarnaskóg nk. laugardag.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.