Dagur - 29.07.1993, Page 3
Fimmtudagur 29. júlí 1993 - DAGUR - 3
Fréttir
Tívolí frá tvö til tólf á Akureyri:
Aðaltækin með í fór
- segir Jörundur Guðmundsson
Eitt af því sem Eyfirðingar og
þeirra gestir geta skemmt sér
við næstu daga, er að fara í tí-
volí sem staðsett verður á Ak-
ureyri. Um er að ræða stóran
hluta þeirra tækja og tóla sem
verið hafa á hafnarbakkanum í
Reykjavík undanfarnar vikur.
„Við komum með fjögur stór
tæki sem eru aðaltækin í þessu tí-
volíi fyrir utan parísarhjólið. Síð-
an verðum við með skotbakka og
eitthvað af minna dóti,“ segir Jör-
undur Guðmundsson, forsvars-
maður tívolísins.
Aö sögn Jörundar er um tilraun
að ræða og ef hún tekst vel og að-
sókn verður góð, þá er meiningin
að koma með tívolíið til Akureyr-
ar á sama tíma næstu þrjú sumur
og vera þá með flest tækin með-
ferðis.
„Miðaverð er það sama og í
fyrra; 100 krónur miðinn, en í
tækin kostar einn til þrjá miða.
Sumir hafa haft orð á að þetta sé
heldur í hærri kantinum og það er
kannski að einhverju Ieyti rétt.
Hinsvegar verður fólk að gera sér
grein fyrir að ríkið tekur 45 krón-
ur af hverjum miða; 24,5% í virð-
isauka og 20% í skemmtanaskatt.
Þá er eftir að greiða fyrir flutninga
til og frá landinu sem kosta 5,6
milljónir króna og síðan þarf
fólkið auðvitað að halda sér uppi í
eina 20 daga, auk ýmiskonar að-
keyptrar þjónustu. Það er því
mikill misskilningur að þessir út-
lendingar hirði hér peninga og
fari með burt úr landinu, því
langstærsti hlutinn verður eftir
hér,“ segir Jörundur.
Tívolíið verður staðsett á gras-
flötinni fyrir neóan Samkomu-
húsið á Akureyri og verður
væntanlega opnað annað kvöld.
Jörundur segist búast við að opið
verði frá tvö til tólf og ákveðið
hafi verið að vera á Akureyri
fram á mánudag, en ef aósókn
verði góð bætist jafnvel tveir dag-
ar vió. SBG
Nýr sendiherra Breta
heimsækir Akureyri
Nýr sendiherra Breta á íslandi,
Mr. Michael Stuart Hone, mun
heimsækja Akureyri á morgun.
Hann tók fyrr í sumar við sendi-
herrastöðunni hérlendis og er
þetta fyrsta heimsókn hans til
Akureyrar í hinu nýja embætti.
Mr. Michael Stuart Hone hefur
starfað í utanríkisþjónustu Breta
um langan tíma. Hann hefur meó-
al annars starfað í Nairobi, Beirút
og Bagdad. Hann er 56 ára aó
aldri, giftur Elizabeth Ann Balmer
og eiga þau fimm börn.
I heimsókninni til Akureyrar á
morgun mun hann hitta Halldór
Jónsson, bæjarstjóra, fara í Út-
gerðarfélag Akureyringa, í Lysti-
garðinn og að gröfum breskra
hermanna. Með í för með honum
á Akureyri verður Aðalsteinn
Jónsson, sem er breskur konsúll á
Akureyri. Sendiherrann mun síðan
hafa móttöku á heimili Aðalsteins
að Birkilundi 14. JÓH
Fjölbreytt dagskrá fyrir Qölskyldur
í Jökulsárgljúfrum og Mývatns-
sveit um verslunarmannahelgina:
Fræðandi gönguferðir
og bamastundir
- áhersla lögð á ró og næði
Um verslunarmannahelgina
býður Náttúruverndarráð upp
á gönguferðir við allra hæfi
undir leiðsögn landvarða. í Ás-
byrgi verður barnastund kl. 13
á laugardag og kl. 11 á sunnu-
dag í Ásbyrgi og Vesturdal.
Farið verður í Ieiki, sagðar sög-
ur og náttúran skoðuð eins og
segir í fréttatilkynningu frá
Náttúruverndarráði. Barna-
stundir verða einnig á tjald-
svæðinu í Reykjahlíð kl. 11 á
laugardag og sunnudag.
I dag kL 13 verður gengiö á
Áshöfða í Ásbyrgi en þaðan er
gott útsýni yfir gljúfrin og Jök-
ulsá. Fjallað verður um sögu,
gróðurfar og jarófræði svæðisins.
I kvöld kl. 20 verður gengið um
Eyjuna og hugaó að gróðri en
þaðan er einnig einkar gott útsýni
yfir. Ásbyrgi.
Á morgun kl. 17 veróur önnur
gönguferð um Eyjuna þar sem
rætt verður um sögu svæðisins og
hinar stórkostlegu jarðfræðilegu
atburði sem þarna áttu sér stað og
skópu undraheim gljúfranna. Ann-
að kvöld kl. 20 verður verður létt
kvöldrölt í Vesturdal og m.a.
gengið á Eyjuna þar og hugað að
lífríki tjarna og fuglalífi.
Á laugardag kl. 14 verður
gengið úr Vesturdal fram á
Svínadal en þaðan verður gengið
aó Kallbjargi og til baka meðfram
gljúfrunum,. framhjá Karli og
Kerlingu. Á leiðinni verður hug-
að að sögu og jarðfræói svæðis-
ins. Kl. 15 verður síðan aftur
gengið meðfram Eyjunni og inn í
botn Ásbyrgis. Rýnt veröur í
klettarúnir og hugað að gróðurfari.
Á sunnudag kl. 14 verður
einnig gengið um botn Ásbyrgis.
Þá verður ganga úr Vesturdal á
Kastalann kl. 17 en þaóan er gott
útsýni yfir Hljóðakletta og víðar.
Rætt verður um myndun gljúfr-
anna.
Gönguferð verður með norður-
strönd Mývatns frá Hótel Reyni-
hlíð kl. 13 á laugardag og kl. 20
veróur gengið á Dagmálahlíð frá
tjaldsvæðinu í Reykjahlíð sem og
kvöldrölt frá tjaldsvæðinu Bjargi.
Á sunnudag kl. 13 veróur göngu-
ferð um Dimmuborgir frá bíla-
stæðinu þar. Gönguferð verður um
Skútustaðagíga kl. 20 á sunnu-
dagskvöld frá fræðslustofunni á
Skútustöðum og kl. 21 verður rölt
frá Hótel Reynihlíð. GT
I
Félagar í skátafélaginu Birkibeini á Eyrarbakka,
gista í tjaldi á Landsmóti skáta í Kjarnaskógi, sem
þeir smíðuðu sjálfír. Eins og sést á myndinni er um
að ræða trégrind með plasti. Alls gista 11 félagar í
tjaldinu og cr sofíð á þrcmur hæðum. Á innfelldu
myndinni er Gunnar Atlason, fararstjóri hópsins, i
tjaldinu góða. Myndir: Pjetur
Mr. Micahel Stuart Hone.
Iiílai* til sölu
Peugeot 309 árgerð ’91, ekinn aðeins 10
þús. km.
Skoda Favorit LS árgerð ’92, ekinn 20
þús. km.
Skálafell sf.
Draupnisgötu 4. Akureyri
Sími 22255.
HRÍSALUNDUR
ÚR KJÖTBORÐI
Tilboð
í útileguna:
Lam bakóti 1 ett u r
tilbúnar
á grillið
699 kr. kg
ÚR ÁVAXTABORÐI
Tilboð
í útileguna:
Plómur
98 kr. boxið
Ferskjur
165 kr. boxið
Nektarínur
129 kr. boxið
UR BRAUÐBORÐI
Tilboð
í útileguna:
Heilsubrauð
124 kr. stk.
Maarud flögur m/papriku 1OO g — 129 kr.
Stixi saltstangir 250 g - 99 kr. • 6 fl. Coca cola 'Á lítrl á verði 5
Opið föstudag til kl. 19 • Laugardag ki. 10-14
SL
atvc; rslij w m mm
VtSA
'iV 2V ,P wi