Dagur - 29.07.1993, Blaðsíða 1

Dagur - 29.07.1993, Blaðsíða 1
76. árg. Akureyri, fimmtudagur 29. júlí 1993 141. tölubiað á/rs Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI : Sauðárkrókur: Hafnarframkvæmdir dýrari en æflað var - þó undir kostnaðaráætlun Framkvæmdum við höfnina á Sauðárkróki miðar vel. Verið er að reka niður 160 m langt stál- þil við Syðraplan sem svo er nefnt. Akveðið var að reka stál- þilið dýpra en ætlað var í upp- hafi og verður af því nokkur viðbótarkostnaður. Heildar- kostnaður er þó áfram langt undir kostnaðaráætlun, að sögn Snorra Björns Sigurðssonar, bæjarstjóra. Það er Hagvirki-Klettur sem sér um framkvæmdirnar við höfn- ina. Tilboð þeirra var 11 millj. kr. undir kostnaðaráætlun, en hún hljóðar upp á tæpar 39 milljónir. Þilið átti að reka niður á 7 m dýpi, en ákveóið var að fara með þaö 0,5 m dýpra, þ.e. á 7,5 m dýpi. Ofan á þilið er steyptur kantur og verður hann hækkaður um það sem dýpkuninni nemur. Þetta þýð- ir einhvern viðbótarkostnaó en verktakinn gcrði í það hagstætt til- boð að sögn Snorra Björns og verður kostnaður því áfrarn vel undir kostnaðaráætlun. Hann sagói að það hefði alltaf verið inni í myndinni að fara dýpra ef vel gengi að reka þilið niður. Sólin ekki á leið norður Því miður virðist sólarspá veð- urfræðinga fyrir verslunar- mannahelgina ekki ætla að ræt- ast. Norðlendingar verða því að sætta sig við það að sólgleraug- un rykfalli uppi á hillu. Samkvæmt upplýsingum veð- urfræðings á spádeild Veðurstofu Islands veróur væntanlega skúra- veður á föstudaginn og norðanátt. A laugardag og sunnudag verður að öllum líkindum þurrt en norð- an- og norðaustanátt ál'ram. „Eins og staðan er núna virðist sólskinið ekki vera á leið til ykk- ar,“ sagði veðurfræðingurinn. Norðlendingar verða því annað hvort að sætta sig við spána eða að vona að hún rætist ekki eins og svo títt er um vcóurspár. KR Þaó eina sem gæti sett strik í reikninginn er harður 2 m kafli og þar gæti reynst erfitt að reka þiliö niður um þessa viðbótardýpt. Ef ekki verður þilið að vera á 7 m dýpi eins og upphaflega var áætl- að, en það myndi kosta einhver viðbótar peningaútlát. „Við teljum það fullkomlega þess virði að reyna þetta, við teljum það miklar líkur á að það takist“, sagði Snorri Björn. Hann sagói ástæðuna fyrir dýpkuninni þá að hægt sé að kom- ast að með skip sem rista dýpra. sþ Spáð í veðrið. Mynd: Pjelur. Lokatillögur nefndar um flutning ríkisstofnana: Byggðastofnun, Veiðimálastofnun og Skipulag ríkisins norður! - en RARIK til Egilsstaða Nefnd sem forsætisráðherra skipaði til að gera tillögur um flutning ríkisstofnana hefur lok- ið störfum. Lagt er til að höfuð- stöðvar sjö stofnana verði flutt- ar út á land - Byggðastofnun og Veiðimálastofnun til Akureyr- ar, Skipulag ríkisins á Sauðár- krók en Rafmagnsveitur ríkis- ins (RARIK) til Egilsstaða. Nefndin skilaði skýrslu til for- sætisráðherra í gær og sagði hann þá aó tillögurnar yrðu lagðar fyrir ríkisstjórn, síðan kynntar þing- flokkum og þá kæmi til kasta Al- þingis. Nefndarmenn hafa allir setið á þingi en voru ekki tilnefndir af þingflokkum. Þ. á m. voru tveir þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra, Tómas Ingi Olrich (S) og Valgerður Sverrisdóttir (F). I samtali við Dag lýsti Valgerð- ur sig sammála forsætisráðherra um aó hér væru gerðar bein- skeyttari tillögur en þegar sam- bærileg nefnd lauk störfum árið 1975. Engimýri - Bakkasel: Nýr vegarkafli opnaður - samgönguráðherra fer fyrstu ferð I dag kl. 16.00 verður nýr veg- arkaflj frá Engimýri að Bakka- seli í Öxnadal, formlega opnað- ur fyrir umferð. I»að er Halldór Blöndal, landbúnaðar- og samgönguráðherra, sem mun fyrstur aka þessa leið og opna veginn formlega. Þessi nýi vegarkafli er 11,5 km iangur og er lagður bundnu slit- lagi. Vcrktaki við byggingu vegar- ins og lagningu klæðingar var Klæðning hf. í Garðabæ en verk- taki vió útlögn svokallaðrar bik- festu, var Festun hf. í Garðabæ. Samkvæmt útboðsgögnum átti verktaki að ljúka byggingu vegar- ins 1. ágúst en hann lauk henni aó mestu á síðastliðnu ári. Fyrir skömmu kom fram í Degi að hestamenn hefóu stórskemmt þennan vegarkafla er þeir ráku hross yfir hann og aó viðgerðar- kostnaður vegna þessa hafi verið á þriðju milljón króna. Nú er veg- arkaflinn hins vegar tilbúinn til notkunar og um leið batna samgöngur á þessari Ieió til mik- illa muna. KK Valgerður sagði tillögurnar nú raunhæfari. „Það sem við höfðum í huga í sambandi við Akureyri var llutningur cinhverrar vísinda- stofnunar vegna háskólans," sagði hún um mögulegan flutning Veiðimálastofnunar - auk Byggðastofnunar - til Akureyrar. Valgerður sagói að auðvelt hefói verið að leggja til flutning fleiri stofnana til Akureyrar sem byði upp á margt enda væru óskir starfsfólks stofnana mikilvægur þáttur í slíkum flutningi - starfs- fólk hefði ekki alls staóar brenn- andi áhuga á flutningi vinnustaða. „En það er varla hægt aö gera það að aðalatriði málsins." Meðal annarra tillagna er sú að sett vcrði á laggirnar Skráningar- stofnun ríkisins, sem hall höfuð- stöðvar á Isafirði, cn auk þess að Landhelgisgæzlan verði llutt til Kellavíkur, Landmælingar Islands til Selfoss og Vegageró ríkisins í Borgarnes. Auk llutnings höfuðstöðva og útibúa er lögð til cfling miðstöðv- ar rannsóknar- og fræðslustarf- scmi á sviði sjávarútvegs við Há- skólann á Akureyri með flutningi verkcfna og nýjum viðfangscfn- um. „Þctta kont svolítið aftan að okkur,“ sagói Valgerður unt hug- myndir fyrrverandi iðnaóarráð- herra um llutning RARIK til Ak- ureyrar enda hcfði ncfndin litið heildstætt á málið. „Þá hugsum við fyrst og fremst um Akurcyri sem skólabæ scm býður upp á svo margt sem aðrir staðir gera ekki. Það verður að velja stofnun m.t.t. þess - en þaó cr ckki þar mcó sagt að maður sé á móti því að RA- RIK fari til Akurcyrar,“ sagöi Valgerður. GT Álagning opinberra gjalda 1992: 400 milljóna hækkun á einstaklinga Fjármálaráðuneytið hefur lokið við álagningu opinberra gjalda vegna ársins 1992 og ákvörðun bóta sem byggjast á framtali fyrir það ár. Alagning á ein- staklinga nemur 44,8 milljörð- um króna og hefur sú tala hækkað um 400 milljónir milli ára. Skattatengdar bætur nema 7,4 milljörðum og hafa hækkað um 260 milljónir króna frá í fyrra. Tekjuskattar voru lagðir á tæp- lega 97 þús. einstaklinga eóa um 51% allra skattskyldra Islendinga. Afdregin staðgreiðsla tekjuskatts á árinu 1992 var 36 milljarðar króna og þar af gengu 33,5 millj- arðar upp í álagningu tekjuskatts og útsvars, en afgangurinn, 2,5 milljarðar króna, berast hlutað- eigandi á morgun. Ogreiddir tekjuskattar nema sjö milljörðum króna. Eignarskattar einstaklinga voru 1,8 milljarður króna og er þar um að ræða 4,5% hækkun milli ára, þaraf eru 160 milljónir króna sér- stakur cignarskattur sem rcnnur til byggingar Þjóðarbókhlöðu o.fl. Barnabætur og barnabótaauki voru alls um 4,3 milljarðar króna og hafa hækkað um 1% milli ára. Vaxtabætur voru 2,5 milljarðar og hækkuðu um tæpar 300 milljónir króna. Húsnæðisbætur lækkuðu hinsvegar urn 65 milljónir í um 550 milljónir króna. SBG Bæjarráð Akureyrar: Málefiii skimiaiðnaðarins fyrir fund í dag Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hefur lokið skýrslu sem bæjar- ráð Akureyrar fól því að gera varðandi enduruppbyggingu skinnaiðnaðarins á Akureyri eftir gjaldþrot íslensks skinna- iðnaðar hf. fyrr í sumar. Skýrslan verður væntanlega rædd í bæjarráði Akureyrar í dag. Eins og fram hefur komið hefur ríkisvaldið lýst yfir vilja til að styðja við bakið á endurreisn skinnaiðnaðarins á Norðurlandi, þ.e. endurrcisn eftir gjaldþrotiö á Akurcyri og cndurskipulagningu á rekstri Loóskinns hf. á Sauðár- króki. Skilyrði fyrir slíkri aðstoð var sú að fyrirtækin sýni fram á rekstrargrundvöll. Ætlunin var að um síðustu helgi yrði ljóst mcð hvaða hætti aðstoð kæmi frá rík- isvaldinu en nú er búist við að lín- ur skýrist í þeim efnum nú um helgina í kjölfar þeirrar undirbún- ingsvinnu sem staðið hefur síó- ustu daga varðandi fyrirtækin á Akureyri og Sauðárkróki. JOH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.