Dagur - 16.09.1993, Blaðsíða 7

Dagur - 16.09.1993, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 16. september 1993 - DAGUR - 7 Gagnkvæmur lestur - áhrifarík aðferð við lestrarkennslu í þessari grein langar mig aö fjalla um kennsluaðferð sem er sáraein- föld og auðvelt er að beita. Hún er hins vegar áhrifarík og stuðlar að því að efla skilning og námshæfni barna, ef unnið er markvisst með hana um tíma. Þótt ég tali hér til kennara hef ég ekki síður foreldra í huga en af þeim læra börn flest og mest. Fyrir nokkrum árum geröi ég athugun á því hvað börn skilja af því sem þau lesa í lestrarbókunum sínum. Nokkur þessara barna áttu í erfiðleikum með lestur en önnur lásu auðveldlega. I ljós kom að hæglæsu börnin eyddu ótrúlega miklum kröftum í að greina stafi og orð. Þau nánast týndu sjálfum sér í öllum þessurn smáatriðum, urðu hálf rugluð og áttuðu sig alls ekki á tilganginum með lestrinum. Að sjálfsögðu var skilningur þeirra á textanum lítill sem eng- inn. Þau voru ekki aó lesa. Þessi mðurstaöa kom mér óþægilega á óvart. Eg hafði kennt lestur og leiðbeint kemiurum um lestrar- kemislu í áraraðir án þess að hafa áttaö núg á því hver staóa hæg- læsra barna er í raun og veru. Þessi niðurstaða vekur margar liugsanir; fyrst og fremst um líðan þeirra barna sem lifa við þessa erfiðleika, um skilmng kemiara og foreldra á líðan þeirra og um kemisluaðferðir sem notaðar eru í skólum. Hvað gerist þegar við lesum? Lestur er svo sjálfsagóur og nauð- synlegur þáttur í lífi okkar flestra að við erum ekki aö velta fyrir okkur hvað gerist þegar við les- um. Sem betur fer lærðum við flest að lesa án nokkurrar fyrir- hafnar. Þrátt fyrir viðamiklar rannsóknir á lestri á síðustu árum er enn ekki vitað nákvæmlega hvað gerist þegar við lesum. Margt vitum við þó og víst er að lestur snýst um að skilja það sem lesið er. Þrátt fyrir þetta er nánast hvergi, hvorki hér á landi né í öðr- um löndum, markvisst unnið að því í skólum að þjálfa skilning barna. Þó vill svo skemmtilega til að í Síðuskóla á Akureyri er unnið að þróunarverkefni sem miðar eiiunitt að því að kenna börnum rökhugsun. Undantekningin sann- ar regluna. Það er vitað að kenna má flóknari hugsun, að efla má skiln- ing barna meö áhrifaríkum aðferð- um sem allir geta lært. Að sjálf- sögðu eru margar leiðir til að auka skilning barna en mig langar að gera eina aðferð að umtalsefni. Það er aðferð sem kölluð er „gagnkvæmur lestur". Nokkrir keimarar hér á landi hafa notað aðferðina með góðum árangri. Samspil á milli nemenda og kennara Gagnkvæmur lestur er ákveðiö samspil á núlli nemenda og kenn- ara. Með umræðu er stuðlað að auknum skilningi nemenda á lesnu efni. I umræöunni eru ákveðin grundvallaratriði keiuid og þjálfuð. Þessi atriði eru einföld en samt sem áður undirstöðuatriói skilmngs. Þau eru: - að taka saman aóalatriði - að spyrja - að skýra - að spá fyrir Mjög mörg börn læra ekki að beita þessum þáttum nema þeir séu kenndir. Því þarf að kemia þá. Kennarinn skýrir atriðin í eðlilegu samliengi. Hami keiuúr þau ekki sem einangruð fyrirbæri, heldur í beinum tengslum við þaiui texta, námsefni eða umræðuefni sem nemendur eru að fást við hverju sinni. I upphafi ber kennarinn ábyrgð á því sem fram fer en mik- ilvægur þáttur í kennslunni er að nemendurnir taki sjálfir á sig ábyrgðina eftir því sem eðlilegt þykir. Markmiðið er að þeim verði tamt að beita þessum atrið- um upp á eigin spýtur, að þau læri að nota þau sem tæki til að skilja betur og læra. Venjulega gerist fleira. Með tímanum átta þau sig á því að þau læra að fylgjast með sínu eigin námi. Að kenna börnum að spyrja Lítum aðeins nánar á aðferóina. Grundvallaratriðin fjögur eru kennd í samtali á milli kennara og nemenda. Með því að sýna hvern- ig draga má saman texta og segja frá í stuttu máli er nemendum kennt að meta hvað eru aðalatriði og aukaatriði. Þetta getur tekið nokkum tíma, getur verið erfitt í fyrstu en mörgum finnst þetta spennandi. Nemendur átta sig fljótt á hve gagnlegt það er að hafa vald á þessu og sjá ýmislegt í nýju ljósi. Ef nemandi getur ekki gert stutta samantekt eru það ekki nústök heldur vísbending um að hann skyldi textann ekki nógu vel og ástæða er til að endurlesa. Mörgum finnst sjálfsagt ótrú- legt að ástæða sé til þess að kenna börnum að spyrja. Staðreyndin er sú að margir eiga erfitt með að setja fram spurningar. Kennarimi þarf að æfa þennan þátt, gefa fyr- irmynd og sýna fram á möguleik- ana. Nemandinn þarf að fá tæki- færi til aö líkja eftir. Eins er full ástæða til að æfa nemendur í því að skýra hin ýmsu atriði í texta, svara grundvallarspumingunum; hvað, hvernig og af hverju. Nauð- synlegt er að geta áttað sig á hvaða afleiðingar eitt og annað getur haft, þ.e. að geta spáð fyrir, dregið ályktanir. Þá er t.d. hægt aö reyna að átta sig á hvernig megi breyta og hvaða áhrif ákveðnar breytingar geta haft. Þannig getur texti og umræða gefið ótal möguleika til þjálfunar Þrátt fyrir viðamiklar rann- sóknir á lestri á síð- ustu árum er enn ekki vitað nákvæm- lega hvað gerist þeg- ar við lesum. Margt vitum við þó og víst er að lestur snýst um að skilja það sem lesið er. Þrátt fyrir þetta er nánast hvergi, hvorki hér á landi né í öðrum löndum, markvisst unnið að því í skól- um að þjálfa skiln- ing barna. og aukins skilmngs. Kemiarinn út- skýrir aðeins þegar það er nauð- synlegt, ábýrgðin færist hægt og sígandi yfir á nemendur eða eins fljótt og þeir ná tökum á því að nota aðferðina. Kennarinn þarf að vera hvetjandi og láta nemendur alltaf vita hvemig gengur. Umræða milli kennara og nemenda um bók Eftirfarandi umræða átti sér stað milli kennara og 5 sjö ára nem- Krístín Aðalsteinsdóttir. erum ekki að velta fyrir okkur hvað Mynd: Robyn enda um bók sem þau höfðu lesið. Atriðin sem hér hafa verið til um- fjöllunar höfðu þá verið kennd í tvær vikur: Kennari: Spuming mín er, hvað þurfum við að hafa með okkur þegar við fömm á skíði upp í fjall? Nemandi B: Skíði og skíða- stafi. Nemandi C: Kort og áttavita. Nemandi D: Hlý föt og sólgler- augu Nemandi A: Þessum spuming- um er öllum rétt svarað. Kennari: Þetta var fínt en ég vil bæta við eimú spumingu. Hvers vegna er mikilvægt að hafa góðan útbúnað ef við fömm á skíði? Nemandi B: Veðrið getur versnað og við getum týnst, út- búnaðuriiui getur hjálpað okkur að lifa af. Kennari: Þetta var gott svar. Nemandi A: Eg ætla að taka saman í stuttu máli. Við vomm að tala saman um skíðaútbúnað sem við þurfum að taka með í fjallið. Nemandi B: Og líka hvers vegna við tökum hami með. Nemandi E: Mig langar að vita hvað sólblinda er. Nemandi B: Það er þegar sólin skín á snjóimi og við sjáum ekki almemiilega, kannski vegna þess að við vomm ekki meö sólgler- augu. Kemiari: Þetta er rétt. Sólar- ljósið endurvarpast frá snjónum. Eg held að skíðamaðurinn í bók- inni sé hissa á því að veðrið er orðið svona slæmt og rithöfundur- inn sé að sýna okkur hvernig vió eigum aó bjarga okkur ef veðriö versnar núkiö og skyndilega. Eg held að harrn sé einnig að sýna okkur hver eru aðalatriðin í sam- bandi við skíðamennsku. Vitið þið hvermg við eigum að hegða okkur við svona aðstæður? Nemandi A: Það er ekkert skammarlegt að snúa við. Nemandi B: Viö eigum að grafa holu í snjóiim og búa til skýli. Nemandi C: Við eigurn að hlusta á veöurfregnirnar. Við skulum skoða hvað gerðist í þessari umræðu. - Greinilegt er að bömin sýna fmmkvæði og taka á sig ábyrgö. - Spurmngarnar eru í samhengi, þær em ekki einangraðar eða sett- ar fram einungis til aö þjálfa ákveðna fæmi. - Grundvallarþættirmr fjórir, að taka sarnan aðalatriði, spyrja, skýra og spá fyrir falla að sam- henginu og ljóst er að nemendum- ir átta sig á hvemig á að nota þá. - Umræðunni er stýrt á þann veg að börnin skilji, kennarinn reyiúr að vera hvetjandi. - Nemendur draga ályktamr. Nemendur verða virkir athugendur Umræða þessara 7 ára bama gekk auðveldlega fyrir sig vegna þess að þau skildu hvað um var að vera, ákveðin leið til tjáskipta og hugsunar hafði verið útskýrð og kemid. Kennarimr gaf fyrirmynd. Þaó gerði hann með því að skýra nákvæmlega hvað þau vom að læra, af hverju og hveriúg. Hvert barn fékk tækifæri til að tjá fulla hugsun en svöruðu ekki með eins- atkvæðisorði. Astæða er til að endurtaka að slík umræða fer venjulega ekki sjálfkrafa af stað. Æfa þarf reglulega og markvisst. Oft læra nemendur aðferðina fljótt og sem betur fer er mörgum hún þegar töm. Sérstaklega böm sem koma frá heimilum þar sem þau fá tækifæri til að ræða og tjá hug sinn. I einliverjum tilfellum getur æfingin tekið langan tíma. En erf- iðið er þess virði. Börn geta lært aðferð án þess að vita til hvers hún er notuð, en börn sem vita hvað og til hvers þau læra, ná meiri árangri. Nemendur þroskast, þau verða virkir athugendur og bera ábyrgð á eigin námi í stað þess að vera óvirk og treysta á aðra. Aðferðin er ekki einungis góð til þess að efla lesskilning, þaö er auðvelt að yfirfæra hana á annað námsefni og hún hentar fólki á öllum aldri. Við getum öll lært að beita hemii. Eg fullyrði að veruleg ástæða sé til þess að vinna markvisst aó því aö kemia nem- endum, bömunum okkar, agaóri vinnubrögð og efla skilmng þeirra. Sú aðferð sem hér hefur verið til umfjöllunar er áreiðan- lega ein leiö að því marki. Heimildin Brown A.L.: Teaching Students to thonk as they read: Implication for Curriculum Re- form. Reading Education report No. 58. University of Illinois, 1985. Kristín Adalsteinsdóttir: Lestur. Skilningur barna á lesnu efni. Hvers vegna eiga sum börn erfitt með að læra að lesa?, Akureyri, 1993. Robinson E.: Metacognitive Development. I: Meadows S.: Developing Thinking. London: Methuen, 1983. Kristín Aðalsteinsdóttir. Höfundur er lektor vió Kennaraháskóla Is- lands. (Fyrirsögn og núllifyrirsagnir eru blaðsins.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.