Dagur


Dagur - 16.09.1993, Qupperneq 8

Dagur - 16.09.1993, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 16. september 1993 Islenska sjávarútvegssyningin 1993 íslenska sjávarútvegssýningin 1993, THE ICELANDIC FISHERIES EXHIBITION var opnuð í Laugardalshöllinni í Reykjavík í gær- morgun af Þorsteini Pálssyni, sjávarútvegsráðherra. Þetta er í fjórða sinn sem þessi sýning er haldin á íslandi. Það er breskt fyrirtæki, Reed Exhibitions, sem stendur fyrir sýningunni nú sem fyrr í sam- vinnu við íslenska aðila. Á sýningunni er lögð áhersla á alls konar vörur, vélar, tæki, tækni- og hugbúnað, sem tengist veiðum og vinnslu á sjó og í landi. í sýningunni taka þátt um 480 innlend og er- lend fyrirtæki og stofnanir frá 24 þjóðlöndum og þar af eru íslensk * framleiðslu- og þjónustufyrirtæki um 140 talsins. Islendingar teljast í hópi fremstu og þróuðustu fiskveiðiþjóða heims og margar nýjungar, - ávöxtur íslenskrar atorku, menntunar og hugvits, hafa náð alþjóða viðurkenningu og útbreiðslu. Það er ekki síst eftir þátttöku í Islensku sjávarútvegssýningunni, sem hróður íslenskra fyrirtækja hefur farið víða. Búist er við miklum fjölda erlendra og innlendra gesta en á tólfta þúsund manns sóttu sýninguna árið 1990. Það sem er einna at- hyglisverðast við þessa sýningu er hið vaxandi vægi hugbúnaðar sem notaður er til sjós og lands. Einnig er athyglisverð hin öra þróun í alls konar tæknibúnaði, sem allur stefnir að því að auka vinnslu sjáv- arafurða og auka og bæta geymslu fisks á sjó. Stærsti erlendi þjóðar- básinn að þessu sinni er sá norski en einnig vekur athygli mikil þátt- taka þýskra framleiðslufyrirtækja. Þó nokkur fyrirtæki frá fyrrum Austur-Þýskalandi eru meðal þátttakenda. Á sýningunni verða kynntar allar helstu nýjungar í veiðitækni, fiskvinnslu í landi og úti á sjó, vigtun og kælingu sjávarafla, nýjungar í geymslu og flutningi sjávarafurða, gæðastjórnun, pökkun og umbúðum og þannig mætti lengi telja. Sýningarsvæðið í og við Laugardalshöll er um 8 þúsund fermetrar. Tveir 100 metra langir og 25 metra breiðir sýningarskálar hafa verið reistir við hlið sýningarhallarinnar, sem þrefaldar sýning- arsvæðið. Fjórir norð- lenskir þátt- takendur Eins og á fyrri sýningum er þátt- taka íslenskra framleiðslu- og þjónustufyrirtækja mikil. Sum þeirra kynna byltingakenndar nýj- ungar, ekki síst í vigtun, kælingu og geymslu afla. Félag íslenskra iðnrekenda, sem er einn aðstand- enda sýningarinnar, hefur í sam- vimiu við Málm, samtök fyrir- tækja í málm- og skipaiðnaði, unniö að sameiginlegum undir- búningi fyrir þátttöku íslenskra framleiðslufyrirtækja og munu þau sýna á sameiginlegu sýningar- svæði með samræmdu útliti sýn- ingardeilda. Fjögur norölensk fyrirtæki eru meðal þátttakenda á sjávarútvegs- sýningunni; Efnaverksmiðjan Sjöfn, Slippstöðin Oddi hf. og DNG rafeindaiðnaður hf. á Akur- eyri og Sæplast hf. frá Dalvík. Sjöfn kynnir hreinsiefiii fyrir fiskiðnaðinn Efnaverksmiðjan Sjöfn mun kynna hreinsiefni fyrir frystiiðn- aóinn og háþrýstitæki er fyrirtæk- ið hefur verið að setja upp víós vegar um landið, sem hentar fisk- viimslustöövum mjög vel. Einnig verða kynnt gólfefni fyrir vinnslu- dekkin í fiskiskipunum. Hreinsi- efnin eru FANTUR með litvísi en það virkar þannig að þegar efninu er sprautað á veggi situr liturinn eftir í eggjahvítuefnunum og þá er til muna auðveldara að sjá hvar óhreinindin liggja og fjarlægja þau. Einnig verður kynnt AFVIS- IR, sem er mjög sterkt hreinsiefni, sem notað er þegar ekki gengur aö ná burt óhreinindum með froðu- hreinsi. BARRI, sem er bakteríu- drepandi efni, kom á markaðinn fyrir um ári síðan og nýtur vax- andi vinsælda. Honum er úðað yf- ir vinnustaðinn að loknum vinnu- degi og er ekki nauðsynlegt að „spúla“ hann af daginn eftir áður en vinna hefst í vinnslusalnum. „Við hugsum einnig til þeirra sem starfa í vélarrúmum skipanna því við munum kynna hand- hreinsikrem, MET, sem er mjög hentugt fyrir þá sem mikið vinna við óhreinindi sem myndast af olíu. Einnig kynnum viö URET- AN-QUARTZ, sem er mjög vin- sælt á gólf og veggi þar sem fisk- vinnsla er. Kymúng verður á E-22, sem er eiginilega emelering á veggi og hefur þann fágæta eig- inleika að vera alltaf hvítt. Þátt- taka á svona sýningu skilar alltaf ómetanlegri kynningu sem ekki er alltaf hægt að meta til fjár því þama koma menn úr fiskiðnaðin- um og ræða við okkar sölumenn á sýningunni. Það hefur verið stíg- andi í sölu á þessum efnum hjá okkur á þessu ári, bæöi til sjós og lands, og ég á von á því að það aukist eftir sjávarútvegssýninguna. Þótt við séum nú að beina sjón- um okkar að sjávarútveginum þá eru þessi efni okkar ekki síður notuö í sláturhúsum og kjötvinnsl- um og öðrum greinum matvæla- iðnaðar,“ segir Aðalsteinn Jóns- son, forstjóri Efnaverksmiðjunnar Sjafnar. Nýjar, nettari færavindur fráDNG DNG rafeindaiðnaður hf. mun á sjávarútvegssýningunni kymta nýja kynslóð af færavindum sem heitir C-6000 en hún er væntan- legur arftaki 5000 kynslóðarinnar í færavindunum, sem getið hafa sér mjög gott orð víða um heim. Þessar færavindur verða ekki komnar í sölu fyrr en seint á næsta ári og veróa þær því sýndar í eins konar þróunarútgáfu. Kristján Eldjárn Jóhannesson, forstjóri DNG hf., segir að þátt- taka í sýningu sem þessari hafi ævinlega skilað miklu í sölu, þ.e. það hafi verið fyllilega þess virði aó taka þátt í þeim. „Þessi sýning leggst mjög vel í mig og ég á von á mikilli umferð um sýningarbásinn okkar,“ segir Kristján Jóhannesson. Slippstöðin kynnir vinnslu- og kælibúnað Þátttaka Slippstöðvarinnar Odda hf. mun að mestu leyti byggjast á að kynna það sem fyrirtækið hefur fram að færa, þ.e. skipaviðgerðir og almenna þjónustu við sjávarút- veginn. Þá má einnig nefna vinnslu- og kælibúnað og kæli- kerfi um borð í veiðiskipum og þá alhliða þjónustu sem fyrirtækið hefur veitt um árabil. Þessi kynn- ing verður ekki síður með mynd- rænum hætti. Sæplast kynnir ný umhverfis- vænfiskker Á íslensku sjávarútvegssýning- unni 1993 mun Sæplast hf. á Dal- vík m.a. bjóða sýningargestum að kynnast nýju efni, en vonir standa til að hægt verði að hefja fram- leiðslu á fiskkerum úr því á næsta ári. Sæplast hf. hefur um nokkurn tíma umiið að frekari þróun í framleiðslu á hverfissteyptum af- urðum. Fyrirtækið hefur um árabil veriö eimi fremsti framleiðandi í heiminum á einangruðum fiskker- um. Sífellt háværari kröfur um mögulega endurvinnslu á umbúð- um, hefur leitt til þess að fram- leiðendur fiskkera hafa leitað ann- arra leiða til einangrunar á kerun- um. I nánu samstarfi viö hollenska plastframleiöandann DSM Polym- ers Inlernalional bv. hefur Sæ- plast hf. unnið að því aö þróa nýtt efni til einangrunar á fiskkemm. Hér er um að ræða einangrunar- efni úr polyethylen, sem er sama efni og er í ytra og innra byrði keranna. Ymislegt vinnst með þessu nýja efni, má þar t.d. nefna að auðveldara verður að nýta plastið úr kerunum til endur- vinnslu. Þá er ljóst að ker fram- leidd með hinni nýju einangrun munu verða mun sterkari en þau ker sem eru á markaðnum í dag þar sem ker og einangrun munu mynda eina órjúfanlega heild. „Síðast, en ekki síst, má gera ráð fyrir að hin nýju ker muni eiga mun meiri möguleika í fiskvinnslu og öðrum matvælaiðnaði, þar sem sífellt meiri kröfur em gerðar til tækjabúnaðar og íláta sem notuð em í matvælavinnslu í heiminum í dag,“ segir Kristján Aðalsteins- son, framkvæmdastjóri Sæplasts hf. Auk fiskkeranna mun Sæplast hf. sýna trollkúlur en sala á þeim hefur aukist mjög mikið innan- lands og hefur fyrirtækið náð mjög sterkri markaðsstöðu. Lítil aukning er á sölu trollkúla erlend- is en unnið er að frekari markaðs- setningu á þeim á erlendri gmnd. Þórunn Sveinsdóttir VE-401 við bryggju á Akureyri. Smíði skipsins undirstrikar hæfni starfsmanna Slippstöðvarinnar Odda hf. til að taka að sér nýsmíðaverkefni og leysa þau svo vel að athygli vekur. Akureyrarhöfn og Jón Pálma- son í bás Slipp- stöðvarinnar „I sýningarbás okkar verður einnig kynnt hausunar- og kinna- vél, eða flökunarvél, sem Jón Am- ar Pálmason á Akureyri hefur hannað og framleitt en sú vél er komin um borð í nokkra togara. Einnig munum við kynna pressur frá GRAM, sem er danskt sam- starfsfyrirtæki Slippstöðvarinnar Odda hf. í kælibúnaði og kynntur verður vinnslubúnaður fyrir frysti- skip frá CARNITEK í Danmörku, sem einnig er samstarfsfyrirtæki okkar þar í landi,“ segir Þórhallur Bjamason, tæknifræðingur hjá Slippstöðinrú Odda hf. Akureyrarhöfn verður með að- stöðu í sýiúngarbás Slippstöðvar- iimar Odda hf. og þar verður kymit með auglýsingamyndum og bæklingum sú þjónusta sem Akur- eyrarhöfn býður innlendum sem erlendum skipum upp á. GG MYNDLISTASKOLINN Á AKUREYRI Kaupvangsstræti 16 C/ ?IU Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958 milli kl. 13 og 18 virka daga

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.