Dagur - 29.07.1993, Blaðsíða 4

Dagur - 29.07.1993, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 29. júlí 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT M. VSK. KR. 1368 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIÐJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Aftur til fortíðar „Erum við að fara aftur í gamla verðbólgu- farið?“ Þessi spurning gerist æ áleitnari eft- ir síðustu gengisfellingu og skriðu verð- og vaxtahækkana í kjölfarið. Því miður bendir flest til þess að svo sé. Síðasta gengisfelling var „pólitísk gengisfelling í gamla stílnum," eins og Guðmundur Magnússon prófessor orðaði það í blaðagrein fyrr í vikunni. Þar vísar hann til þess að síðustu gengisfellingu fylgdu engin úrræði af hálfu ríkisstjórnar- innar; hún gerði ekkert til að reyna að tryggja að gengisfellingin hefði tilætluð áhrif til lengdar. Tilgangurinn með því að fella gengi ís- lensku krónunnar er vitanlega sá að auka tekjur útflutningsatvinnuveganna. Ávinn- ingurinn er að engu gerður hækki tilkostn- aður atvinnulífsins í kjölfarið. í lok júnímán- aðar sögðust forystumenn ríkisstjórnarinn- ar gera ráð fyrir „hóflegum verðlagsáhrif- um“ gengisfellingarinnar. Nú, réttum mán- uði síðar, stöndum við frammi fyrir því að ráðherrarnir höfðu ekkert til síns máls. Áhrif síðustu gengisfellingar fóru af fullum þunga rakleitt út í verðlagið. Reynslan hefur sýnt að forystumenn ríkisstjórnarinnar höfðu ekki hundsvit á því sem þeir voru að segja. Það er staðreynd að stjórnvöld gerðu eng- ar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að svona færi. Því má fullyrða að gengisfelling- in hafi verið hrapalleg mistök af þeirra hálfu, eða í besta falli afar vanhugsuð að- gerð. Sem fyrr segir er nær allur ávinningur af síðustu gengisfellingu upp étinn. Á hinn bóginn þurfa landsmenn að súpa seyðið af gjörningnum. Afleiðingar gengisfellingar- innar eru margar og hver annarri alvarlegri. í fyrsta lagi hækkuðu erlendar skuldir þjóð- arbúsins stjarnfræðilega í einu vetfangi. í annan stað jókst hraði verðbólguhjólsins til muna á einni nóttu. í þriðja lagi hækkuðu nafnvextir óverðtryggðra lána um nær 20 af hundraði í einni svipan. Síðast en ekki síst varð gengisfellingin til þess að verkalýðs- hreyfingin og almenningur í landinu glötuðu trúnni á nýgerða þjóðarsátt. Fara þarf mjög mörg ár aftur í tímann til að finna dæmi um svo mislukkaða efna- hagsaðgerð sem nýafstaðin gengisfelling hefur reynst. Stjórnmálamennirnir sem bera ábyrgð á henni hafa sýnt í verki að þeir eru vanhæfir stjórnendur og síst til þess fallnir að stýra þjóðarskútunni farsællega upp úr öldudalnum. BB. Umsátríð um kastalann Comet á Guemsey Það eru 350 ár síðan að ævintýrið gerðist, þegar setið var um kastal- ann Comet á Guemsey. Þá ríkti borgarastyrjöld meðal þegna kon- ungsins og síðasta vígi konungs- sinna var í þessum kastala. Þar héldu þeir velli frá því í mars 1643 þar til 15. desember árió 1651 eða fram á næsta áratug þeirrar aldar, sem var jafnvel ein- stakt á þeirrar aldar mælikvarða. Forsaga málsins var sú að breska þingið hafði risið gegn valdi Karls 1. og varð það þess valdandi að hann var tekinn af lífl. Nú voru þessi átök komin að dyr- um Comet kastala á Guemsey. Þar börðust konungssinnar hraust- lega fyrir heiðri herra síns, jafnvel aö honum látnum. Kastalinn sem stendur skammt frá innsiglingunni í St. Péturshöfn var orðinn einangraður á marga vegu. Fylgjendur breska þingsins voru allt í kringum hann frá bæði láði og legi og skutu á hann hve- nær sem færi gafst. Æðsti yfir- maður eyjarinnar var því í miklum vanda. Sir Peter Osborne, sem var með eindæmum óvinsæll vegna margra hluta, stóð fyrir vörnum, og þó svo tækist að ræna yfir- mönnum hans frá honum og hann yrði að vera bónbjargamaóur Georgs Carteret, yfirmanns á Jers- ey, um það hvort hann fékk mat og vistir eða ekki, hélt hann áfram að verjast af breskri þrákelkni, sem þá þegar var orðin einstæð. Þarna voru Brctar á móti Bretum og það varð fljótlega ljóst að ekki var um annað að ræóa en beita þolinmæóinni. Konungssinnar áttu þess lítinn kost að brjótast út frá kastalanum og ná landsvæði eyj- arinnar aftur undir sig. Til þess Frímerkin eru cinnig gefin út í sérstökum örk- um, hvert frí- merki fyrir sig og cr stærð þeirra sú sama og á hlokkinni. höfðu þeir hvorki mannafla né vopn. Það var heldur ekki árenni- legt fyrir þá sem völdin höfðu í landi að komast út í kastalann og upp á virkisveggi hans. Þaö var jafnvel hægt að grýta þá á klettun- um fyrir neðan kastalann. Það þurfti ekki einu sinni að eyða á þá skotum. Þeir höfðu einu sinni reynt aó ráðast að kastalanum, en þá flæddi í kringum þá á klettun- um við kastalann, þar sem þeir urðu auðveld bráó fyrir kastala- búa. I öðru eins vildi enginn taka þátt að nýju og því ekki önnur slík árás reynd í bráð. Carteret sendi aö vísu aðeins byrgðir til kastalans þegar honum þóknaðist, en hann og menn hans voru æöi beggja blands í málunum eins og sjá mátti af því að skipstjórar á skip- um hans skiptu stundum um skoðun. Eitt sinn fóru þrír af æðstu yfirmönnum hersins í landi um borð í skip sem þeir héldu að væri vinveitt sér. Það reyndist þó ekki vera. Skipstjórinn hafði skipt um skoðun fyrir tveim dögum og tók þá nú beint út í kastalann til konungssinnanna. Þetta voru þeir de Beauvoir, Carey og de Havi- land. Það er ef til vill einfaldast að segja að svona hafi hlutirnir geng- ið fram og aftur uns yfir lauk, nema hvað nú hefir Póstmálastjór- inn á Guernsey ákveðið að gefa út frímerkjablokk með ýmsum myndum af atburóunum til þess að minnast þess er þarna gerðist. Eru í blokk þessarri 5 frímerki og myndir af atburðunum á þeim, auk þess sem mynd af kastalanum prýðir einn af myndflötum blokk- arinnar. Kastalinn er í dag einn eftirsóttasti staður eyjarinnar af ferðamönnum. Myndirnar á frímerkjum blokk- arinnar á vinstra helmingi og yfir miðju eru frá baráttunni um kast- alann og áletrun um það neðantil á blokkinni. Þá er sagt frá uppgjöf- inni hægra megin og myndir frá því að síðasta vígi konungssinnna gefst upp. Hönnuður frímerkjanna er Cli- ve Abbott, en þau eru prentuð hjá The House of Questa Ltd. sem við þekkjum af prentun íslenskra frí- merkja. Prentunin er Offset mynd- prentun á 102/gcm öryggispappír án vatnsmerkis. Blokkin er 75x204 mm á stærð. Það eru 16, 24, 28, 33, 39 pennies verðgildi á frímerkjum blokkarinnar. Hins vegar er stærð frímerkjanna 24,13x60,96 mm. Það er ef til vill ekki úr vegi að taka það fram, svona í lokin, aö í dag er kastalinn betur tengdur við land en áður var, jafnvel betur en Grótta, með vel færum upphækk- uðum vegi, sem ekki flýtur lengur yfir á hæsta flóði. Því þurfa engir lengur að vera hræddir um að veröa neinum að bráð vegna þess að þeir verði umflotnir á klettun- um kringum hann. Þá eru einnig öll frímerkin gef- in út í sérstökum örkum fyrir hvert frímerki fyrir sig og er stæró þeirra þar sú sama og í blokkinni. Á þennan hátt reikna Póstmálayf- irvöld á Guernsey með því að selja mun meira af frímerkjunum til safnara, þar sem allir kaupi blokkirnar og þá jafnvel eitthvaó af stöku frímerkjunum fyrir söfnin sín. Þetta er ef til vill sölumögu- leiki, sem mætti athugast á því landi Islandi. Sigurður H. Þorsteinsson. Blokkin er 75x204 mm á stærð. Merkin eru að verðgildi 16, 24, 28, 33 og 39 pennies.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.