Dagur - 29.07.1993, Blaðsíða 16
Akureyri, fimmtudagur 29. júlí 1993
■ ■■■'■ BTT
!■■■■■■
REGNBOCA
FRAMKOLLUN
Hafnarstræti 106 • Sími 27422
fiítriíi
Uðir
Þingmenn frœddir um skógrœkt
Þingmenn Noróurlandskjördæmis eystra voru í vikunni á ferð í Eyjafirði og S-Þingeyjarsýslu að kynna sér
skógræktarmál. Með í förinni var skógræktarstjóri og skógarvörður á Vöglum en myndin hér að ofan var
tekin í heimsókn hópsins í Skógræktarstöðina á Vöglum þar sem Þröstur Eysteinsson, doktor í lerkirækt,
útskýrir lerkirækt. Mynd: pjetur
Heræfingarnar hafnar hér á landi:
Fjarskiptabúnaður reyndur í Eyjaínði
og aðstæður skoðaðar á Akureyri
- risaþyrla flytur eyfírsku heyrúllurnar á svæðið
inn af Dimmuborgum í dag
Heræfíngar Atlantshafsbanda
lagsins eru hafnar hér á landi.
Æfíngar með þessu formi eru
haldnar annað hvert ár. Að
þessu sinni koma æfíngarnar til
með að verða víða á landinu,
þar á meðal á Akureyri en
Skagaprður:
Árleg messa
í Ábæjarkirkju
- sunnudaginn 1. ágúst
Árleg messa í Ábæjarkirkju í
Austurdal verður haldin sunnu-
daginn 1. ágúst. Einn bær er í
byggð í sókninni og þar er að-
eins eitt sóknarbarn, Ilelgi Jóns-
son á Merkigili. Hann mun að
venju bjóða kirkjugestum í
kaffí.
Vænta má fjölmargra kirkju-
gesta, en þeim hefur farið fjölg-
andi ár frá ári, að sögn Ólafs Hall-
grímssonar sóknarprests. í fyrra
var haldió upp á 70 ára afmæli
kirkjunnar og voru á annað hundr-
að manns við messuna. Þrátt fyrir
þennan mikla fjölda kirkjugesta er
aðeins eitt sóknarbarn í Ábæjar-
sókn, Helgi Jónsson bóndi á
Merkigili. Hann hefur það fyrir
sið að bjóða gcstum í kirkjukaffi,
sama hversu margir þeir eru.
Messan á sunnudaginn verður
kl. 14 og mun sr. Olafur Hall-
grímsspn predika og þjóna fyrir
altari. Óskar Pétursson tenór syng-
ur einsöng og organisti er Sveinn
Árnason. Að sögn sr. Ólafs er
vegurinn í Austurdal í þokkalegu
ástandi fyrir vel búna bíla og ný
göngubrú er komin á Ábæjará.
Hann sagði alla velkomna í messu
í Ábæjarkirkju. sþ
vegna æfínganna kemur hópur
manna norður yfír heiðar í dag
og á morgun. Friðþór Eydal,
upplýsingafulltrúi varnarliðsins
á Keflavíkurflugvelli, segir að
almenningur á Akureyri og í
Eyjafirði kom til með að verða
lítið var við þessar æfíngar þar
sem aðeins sé um að ræða út-
tekt á mikilvægum stöðum á
Akureyri en einnig verður próf-
aður færanlegur fjarskiptabún-
aður sem settur verður niður á
Eyjafjarðarsvæðinu.
Markmið með æfingunum á Is-
landi er að æfa liðs- og birgða-
flutninga á hættutímum en einnig
framkvæmd vamaráætlunar fyrir
Island.
„Þaö koma menn með þyrlu til
Akureyrar og koma til með að
búa á Laugalandi í Eyjafjarðar-
sveit. Þeir munu skoða aðstæður
á Akureyri en þeir koma ekki til
með að veróa með neina stríðs-
leiki eða neitt í þeim dúr. Síðan
kemur fjarskiptabúnaður sem
þyrla flytur líka og hann verður
settur upp einhvers staðar við
Eyjafjörð,“ sagði Friðþór og bætti
við að æfíngarnar á Eyjafjaróar-
svæðinu séu í samstarfi við Al-
mannavarnir á svæðinu. Hann
segir að þessi mannskapur komi
til með aó verða norðan heiða
fram yfír helgi.
Risaþyrlur í eigu þjóðvarnar-
liðs Pensylvaníufylkis eru þýð-
ingarmiklar í æfíngunum hér á
landi en tvær slíkar eru hér vegna
æfínganna. Önnur þeirra kom til
Mývatnssveitar í gærkvöld en hún
mun í dag hefja flutning á hey-
rúllum inn fyrir Dimmuborgir en
eins og blaðió sagði frá sl. vor
stóð umhverfisnefnd Eyjafjarðar-
sveitar, í samvinnu við Land-
græðslu ríkisins og bændur í Mý-
vatnssveit, fyrir flutningum á
ónýtum heyrúllum til Mývatns-
sveitar þar sem ætlunin er að nota
þær til að hefta sandfok á svæóinu
inn af Dimmuborgum. Þyrlan
mun sinna þessu verkefni í dag
og ljúka því á morgun en sem
kunnugt er verða fluttar nokkur
hundruð heyrúllur á landgræðslu-
svæðið inn af Dimmuborgum.
Þyrlurnar hafa verið fengnar til
fleiri áþekkra verkefna meóan
þær eru hér á landi því ætlunin er
að á laugardag verði fluttur skáli
fyrir Ferðafélag Akureyrar og
einnig mun ráðgert að flytja skála
fyrir vélsleðamenn. JÓH
Sauðárkrókur:
Vænlegra að ljúka
núverandi íþróttahúsi
- en að byggja stálgrindahús
bærinn þá setiö uppi meó tvö stór
íþróttamannvirki. Það er því, að
sögn bæjarstjóra, samstaóa um
það innan bæjarkerfísins að ljúka
fremur við núverandi hús. sþ
Það er mat íþróttaráðs og bæj-
arráðs Sauðárkróksbæjar að
það sé vænlegri leið að Ijúka við
byggingu núverandi íþróttahúss
en að ráðast í gerð nýs íþrótta-
mannvirkis, en nú í vor var
bænum gert tilboð um byggingu
stálgrindahúss.
Bæjarstjórn Sauðárkróks kom
saman á ný á þriójudag, að loknu
sumarleyfí. Eitt þeirra mála sem
um var fjallað var frágangur
íþróttavallar og umræður um
hugsanlega byggingu stálgrinda-
húss. Þetta kom til tals snemma í
vor þegar umboðsaöili Butler-stál-
grindahúsa gerði bænum tilboð
um byggingu slíks húss. Kom
fram í máli bæjarfulltrúa að full
ástæða hefði þótt til að athuga
þetta tilboð, en nióurstaðan varð
sú að hafna tilboðinu og einbeita
kröftunum að því að ljúka bygg-
ingu núverandi íþróttahúss.
Að sögn Snorra Björns Sig-
urðssonar, bæjarstjóra, fól tilboöið
í sér ákveðið verð á fermetra og
varla hefði verió ráðist í byggingu
minna en 3000 fermetra húss, sem
hefði sennilega þýtt á annað
hundraö milljónir króna í heildar
byggingarkostnað. Slíkt hús hefði
getað orðið stærra en núverandi
hús verður, en hins vegar hefði
Vegagerð norðan
Dalvíkur:
Kominá
eftir áætlun
- áætlað að leggja
bundið slitlag í haust
I sumar hafa staðið yfír endur-
bætur á veginum milli Dalvíkur
og Ólafsfjarðar, þ.e. þeim veg-
arkafla sem ekki hafði verið
bundinn slitlagi. Verkinu átti að
skila 15. ágúst en fyrirsjáanlega
verður það á eftir áætlun.
Að sögn Guðmundar Svafars-
sonar hjá Vegagerð ríkisins á Ak-
ureyri er eftir að leggja á þennan
vegarkafla cfri buröarklæðingu.
Stefnan var sú að þaó verk yrði
unnió í haust og er stefnt að því
þrátt fyrir að verkið sé á eftir áætl-
un. „Það verður hægt að lcggja á
meginhlutann cf ekki á allt í
haust,“ sagði Guðmundur. JÓH
Laxós í Ólafsfirði:
Lélegar heimtur
úr hafbeitinni
„Heimturnar eru lélegar og
mun lélegri hér en í stöðvunum
fyrir sunnan, hvað sem veldur,“
sagði Þorsteinn Ásgeirsson, hjá
hafbeitarstöðinni Laxósi hf. í
Ólafsfírði.
Þorsteinn segir að nú hafi tæpir
Akureyri:
Stöðuverðir til starfa
- sautján sóttu um tvö hálfsdagsstörf
Tveir stöðuverðir taka að öllum
líkindum til starfa á Akureyri
eftir helgi. Munu þeir fylgjast
með bílastæðum og Iagningu
bíla í miðbænum.
Að sögn Karls Jörundssonar,
starfsmannastjóra Akureyrarbæj-
ar, sóttu 17 manns um stöður
stöðuvaróanna. „Þetta er í raun
eitt starf sem við komum til með
að skipta á milli tveggja starfs-
manna. Þau skarast þó, því á
tímabili koma báðir stöðuverðirn-
ir til með að vera í vinnu í einu.“
Ekki cr búið að ráða í störfin en
verið er að ræða við umsækjend-
ur. Reikna má með að þeir sem
fyrir valinu verða hefji störf í
næstu viku.
Helstu verkefnin veröa eftirlit
með stöðumælum og stöðubrot-
um. KR
Sameining hreppa í V-Húnavatnssýslu:
Felld á jöfnum atkvæðum
Tillaga um sameiningu hrepp-
anna þriggja í Vestur-Húna-
vatnssýslu: Staðarhrepps og
Ytri- og Fremri Torfustaða-
hrepps, var felld á jöfnum at-
kvæðum í gær.
Ibúar hreppanna þriggja gengu
til kosninga í gær og grciddu at-
kvæði um sameiningu þeirra í eitt
sveitarfélag. 150 manns voru á
kjörskrá, en íbúar hrcppanna cru
samtals 390 talsins. Þátttaka í
kosningunni var góó eða um 78,7
af hundraði. Af þeim 118 sem at-
kvæði greiddu voru 57 meðmæltir
sameiningu hreppanna, en jaln-
margir greiddu atkvæói á móti
sameiningunni. Auðir seðlar voru
fjórir. Tillagan var því fclld á
jöfnum atkvæóum. SBG
2000 laxar gengið úr hafbcit í
stöðina í sumar, sem eru helmingi
minni heimtur en í fyrra. Það
vekur athygli að þessar heimtur
eru mun lélegri en í stöðvum á
suðvesturhorninu en þar hefur
gengið nokkuð vel það sem af er
sumri. Þorsteinn er samt ekki von-
laus um aö úr gcti ræst þegar líð-
ur á sumarið.
„Nci, besti tíminn cr ekki gcng-
inn yfir. Fiskifræóingar sem við
höfum talað við telja að laxinn
eigi eftir að koma til okkar. Fisk-
urinn er seinna á ferðinni og
einnig er vatn mjög kalt í ósnum
og ánni vegna þcss hve mikill
snjór hefur verió í fjöllum fram
eftir sumri. Við teljum að þar
kunni að vera orsökin, fiskurinn
gangi ekki upp vegna þessa kulda
en við vonum að það lagist,“
sagði Þorsteinn. JÓH
VEÐRIÐ
Veðurguðirnir virðast seint
ætla að sættast við Norðlend-
inga þetta sumarið og spáin
fyrir daginn í dag er svipuð og
verið hefur síðustu vikur. Bú-
ast má við norðankalda eða
stinningskalda og rigningu
eða súld fram eftir degi, en þá
gæti stytt upp í innsveitum.
Hiti verður í lágmarki norðan-
lands líkt og venjulega, en
heldur hærri sunnan til.