Dagur - 21.07.1993, Page 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 21. júlí 1993
Fréttir
Fiskveiðiárinu lýkur hinn 31. ágúst nk.:
Iitið feflur niður en tölu-
vert af kvóta flyst mifli ára
- nýtt fiskveiðiár hefst 1. september
Lítið virðist vera um að fisk-
veiðiheimildir útgerðarmanna
falli niður enda er lögum sam-
kvæmt heimilt að flytja allt að
20% þess kvóta, sem ekki er
nýttur, á milli fiskveiðiára en
nýtt fiskveiðiár hefst 1. septem-
ber ár hvert.
„Vió reiknum ekki með að
fiskveiðiheimildirnar klárist held-
ur að þær færist á milli fiskveiói-
tímabila og þá aðallega þorskur,
sem hefur veiðst voóalega lítið
af,“ sagói Valdimar Bragason, út-
geróarstjóri Utgerðarfélags Dal-
víkinga, í samtali við Dag.
„Það er nú eftir einn og hálfur
mánuður. Þetta er svolítió mis-
jafnt eftir tegundum; við erum
komnir umfram í grálúðu og vió
reiknum með að þaó verði ein-
hver geymsla á öðrum tegundum,“
sagði Valdimar.
„Heimilt er að flytja allt að
20% af aflamarki hverrar botn-
fisktegundar og aflamarki úthafs-
rækju frá einu fiskveióiári yfir á
það næsta,“ segir í lögum um
stjóm fiskveiða.
„Hvað það verður mikió -
hvort það eru tvö eóa þrjú hundr-
uð tonn - það veit maður ekki fyrr
en nálgast 1. september," sagöi
Valdimar um þorskkvóta sem
geymist milli ára hjá Utgerðarfé-
lagi Dalvíkinga.
„Ég reikna ekki meó að neitt af
þessu falli niður,“ sagði Valdimar
en sá kvóti sem er umfram 20%
fellur nióur í lok ágúst.
Fiskveiðiheimildir Útgerðarfé-
lags Dalvikinga á þessu ári nema
3800 tonnum í þorskígildum talið
HKTt
ÞAKULL
Stórt stökk í steinull
Steinullarplötur með áfastri vindvörn
► ÞAKULL:
® Úrvals hitaeinangrun
• Frábær hljödeinangrun
® Ein besta brunavörnin
• Audveldari uppsetning
® Minna ryk
• Allt að 30% sparnaður
Húá 90%
hynningarafslxtti
BYGGINGAVORUR
LONSBAKKA • 601 AKUREYRI
S 96-30325 & 96-30323
en tæplega 4800 tonnum af bol-
fiski.
Að sögn Kristjáns Asgeirsson-
ar, forstjóra hjá Höfða og Ishafi,
fer mjög nærri að kvóti þessa fisk-
veióiárs klárist hjá þeim útgerð-
um. „Ja, maður sér það ekki al-
veg; þetta er svo fljótt að breyt-
ast,“ sagði Kristján.
„Okkur er nú alveg sama þótt
eitthvaö verði nú eftir því það
skerðist svo mikið,“ sagði Kristján
um þorskkvóta þessa fiskveiöiárs
enda væri ágætt að geyma ein
hundrað tonn til að bæta upp
mikla skerðingu fiskveiðiheim-
ilda fyrir næsta fiskveiðiár.
Kristján sagði aó þar sem
Höfði og Ishaf væru með þrjú
skip á rækjuveiðum væri ágætt að
skipta á rækjukvóta og kvóta fyrir
öðrum tegundum.
„Mér sýnist þetta ætla að
ganga, sem betur fer,“ sagði
Kristján um útlitið í lok fiskveiói-
árs. GT
Sigurður Finnsson á nýja staðnum
opnaður í gær.
Kolagrillinu í Strandgötu - sem var
Mynd: Pjctur.
KolagriMð opnað
Skyndibitastaðurinn Kolagrillið,
að Strandgötu 37, var opnaður
síðdegis í gær og verður framveg-
is opinn alla daga frá l i :00-22:00
enda er starfsleyfið bundið því
skilyrði. Sýslumaóurinn á Akur-
eyri veitti leyfi til starfseminnar í
hádeginu í gær og er það veitt til
fjögurra ára til að byrja meö. „Við
bjóðum fólk velkomið,“ sagói
Sigurður Finnsson, eigandi Kola-
grillsins, í samtali vió Dag. „Við
erum með allt eldað á kolum -
nema náttúrlega djúpsteiktan
fisk,“ sagði Sigurður og nefndi
sem dæmi nautakjöt, steikur og
hamborgara. „Það veitir rosaleg
gæði aó elda matinn á kolum eins
og fólk veit sem grillar heima.
Svo höfum við gæðin á hráefninu
sem best.“ GT
Sjávarútvegsráðuneytið:
Hólf lokuð til þess að
vemda smáfiskinn
Sjávarútvegsráðuneytið gaf í
gær út reglugerðir er ætlað er
að miða að því að minnka hlut-
fall smáfisks í afla fiskiskipa.
í tilkynningu frá sjávarútvegs-
ráðuneytinu kemur fram að á
yfirstandandi fiskveióiári hafi
mikið borið á smáfiski í afla.
Þannig hafi frá upphafi þessa
fiskveiðiárs 108 sinnum komið til
skyndilokana af þessum sökum.
I tilkynningu ráðuneytisins seg-
ir m.a.: „Enda þótt mörg þeirra
svæða sem nú eru friðuð hafi áður
verið lokuð fyrir veiðum stækkar
nokkuð flatarmál svæða þar sem
veiðar eru bannaðar við þessa að-
gerð. Engu að síður er Ijóst að ut-
an friðunarsvæðanna eru veiði-
svæði þar sem oft hefur þurft að
grípa til skyndilokana á liönum
árum. Því verður áfram að
fylgjast vel með hlutfalli smáfisks
í afla og taka ákvarðanir um lok-
anir gefist tilefni til.“
Meðal svæða sem sjávarút-
vegsráðuneytið hefur ákveðið að
loka eru svæði á Sporðagrunni,
norður af Haganesvík, svæði fyrir
Noróausturlandi og svæði á
Langanesgrunni.
Fram kemur í tilkynningu sjáv-
arútvegsráðuneytisins að þessar
svæðalokanir beinist einkum aó
verndun smáþorsks. Því séu t.d.
rækju-, humar-, síld- og loðnu-
veiðar meó flotvörpu heimilar á
áóurgreindum bannsvæðum. Þá
tekur ráðuneytið fram að með
þessum reglugerðum sé ekki
hróflað við reglugerðum um bann
við rækjuveiöum á svæðum fyrir
Norðurlandi.
I lok tilkynningar sjávarútvegs-
ráðuneytsins segir: „Að þessu
sinni voru ekki teknar ákvarðanir
um lokanir veiðisvæða á grunn-
slóð enda hefur komið í ljós aó
aflasamsetning einstakra hand-
færabáta sem stunda veiðar á
svipuðum slóóum er mjög mis-
jöfn. Virðist sem sumir útgerðar-
menn sæki meira í smáfisk en
aðrir eða hirði ekki um að sleppa
Iífvænlegum smáfiski í hafið í
samræmi vió gildandi reglur. Mun
eftirliti því á næstunni fyrst og
fremst veróa beint að þessum að-
ilum og gripið til Ieyfissviptinga
verði ekki breyting á. Jafnframt
verður áfram unnið að því að
kanna hvort unnt sé að afmarka til
lokunar svæði á grunnslóð þar
sem smáfiskur heldur sig á.“ óþh
Sameining hreppa í Vestur-Húnavatnssýslu:
íbúaflöldi yrði nálægt 400 manns
Eins og fram hefur komið kjósa
íbúar í þremur hreppum í V-
Hún., Staðarhreppi og Fremri-
og Ytri Torfustaðahreppum, um
sameiningu þessara hreppa
þann 28. júlí n.k. Alls eru íbúar
þessara hreppa um 390 talsins,
sem m.a. þýðir aukið framlag úr
Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Menn telja einnig að stærri ein-
ing verði skilvirkari.
Eggert Pálsson, oddviti Fremri-
Torfustaóahrepps, sagói í samtali
við blaðið að hann telji að stærri
eining verói skilvirkari. Hann
sagði jafnframt að slík eining fái
meira úr Jöfnunarsjóöi. „Það sýn-
ist sitt hverjum sem betur fer. Það
kemur svo í ljós á miðvikudaginn
hvað gerist“, sagði Eggert. Hann
segir hreppinn standa þokkalega
fjárhagslega, skuldir vegna bygg-
ingar íþróttahúss að Laugarbakka
og vegna jarðakaupa eru að vísu
nokkrar. I Fremri-Torfustaða-
hreppi búa rúmlcga 70 manns og
eru 42 á kjörskrá.
I Staðarhreppi eru um 110 íbú-
ar og á kjörskrá eru 75. Hreppur-
inn stendur vel fjárhagslega og
skuldar lítió, að sögn Þórarins
Þorvaldssonar, oddvita. Hann tel-
ur hreppana heldur litla til að ráða
við þau verkefni sem ríkió úthlut-
ar sveitarfélögunum. „Það má
auóvitaó segja aó stærri eining
geti frekar valdió því að fara út í
t.d. atvinnuskapandi verkefni,“
sagði Þórarinn, en lagói þó á það
áherslu aö í þessu máli eigi vilji
íbúanna aö fá að koma fram og
kvaðst ekki vilja vera með neinn
kosningaáróður.
í Staðarhreppi búa 209 manns
og eru nálægt í 40 manns á kjör-
skrá. Ekki náðist í sveitarstjóra
eða oddvita hreppsins til að ræða
málefni hreppsins nánar. sþ
Hvammstangi:
Skemmdir unnar á löggubíl
Helgin var róleg að sögn lög-
reglu á Blönduósi. Þó voru ein-
hverjir óprúttnir náungar sem
ekki gátu séð bíl lögreglunnar í
friði og unnu á honum skennnd-
ir um miðja nótt. Enginn söku-
dólgur hefur fundist enn.
Atburðurinn átti sér staó að-
faranótt laugardags á Hvamms-
tanga. Stolið var tveimur hjól-
koppum og hleypt úr tveimur
dekkjum á lögreglubíl sem lagt
var við hús lögreglumannsins.
Engar upplýsingar liggja fyrir um
hver var þar að verki, aö sögn lög-
reglu. Að öðru leyti var helgin tíð-
indalítil að sögn. sþ