Dagur - 06.08.1993, Síða 3
Fréttir
Föstudagur 6. ágúst 1993 - DAGUR - 3
Stjórnsýsluhúsið á Sauðárkróki er að verða tilbúið og er nýbúið að mála það utan í grænum og fjóluhláum lit. Húsið
lítur vel út eftir brcytingarnar, þótt sumir scu ósáttir við litavalið og aðrir ánægðir.
Q Qn n ú r’T'vnVi í t* •
Stjómsýshihúsið brátt tilbúið
- fyrri hlutinn dýrari en áætlað var
Verið er að leggja síðustu hönd
á frágang við Stjórnsýsluhúsið á
Sauðárkróki og verður að öllum
líkindum flutt í húsið í septem-
ber. Að sögn Benedikts Guð-
mundssonar á Byggðastofnun á
Akureyri urðu viðgerðir á hús-
inu dýrari en áætlað var, en
hann telur það þó ekki ócðlilegt.
Upphaflega var ætlunin að hús-
ió yrói tilbúió í júní, en að sögn
Benedikts er langt síðan menn sáu
að það gengi ekki upp og ákváðu
að verkinu lyki í haust. Ein ástæða
þess var sú að verkið fór seinna í
gang en ætlað var. Benedikt teiur
því ekki um óeðlilega seinkun að
ræða. Fjórar stofnanir munu flytja
í hið nýja húsnæói, Héraósncfnd
Skagfirðinga, Byggðastofnun,
Héraðsdómur Norðurlands vcstra
og Sauðárkróksbær, a.m.k. að
hluta.
Aó sögn Benedikts þurfti að
brjóta meira upp og gera við
meira en búist hafði verið við og
því er fyrri hluti verksins dýrari en
áætlað var. Hann segir seinni hlut-
ann hins vegar standast. áætlun.
Benedikt kveðst búast við því að
verð hússins verði kringum 100
þús. kr. pr. fermeter, sem sé ekk-
ert óeðlilegt verð. Hann kvaðst
ekki geta gefió upp neinar kostn-
aðartölur ennþá, það yrði ekki fyrr
en að verki loknu.
Nú er búiö að mála húsió aö ut-
an, en verið er að ljúka frágangi
innanhúss og utan. sþ
Samtök ungliðahreyfinga miðflokka á Norðurlöndum:
f slendingur kosinn forseti
samtakanna í fyrsta skipti
í lok júlímánaðar var haldinn
aðalfundur samtaka ungliða-
hreyfinga miðflokka á Norður-
löndunum (N.C.F.) í bænum
Ilmajoki í Finnlandi. Aðalefni
fundarins voru umræður um
hugmyndafræði miðflokka og
hvað það er sem sameinar þá og
hvað ber á milli þeirra. Niður-
staðan er að flokkarnir hafa all-
ir svipaðan bakgrunn og vinna
að framgangi svipaðra hug-
sjóna, og að það er miklu meira
sem sameinar þá en sundrar
þeim.
A þessum fundi gerðist sá
sögulegi atburður að Islendingur
var kosinn forseti þessara samtaka
í fyrsta skipti þcgar G. Valdimar
Valdemarsson var valinn til þessa
embættis. G. Valdimar er fulltrúi
Sambands ungra framsóknar-
manna í stjórn samtakanna.
Útblástur bitnar verst
á börnunum
IV mIumferðar M
„Ungir framsóknarmcnn tclja
að þetta sé mikilvæg viðurkenning
á því mikla starfi sem samtökin
hafa innt af hendi í þágu norræns
samstarfs, sem ungir framsóknar-
menn telja vera hornsteininn í ís-
lenskri utanríkispólitík," segir
m.a. í frétt frá Sambandi ungra
framsóknarmanna af þessu tilefni.
NCF eru samtök ungliðahreyf-
inga í miðflokkum á Norðurlönd-
unum með samtals yfir 70.000 fé-
lagsmenn.
Síðastliðin tvö ár hefur verið
unnið að endurbótum á gamla
prestssetrinu á Sauðanesi á
Langanesi, eða frá því að Þjóð-
minjasafnið tók húsið í sína
vörslu. Húsið, sem er hlaðið
steinhús, var byggt af miklurn
stórhug árið 1879, af Vigfúsi
Sigurðssyni, presti og athafna-
manni.
Það þykir merkilcgt og er eina
húsið sem byggt var á þennan
máta á Norðausturlandi á þeim
tíma. Húsið hefur staðió autt frá
Aðilar að NCF eru:
SUF, Samband ungra framsóknar-
manna, Islandi (Framsóknarflokk-
urinn); SUL, Senterungdommens
Landsforbund, Noregi (Miðfiokk-
urinn); CUF, Centerns ungdoms-
förbund, Svíþjóó (Miðfiokkurinn);
SU, Svensk Ungdom, Finnlandi
(Sænski þjóðarfiokkurinn); NKL,
Nouren Keskustan Liitto, Finn-
landi (Miöflokkurinn) og ÁU,
Álandsk Ungcenter, Álandseyjum
(Miðfiokkurinn).
árinu 1957 og var það mjög illa
farið, enda áttu vindar og vatn
greiða leið um húsið. Fram-
kvæmdum utanhúss er að mestu
lokið en framkvæmdir innanhúss
komnar skammt á veg.
Á morgun, laugardag, kl.
14.00, koma meðal annarra, konur
úr Kvenfélagasambandi Noróur-
Þingeyinga í vettvangskönnun að
Sauðanesi og skoða húsið og þar í
kring. Þar veróur sérstök móttaka
og þeim sýnt húsið og saga þess
rakin. KK
Sauðanes á Langanesi:
Unnið að endurbótum
á gamla prestssetrinu
- kvenfélagasambandskonur í heimsókn
íþróttahúsið á Grenivík:
Byggingunni miðar vel
„Það er gangur í íþróttahúss-
byggingunni og ekkert nema
gott eitt um það að segja,“ sagði
Guðný Sverrisdóttir, sveitar-
stjóri í Grýtubakkahreppi, um
byggingu íþróttahúss á Grenivík
sem nú stendur yfir.
SJS verktakar á Akureyri hafa
verkið með höndum og er búið að
reisa stálgrind hússins. Guðný
segir að miðað við tilboð í verkið
eigi verktakarnir að skila húsinu
fokhcldu í síðasta iagi 30. október
í haust.
Hvaö varðar framhaldið við
þessa framkvæmd sagði hún að
afstaða hafi ekki verið tekin um
næsta skref. „Eg ímynda mér aó
með haustdögum leggjumst við
yfir framhaldið og hve mikið við
þurfum til að geta tekið húsið í
notkun. Sveitarstjórnin hefur
stefnt á að hægt verði að taka hús-
ió í notkun eftir ár en þaó getur
ýmislegt spilað inn í það, bæði
tekjustolnar sveitarfélagsins og út-
gjöld,“ sagði Guðný. JÓH
Sumarráðstefna SÍNE á sunnudag:
Sjálfkrafa félagsaðild á ný
í fréttabréfi Sambands íslenskra
námsmanna erlendis (SINE)
kemur fram að framkvæmda-
stjóri hafi verið endurráðinn frá
og með 1. júlí sl. og skrifstofan
hafi verið opnuð að nýju. Skrif-
stofunni var lokað í mars sl. þar
sem ný Iög urn Lánasjóð ís-
lcnskra námsmanna (LIN)
kváðu ekki á um greiðslur fé-
lagsgjalda námsmanna erlendis
til SINE. Fram kemur að mikið
álag hafi verið á fulltrúum SÍNE
í stjórn LÍN.
Stjórn LIN samþykkti í úthlut-
unarreglum fyrir komandi skólaár
að breyta fyrirkomulagi við fé-
lagaskráningu SINE á þann hátt
að umsækjendum um lán verði
kleift að mcrkja við ef þcir óska
ekki eftir því aó vera félagar í
SINE, í stað þess að óska sérstak-
lega eftir lélagsaðild á sérstökum
eyðublöðum. Áóur hafði Alþingi
naumlega samþykkt að fella
skyldi skylduaðild úr lögum „sem
gerði það að verkum að rekstrarfé
SÍNE skertist um 60%,“ eins og
segir í fréttabréfi SÍNE - Sæma.
Þar cr því haldið fram aö það sé
„réttara að tala um sjálfkrafa aö-
ild, ncma annars sé óskað.“
„Einnig hefur stjórn LÍN sam-
þykkt að aðstoða SÍNE við söfnun
heimilisfanga SINE-félaga, sem
mun væntanlega gera öflunina
skilvirkari og sambandið við fé-
lagsmenn betra,“ segir í Sæma.
Á sunnudag kl. 15 veróur hald-
in sumarráðstefna SINE, í Kom-
hlöðunni, Lækjarbrekku í Reykja-
vík. Skrifstofa SINE er opin alla
virka daga frá 9.30 til 15.00. GT
Ferðamálaráð íslands:
Ferðamála-
ráðstefna
í Mývatnssveit
Ferðamálaráð Islands stendur fyrir
ferðamálaráðstefnu dagana 16. og
17. september næskomandi í Mý-
vatnssveit og er þctta 23. fcrða-
málaráðstefnan sem ráðið stendur
fyrir. Að þessu sinni verða gæða-
mál í ferðaþjónustu aðalumræóu-
efni ráðstefnunnar og verður aðal-
ræðumaöur hcnnar, Gerard Alant,
frá Frakklandi, sem selt hefur
ferðir til íslands í áratugi. Hann
býr yfir víötækri þekkingu á ís-
lenskri feröaþjónustu og hefur af
henni mikla reynslu. PS
Ráðhústorgi 9 • Sími 1281 I
ElMaðar pizznr
ern ekta
OPIÐ:
Föstudag kl. 18.00-03.00
Laugardag kl. 18.00-03.00
Sunnudag kl. 18.00-01.00
STIÓRNIN
Skemmtistaðurin n