Dagur - 30.10.1993, Blaðsíða 8

Dagur - 30.10.1993, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Laugardagur 30. október 1993 E FST I H U(íA CEIR A.CUÐSTEINSSON Stærrí einingar í sjávarútvegi Efnahagsráóstafanir stjórnvalda hafa ætíð snuist um þaó að bæta hag sjávarútvegsins og þarf ekki að koma á óvart því gjaldeyristekjur okkar koma að lang stærstum hluta frá þeirri atvinnugrein, eöa 80% ef litið er til útflutnings en 55% ef útflutningur vöru og þjónustu er tekinn saman. Þrátt fyrir augljóst mikilvægi sjávarútvegs í íslensku þjóðfélagi eru rekstrarskilyrðin erfið, skuldsett fyrirtæki hafa þurft að leita nauðasamninga eða verið endurreist með öðrum hætti. Minnkandi veiðiheimildir hafa hvatt eóa rekið íslensk fiski- skip til veiða í smugur við lögsögu annarra ríkja sem óhjá- kvæmlega eykur útgerðarkostnaðinn. Vegna verðfalls á er- lendum mörkuðum, ýmist vegna verulega aukins framboðs eins'og t.d. í rækju eða aukins framboðs af þorski frá Rússum, er haldið áfram að fjárfesta í sjávarútvegi. Fjár- festing í fiskiskipum er fyrst og fremst í vinnsluskipum sem hefur uggvænleg áhrif á nýtingu afkastagetunnar í landi og veldur atvinnuleysi. Þessi aukna fjárfesting á sér stað á sama tíma og flestar greinar sjávarútvegsins eru reknar meö halla en skuldir sjávarútvegsins eru nú áætlaðar 90 milljarðar króna. Margir telja að ófarir Færeyinga séu okkur óviðkomandi, en er þaö? í Færeyjum voru fiskverkendur og útflytjendur leystir undan ábyrgð á rekstrar- og framleiðslu- kostnaði; flárhæðum var dælt í óarðbærar vinnslur og frystiskip. Fiskvinnslan skapaöi ekki fjármagn, hún þurfti á stöðugt meira fjármagni að halda og samfélagið varð að taka lán til að fjármagna fiskvinnsluna. Styrkirnir hafaí því lagt færeyska útgerð í rúst og svo gæti farið hér á íslandi ef aðgát er ekki höfð. Aukin samvinna og samstarf þarf aó koma til hérlendis, þá eykst hagkvæmnin og leggja þarf fyr- ir róða alla hreppapólitík í þessu sambandi. Það er með hana eins og sameiningu sveitarfélaga, allir telja sig sjá vissa hagkvæmni í rekstri stærri eininga en þeir sem ráða telja sig oft á tíðum vera að missa spón úr aski sínum. Stærri einingar eru til hagsbóta, það hefur rekstur Útgeró- arfélags Akureyringa svo afdráttarlaust sýnt. Vonandi að fleiri ráðandi menn sjái það áður en íslenskt þjóðfélag hef- ur tekið „færeysku veikina". GG Stjörnuspá - eftir Athenu Lee Spáin giidir fyrir helgina (j^V Vatnsberi VöL/R (20.jan.-18. feb.) J Einkamál veldur þér áhyggjum svo láttu aðra um að erfiða. Gættu þess samt að láta tilfinningarnar ekki ná tökum á skynseminni. (gafr Ljón A VrV'VV (23. júll-22. ágúst) J Ferbalag kallar á ánægjulegar minningar. Eitthvab sem þú heyrir veldur því ab þú veist ekki hvort þú getur treyst ákvebinni manneskju. Vertu viss í þinni sök. (Fiskar 'N (19. feb.-20. mars) J (jtf Meyja A l (23. ágúst-22. sept.) J Þetta verður spennandi og krefjandi helgi en gættu þess aö taka ekki óþarfa áhættu sem gæti leitt til heimskulegra mistaka. Þú vinnur til verðlauna. Þú verður fyrir ýmsum töfum um helgina því margt er aðkallandi. Eitt- hvað sem þú ætlaðir að gera reynist snúið en kvöldin verða ánægjuleg. (Hrútur 'N (21. mars-19. aprll) J Gættu þess að látta ekki hugfallast ef eitthvaö fer úrskeiðis heldur byrja bara aftur. Til lengri tíma litið mun þetta spara þér heilmikinn tíma. rMv°é ^ Vw w (23- sept.-22. okt.) J Þaö er betra að vinna aðeins eitt verk vel en að byrja á mörgum og Ijúka þeim ekki. Vertu viöbúinn því að ein- hver þér nákominn segi þér óvæntar fréttir. (SfP Naut ^ T (20. apríl-20. maí) J Láttu ekki orð falla sem gætu sært aðra. Þú neyöist til að sitja uppi með einhvern sem fer í taugarnar á þér og það tekur á þolinmæðina. (tÆG. Sporödreki^j (23. okt.-21. nóv.) J Ef þér finnst þú utangátta gæti það verið vegna þess að þú þarft að kom- ast út til að viðra þig. Þér líður vel meðal fjölskyldumeðlima svo haltu þig heima. (Tvíburar ^ V A A (21. maí-20. júní) J Ef þú sýnir ekki áhuga á því sem abrir eru ab gera er hætta á sárindum. Einhver heimtar ab þú standir vib gefin loforb. Þú færb ánægjulegar fréttir af fjölskyldunni. (Bogmaður (22. nóv.-21. des.) J Búbu þig undir alvarlegar umræbur um helgina. Ef þú sýnir frumkvæbi mun þér takast ab vinna fólk á þitt band. Sinntu ýmsum vibgerbum um helgina. (—ST Steingeit ^\ n (22. des-19. jan.) J Óákveöni fólks í kringum þig setur strik í áætlanir þínar og það reynir á þolinmæbina. Dálítil hjálp mun á ný auka trú þína á mannkynib. ( Utr Krabbi V UJNc (21. júnl-22. júlí) J Þetta verður þreytandi helgi, sérstak- lega ef þú ert þátttakandi í utanhúss íþróttum. Reyndum samt að slaka á á kvöldin því framundan er annasöm KROSSGÁTA Tekið skal fram að skýr greinarmunur er gerður á grönnum og breiðum sérhljóðum. Þegar þú hefur ráðið gátuna, skaltu skrifa stafina í tölusettu reitunum á lausnarseðilinn hér að neðan. Klipptu síóan lausnarseðilinn út og sendu til Dags, Strandgötu 31, 600 Akureyri, merktan: „Helgarkrossgáta nr. 305“. Kristinn Ingvarsson, Hafnarstræti 86a, 600 Akureyri. hlaut verólaunin fyrir helgarkrossgátu 302. Lausnaroróið var Slöngueitur. Verðlaunin, bókin „Alþýðubandalagið - átakasaga", verður send vinningshafa. Verðlaun fyrir krossgátuna að þessu sinni er spennusagan „Hjá fólkinu í landinu", en hún hefur að geyma ávörp og ræður úr forsetatíð Kristjáns Eldjáms. Útgefandi er Bókaútgáfa Menningarsjóðs. \j-;. S—4 1 N. .... !\ <> V Þ * F | R , \ Þ o f’s Ý I ;n G í \ i 'j i R t> 0 S.öT--. '| i V <\ -rtj "k R A 3 — - j R '1 /jj' á T "n A R-ffV 5 tC rZ' ’c R 1 í p I 3 S j K ; A \ R F («•" ± 8 T ■-■ !£?-" i l| : :N y L.-< SUin H u 3 3 J V í ú ‘u | N ÍtIS / s E 3 A i?i R i 0 i) Ng-; a r s Hgói F L U 5 Ml U \ K j U s T o L, E « k‘| ö H | fl | L V ó r p 'A s | k; a £rf L 1 A v n P i l } o | s fl |f“T'V Æ. s _yj lZ N 8 | 5 T' "f? Helgarkrossgáta nr. 305 Lausnarorðið er ................... Nafn............................... Heimilisfang...... Póstnúmer og staður Afmælisbarn laugardagsins Einhver vandræði koma upp innan fjölskyldunnar og vandamál einstak- lings mun gera að verkum að erfitt verður að koma hlutunum á hreint. Þá muntu færast nær takmarki þínu f ár. Það vérður rólegt yfir ástarmálunum en eitthvað mun þó gerast í lok janú- ar. Afmælisbarn sunnudagsins Ekki taka neina áhættu á næstu vik- um, aö minnsta kosti ekki fyrr en þú getur verið viss um að allt verði þér í hag. Þetta verður ár tækifæranna og sennilega muntu ferðast meira en venjulega. Þá hittir þú einhvern sem mun hafa mikil áhrif á þig f framtíð- inni. Afmælisbarn mánudagsins í ár veröur áherslan lögð á persónu- lega hamingju. Þú færð fjölmörg tæki- færi til að kynnast nýju fólki og þrátt fyrir vandamál um mitt árið, mun ást- in blómstra. Þá ættu fjármálin að verða nokkuð stöðug í ár.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.