Dagur - 30.10.1993, Blaðsíða 18

Dagur - 30.10.1993, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Laugardagur 30. október 1993 POPP Rokkabilly Á sjötta áratugnum þegar blús- inn strangt tiltekið saman með takti (Rhythm & Blues) fór í eina sæng með kántríinu varð rokk og rólið til, eitt merkasta og áhrifamesta menningarfyrir- brigði tuttugustu aldar. Einn angi rokk og rólsins, sem e.t.v. er sá hreinasti og beinasti þess er rokkabillyið. Þ.e. rokk með hillbilly svip, en hillbilly er sú tónlist sem rætur á að rekja til uppsveita Bandaríkjanna. Þar og í fleiri sveitum Ameríku á líka Blágrasið, Bluegrasstón- listin, sem á margan hátt er skyld hillbillyinu, upptök sín. Saman ásamt fleiri áhrifum víð- ar að hafa svo bluegrassið og hillbillyið myndað þá tónlistar- stefnu sem í almennu tali er kölluð kántrítónlist, Country & Western. Um leið og sagt er að rokkabillyið sé e.t.v. hreinasta og beinasta andlit rokksins má kannski líka segja að vart hafi meira gleði og glaums fyrirbæri þekkst. Því halda a.m.k. margir vel miðaldra Ameríkanar fram að rokkabillyið sé hið eina og sanna og má sjálfsagt færa -með gild rök fyrir því. Það er líka Ijóst að margar af allraskær- ustu stjörnum rokksins tengd- ust rokkabillyinu í lengri eða skemmri tíma, á einn eða ann- an hátt. Er nóg í því sambandi að nefna Elvis Presley, Jerry Lee Lewis, Bill Haley, Carl Perkins og Eddie Cochran. Allt skærar stjörnur sem enn lifa, þótt reyndar þrír þessara manna hafi legið í gröf sinni í mörg ár. Hér á íslandi hafa menn auðvitað eins og annars staðar hrifist af rokki sjötta áratugarins og leikið sér að slögurum þess, samanber sveitatilbúning á borð viö HLH annars vegar, sem var helst á mjúku nótun- um, en svo hins vegar sveitir á borð við Langa Sela og skuggana, sem sköpuðu sína eigin músík í anda gamla rokksins, stundum m.a.s. í góðum rokkabillyanda. í sumar kvaddi hins vegar svo sú sveit, eða öllu heldur það band sem beint kennir sig viö rokkabilly, Rokkabillyband Reykjavíkur, sér loks hljóðs á plötu, en það hefur starfað með hléum um nokkura ára skeið án þess að gefa eitthvað út. Nefnist plata bandsins, sem er tríó skipað þeim Tómasi Tómassyni söngvara og gítar- leikara, Birni Valdimarssyni kontrabassaleikara og Jóhanni Hjörleifssyni trommuleikara, „læf og er eins og nafnið gefur til kynna tónleikaplata, tekin upp á Gauki á stöng. Er um ósvikna gleði/partíplötu að ræða og það bara nokkuð góða. Spreyta þeir félagar sig ásamt hjálparkokkum á mörg- ■^Andrea Gylfadóttir ásamt Tómasi Tómassyni söngvara og gítarieikara Rokkabillybands Reykjavíkur. um af þekktari rokkslögurum sjötta áratugarins í rokkabilly- stíl auk annarra sem skyld geta talist. Þar á meðal eru See you later aligator og Shake rattl’n roll sem fræg urðu í flutningi Biil Haley og Summertime blu- es og C’mon every body frá Eddie Cochran. Lög sem eru sígild. En einnig eru þarna lög eins og Call me the breeze eftir J J Cale, Devil in disguise sem Presley gerði ódauðlegt eins og svo margt annað og svo Mercedes Benz lagið hennar Janis Joplin, sem Andrea Gylfadóttir túlkar af snilld. Þetta er því ekki alveg hrein rokka- billyplata hjá Rokkabillyband- inu, en það skemmir nú samt ekki fyrir. Er hún hispurslaus áskorun um að láta allan drunga lönd og leið. Þess í stað. „Komdu í partí með Rokkabillybandinu." Útgáfuúttekt - á því helsta í jólaútgáfunni Eins og menn muna var íslensk tónlistarútgáfa mikil að vöxtum og blómleg í sumar. Bar þar ekki hvað síst á framtaki ýmissa einstaklinga og hljóm- sveita, sem gáfu út á eigin veg- um, eða í samstarfi sín á milli með bara þó nokkuð góðum árangri. Nú þegar jólaútgáfan er að bresta á, sem í heildina virðist ekki ætla að dragast mikið saman þrátt fyrir grósk- una í sumar, er slíkt „einka- framtak" áfram áberandi og verður ekki annað sagt en að það veki góð viðbrögð og at- hygli. Á það a.m.k. við um plötur ungu trúbadoranna tveggja sem nú kveða sér hljóðs, þeirra Orra Harðarson- ar, Drög að heimkomu og Har- aldar Reynissonar, Undir hömrunum háu, en þær hafa greinilega náð eyrum landans af útvarpsspilun aó dæma. Eldri garpar sem eru að góðu kunnir eins og Hörður Torfa- son, Rúnar Þór, Rafn Jónsson trommari með meiru, Pétur Stefánsson & Co o.fl. eru svo einnig með plötur á eigin veg- um að ógleymdum KK með sína plötu í samvinnu við Magnús Eiríksson og Stefáni Hilmarssyni með plötuna Líf. Er flestum þessara platna dreift af JAPIS, sem einnig kemur vió sögu í endurútgáfu á plötu með Purki Pilnikk. Var Einar Örn Sykurmoli í fararbroddi þeirrar hljómsveitar eins og kunnugt er. Útgáfufyrirtækin tvö Spor og Skífan eru svo með ýmislegt á boðstólnum sem nú er komið út eða kemur út á næstu vik- um. Vill svo skemmtilega til að bæði fyrirtækin eru með nær sama fjölda titla eða 19, af nýj- um smíðum hljómsveita og ein- staklinga, endurútgáfum, safnplötum og plötum sérstak- lega ætluðum til jólanna. Eru þar flestir titlarnir safnplötur og/eða endurútgáfur. Má meó- al þessara titla nefna meðal annarra frá Skífunni safnplötu með flestum vinsælustu lögum Stuómanna, sem svo einnig mun innihalda einhver ný lög. Heyrðu 2, með nýjum lögum frá SSSól, Vinum vors og blóma, Sigríði Guðnadóttur og kvennasveitinni Yrju, í bland vió safn erlendra laga. Sveita- sæla sömuleiðis númer 2 með völdum slögurum. Þá endurút- gefur Skífan svo m.a. jólaplötuna Friðarjól. Það sem hins vegar hæst ber í útgáfunni hjá Skífunni er annars vegar ný plata Bubba Lífið er Ijúft og hins vegar plata Ný danskrar, •4 Jef Biack Joe sendir frá sér sína aðra plötu nú fyrir jólln. Bíða unglingarnir eflaust spenntir eftir henni. sem enn hefur ekki hlotió nafn þegar þetta er ritað. Af plötum Spors má einnig búast við að tvær veki hvað mesta athygli. Plötur Jet Black Joe og Todmobile, Spillt. Er að því sagt er í tilviki Todmobile um svanasöng aó ræða aó minnsta kosti í bili. Einnig koma frá Spor ný plata með Mezzoforte sem kallast Day- break og safnplata með bestu lögum Mannakorns. Eiga þess- ar tvær hljómsveitir það sam- eiginlegt að hafa legió í dvala um hríð, þannig að ætla má að einhverjir gleðjist yfir plötunum. Meðal annarra af safnplötum Spors má nefna Bítla og blómabörn, safn hippa- og bítlatímabilslaga. Ástin er, með hugljúfum söngvum. Dansplötuna Reif í strompinn og Ýkt stöff, sem verður blanda 5-7 íslenskra laga og einhverra erlendra. Ur ýmsum áttum Hann Bryan Adams, sem síó- ast gerði hreinlega allt brjál- að með laginu Everything I do, I do it for you í bíómyndinni Robin Hood fyrir rúmu ári, er nú aftur kominn á fulla ferð með ýmis járn í eldinum. Kom út nýtt lag með honum fyrr í mánuðinum sem nefnist Please forgive me, sem verður annað tveggja nýrra aukalaga á safnplötu með hans vinsælustu lögum er kemur út nú eftir helgina. Verða á henni með nýju lögunum samtals 15 lög, en meóal annarra auk Everything I do, verða gullkorn eins og Summer of 69, Cuts like a knife, Kids wanna rock og It’s only lo- ve, sem Kanadamaðurinn söng með Tinu Turner, á plötunni. Auk þess svo að vera að sinna þess- ari nýju safnplötu hefur Adams átt nokkuð sérstakt samstarf að undanförnu við tvo aðra heims- fræga tónlistarmenn, þá Sting og Rod Stewart. Þeir flytja nefnilega nýtt lag saman fyrir enn eina kvikmyndaútgáfuna af sögunni frægu um Skytturnar þrjár eftir Alexander Dumas, sem Disney er að framleiða. Ber lagið nafnið All for love og er tekið sérstak- lega fram að það sé það eina sem þeir þrír ætli að kyrja sam- an. Um frekara samstarf sé ekki að ræða. önkrokkararnir mjög svo vin- sælu Red hot chili peppers hafa eins og fram hefur komið hér á síðunni átt nokkuð erfitt uppdráttar síóustu mánuði, m.a. vegna samstarfsörðugleika og mannabreytinga þess vegna, þannig að á tímabili var líf hljóm- sveitarinnar talið í hættu. Ekki fór þó svo að hljómsveitin færi yfir- um vegna þessara erfiðleika, en þaó er víst óhætt að segja að hún hafi slegið öll met í gítarleik- araumskiptum á hremninga- skeiðinu. A tæpum tveimur síð- ustu árum hafa nefnilega þrír gít- arleikarar komió en síðan farió aftur úr hljómsveitinni. Eru þetta þeir John Frusciante, Ark Mars- hall og nú síðast Jesse Tobias, sem aðeins entist í tæpan mán- uð. Sá nýjasti, hvað sem hann nú endist lengi, er Dave Na- varro, sem áður var með Jane’s addiction. Margt smátt... • Söngvari Ugly Kid Joe, hann Whitfield Crane, var nú fyrir skömmu sýknaður af ákæru um að hafa barið gæslumann á tón- leikum hljómsveitarinnar í borg- inni Columbus, Ohio, í sumar. Sýndi myndband sem lagt var fram að söngvarinn var saklaus og hafði yfir höfuð ekki hvatt til ofbeldis eins og líka var haldið fram. Crane fékk aftur á móti ^ lce-T er aftur kominn af stað með Body count. ABryan Adams er með mörg jám í eldinum þessa dagana. sekt fyrir að láta miður fögur orð falla á tónleikunum... • lce-T og kraftrokkssveitin hans Body count, sem eins og kunnugt er umturnuðu öllu í Los Angeles með Cop Killer, eru nú komin af stað á ný og ætla m.a. að heimsækja Breta í desember. Kemur þá út af því tilefni endur- hljóðblöndun af laginu That’s how l’m livin með hljómsveitinni og væntanlega fylgir svo eitt- hvað nýtt í kjölfarió ef aó líkum lætur... • Red hot chili peppers, Mega- deth, Anthrax, Nirvana, Primus og Aerosmith, eru meðal þeirra sem leggja til áður óútgefin lög á plötu í tengslum við teiknimynda- seríu um fígúrurnar Beavis og Buthead. Er það MTV sjónvarps- stöðin sem stendur fyrir gerð þessarar teiknimyndaseríu. Kemur platan út í næsta mán- uói...

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.