Dagur - 30.10.1993, Blaðsíða 12

Dagur - 30.10.1993, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - Laugardagur 30. október 1993 FRAMHALDSSACA BJÖRN DÚASON TÓK SAMAN Saga Natans og Skáld-Rósu 5. kafli: Frá æskubrekum Natans Þegar Ketill dó var Guómundur sonur hans 9 vetra, Natan 8, Ketilríður 7, Jón 6 og Guórún 4 - tvö hin yngstu voru dáin, en um vorió eftir ól hún sveinbarn, er Ketill hét eftir föður sín- um. Öll voru börnin efnileg. Um þær mundir sem Ketill dó var Jón tekinn á annan bæ í gustuka- skyni, en hann undi þar ekki, strauk, villtist og vantaói ( þrjú dægur og þegar hann fannst var hann utan vió sig og varð aldrei samur síðan. Hann dó 19 ára. Guórún systir hans var dá- in áður. Hún dó úr innanveiki 15 ára gömul. Guómundur var snemma efni- legur til verka og búsýslu. Hafói móó- ir hans styrk af honum meðan hún bjó ekkja. Natan var hneigður til bóklestrar en eigi til starfa og kom þaó sér ekki vel. Meðan faðir hans lifði hélt hann honum til verka svo fljótt sem aldur hans leyfói; líkaði hvorum illa vió annan. Þaó hafói ill áhrif á skaplyndi sveinsins og hugarfar. Snemma bar á því aó Natan var vel viti borinn, en það kom líka brátt fram aó hann var ekki allur þar sem hann var séður. Var margt sagt frá æskubrekum hans og hér er ein saga þar um, sem höfð er eftir honum sjálfum. Þaó var eitt sinn að þeir Guó- mundur voru báóir að binda hest vió hestastein. Sauóarleggur var í typpis- staó á beislinu - sló Guómundur honum í ógáti, en svo hart aó leggur- inn brotnaói. Þá kom faóir þeirra þar að og spurði hvor hefði gert þetta. Guómundur varó hræddur og sagói að Natan hefói gert það. Tjáði Natan eigi af sér aó bera - tók faóir hans hann og flengdi. Kvöldió eftir smöl- uðu þeir bræóur báðir, þá fann Natan rauóan „kóral" vió sjóinn, bruddi hann í munni sér og néri rauóum hrákan- um um andlitið. Þegar heim kom sagði hann aó Guðmundur hefói bar- ið sig í brjóstió svo blóð hefói gengió upp úr sér. Nú fékk Guómundur meiri flengingu en Natan áður. En Natan þóttist líka verða aó launa föður sínum óréttinn, sem hann hafói gert honum. Sætti hann færis er faðir hans hafói lagt sig til svefns í rúmi sínu um dag og aórir voru ekki inni - lá hann uppiloft meó opinn munninn og svaf fast. Natan laumaó- ist að honum, tók tóbakspung ofan af hillu, hvolfdi úr honum í munn og augu föður síns og snaraðist síóan út. Ketill vaknaói með andköfum, sá ekki og hafói engan frið fyrr en tóbak- ið rann burt - en þá var Natan slopp- inn. Vissi Ketill hver valdið mundi hafa, en fékkst ekki um, því nú sá hann að eigi var til góós að beita hörku við strákinn. Þetta og fleira af æskubrekum sínum hafói Natan löngu sfóar sagt merkum manni og var sem hann iðraóist frekju sinnar. Sá maóur sagói þetta Ólsen umboðs- manni eftir lát Natans. Það mun hafa verió eftir lát Ketils að Guórún fór í sel, en Natan og Ket- ilríður skyldu geyma bæjar. Natan vildi fara til móóur sinnar og fékk systur sína til að fara með sér áleióis til selsins. En er hún vildi snúa heim aftur kvaóst hann vera veikur. Fór hún þá til selsins og sagði frá því hvar Natan lá. Sótti móðir hans hann og hafói hann svo sitt fram. En þó móðir Natans hefði marga skapraun af brekum hans, hafói hún þó á hinn bóginn ánægju af honum. Hann var bráðgáfaður, fróður snemma, skáld- mæltur og hnyttinn í svörum; af slíku hafði hún yndi, því sjálf var hún mjög vel gefin. Þá er Natan var á 11. árinu tók Jónas prófastur á Höskuldsstöóum upp á því að hann boðaói börn til spurninga á hverjum sunnudegi árið um kring. Varó þaó eigi vinsælt, því menn þóttust eigi mega gefa börnum frftfma til upplestrar um sláttinn. Einn sunnudag var Natan spuróur með öórum börnum. Varó þá einhverju barni orðfall við spurningu nokkra. Víkur prófastur sér þá aó Natani og segir: „Getur þú þá ekki sagt mér það, Natan minn?" „Ekki um sláttinn," svaraói Natan. Prófastur þagði við því og hélt hann ekki áfram spurningum fyrr en slætti var lokið. Þaó var síðan 24. sunnudag eftir þrenningarhátíó, aó prófastur spurói Natan hvort hann myndi nokkuó úr ræðu sinni. Natan kunni langan kafla úr henni. Þá spurði prófastur hann hvað hann gæti sagt sér úr guóspjall- inu. Natan svaraói með þessari vísu: „Gramur barma gljáfægðu gleði-farm öld sendi: Sólin bjarma sjálægju sólum hvarma renndi (Vísuna má skýra þannig: Kon- ungur (barma gljáfægju = hjartna-feg- urð) réttlætisins sendi fólkinu farm (byrói nóga) meó gleói. Stúlkan (renndi augum) lifnaði.) Prófastur dáðist aó svarinu. Hann var hagorður sjálfur. Þá þótti mest í varió aó kveóa dýrt og þungskilió. Horfói prófastur alvarlega á Natan og sagði: „Skáld veróuróu Natan - og vel ertu viti gæddur. En af stóru pundi áttu skuld aó svara." Gaf hann honum þá latneska „grammatik" og sagði um leið: „Gleymdu ekki kverinu þínu, eftir því áttu að lifa!" Natan fór heim með bók sína og hætti ekki fyrr en hann komst nióur í henni. Las hann oft er allir aórir voru vió vinnu, þvf þar stóó hugur hans til. Var honum hallmælt fyrir aó stunda eigi bú móður sinnar. En slíkt gjöröi ekki annaó en særa hann og spilla hugarþeli hans til annarra. (Framhald) UM VÍDAN VÖLL Nöldrarinn Þessi brennivínsþemavika sem var á Stöð 2 í síðustu viku var nú svona la-la fyrir okkur nöldurseggi. Við viljum auðvitaó fá að drekka okkar bremiivín í friði og duglega ef því er að skipta. Jæja, myndimar voru bara góðar og Jack Lemmon fór á kost- um í „Dagar víns og rósa“. Þá var líka ansi gaman að kíkja inn á þess- ar meðferðarstofnanir sem hafa til þessa verið lokaðar og leyndar- dómsfullar. Sjálfsagt hefur það komið einltverjum á óvart að sjá þama „venjulegt" fólk, en sjúkdóm- uriim alkóhólismi fer víst ekki í mamigreinarálit. Hins vegar var um- ræðuþátturinn á eftir, þetta fimmtu- dagskvöld, afskaplega einlitur og lognnrollulegur. Þama vantaði fleiri sjónamiiö, einlivem nöldursegg eins og karlinn í nýbúaþætti Ingó og Völu, en sá hefði þó mátt vera betur máli farinn og skeleggari. Umræðu- þættir um heit mál eiga ekki að vera hallelújasanrkomur. I umræddum þætti vom allir á SAA-línunni. Eg saknaði þess að sjá ekki einhvem gamlan og kjaftforan ref hrista upp í liðinu með því að segja að þetta væri tómur aumingjaskapur. Eiimig hefði veriö gaman að heyra í Sví- þjóðamieimtuðum sálfræðingi sem vill keima alkóhólistum aö drekka eins og meirn. Og fyrst þeir vom með Guömund Ama þama þá heföi mátt sauma duglega að honum. Það var á heilbrigðisráðheira að heyra að sjúkdómuriim alkóhólismi væri frábrugðiim öömm sjúkdómum að því leyti að memi réðu því eiginlega sjálfir hvort þeir skilgreindu sig sem sjúklinga. Ætli jretta þýði ekki að alkóhólistum mun snarfækka eftir að gjaldtaka verður tekin upp og þá verður ekki hægt aö segja amiað en heilbrigðisráðherra hafi tekist vel upp. Færri skilgreina sig sem alka og færri fara því í meðferð og ríkið sparar stórfé. Gott mál. Hinir halda áfram að drekka sér til óbóta þangað til þeir sofna svefmnum langa og þá þarf heilbrigðisráðhena ekki að hafa frekari áhyggjur af þeim. Spaug Hótel Island hafði fyrrum eitt vínveitingaleyfi. Reglugjöró hafði nýlega komið út, er bannaði að selja vín nema með heitum mat. Þetta tilkynnti þjónnimi manni einum, sem hann var að afgreiða. „Jæja, má ég þá biðja um pott- flösku af áfengi og eitt grátitt- Iingsegg,“ sagði maðurinn. Kennari nokkur var aö prófa pilt í náttúrufræði og spurði hann hver væri mismunur á útliti og líkams- byggingu manns og apa. Pilturimi þagöi viö. Þá tók kennarinn fram mynd af górilluapa og sagði: „Hérna sjáið þér nú mynd af apa og horfið þér nú á mig. Sjáið þér engan mismun á okkur?“ „Engan verulegan,“ svaraði pilturinn. Alfræði Garnaslagurinn: Atök á íslandi í desember 1930 í deilu Verka- kvennafélagsins Framsóknar og Sambands íslenskra samvinnufé- laga vegna kauplækkunar í garna- hreinsunarstöð SIS í Reykjavík. Kom til harðra ryskinga milli lög- reglu og verkfallsmanna, sem nutu aðstoðar félaga í Dagsbrún og ASI. Deilumú lauk þremur vikur síðar með því að SIS viðurkenndi kauptaxta verkakvemia. (Islenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur 1990) DACSKRÁ FJÖLMIÐLA SJÓNVARPIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 11.00 Ljósbrot Úrval úr Dagsljósaþáttum vik- unnar. 11.65 Stell er hver f sinni trú 12.50 Á tali hjá Hemma Gunn 14.10 Syrpan 14.40 Einn-x*tveir 14.66 Enska knattspyrnan Bein útsending frá leik Swind- on Town og Aston Villa á Co- unty Ground í Swindon. Lýs- ing: Arnar Bjömsson. 16.60 Iþróttaþátturinn Umsjón: Samúel Örn Erlings- son. 17.60 Táluimálsfréttir 18.00 Draumasteinninn 18.26 Sinfón ok salterium 18.40 Eldhúsið 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Vœntingar og von* brigði 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.36 Lottó 20.45 Ævintýri Indiana Jones 21.36 Ólsenliðið enn á ferð (Olsenbanden demda) Dönsk gamanmynd um hina sein- heppnu glaepaklíku. Leikstjóri: Erik Balling. 23.16 Fyrir drottninguna og föðurlandið 00.55 Útvarpsfréttir í dag- skrárlok SJÓNVARPIÐ SUNNUDAGUR 31 OKTÓBER 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.45 Hlé 13.00 Fréttakrónikan 13.30 Síðdegisumreeðan 16.00 Chaplin-syrpa 17.20 í askana látið Þáttur um matarvenjur íslend- inga að fornu og nýju. Umsjón: Sigmar B. Hauksson. Áður á dagskrá 4. mars 1990. 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Stundin okkar 18.30 SPK 18.56 Fréttaslceyti 19.00 Auðlegð og ástrfður 19.30 Blint f sjóinn 20.00 Fréttir og fþróttir 20.35 Veður 20.40 Fólkið f Forsælu 21.05 Gestir og gjðrningar Skemmtiþáttur í beinni útsend- ingu frá krá eða veitingahúsi þar sem gestir staðarins fá að láta ljós sitt skína. Dagskrár- gerð: Björn Emilsson. 21.45 Ljúft er að láta sig dreyma (Lipstick on Your Collar) Bresk- ur verðlaunamyndaflokkur eftir Dennis Potter höfund Söng- elska spæjarans og Skildinga af himnum sem Sjónvarpið hefur sýnt. Þetta em djarfir gaman- þættir með rómantísku ívafi sem gerast á Bretlandi á sjötta áratugnum og er tónlist þess tímabils fléttuð inn í atburða- rásina. 22.45 Stúlkan f hanskadeild- inni (Damen i handskdisken) Ný, sænsk sjónvarpsmynd um vin- gjarnlega afgreiðslustúlku í hanskadeild í stórverslun. STÖÐ2 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 09:00 Með Afa Afi er svo sannarlega í góðu skapi í dag og það er margt skemmtilegt á döfinni hjá hon- um. Handrit: Örn Árnason. Um- sjón: Agnes Johansen. Dag- skrárgerð: María Maríusdóttir. 10:30 Skot og mark Talsett teiknimynd um hressa stráka sem æfa fótbolta. 10:50 Hvfti úlfur Falleg og litrík teiknimynd um ævintýri Hvíta úlfs sem er blanda af sleðahundi og úlfi. 11:15 Ferðir Gúllfvers í þessum ævintýralega teikni- myndaflokki fylgjumst við með Gúllíver og vinum hans í Puta- landi. 11:35 Smælingjarnir (The Borrowers) Lokaþáttur um smælingjana sem vegna smæðar sinnar komast oft í hann krappan og lenda í mörg- um broslegum og skemmtileg- um ævintýrum. 12:00 Dýravinurinn Jack Hanna (Zoo Life With Jack Hanna) Sérstakur myndaflokkur þar sem við fylgjumst með dýravin- inum Jack Hanna heimsækja villt dýr í dýragörðum. 12:55 Fasteignaþjónusta Stöðvar2 Algengustu spurningum um fasteignaviðskipti velt upp og þeim svarað á einfaldan máta. Einnig verða sýnd sýnishorn af því helsta sem er í boði á fast- eignamarkaðinum í dag. 13:25 Hans Hátign (King Ralph) Það er illa komið fyrir breska konungdæminu. Það hefur orðið hræðilegt slys þar sem hver einasti erfingi krúnunnar lætur lífið. Nema einn. Hann er afkomandi laun- sonar konungs og býr í Banda- ríkjunum. Eins og það sé ekki nógu slæmt að hann búi í Bandaríkjunum, hann er líka al- veg dæmigerður Kani og kann, samkvæmt breskum stöðlum, ekki nokkra mannasiði. Hann heitir Ralph og var skemmti- kraftur af verra taginu en er nú orðin konungur Bretlands! Góða skemmtun. Aðalhlutverk: John Goodman, Peter O’Toole og John Hurt. Leikstjóri: David S. Ward. 1991. Lokasýning. 16:00 3-BtÓ Doppa í Hollywood Gummi, vinur hennar Doppu, er veikur og það er ógurlega dýrt að fara til læknis. Doppa er ákveðin í að hjálpa honum og fer til Hollywood. Þar ætlar hún að gerast kvikmyndastjarna sem vinnur sér inn mikið af pening- um svo Gummi geti farið til læknis. 16:10 Kalli kanfna fimmtíu ára (Happy Birthday Bugs) Kalli kanína, eða Bugs Bunny, varð fimmtugur í fyrra og er þessi khikkustundarlangi þáttur gerður í tilefni þess. Á meðal gesta í afmælinu hans em Milt- on Berle, Pierce Brosnan, Phil Donahue, Valerie Harper, Hulk Hogan, Chuck Norris, Porky Pig, Geraldo Rivera, Road Runner, Jane Seymour, William Shatner, Jon Voight og Doctor Ruth Westheimer. 17:00 Hótel Marlin Bay (Marlin Bay) Við tökum upp þráðinn þar sem frá var horfið í þessari nýsjálensku sápuóperu um hóteleigendurna og Charl- otte Kincaid sem fengin var til að reka spilavítið á hótelinu. Þættirnir em sautján talsins og verða vikulega á dagskrá. 18:00 Popp og kók Vandaður tónlistarþáttur, blandaður eins og best verður á kosið. Umsjón: Lárus Hall- dórsson. Stjórn upptöku: Rafn Rafnsson. Framleiðandi: Saga film hf. Stöð 2 og Coca Cola 1993. 19.10 19.19 20:00 Fyndnar fjölskyldu- myndir (Americas Funniest Home Vid- eos) Það er háðfuglinn Bob Saget sem er kynnir þessa vin- sæla gamanþáttar. 20:35 Imbakassinn 21:05 Dame Edna (The Dame Edna Experience) Nú fær þessi húsmóðir og risa- stjarna, sem er blíðlynd og bráð í sömu andránni, til sín í sófann söngkonuna Dusty Springfield, leikarann Dolph Lundgren og breska forsætis ráðherrann fyrrverandi, Ed- ward Heath. Sá fyrirvari er reyndar settur að þetta fólk þarf að hegða sér vel, til að fá að setjast í sófann hjá Dame Ednu. 22:00 Eintóm vandræði (Nothing But Trouble) Stór- stjömurnar Chevy Chase, Dan Aykroyd, John Candy og Demi Moore fara með þig í ógleym- anlega vandræða- og ævintýra- ferð. Par frá New York er á ferð til Atlantic City þegar þau em handtekin fyrir of hraðan akst- ur. Þau eru í alvarlegum vand- ræðum þegar þau uppgötva skyndilega að þau eru fangar í mjög svo sérkennilegum bæ þar sem menn eru dæmdir til dauða fyrir minni sakir en um- ferðarlagabrot. Aðalhlutverk: Chevy Chase, Dan Aykroyd, John Candy og Demi Moore. Leikstjóri: Dan Aykroyd. 1991. Bönnuð börnum. 23:36 Banvæn blekking (Final Analysis) Dr. Isaac Barr er einn virtasti geðlæknir San Francisco borgar. Hann er I sannur fagmaður á sínu sviði og ekkert kemur hcnum úr jafnvægi. En daginn sem hann hittir hina gullfallegu Heather Evans breytist líf hans svo um munar. Hún er systir eins af sjúklingum hans og þar að auki eiginkona umsvifamikils glæpa- foringja. Skyndilega er Dr. Barr flæktur í ástríðufullt samband, svik og morð. Aðalhlutverk: Ri- chard Gere, Kim Basinger og Uma Thurman. Leikstjóri: Phil Joanou. 1992. Stranglega bönn- uð börnum. 01:36 Forboðni dansinn (The Forbidden Dance) Lamb- ada er hinn forboðni dans sem gerði allt vitlaust hér um árið. Nisa er ung prinsessa frá Bras- ilíu sem berst gegn eyðingu regnskóganna í heimalandi sínu. óvinirnir em stjórnendur stórs fjölþjóðafyrirtækis sem skeyta lítt um afleiðingar fram- kvæmda sinna. Hún fer til Los Angeles til að vekja athygli á málstað sínum og gerir það á þann eina máta sem hún þekk- ir - með hinum þokkafulla og æsandi Lambada dansi. í myndinni er að finna stórkost- legar danssenur þar sem fær- ustu dansarar leika listir sínar. Aðalhlutverk: Laura Herring, Jeff James, Sid Haig og Richard Lynch. Leikstjóri: Greydon Clark 1990. 03:10 Eitraður ásetningur (Sweet Poison) Erótísk spennu- mynd um hjón sem berjast hvort við annað upp á líf og dauða. Hjónaband Henrys og Charlenu Odell byggir á heldur vafasömum gmnni Hann gift- ist henni vegna kynþokkafulls útlitsins, hún játaðist honum vegna peninganna sem hann á í vændum. Henry og Charlenu er rænt af ungum og miskunnarlausum manni þegar þau em á leið til jarðarfarar vellríks föður Henrys. Charlena heillast af mannræningjanum og er fljót að sjá leið til að halda auðæfunum og eignast spennandi elskhuga: Það eina, sem hún þarf að gera, er að fá ræningjann í lið með sér og drepa eiginmanninn - en Henry leynir á sér og berst til síðasta blóðdropa. Aðalhlutverk: Ste- ven Bauer, Edward Herrmann og Patrica Healy. Leikstjóri: Brian Grant. 1991. Stranglega bönnuð börnum. 04:50 BBC World Service - kynningarútsending STÖÐ2 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 09:20 í vinaskógi Hugljúf teiknimynd um litlu dýrin í skóginum. 09:46 Vesalingarnir Skemmtilegur teiknimynda- flokkur um litlu, fátæku Kó- settu sem berst ásamt vinum sínum fyrir frelsi og réttlæti. 10:10 Sesam opnist þú Vinsæll, talsettur leikbrúðu- myndaflokkur. 10:40 Skrifað í skýin Ævintýralegur teiknimynda- flokkur með íslensku tali. 11:00 Listaspegill 11:35 Unglingsárin 12:00 Evrópski vinsældalist- inn 12:65 ÍÞRÓTTIR Á SUNNU- DEGI 13:25 ítalski boltinn Bein útsending frá leik í ítölsku fyrstu deildinni í boði Vátrygg- ingafélags íslands. 15:50 Framlag til framfara Endurtekinn þáttur frá síðast- liðnu sunnudagskvöldi. 16:30 Imbakassinn Endurtekinn fyndrænn spé- þáttur. 17:00 Húsið á sléttunni (Little House on the Prairie) Sí- gildur myndaflokkur sem gerð- ur er eftir dagbókum Laum In- galls Wilder. 17:50 Aðeins ein jörð Endurtekinn þáttur frá síðast- liðnu fimmtudagskvöldi. 18:00 60 mínútur Fréttaskýringaþáttur sem hlot- ið hefur góðar viðtökur hér- lendis sem erlendis. 18:50 Mörk dagsins Nú verða sýndir valdir kaflar úr leikjum ítölsku fyrstu deildar- innar og valið mark dagsins. 19:19 19:19 20:00 Lífið um borð 20:36 Lagakrókar 21:30 Allt ( besta lagi (Stanno Tutti Bene) Yrkisefni þessarar myndar er ferð gam- als manns um Ítalíu. Matteo Scuro, sem leikinn er af Marc- ello Mastroianni, er opinber starfsmaður, kominn á eftir- laun. Markmið hans er að láta gamlan draum rætast, gerast ferðamaður og heimsækja börnin sín um gervalla ítab'u. Við fylgjumst síðan með þeim gamla á ferð hans en hans bíða margar óvæntar uppákomur. Aðalhlutverk: Marcello Ma- stroianni. 23:00 í sviðsljósinu (Entertainment this Week) Fjölbreyttur þáttur um allt það helsta sem er að gerast í kvik- mynda- og skemmtanaiðnaðin- um. 23:50 Úr öskunni í eldinn (Men at Work) Öskukarlarnir í smábæ í Kaliforníu láta daginn líða með því að láta sig dreyma um að opna sjóbrettaleigu. Þegar þeir dag nokkurn finna lík eins bæjarfulltrúans í rusl- inu fá þeir um nóg að hugsa. Inn í málið blandast losun eit- urefna í hafið og valdabarátta í eiturefnaverksmiðjunni í bæn- um. Aðalhlutverk: Charlie She- en, Emilio Estevez, Darrell Lar- son og John Getz. Leikstjóri: Emilio Estevez. 1990. Lokasýn- ing. 01:25 BBC World Service • kynningarútsending RÁS 1 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER HELGARÚTVARPDE) 6.45 Veðurfregnir. 6.66 Bæn. 7.00 Fréttir. Söngvaþing. Jóhann Konráðs- son, Karlakórinn Vísir, Kristján Kristjánsson, Sigurlaug Rósin- kranz, Kristinn Hallsson, Karla- kór Reykjavíkur og Guðrún Á. Símonar syngja. 7.30 Veðurfregnir. Söngvaþing heldur áfram. 8.00 Fréttir. 8.07 Músík að morgni dags Umsjón: Svanhildur Jakobs- dóttir. 9.00 Fréttir. 9.03 Úr einu í annað Umsjón: Önundur Björnsson

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.