Dagur - 17.08.1993, Page 4

Dagur - 17.08.1993, Page 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 17. ágúst 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1368 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, SIGRÍÐUR ÞORGRÍMSDÓTTIR (Sauðárkróki vs. 95-35960, fax 95-36130), STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Tímaskekkja Hlutfall matvæla í heildarútgjöldum heimila hér á landi er nú 16,3% og hefur lækkað um rúmlega fimmtung eða um 20% á síðustu fimm árum. Svarar þessi lækkun til um 150 þúsund króna á ári ef miðað er við fjögurra manna fjölskyldu frá því sem var árið 1988. Við það ár miðar Hagfræðistofnun Háskóla íslands hinsvegar allar upplýsingar í nýrri skýrslu sem hún hefur gefið út um landbúnaðinn hér á landi. í skýrslunni er meðal annars gerður samanburður á hlutfalli matvæla í heildarútgjöld- um heimila á Norðurlöndunum og komist að þeirri nið- urstöðu að það sé hæst hér á landi eða 20% en lægst í Danmörku - aðeins 14,4%. í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla íslands er einnig gerð tilraun til að meta heildarstuðning við land- búnað á Norðurlöndunum og komist að þeirri niður- stöðu að hann sé 110,7% hér á landi á móti 81,4% í Finnlandi en Finnar komi næstir íslendingum af Norður- landaþjóðunum hvað styrki við landbúnaðinn varðar. Þá hafa hagfræðingar Hagfræðistofnunar reiknað út að ís- lenskir neytendur geti sparað sér tæpa sex milljarða króna eða um 14% á hverja fjölskyldu í landinu ef þeir ættu þess kost að kaupa landbúnaðarvörur á því sem þeir kalla heimsmarkaðsverð. Vegna útflutningsbóta og niðurgreiðslna á landbún- aðarvörum í mörgum löndum Evrópu er unnt að fá ýms- ar vörutegundir fyrir mjög lágt verð á mörkuðum í álf- unni. Er þar um umframframleiðslu að ræða þar sem tæpast er hætta á að finna bestu vörutegundirnar. Dæmi um það má nefna kartöflur, sem einkum eru rækt- aðar til dýrafóðurs á meginlandinu. í skýrslu Hagfræði- stofnunar virðist gert ráð fyrir þessu lægsta mögulega verði á mörkuðum í Evrópu þegar hugsanlegur sparnað- ur íslendinga af innflutningi landbúnaðarafurða er reiknaður út. En þá á eftir að flytja vöruna hingað til lands, afgreiða hana á hafnarbakka og afhenda yfir búð- arborð. Vera má að flutningsaðilar og kaupmenn séu til- búnir til að gera íslenskum neytendum þann greiða að framkvæma slíka þjónustu án endurgjalds. Ólíklegt má slíkt þó teljast og óverjandi fyrir vísindamenn, sem vilja láta taka sig alvarlega, að viðhafa slík vinnubrögð. Þótt ýmsir þættir í framangreindri skýrslu séu gagn- rýni verðir ber þar hæst að stuðst skuli við úreltar upp- lýsingar. Þegar árið 1988 er haft til viðmiðunar er geng- ið út frá stuðningi við landbúnaðinn áður en núgildandi búvörusamningur varð að veruleika. Með honum var ráðist að rótum margvíslegs vanda hvað landbúnaðinn varðar og þar á meðal dregið úr opinberri fyrirgreiðslu. Með búvörusamningnum voru framleiðsluheimildir í hefðbundnum landbnúnaði miðaðar við sölu viðkomandi afurða á markaði og útflutningsbætur afnumdar með öllu svo nokkuð sé nefnt. Árangur breyttrar stefnu í landbúnaðarmálum kemur nú meðal annars fram í að hlutfall matvæla í heildarútgjöldum heimilanna er um 20% lægra en sýnt er í útreikningum Hagfræðistofnun- ar. Auk þess sem skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla ís- lands er villandi um margt er einnig mjög ámælisvert á hvern hátt að kynningu hennar var staðið. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra var fenginn til þess sem samstarfs- ráðherra Norðurlanda. Sighvatur Björgvinsson hefur áð- ur tekið að sér ýmis verkefni fyrir flokk sinn og skemmst er að minnast margra tilþrifa hans í ráðuneyti Heilbrigð- is- og tryggingamála í því sambandi. Þótt víða sé hallað réttu máli eru niðurstöður Hagfræðistofnunar vatn á millu Alþýðuflokksins og annarra er vilja landbúnaðinn feigan. En þær eru engu að síður tímaskekkja eins og Halldór Blöndal, landbúnaðarráðherra, hefur látið hafa eftir sér. ÞI Að bregða á leik Bjöm Valur bæjarfulltrúi í Ólafs- firði sendir mér kveðju sína hér í blaðinu í dag, (föstudaginn 13. ágúst) en nú bregður svo við aó hann er ekkert aó fara í kringum það sem hann vill koma á fram- færi og segir þaö umbúðalaust og er þaö vel. Það er illþolanlegt að menn geti sagt það sem þeir vilja koma á framfæri öðruvísi en að vefja það í umbúðir þannig að það þurfi að lesa á milli línanna til að ná innihaldinu. En nú er Bleik brugð- ió. Eg ætla mér hins vegar ekki að fara niður til BV og munnhöggv- ast við hann á því lága plani sem hann kýs að vinna á heldur loka þessum þætti með stuttum athuga- semdum um efnisatriði. í fyrsta lagi hlýt ég að harma það að BV hafi átt í erfiðleikum í samspili sínu vió Bakkus um leið og ég fagna því að hann skuli hafa betur. Líkingin sem ég notaði í niðurlagi greinar minnar í gær tók ekki mið af áfengissjúklingi eins og BV álítur heldur var verið að leggja áherslu á að málsmeðferðin var röng. Skýrsla Rekstrar og ráð- gjafar hf. var unnin fyrir bæjar- fulltrúa og þeir hafa ekki lokió umfjöllun sinni né tillögugerð. Að birta einstaka þætti skýrslunnar í fjölmiðlum á meðan umfjöliunin á sér stað býður þeirri hættu heim aó tillögugerðin verði ekki eins vönduð og annars hefði oröið. Aö auki virðist vera gefið til kynna að Hálfdán Kristjánsson. það eigi ckkert með þessa skýrslu að gera en eins og fulltrúi minni- hlutans í bæjarráói hefði getað upplýst BV um, þá er raunin önn- ur. I annan stað er ég ekki aö reyna að gera BV tortryggilegan. Hann er fullfær um það sjálfur. Ef hann væri að reyna að upplýsa bæjar- búa um einstaka þætti var honum nóg aó láta birtingu greinarinnar í Múla duga. Henni ætlaði ég ekki að svara en þegar hún birtist á síó- um þessa blaðs mátti Ijóst vera að tilgangurinn var annar en að vekja athygli bæjarbúa á tilteknum hlut- um. Bæjarstjórn þarf rými til að fjalla um ákvarðanir sem snerta viðkvæma þætti í rekstri bæjarins, rými sem spannar aðeins fáa mán- uði. Það er varla til of mikils mælst eða hvaö? I þriðja lagi vil ég ítreka þá skoðun mína aö ég tel að bæjar- fulltrúar eigi fyrst að vióra skoð- anir sínar á réttum vettvangi sem er bæjarráð cða bæjarstjórn eftir atvikum. Fái þær ekki hljómgrunn þar er ekkert eólilegra cn að skýra þeim, sem bæjarfulltrúarnir sækja umboó sitt til, frá málatilbúnaði í fjölmiðlum. Eg lít svo á að ef þessu fcrli er snúió við sé vcrió að gera þeim, sem um málið þurfa að fjalla á réttum vettvangi, crfiðara fyrir. I fjórða lagi er það rangt hjá BV að ég hafi ekki gert athuga- semdir við efnistök hans þó svo aó ég hafi ekki gert það varðandi grein hans hér í þessu blaði 3. þessa mánaðar. Og þar sem mál- flutningurinn dæmir sig sjálfur nenni ég ekki að clta ólar við þaó frekar. Og svo í fimmta og síðasta lagi vek ég athygli á tilvitnuninni: „Menn uppskera cins og þcir sá“. Vilji BV þjóna íbúum Olafsfjarðar sem best þá er greiðasta leiðin til þess aó vera með vandaðan mál- flutning í bæjarstjórn sem og utan hennar og þá þurfa þcir sem þann- ig vinna ekki að hafa áhyggjur af uppskerunni. Hálfdán Kristjánsson. Höfundur er bæjarstjóri í Olafsfirði. Athugasemd frá Ríkis- útvarpinu á Akureyri Dagur slær því upp í fyrirsögn í frétt í föstudagsblaði þ. 13. ágúst að út- sendingar Utvarps Norðurlands séu lögbrot. I fréttinni sjálfri, sem er þó að stórum hluta hugleiðingar og skoðanir blaðamanns Dags, GT, er eftirfarandi sagt um útsendingar svæðisútvarps á dreifikerfi Rásar tvö: „Hér virðist um að ræóa skýrt lagabrot því í 1. málsgrein 16. greinar útvarpslaga segir: „Ríkisút- varpið skal senda út til alls landsins og næstu mióa tvær hljóðvarpsdag- skrár og minnst eina sjónvarpsdag- skrá árió um kring.“ í næstu máls- grein segir hins vegar að Ríkisút- varpinu sé heimilt að senda út fleiri dagskrár.“ I lok fréttarinnar fullyrðir blaðamaður síðan frá eigin brjósti að naumar tekjur Ríkisútvarps heimili ekki slíkt brot á útvarpslög- um. Menn mega vera nokkuð vissir í sinni sök áður cn þeir staðhæfa að einhver hafi brotið lög. Að saka ein- hvern um lögbrot er alvarlegt mál. Mér er til efs að nokkur lögfróður maður muni komast að þeirri niður- stöðu að útsendingar svæöisútvarp- anna þriggja brjóti í bága við lög. GT kýs að sleppa eftirfarandi hluta úr 16. grein útvarpslaga: „Heimilt er Ríkisútvarpinu að senda út fleiri dagskrár hljóðvarps eða sjónvarps í lengri eða skemmri tíma, til alls landsins eða hluta þess samkvæmt ákvörðunum útvarpsstjóra og út- varpsráðs." Nú vill svo til að út- varpsstjóri og útvarpsráð hafa á undanförnuni tíu áruni, skv. ofan- greindu lagaákvæði, heimilað svæð- isútvörpum á Noróurlandi, Vest- fjörðum og Austurlandi að senda út dagskrá dagpart til hluta landsins. Ríkisútvarpið sendir út tvær hljóðvarpsdagskrár um land allt. Það stendur hvergi í útvarpslögum að þær dagskrár skuli vera þær sömu. Útsendingar svæðisdag- skránna eru því fullkomlega lögleg- ar í alla staði. Eg er hræddur um að erindi um lögbrot væri fyrir löngu Kristján Sigurjónsson. komið inn á borð útvarpsstjóra og útvarpsráðs, ef nokkur vafi væri um slíkt. Hitt er annað mál, að því fylgja stöku sinnum óþægindi fyrir hlust- endur og dagskrárgeröarfólk á svæðisstöðvum og Rás tvö, þegar sérstaklega áhugavert efni er á báð- um stöðvum í einu þessar fáu mín- útur sem svæðisstöðvarnar senda út. Þá er oft gripió til þess ráðs að „samtengja“. Ymist heyrist þá dag- skrá Rásar tvö út um allt land, eða efni svæðisútvarps. Tilefnið þarf þó að vera mjög sérstakt, s.s. viðtal við forseta eða forsætisráóherra. I því tilfelli sem GT gerir að umtalsefni, þ.e. kappræður frambjóðenda til for- mannskjörs í ungliðahreyfingu eins stjórnmálaflokks, þá mat viðkom- andi dagskrárgeróarmaður á vakt það svo, að ekki væri tilefni til sam- tengingar við Rás tvö. I morgunút- sendingu Útvarps Norðurlands á sama tíma var fróðlegt viðtal við framkvæmdastjóra öfiugs norð- lensks fyrirtækis. Auðvitað er slíkt val aldrei öilum að skapi, en þannig eru aðstæður í dag. Útvarp Norðurlands hefur staðið fyrir svæðisbundnum útsendingum í átta ár og hefur fyrir löngu unnið sér s.ess í hugum Norðlendinga. Það staðfesta fjölmargar hlustcndakann- anir. Auðvitað eru skiptar skoðanir um dagskrárcfni og fréttafiutning; Slíkt liggur í eðli lifandi fjölmiðils. Vió fáum bæði lof og last í daglegu starfi og teljum það cðlilegt. Hlust- cndum stendur þá ekki á sama um útvarpið sitt. Starfsfólk Dags kann- ast örugglega viö slík viðbrögó við skrifum í blaðinu. Aó vera hins veg- ar sakaður um hreint og klárt lög- brot í almennri frétt í Degi al' blaða- manni, á vægast sagt mjög liæpnum forsendum, er óviðunandi og óskilj- anlegt. Fyrir hönd Ríkisútvarpsins á Ak- ureyri, Kristján Sigurjónsson. Höfundur er staógengill forstöóumanns Ríkis- útvarpsins á Akureyri. Svar blaðamanns Hér verður að greina á milli skyldu Ríkisútvarpsins og hcimilda sam- kvæmt umræddum lagaákvæðum. Mergurinn málsins er að meðan svæðisútvarp tekur fyrir útscnding- ar Rásar 2 uppfyllir RÚV ekki skyldu sína til þess að senda út tvær dagskrár enda telur blaðamað- ur að rétt túlkun sé að þær skuli vera hinar sömu, sbr. orðin „til alls landsins" sem skáletruð voru í frétt- inni. Eins og Ríkisútvarpið á Akureyri vitnar til var einmitt bent á þá heimild sem felst í næstu máls- grein - henni kaus GT ekki að slejipa. Blaðamaður skorar á RUVAK að bera það undir lög- fróða menn hvort heimikl til betri þjónustu viö hlustendur leysi RÚV undan skylclu þess samkvæmt rétt skýróum lögunt. Lögskýring getur ekki byggst á líkum á því að erindi berist inn á borð útvarpsstjóra og útvarpsráðs. Mat á þessu álitaefni á auðvitað fyrst og fremst undir Um- boðsmann Alþingis enda cr það alvarlegt mál - en ekki feimnismál - cf ríkisstofnanir fara ekki að lög- um. Gísli Tryggvason, blaðamaður Dags

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.