Dagur


Dagur - 17.08.1993, Qupperneq 8

Dagur - 17.08.1993, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 17. ágúst 1993 ÍÞRÓTTIR Halldór Arinbjarnarson Urslit 1. deild kvenna: Bikarkeppni 2. flokks: KA-strákar komnir í úrslitaleikimi Stjarnan-ÍBA 2:1 UBK-ÍA 3:0 KR-Valur (í gærkvöldi) KR 8 6 2021 8 20 UBK 9 5 2 2 2113 17 Stjarnan 10 4 3 3 25 20 15 Valur 94 14 15 12 13 ÍA 9 2 34 12 20 9 Þróttur N 92251123 8 ÍBA 102 17 1221 7 2. deild karla: Stjarnan-UBK 1:0 Tindastóll-KA 0:2 Þróttur N-Þróttur R 3.1 BÍ-Grindavík 1:5 IR-Leiftur 1:1 Stjarnan 13 8 3 2 23 12 27 UBK 13 8 2 3 24 9 26 Leiftur 13 7 3 3 23 18 24 Grindavík 13544 18 15 19 KA 13 6 1 6 19 19 19 ÞróN 13 5 2 6 18 25 17 ÞróR 13 4 3 6 20 24 15 ÍR 13 4 2 7 17 21 14 Tindastóll 13 3 3 7 18 26 12 BÍ 132 38 15 26 9 2. deild kvenna: Dalvík-Tindastóll 3:1 Völsungur-Leiftur 1:0 Dalvík 6 5 0 1 214 15 Tindastól! 5302127 9 Völsungur 53025 5 9 Leiftur 60063 25 0 3. deild karla: Magni-Selfoss 1:1 HK-Haukar 5:2 Dalvík-Víðir 1:5 Grótta-Völsungur 1:2 Reynir-Skallagrímur 1:1 Selfoss 13 9 2 2 23 13 29 Völsungur 13 8 3 2 29 20 27 HK 13 8 2 3 38 20 26 Víðir 13 5 4 4 19 14 19 Ilaukar 13 6 1 6 23 24 19 Dalvík 13 6 1 6 19 23 19 Skallagr. 13 3 3 7 22 32 12 Grótta 13328 1924 11 Reynir 133 28 2331 11 Magni 13 24 7 1125 10 4. deild karla: HSÞ-b-KS 1:1 Hvöt 1192053 8 29 KS 1163 2 31 13 21 Neisti 1146 128 15 18 HSÞ-b 115 24 3130 17 Þrymur 12 3 4 5 23 27 13 SM 11 3 1 7 24 25 10 Dagsbrún 110 0 11 7 79 0 Þýska knattspynian: Kaiserslautern-Gladbach 4:2 Frankfurt-W. Bremen 2:2 Leverkusen-B. Miinchen 2:1 Freiburg-Wattenscheild 4:1 Karlsruhe-HSV 2:0 Kaiserslautern er eina liðið sem sigrað hefur í báðum sínum leikjum og er efst með 4 stig, B. Miinchen og W. Bremen hafa 3. Stuttgart lék ekki vegna HM í frjálsum sem þar fer fram. - eftir frækinn sigur á Valsmönnum, 3:2 ,Jú, ég verð að viðurkenna að ég var orðinn nokkuð spenntur undir lokin,“ sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari 2. flokks KA, sem á laugardaginn vann það frækilega afrek að komast í úrslit í bikarkeppni 2. flokks í knattspyrnu. Mótherjarnir á laugardaginn voru Valsmenn, sem leika í B-riðli. Sigur KA var sanngjarn. Liðið barðist vel lengst af og þó Valsmenn hafi sótt heldur meira, sérstaklega síðasta hluta leiksins, náðu þeir ekki að skapa sér færi í sam- ræmi við það. Valsmenn léku undan vindi í fyrri hálfleik. Leikurinn byrjaói fjörlega og áttu bæði lió ágætis sóknir. A 22. mínútu var dæmt víti á KA eftir þvögu inn í víta- teignum og úr því skoraði Sævar Pétursson fyrsta mark leiksins fyr- ir Val. KA sótti meira fyrst eftir markið en síðan jafnaðist Ieikur- inn og má segja að hann hafi verið í járnum allt til leikhlés þó svo að Valsmenn hafi verið verið meira með boltann. KA hóf síóari hálfleik af mikl- um krafti og átti stórsókn strax á 2. mínútu. Mínútu síðar átti Her- mann Karlsscpn skot að marki sem var varið en ívar Bjarklind var vel staðsettur og jafnaði metin. KA hélt áfram að sækja og á 56. mín- útu kom Þórhallur Hinriksson lið- inu yfir með glæsilegu marki. Tók boltann viðstöðulaust á lofti eftir fyrirgjöf og sendi hann af öryggi í netið. Valur komst nú meira inn í leikinn og átti nokkrar skarpar sóknir. En KA menn voru vel vak- andi og á 81. mínútu skoraði Þór- hallur sitt annað mark með þrumuskoti af ríflega 20 metra færi. Staðan var nú oróin 3:1 fyrir KA og á brattan að sækja fyrir Valsmenn sem ekki gáfust upp og reyndu hvað þeir gátu að jafna metin. Guðmundur Brynjólfsson náði að minnka muninn á 43. mín- útu en lengra komust Valsmenn ekki og fögnuðu KA-menn 3:2 sigri sínum vel. „Þetta var svipaó og ég bjóst við. Valsmenn eru með gott lió en strákarnir börðust vel. Það er ljóst aö við eigum erfiöan úrslitaleik fyrir höndum við Framara, sem aö mínu mati eru með besta liðið,“ sagði ánægður þjálfari KA, Gunn- ar Gunnarsson. Bikarkeppni 2. flokks, undanúrslit: Framarar höfðu betur - lögðu Þórsara að vefli 3:1 Þórhallur Hinriksson skoraði tvö glæsimörk gegn Valsmönnum og tryggði liði sínu farseðiiinn í úrslitaleik bikarkeppninnar, sem Icikinn verður á hlut- Iausum velli í byrjun september. Mynd: Robyn Knattspyrna, 2. flokkur: Þórsarar enn í toppbaráttu eftir sigur á Haukum, 3:1 Þórsarar máttu sætta sig við að falla út úr bikarkeppni 2. flokks þegar liðið mætti Fram í undan- úrslitum sl. laugardag. Glæsileg byrjun Akureyringa dugði ekki til og Framarar höfðu sigur 3:1. Arangur Þórs er engu að síður mjög góður en liðið er einnig í toppbaráttu B-deiIdar 2. flokks. Þórsarar fengu óskabyrjun á laugardaginn og skoruóu mark strax á 1. mínútu. Þeir fengu auka- spyrnu og Páll Pálsson skaut að marki. Markvörðurinn náði ekki að halda boltanum, Brynjar Ott- arsson var rétt staðsettur og þrum- aði knettinum í netið. Framarar sóttu meira í Ieiknum en Þórsarar beittu skyndisóknum. Eftir um hálftíma leik náðu Framarar að jafna eftir að Þórsurum hafði mis- tekist að hreinsa frá marki. Annað mark Fram kom skömmu fyrir leikhlé, aftur eftir varnarmistök Þórsara. Þegar um 15 mínútur voru liðn- ar af síðari hálfleik fengu Framar- ar dæmda vítaspyrnu og skoruðu úr henni sitt 3. mark. Þórsarar komu meira inn í leikinn þegar á leið og fengu 2 góð tækifæri til að skora en allt kom fyrir ekki og Framarar leika því til úrslita við KA í byrjun september. „Strákarnir börðust af miklum krafti og gerðu sitt besta en ein- beitingarleysi í vörninni kostaði 2 mörk,“ sagði Kristján Kristjáns- son, þjálfari Þórs. Þórsarar gefa hvergi eftir í bar- áttunni um sæti í A-deiId 2. flokks að ári. Keflvíkingar hafa nokkra yfirburði í B-deild og mega heita öruggir upp en um 2. sæti deildarinnar berjast Þór, FH, Valur og Þróttur. Þórsarar færðust nær þessu takmarki á sunnudaginn er þeir lögðu Hauka á gerfigrasinu í Hafnar- firði 3:1. Þórsarar voru mun ákveðnari en Haukar í fyrri hálfleik en náðu ekki að koma boltanum rétta leið lengi vel. Það voru hins vegar Haukar sem fundu leiðina aó Þórsmarkinu og komust yfir þcgar um 20 mínútur voru liðnar af leiknum. Arnar Bill Gunnarsson náði síðan að svara fyrir Þór áður en flautað var til leikhlés og stað- an í hálfleik því 1:1. Elmar Eiríksson var á ferðinni þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og kom Þór yfir með glæsilegu skallamarki eftir hornspyrnu. Það var síðan Brynjar Ottarsson sem innsiglaði sigurinn með marki af stuttu færi eftir góða sendingu frá Elmari. Þór á nú 4 leiki eftir, 2 úti og 2 hcima. Glmar Eiríksson skoraði glæsilegt skallamark gegn Haukum. Knattspyrna, 2. deild kvenna: Glæsilegt hjá Dalvíkurstelpum - hafa þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppninni Annarar deildar lið Dalvíkur í kvennaknattspyrnu tryggði sér um helgina þátttökurétt í úrslitakeppni deildarinnar með því að sigra Tindastól og tryggja sér þar með efsta sæti Norðurlandsriðils. Leikar fóru 3:1 fyrir Dalvík og á sama tíma sigruðu Völsungsstelpur stöllur sínar i Leiftri 1:0. Dalvík og Tindastóll léku á Dalvík. Jafnræói var með liðun- um í fyrri hálfleik og Tindastóls- stelpur voru fyrri til að skora, glæsilegt mark beint úr auka- spymu og var Valgeróur Er- lingsdóttir þar á ferð. Aðeins 5 mínútum síóar endurtók sagan sig en nú var þaó Áslaug Stef- ánsdótir sem skoraði fyrir Dal- vík beint úr aukaspymu. Hún var síðan aftur á ferðinni fyrir leikhlé og breytti stöóunni í 2:1 Dalvíkurstelpum í vil. í síðari hálfleik voru heima- stúlkur sterkari aðilinn og Jóna Raguels tryggði Dalvíkingum 3:1 sigur og þar meó sæti í úr- slitakeppninni. Þórunn Sigurðar- dóttir þjálfari þeirra var mjög ánægð með þcnnan árangur. „Þetta er það sem við höfum stefnt á og auðvitað er ég ánægð að það tókst.“ Ekki er aó fullu ljóst hvenær úrslitakeppnin hefst en það verður um næstu mán- aðamót. Völsungsstelpur náðu öllum stigunum gegn Leiftri meó marki Hrefnu Gunnarsdóttur. Síóasti leikur riðilsins er viður- eign Tindastóls og Völsungs og þar veröur tekist á um 2. sæti riðilsins, en aðeins eitt lið kemst þó í úrslit. Dalvikurstelpur lcika nú í úrslitakeppni 2. deildar í fyrsta skipti

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.