Dagur - 29.07.1993, Page 14

Dagur - 29.07.1993, Page 14
14 - DAGUR - Fimmtudagur 29. júlí 1993 Minning Guðmundur Jónsson fyrrverandi deildarstjóri Fæddur 1. september 1914 - Dáinn 21. júlí 1993 í dag, fimmtudaginn 29. júlí, fer fram í Akureyrarkirkju útför tengdaföóurs okkar, Guðmundar Jónssonar, Víðilundi 15, Akur- eyri, en hann lést á Landspítalan- um þann 21. júlí síðastlióinn. Dauðinn er og verður ávallt óvæntur gestur, jafnvel þó að hann hafí staðið um hríð á næsta leiti. - Svo var einnig nú. - Okkur fannst að við ættum ennþá margar stundir saman, þegar við hittumst með fjölskyldum okkar í „laugar- dagsgraut“ fyrir skemmstu, svo sem venja hefur verið um mörg undanfarin ár. Sannarlega má hér segja: Þú skilur ekki augnablikið, fyrr en það erfarið. Það skilur enginn nýja sköpun fyrr en henni er lokið, og það þekkir enginn stund hamingjunnar, fyrr en henni er lokið. Guðmundur Jónsson var fædd- ur 1. september 1914 á Selá, Ar- skógsströnd, en ólst upp í Svarf- aðardal. Þar lauk hann skólagöngu og sleit bamsskónum við leik og störf á þeirra tíma vísu. Foreldrar Guðmundar voru Jón Jónsson, daglaunamaóur og vefari á Dalvík, fæddur á Göngustöðum í Svarfaðardal árið 1872 og Guð- rún Kristín Jónsdóttir, fædd á Sel- árgili á Árskógsströnd árið 1894. Um tvítugt flutti Guðmundur til Akureyrar, þar sem hann gerð- ist vörubílsstjóri hjá Stefni og varð síðar annar framkvæmda- stjóri þar. Árið 1949 tók Kaupfélag Ey- firðinga við söluumboói fyrir Olíufélagið hf. á félagssvæði sínu og var Guðmundur ráðinn deildar- stjóri Olíusöludeildar K.E.A. Því starfí gegndi hann í meira en 35 ár, eða þar til hann lét af störfum vegna aldurs. I störfum sínum sem deildarstjóri og stjómarformaður fyrirtækja ávann hann sér traust og virðingu, enda óvenju miklum hæfileikum gæddur. Allt sem hann tók sér fyrir hendur, gerði hann strax - af heilum hug og af eldmóði. Hann var ávallt fyrstur til þess aó kynna sér nýjungar, takast á við verkefni, gera þau heillandi og smita aðra af sínum eldmóði. Stjómun hans var þaul- hugsuð, en því hefur hann vanist sem góður skákmaður og bridge- spilari á yngri árum. Þessir mannkostir og störf hans í hinum ytra heimi verða ekki frekar rakin hér. Það munu aðrir samferðarmenn hans væntanlega gera. Guðmundur Jónsson var á yngri árum grannur, spengilegur og hvikur í hreyfingum. Hugsun hans var skýr til hinstu stundar og fróðleiksfíkn óþrjótandi. Guðmundur Jónsson var vinur okkar og faðir í þeirra orða bestu merkingu. Þann 21. nóv. 1936 steig Guömundur mikið gæfuspor í lífí sínu þegar hann kvæntist Jó- hönnu Gunnlaugsdóttur, sem fædd er 3. mars 1915 og á ættir úr Svarfaðardal. Foreldrar hennar voru hjónin Steinunn Sigtryggs- dóttir og Gunnlaugur Danielsson. Jóhanna reyndist Guðmundi ein- staklega traustur og góður lífs- förunautur og þau reyndar hvort öðru. Heimili þeirra í Hlíðargötu 6 og nú síðustu árin í Víðilundi 15, bera smekkvísi og hjartahlýju þeirra hjóna ljósan vott. Þar áttu þau sér og sínum hlýtt og notalegt skjól, þar voru vinir og fjölskyld- an öll ávallt velkomin. Börn þeirra Jóhönnu og Guðmundar eru: Steinunn, kaupmaður á Akureyri, fædd 9. ágúst 1937; Gunnlaugur, deildarstjóri hjá K.E.A. fæddur 10. maí 1941; Margrét, starfsmað- ur á Amtsbókasafninu á Akureyri, fædd 1. mars 1946; Guðrún, skrif- stofumaóur á Akureyri, fædd 13. mars 1951. Bama- og bamabama- böm eru 21. Missir þeirra allra er mikill við fráfall Guðmundar, því að fjölskyldutengsl eru óvenju- sterk. Mestur er þó missir Jó- hönnu, sem sér á bak lífsförunaut sínum eftir nær sextíu ára sambúð, þar sem hvert fótmál var orðið sameiginlegt og tveir hugir orðnir að einum. Fjölskyldan og fullviss- an um endurfundi handan móð- unnar miklu kemur Jóhönnu nú til huggunar og styrktar í þeirri miklu sorg að sjá á bak hjartkærum eig- inmanni. Guðmundur Jónsson er mjög eftirminnanlegur maður sakir mik- illa mannkosta. Ókunnugum fannst hann ef til vill snöggur til og hrjúfur, en við nánari kynni var hann hjartahlýr og mikill vinur vina sinna. Guðmundur var félagi í Frí- múrarareglunni og var hún honum afar hugstæð. Hann er nú horfínn sjónum okkar dauðlegra manna og dvelur í austrinu eilífa handan við móð- una miklu. Nú þegar leiðir skiljast um sinn biðjum við með heilum hug, algóðan Guð að blessa tengdaföður okkar og halda vemdarhendi yfir honum um alla eilífð. Við kveðjum Guðmund með ljóði séra Sveins Víkings: Við kveðjum þig hljóðir með heitri þökk, - íhópnum er einumfœrra. En handan við banadjúpin dökk rís dýrðlegra musteri og hœrra. Björn Baldursson, Kristinn Hóim, Hannes Haraldsson. Fögur sál er ávallt ung undir silfurhœrum. (Steingrímur Thorsteinsson: Haustkvöld.) Virðulegur, stoltur, stórhuga, at- hafnasamur, framsýnn, hreinn og beinn. Það eru ótal lýsingarorð sem streyma fram í huga okkar þegar við minnumst elsku afa okkar sem við vorum öll svo stolt af. Afi var alltaf fullur af lífskrafti og fylgdist vel með öllu sem gerö- ist í heiminum. Við barnabörnin máttum hafa okkur öll við til þess að geta fylgt honum eftir. Hann vissi t.d. alltaf um nýjustu forritin í tölvuheiminum, en eins var hann vel meðvitaður um hvað var að gerast í lífi okkar barnabarnanna. Afi var ávallt tilbúinn að rétta okkur hjálparhönd en gjafmildi hans og ástúð átti sér engin tak- mörk. I áraraðir tók hann á móti okkur opnum örmum hvern laug- ardag, í mjólkurgraut, svo og alla aðra daga. I raun var afi ekki bara afi okk- ar, heldur einnig okkar besti vin- ur. Afi var ekki ragur við að segja okkur til syndanna ef honum mis- líkaði, en hann var líka óspar á hól og hvatningu ef svo bar undir. Hann gerði aldrei ósanngjarnar kröfur til okkar því að hann vildi aðeins að maóur gerði sitt besta. Þegar við vorum yngri var hann í huga okkar góðlegur afi en þó nokkuð strangur. Hann átti fín- asta bílinn í bænum, að okkar mati a.m.k., og ósjaldan var farið með okkur í bíltúr. Þá var alltaf keyrt niður að Tanga þar sem Esso-tankarnir og skrifstofan hans var. Var það heilmikið ævin- týri. Á laugardögum eða sunnu- dagseftirmiódögum var oft skriðið upp í fangið á afa og hvíslað hljóðlega í eyra hans: „Afí, viltu kaupa handa okkur ís?“. Þegar maður hitti afa í bænum á Akureyri, klæddan frakka, með skóhlífar og hatt á höfói, þá benti maður vinum sínum á hann og sagói með stolti í röddinni: „Þetta er afi minn!“ Margar skemmtilegar minning- ar eigum við krakkarnir líka um þegar afi og amma komu úr sínum fjölmörgu utanlandsferðum, en þá lá ætíð viss dulúð og spenna í loft- inu, vegna allra hinna framandi hluta sem þau höfðu í farteski sínu. Afi og amma hafa ætíó verið mjög samhent og komu okkur fyr- ir sjónir eins og ástfangnir ung- lingar. Þessi fallegu orð Einars Benediktssonar lýsa sambandi þeirra hjóna best: Maðurinn einn er ei nema hálfur með öðrum er hann meiri hann sjálfur. Afi kvaddi þennan heim eins og hann hefði helst kosið sjálfur. Viróulegur og með fullri reisn. Þannig munum við ávallt minnast hans. Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindin- um, þáfyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin '~krefst líkama þíns, muntu dansa ífyrsta sinn. (Kahlil Gibran. Úr spámanninum.) Barnabörn. Guðmundur Jónsson, fyrrverandi deildarstjóri hjá Kaupfélagi Ey- firðinga lést á Landspítalanum 21. júlí sl. Guðmundur var fæddur 1. sept. 1914 á Selá á Árskógsströnd en ólst upp í Svarfaðardal. Þar vann hann ýmis störf en flutti síðan til Akureyrar um tvítugt. Á Akureyri gerðist hann vörubílstjóri hjá Stefni og varð síðar annar fram- kvæmdastjóri þar. Árið 1949 þeg- ar Olíufélagið var stofnað og KEA tók að sér umboð fyrir það var Guðmundur ráóinn deildarstjóri Olíusöludeildar KEA, því starfi gegndi hann til ársins 1985 er hann lét af störfum vegna aldurs. Guðmundur hafói það verkefni með höndum að byggja upp og móta starfsemi Olíusöludeildar KEA. Á þessum árum voru olíu- kyndingar að taka við af kola- kyndingum og var mikil vinna vió að selja þær og þjónusta, oft var vinnutíminn langur og ekki spurt að því hvaóa dagur var eóa hvað klukkan var þegar viðskiptavinur- inn þurfti á olíu að halda eða gera þurfti við kyndinguna. Guðmund- ur var vakandi og sofandi yfir því að þjónusta viðskiptavinina sem best. Hann var harðduglegur og ákveðinn og á skömmum tíma tókst honum aö ávinna sér og deildinni traust og vinsældir, þannig að hlutdeild Olíusöludeild- arinnar á markaði varð veruleg og reyndar stærst á sínu svæði og býr hún enn að því í dag. Guðmundur naut trausts og trúnaðar forráöamanna KEA og Olíufélagsins og sat í stjórnum fé- laga fyrir þeirra hönd. Hann var um árabil stjórnarformaður Bif- reiðaverkstæðisins Þórshamars hf. og Vélsmiðjunnar Odda hf. og stjórnarmaður í Hafnarstræti 87- 89 hf. Þegar Guðmundur lét af störf- um hjá KEA starfaði hann hjá 01- íufélaginu um nokkurra ára skeið og þó aldurinn færðist yfir var hann ávallt jafn áhugasamur um málefni KEA og Olíufélagsins og sjaldan lét hann sig vanta í morg- unkaffi með fyrrum samstarfs- mönnum sínum. Fyrir hönd okkar hjóna og Kaupfélags Eyfirðinga sendi ég Jóhönnu Gunnlaugsdóttur, eftirlif- andi eiginkonu Guómundar, börn- um þeirra og öðrum aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur. Magnús Gauti Gautason. Fleiri minningargreinar um Guómund Jónsson bíóa birtingar til morguns. RAUTT LJÓS Frídagur verslunarmanna er framundan,,, Við í KEA byggingavörum tökum forskot á sæluna og höfum því lokað laugardaginn 31. júlí í tilefni þess bjóðum við upp á fimmtudagssprcngitilboð MTD sláttuvél 3.5 hö verð aðeins kr. 15.990,- Melissa 700 w örbylgjuofn verð aðeins 14.912,- Einnig 30% afsláttur af garðhúsgögnum og garðáhöldum stgr. Tilboðin grilda aderins fimmtudaginn 29. júlí og til að sem flestir geti nýtt sér þau höfum við opið til kl. 20.00 þann dag Opið föstudaginn 30. júlí kl. 08.00-18.00 Lokað laugardaginn 3 I. júlí Góða verslunarmannahelgi BYGGINGAVORUR LONSBAKKA• 601 AKUREYRI e- 96-30321, 96-30326, 96-30323

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.