Dagur - 21.07.1993, Page 11

Dagur - 21.07.1993, Page 11
Miðvikudagur 21. júlí 1993 - DAGUR - 11 tr IÞRÓTTIR Halldór Arinbjarnarson Frjálsar, íslandsmeistaramót 18 ára og yngri á Dalvík: Stærsta mót sumarsins Um næstu helgi verður haldið á Dalvík íslandsmeistaramót 18 ára og yngri í frjálsum íþróttum. Það er UMSE sem heldur mótið á félagssvæði UMF Svarfdæla og hér er um að ræða stærsta frjálsíþrótta- mót sumarsins. Keppendur eru 645 en með starfsfólki og fararstjórum munu um 900 manns koma að mótshaldinu með einum eða öðrum hætti. Þátttakendur koma víða að, frá 20 félögum og héraðssam- böndum. Margt starfsfólk verður á mótinu en um 100 starfsmenn verða á vellinum meðan á keppni stendur. Það er ekki ofsögum sagt að frjálsíþróttafólk muni leggja Dalvík undir sig um helgina. Flestir keppendur gista í skólum bæjarins, búist er við að tjald- svæðin verði þétt skipuð og mötuneyti verður í Víkurröst, en mótið er haldið í góðri samvinnu við Dalvíkurbæ og Víkurröst. Undirbúningur hefur staðið af krafti sl. 3 mánuði en meistara- mótsnefndina skipa: Þuríður Arnadóttir, fyrrum formaður UMSE, Bjarnveig Ingvadóttir, formaður frjálsíþróttanefndar, og Jóhanna Gunnlaugsdóttir, vara- formaður UMSE. Undirbúning- ur er nú á lokastigi en keppni hefst kl. 10.00 á laugardag. Henni verður síðan fram haldið daginn eftir og mótslok eru áætl- uð um kl. 18.00 á sunnudag. Sandspyrna: íslandsmetin fuku á Króknum Um síðustu helgi fór fram á Sauðárkróki sandspyrnu- keppni. Mótið var 2. í röðinni af 5 sem gildir til íslandsmeistara- titils í greininni og var haldið af Bílaklúbb Skagafjarðar og Kvartmíluklúbbnum. Góður ár- angur náðist og alls voru 6 Is- landsmet sett. Keppendur á mótinu voru 24 talsins. I opnum flokki sigraði Finnur Aðalbjörnsson en hann keppt á vélsleða. Siguróur Olafs- son sigraói í jeppaflokki og setti nýtt íslandsmet, 7,529 sek. Páll Sigurjónsson setti Islandsmet í fólksbílaflokki og sigraói þar með bestan tíma 7,627. I kross- hjólaflokki sigraði Jón Kr. Jacobs- sen og setti Islandsmet, 5,114. Það sama gerói Ingólfur Jónsson í vél- hjólaflokki á tímanum 4,445. Hafliði Guðjónsson vann flokk sérsmíðaðra bíla á tímanum 4,067sem var enn eitt Islandsmet- ið og síðasta Islandsmetið leit dagsins ljós í flokki sérútbúinna bíla, þar sem Garðar Bragason náði bestum tíma 4,714. Þar sigr- aði hins vegar Einar Birgisson. Þriója keppnin sem gildir til Is- landsmeistaratitils fer fram á veg- um Bílaklúbbs Akureyrar 22. ágúst nk. Knattspyrna: Dóri ekki meira með - úr leik í a.m.k. 8 mánuði Halldór Áskelsson, einn af burðarásum knattspyrnuliðs Þórs undanfarin ár, er endan- lega úr leik á þessu keppnis- tímabili. Hann hefur átt við þrálát meiðsl að stríða í sumar og lítið sem ekkert getað leikið. Sl. föstudagskvöld sleit hann síðan hásin í hægri fæti en há- sinin hefur verið að angra hann í allt surnar. Halldór sagði vægt til orða tek- ið aó þetta væri búió að vera erfitt tímabil. „Auðvitaó kemst allt upp í vana en þctta hefur verið mjög Æfingar eru nú að hefjast hjá yngri flokkunt KA í handbolta. Þær cru sameiginlegar hjá 3. og 4. flokki, kl. 17.00 á mánudögum og fimmtudögum. Æfingar 5. Halldór Áskelsson. flokks eru einnig á mánudögum og fimmtudögum en kl. 15.45. í 6. flokki er æft einu sinni í viku, á mánudögum kl. 14.30-15.30. erfitt, ekki síst andlega, því ég hef verið viðloöandi allar æfingar en lítið getað gert. Vanalega getur maður fengið útrás inn á vellin- um.“ Halldór fór í aðgerð sl. laugardag og verður í gifsi næstu 8 vikurnar a.m.k. og frá æfingum í 8 mánuði. Það er því ljóst að næstu mánuðir verða erfiðir. En ætlar Halldór Áskelsson að byrja aftur? „Eg spurði læknana mjög vandlega hvort ég væri nokkuð búinn að vera og þeir voru alls ekki neikvæðir, ekki síst af því að allt annað er í góóu lagi. En það er í fyrsta lagi í mars og þá verður ntaöur aó byrja rólega.“ Vonandi fá áhorfendur aö sjá Halldór inni á vellinum næsta sumar því skarð hans í Þórsliðinu er vandfyllt. En það sem eftir er sumars er ljóst að stúkan verður samastaóur Hall- dórs Áskelssonar á knattspyrnu- leikjum. Handbolti, KA: Æfingar að hefjast Pétur Björn Jónsson skoraði tvívegis gegn Keflvíkingum cn það dugði ekki tit og þátttöku Lcifturs í Mjólkurbikarnum cr lokið að þcssu sinni. Mynd: llalldór Knattspyrna, Mjólkurbikarinn: Leiftur úr leik - mátti sætta sig við tap fyrir ÍBK Leiftursmenn eru úr leik í Mjólkurbikarnum eftir tap fyr- ir ÍBK á mánudagskvöldið. Óhætt er að segja að menn séu ekki sáttir við frammistöðu dómara leiksins sem brást á mikilvægum augnablikum og kom það ntjög niður á Leifturs- mönnum. Þó ekki sé hægt að segja að sigur ÍBK hafi verið ósanngjarn miðað við gang leiksins er vissulega sárt fyrir Ólafsfírðinga að fá á sig a.m.k. eitt ólöglegt mark og láta dæma af sér annað sem var fullkom- lega löglegt. Leiftur var betri aðilinn í fyrri hálfleik og strax á 4. mínútu skor- aði Pétur Björn Jónsson eftir fyrir- gjöf Gunnars Más Mássonar. Pét- ur Björn var aftur á ferð skömmu síðar og skoraði nú cl'tir sendingu frá Mark Duffield. Á síðustu inín- útu hálfleiksins minnkaði síðan Marko Tanasic muninn með skallamarki eftir aukaspyrnu. IBK var mun betri aðilinn í síð- ari hálfleik. Leiftursmenn gáfu eftir miðjuna og Keflvíkingar gengu á lagið. Tvívegis á upphafs- mínútunum varð Þorvaldur Jóns- son markvörður Leifturs að taka á honum stóra sínum og á 63. mín- útu jafnaði Kjartan Einarsson leikinn eftir að Marko Tanasic hafói lagt boltann fyrir hann með hendinni. Skömmu síðar var dæmd vítaspyrna á Leiftur og úr henni skoraði Óli Þór Magnús- son. Staðan var nú orðin 3:2 fyrir IBK og nauðsynlegt fyrir Leiftur að sækja. Það geróu þeir líka og Gunnar Már skoraði mark sem að flestra mati var fullkomlega lög- legt cn dómarinn dæmdi markið af. Raunar var nokkuð greinilega brotiö á Gunnari innan vítateigs þegar hann skoraói markið. Undir lokin innsiglaði síóan Gunnar Oddsson sigur IBK og lokatölur því 4:2. HA/VR Undanúrslit Mjólkur- bikarsins og bikar- keppni 2. flokks í gær var dregið í undanúrslitum Mjólkurbikarkeppninnar í knatt- spyrnu og bikarkeppni 2. flokks karla. I Mjólkurbikarnum heim- sækja Skagamenn KR og Kellvík- ingar Val. Leikirnir verða 5. ág- úst. KA fékk heimaleik á móti Val í bikarkeppni 2. flokks en Þór þarf að heimsækja Framara. Þeir leikir halá verió settir á 14. ágúst kl. 14.00. Knattspyrna kvenna: KA með sill'ur á Gull og silfurmótimi Gull og silfurmótið í knatt- spyrnu fór fram um síðustu helgi. Mótið er fyrir 2.-5. flokk kvenna og haldið af Breiða- bliki í Kópavogi. Þetta var 9. Gull og silfurmótið og var al- menn ánægja með alla fram- kvæmd þess auk þess sem veðr- ið lék við keppendur. KA sendi 2 lið til keppni í 3. flokki og vann A-liðið til silfurveðlauna. B-Iið KA varð í 5. sæti og Tindastóll, sem átti lið í 2. flokki náði í brons. A-lið KA í 3. fiokki tapaói að- eins einum leik og gerði jafntefli við Val sem varð meistari. Liðið vann KR 5:3, Stjörnuna 6:0, Tý 3:1, Þór V 3:0, Grindavík 2:1, gerói 0:0 jafntefli við Val og tap- aði 2:6 fyrir UBK. Liðið hafnaði því í 2. sæti sem er ffábær árang- ur. Markaskorarar voru: María Benediktsdóttir 6, Sólveig Rósa Sigurðardóttir 5, Rósa M. Sig- bjömsdóttir 4, Eva Moraies 3, Rannveig Jóhannsdóttir 2 og Helga María Hermannsdóttir 1. Hjá B-liði KA uróu úrslit eft- irfarandi: KA-UBK2 1:5, KA- UMFG 1:0, KA-Valur 3:0, KA- UBKl 0:6, KA- KR 1:2, KA-ÍA 0:2. Mörkin skoruðu: Stefanía Steinarsdóttir 2, Sandra Sig- mundsdóttir 2, Ásdís Lilja Guð- mundsdóttir 1 og Hanna Lára Ásgeirsdóttir 1. Aó sögn Ein- varós Jóhannssonar, annars af fararstjórum stclpnanna, voru þær óheppnar að vinna ekki 2 leiki til viðbótar en 5. sætið cr samt mjög góöur árangur. Eins og venja er á slíkum mót- um voru valin tvö lió, prcssulið og landslið, scm léku sýningar- lcik í mótslok. í þcssi lió voru valdar þrjár KA-stelpur, Rósa M. Sigbjömsdóttir, Rannveig Jó- hannsdóttir og María Benedikts- dóttir, sem skoraði annað af mörkum landsliðsins í 2:1 sigri á prcssuliðinu. Pétur Oskarsson þjálfar stelp- umar hjá KA og aó hans sögn er áhuginn hjá þeim mikill og æf- ingasókn góð. Það scm helst skortir er meiri áhugi hjá yngri stelpunum þannig að hægt sé aó byggja upp sterka 4. og 5. flokka. Foreldarar voru duglegir aó fara með stelpunum og aðstoóa en fararstjórar voru Einvarður Jó- hannsson og Arndís Ólafsdóttir. Tindastóll scndi 2. flokk til keppni. Stelpurnar höfnuðu í 3. sæti, unnu Ægi í úrslitum en töp- uðu fyrir UBK og Stjömunni. 24. júlí Skráning í síma 2721B milii kl. 20.00-22.00 19.-22. júlí

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.