Dagur - 10.07.1993, Side 17

Dagur - 10.07.1993, Side 17
Vinna - Leiga. Gólfsögun, veggsögun, malbiks- sögun, kjarnaborun, múrhamrar, höggborvélar, loftpressur, vatns- sugur, vatnsdælur, ryksugur, loft- sugur, háþrýstidælur, haugsuga, stíflulosanir, rafstöðvar, mini-grafa, dráttarvél 4x4, pallaleiga, jarðvegs- þjöppur, steypuhrærivélar, hefti- byssur, pússikubbar, flísaskerar, keðjusagir o.fl. Ný símanúmer: 96-11172, 96-11162, 985-23762, 984-55062, simboði. STÖÐVUM BÍLINN ef við þurfum að tala í farsímann! K, mIumferðar n Kaþólska kirkjan. Eyrarlandsvegi 26. Messa sunnudag kl. 11. Hríseyjarkirkja: Helgistund verður við Hríseyjar- kirkju á sunnudaginn kl. 14.00. Sóknarprestur. Laufásprestakall. Guðsþjónusta í Sval- barðskirkju nk. sunnu- dagskvöld 11. júlí kl. 21.00. Sóknarprestur. Akureyrarprestakall. Messað verður í Akur- eyrarkirkju nk. sunnudag kl. 11.00. Sálmar 444, 224, 48 og 529. Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pétursson leika á trompet og Antonia Hevesi á orgel. B.S. HVÍTASUMIUKIRKJAn wskamshlíð Laugardagur 10. júlí kl. 20.30 sam- koma fyrir ungt fólk. Sunnudagur 11. júlí kl. 20.00 almenn samkoma. Ræðumaður Mike Fitzerald, samskot tekin til innanlandstrúboðs. Allir eru hjartanlega velkomnir. Hjálpræðisherinn. Sunnudaginn 11. júlí kl. > 19.30 bæn, kl. 20.00 almenn samkoma. Gestir frá Noregi og Reykjavík taka þátt. Minningarkort minningarsjóðs Jakobs Jakobssonar fást í Bókabúð Jónasar og Bókvali. Laugardagur 10. júlí 1993 - DAGUR - 17 Úr safiii Markúsar ívarssonar - sýning í Listasafni íslands Laugardaginn 26. júní sl. var opn- uð sýning á verkum úr safni Markúsar Ivarssonar í sal 2 í Listasafni Islands. Markús Ivarsson járnsmiður gerðist velgjörðarmaður íslenskra listamanna, er hann hóf að kaupa verk þeirra laust eftir 1920. Það var þó á fjórða áratugnum sem hann hóf iistaverkasöfnun sína fyrir alvöru og lagði sig ekki síst eftir að kaupa verk af ungum lista- mönnum sem þá voru nýkomnir heim frá námi erlendis. Var Mark- ús frumkvöðull á þessu sviði og stórmerkur sporgöngumaöur. Er Markús lést árið 1943 voru um 200 verk í safni hans. Var stærstur hluti þeirra sýndur á minningar- sýningu um hann, sem Félag ís- lenskra listamanna stóö að, í Listamannaskálanum árið 1944. Skömmu fyrir andlát sitt ákvað Markús aö gefa Listasafni íslands 56 verk úr safni sínu og voru þau sýnd í tveim sýningarsölum þess er Listasafnið var opnað almenn- ingi árið 1951. Árið 1966 bættist við eitt verk í viðbót eftir Kjarval. Frá því aó safn Markúsar ívars- sonar var fært Listasafninu að gjöf hefur það verió sýnt í sölum safnsins meó vissu millibili. Að þessu sinni hafa um þrjátíu verk úr safni Markúsar Ivarssonar verið valin til sýningar. Meðal þeirra eru margar merkar myndir í eigu safnsins: Islenskir listamenn við skilningstréð frá 1918 eftir Jó- hannes Kjarval, Frá Reykjavíkur- höfn frá 1931 eftir Þorvald Skúla- son, Gömul kona frá 1934 eftir Gunnlaug Scheving, Hvít hús og blár himinn frá 1941 eftir Snorra Arinbjarnar. Auk þess prýðir hin stóra mynd cftir Jón Stefánsson af Markúsi sjálfum sýninguna. Sýningin stendur til ágústloka og er hún opin alla daga nema mánudaga frá kl. 12-18. Kaffi- stofa safnsins er opin á sama tíma. „Síldarævintýri á Siglufirði“ haldin um verslunarmannahelgina í þriðja sinn: Undirbúnmgur kominn vel á veg - segir Theódór Júlíusson, framkvæmdastjóri útihátíðarinnar Eins og tvær undanfarnar versl- unarmannahelgar, verður efnt til fjölskylduhátíðar í anda síld- arævintýrisins á Siglufírði undir nafninu „Síldarævintýri á Siglufirði“. Þessi fjölskylduhátíð hefur átt síauknum vinsældum að fagna og í fyrra var hún ein , fjölmennasta. hátíðin á landinu um þessa mestu ferðahelgi árs- ins, en kunnugir giskuðu á að um tíu þúsund manns hafí verið á Siglufírði þegar mest var á útihátíðinni. Undirbúningur er þegar kominn í fullan gang og hefur Theódór Júlíusson, leik- ari, verið ráðinn framkvæmda- stjóri eins og undanfarin ár. Hann segir undirbúning ganga vel og að Siglfirðingar verði klárir í slaginn þann 29. júlí næstkomandi. Hátíóin hefst á fimmtudeginum og stendur í fjóra daga og hefur viðamikil og fjölbreytt dagskrá verið sett saman, þar sem þunga- miðjan er síldarsöltun á sérstöku söltunarplani sem byggt var á síð- asta ári og er ætlunin að gefa sem gleggsta mynd og rifja upp stemmninguna frá því á síldarár- unum á Siglufirði. Þá er verið að reisa skemmtipall í miðbænum, þar sem ýmsir skemmtikraftar koma fram á meðan á útihátíðinni stendur. Theódór segir þaó ekki nákvæmlega vitað hversu margir hafi komið á síðasta ári, en það sé talað um að það hafi verið um 10 þúsund manns í bænum á laugar- deginum og það megi búast við miklum fjölda í sumar einnig. „Við fínnum það núna á öllum viðbrögöum og þeim sem hafa samband við okkur vegna gisting- ar og ýmissa annarra hluta, aó þessi hátíö er enn vel inn á landa- kortinu." Vegna þess mikla fjölda sem sótti bæinn heim á síðasta Síldar- ævintýri hefur verið ákveðiö að taka landssvæði íþróttamióstöðv- arinnar að Hóli undir tjaldsvæði auk þess sem salernisaðstaða hef- ur verið bætt til muna. Á Hóli verður einnig þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn. Ekki er selt inn á útihátíðina sem slíka, en meóan á henni stendur verða boöin til sölu sérstök merki, sem einnig er minjagripur og er ætlunin meó sölunni að fá eitthvað upp í kostn- aó við hátíðina, auk þess sem ágóðinn rennur til síldarminja- safnsins. Eins og áður sagði er dagskráin fjölbreytt. Dansleikir veróa öll kvöldin, annað hvort á Hótel Læk, á síldarplaninu eða við skemmti- pallinn í miðbænum. Þá verður síldarsöltun, leiksýningar, listvið- burðir af ýmsu tagi og margskon- ar uppákomur fyrir unga sem aldna. Samið hefur verið sérstakt kynningarlag hátíðarinnar sem samið er og flutt af hljómsveitinni Miðaldamönnum, sérstaklega fyrir Síldarævintýrið. Theódór segir það kannski vera það sem heilli mest við þessa úti- hátíð og dragi að, að fólk geti komið án þess að það sé mikil spenna í kringum hátíðina. Ann- ars staöar sé reynt að troða upp með vinsælustu og bestu skemmtikröftum og hljómsveitum landsins á meðan þeir á Siglufirði byggi á þeim listamönnum sem bærinn hefur að geyma og það sé mun rólegra yfirbragð yfir þessari útihátíð en öðrum sem boðið sé upp á. „Fólk vill komast í þægi- legt umhverfi, auk þess sem þessi útihátíð er haldin inní kaupstað sem gerir hana að öðruvísi útihá- tíð. Þá má ekki gleyma sjarman- um vegna þeirra gömlu góðu daga, sem margir áttu hér meðan á síldarævintýrinu stóð og vilja gjarnan reyna að upplifa og sýna vinum og vandamönnum með því að koma hingað.“ Theódór sagði að þeir sem standa að útihátíðinni hefðu ekki gert sér grein hversu stór þessi viðburður myndi eiga eftir að reynast. „Fyrir tveimur árum átti þetta að vera bara fyrir Siglfirð- inga, burtflutta Siglfirðinga og einhverja þá sem hefóu gaman af því að koma hér við. Þetta var jú einnig gert til að koma Siglufirði meira inná landakortið, því eins og lega bæjarins er þá verða ferðamenn að taka á sig töluverð- an krók til að komast hingað. Hins vegar gátum vió aldrei látið okk- ur dreyma um að fjöldinn yrði eins og í fyrra.“ PS Sumarbridds: Haukur og Hörður sigruðu Metþátttaka var í síðasta sum- arbridds Bridgefélags Akureyr- ar. Átján pör mættu til leiks og var spilað í tveimur riðlum. Úr- slit urðu á þennan veg: N/S 1. Haukur Harðarson- Höróur Jóhannesson 2-3. Kolbrún Guóveigsdóttir- 279 Hjalti Bergmann 242 2-3. Jón-Helgi 242 4. Una Sveinsdóttir-Jónína Pálsdóttir 221 A/V 1. Skúli Skúlason- Sigurbjöm Þorgeirsson 252 2. Gissur Jónasson- Ragnhildur Gunnarsdóttir 243 3. Sveinn Pálsson-Páll Jónsson 4. Anton Haraldsson- 241 Sigurbjörn Haraldsson 238 Næsti sumarbridds veröur spilaður nk. þriðjudag kl. 19.30 íHamri. Frá Síldarævintýri á Sigluflrði 1991. Aðstandcndur hátíðarinnar segja að- sóknina þau tvö ár sem hún hefur verið haldin hafa farið fram úr björtustu vonum. Frá síldarárunum á Siglufirði. Þetta er stcmmningin sem Siglfirðingar reyna að endurvckja og þúsundir manna strcyma að til að minnast. Til sölu Fiskveiðasjóður íslands auglýsir til sölu fast- eignina Hafnarbraut 1 í Njarðvík ásamt tilheyr- andi búnaði til meltuframleiðslu (áður eign Val- fóðurs hf.) Tilboð í eignina óskast send á skrifstofu sjóðsins fyr- ir 28. júlí nk. merkt „Hafnarbraut 1“. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu sjóðsins, Suðurlandsbraut 4, Reykjavík í síma 679100 og hjá Valdimar Einarssyni í síma 33954 eða 985-23355. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. FISKVEIÐASJÓÐUR ÍSLANDS. Eiginmaður minn, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, SKARPHÉÐINN AÐALSTEINSSON, Gilsá II, Eyjafjarðarsveit, verður jarðsunginn frá Saurbæjarkirkju miðvikudaginn 14. júlf kl. 13.30. Anna Margrét Jóhannesdóttir, Björn Garðarsson, Ágústa Sverrisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.