Dagur - 30.11.1993, Page 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 30. nóvember 1993
Rádhústorgi 5, 2. hæð
Gengift inn frá Skipagötu
Sími 11500
Langahlíð.
4ra herb. raðhús á einni hæð ásamt
bllskúr samtals um 140 fm. Áhvílandí
langtímalán um 5,2 millj. Skipti á minni
eign hugsanleg.
Múlasíða:
Mjög lallegt 4ra herD. raðhús ásamt bíl-
skúr samtals um 132 (m. Áhvílandi
húsn.lán um 7 millj.
Skarðshlíð:
4ra herb. endaíbúð á 2. hæð rúml. 96
fm. í ágætu lagi. Hagstæð langtímalán.
Melastða:
Gullfalleg 3ja herb. (búð á 3. hæð um
82 fm. Ahvllandi húsn.lán um 5 millj.
(40 ára lán - greiðslubyrði um 24 þús.
pr. mánuð).
Ránargata:
Mjög góð 4ra herb. neðri hæð I tvíbýli
um 130 fm. Laus eftir samkomulagi.
Móasíða:
Mjög fallegt 4-5 herb. raðhús ásamt bíl-
skúr samtals tæpl. 150 fm. Áhvllandi
húsn.lán um 3,4 millj. Skipti á minni
eign hugsanleg.
Austurbyggð:
Einbýlishús á tveimur hæðum ásamt
bllskúr samtals um 240 fm. Mikil áhvll-
andi langtímalán.
FASTEIGNA & fj
SKIPASALA ‘SSsZ
NORÐURLANDSÍI
Ráöhústorgj 5, 2. hæö
gengið inn frá Skipagötu
Opið virka daga
frá kl. 9.30-11.30 og 13.15-17.
Sölustióri:
Pétur Jósefsson
Lögmaöur:
Benedikt Ólafsson hdl. n
MINNIN6
ií
Steinuim Jónasdóttir,
Akureyri
Fædd 12. júlí 1901 - Dáin 20. nóvember 1993
Steinunn Jónasdóttir var fædd í
Brekkukoti í Svarfaðardal 12. júlí
1901 og ólst þar upp til 9 ára ald-
urs. Hún átti þrjár systur, en þær
eru Jóhanna, fædd 22. maí 1904;
hún er látin; Auður, fædd 31. júlí
1908 og hálfsystirin Sofíla Gunn-
laugsdóttir, fædd 13. júní 1919.
Foreldrar hennar voru hjónin Ingi-
geróur Soffia Jóhannsdóttir og
Jónas Jóhannsson, en Jónas lést
þegar Steinunn var 9 ára gömul.
Fluttist hún þá til Sigurjónu, móð-
ursystur sinnar á Akureyri, en
þegar Sigurjóna fluttist út í Svarf-
aðardal stuttu seinna varó Stein-
unn eftir. Fór hún þá til konu,
Þóru aó nafni, og var þar fram yfir
fermingu. Eftir þaó bjó hún hjá
Elínu Líndal. Börnin hennar voru
berklaveik og las Steinunn mikiö
fyrir þau. Eftir tvítugt fór Stein-
unn til Danmerkur og réói sig í
vist. Var hún þar samtals í 5 ár.
Vann hún sér þá inn peninga svo
að hún gat fariö í húsmæðraskóla í
Danmörku og var þaó mjög fátítt í
þá daga. Þessi ár uróu henni mjög
eftirminnileg og lærdómsrík og
þar af leiðandi las hún og talaði
dönsku, sem ekki var algengt meó
konur á þessurn árum.
Eftir að heim kom hóf hún
störf á Hótel Gullfossi en síðar fór
hún aó vinna hjá Kaupfélagi Ey-
firóinga, fyrst í brauðbúð en síöar
í Járn- og glervörudeildinni.
27. október 1945 giftist Stein-
unn Þórói Karlssyni frá Veisu í
Fnjóskadal. Bjuggu þau alla sína
tíó að Helgamagrastræti 50 á Ak-
ureyri. Þeim varð ekki barna auð-
ió, en þóttu afar barngóó bæöi tvö
og nutu barna annarra í staðinn.
Þóróur lést 6. september 1965 og
saknaói Steinunn hans mikiö og
lengi.
Steinunn var afar söngelsk
kona og var hún bæöi í Kirkjukór
Akureyrarkirkju og Kantötukórn-
um. Einnig var hún lcngi í Kven-
félagi Akurcyrarkirkju.
Steinunni kynntist ég kringum
1970. Hún bjó í húsinu núrner 50
viö Helgamagrastræti, en tengda-
foreldrar mínir, þau Kristín og
Böðvar, í númer 49. Þarna á milli
var mikill vinskapur, sérstaklega
eftir aó Þórður dó. Þótti þeim kon-
unum mjög vænt hvor um aðra og
áttu margar góðar stundir saman.
Einkum var þaó þó Kristín, sem
sendi ýmislegt yfir um til Stein-
unnar (eins og sagt var), svo sem
alls lags bakstur og blóm. Það var
ekki ósjaldan að ég var send með
nokkrar rósir úr gróðurhúsinu
hennar Kristínar um leiö og ég fór
heim. Gleymi ég aldrei hve Stein-
unn var þakklát og geislaói af
gleói yfir rósasendingunum.
Gróðurhúsiö þarna hinum megin
var henni ótrúlega mikils virði.
Kristín vann mikið í garöi sínum
allt sumarió og hlúói af alúö að
blómunum og Steinunn naut þcss
aö fylgjast meó út um gluggann
sinn. Já, þær fylgdust líka vel meö
Ijósunum í gluggunum hvor hjá
annarri, gömlu konumar. Þaö
sagöi þeim alltaf hvaó var aö ger-
ast hinum megin. Eg tala nú ekki
um þegar aðventuljósin birtust í
gluggunum, fyrsta sunnudaginn í
aöventu. Þá var nú gleöi í sinni.
Eftir aó tengdamamma dó, man ég
aó tengdapabbi setti alltaf aó-
ventuljósin í gluggann, en aóal-
lega fyrir Steinunni. Hún hringdi
þá líka gjarnan til að þakka hon-
um fyrir. Já, og svo var líka hún
Steinunn í númer 47. Þetta voru
nágrannarnir í fjöldamörg ár og
samkomulagió var hiö besta. Mér
er minnisstætt fyrir nokkrum ár-
um, þcgar ég keyrói upp Helga-
magrastrætiö nieó bækur frá
Amtsbókasafninu til gamla fólks-
ins. Þá sátu þessi þrjú, scm eftir
lifðu, öll úti í sólinni, hvert á sín-
um tröppum. Þau sáu hvert til
annars og nutu hvers annars úr
fjarlægð. Þannig haföi gamla fólk-
ió þaö.
Já, nú eru þau öll horfin sjón-
um okkar. Blessuð sé minning
þeirra.
Ragnheiður Stefánsdóttir.
Bókaklúbburinn Lestrarhesturinn:
Lestrarefni fyrir böm og unglinga
- til varnar minnkandi bókalestri og ólæsi
Þorbjörn Broddason, dósent við
Háskóla íslands, hefur staðið
fyrir könnun á lestrarvenjum
barna og unglinga hér á landi
og kemur þar frani að á tímabil-
inu 1985 til 1991 hefur bókalest-
ur barna dregist saman um
40%. Þorbjörn telur að hrun
bókalesturs sé raunverulegur og
brýnt áhyggjuefni og geti vel
verið undanfari þess að hér
spretti upp ólæsi eða hálflæs
minnihluti hjá bókaþjóðinni.
Niðurstöður þessarar könnunar
urðu bókaútgáfunni Skjaldborg
hvatning til þcss aö gefa út vand-
aö fræósluefni fyrir þennan ald-
urshóp og hefur verið gefinn út
fræóslubókaflokkur, sem fcngið
helur nafnið Lífió og tilveran. Ut
munu koma 17 bækur sem heita:
Plöntur og gróóur jarðar, Dýrarík-
ió, Risacðlur, Hallö, Jörðin, Upp-
götvanir, Himinninn og stjörnurn-
ar, Mannslíkaminn, Sagan, Hús-
dýrin, Dýrin í náttúrunni, Fcröa-
lög, Listir, Tónlist, Matrciösla,
Mannasiðir og Þjóósögur og þjóó-
trú.
Bækurnar eru boönar í áskrift-
arflokki sem heitir Lestrarhestur-
inn og er búið að gefa út fyrstu
bókina, Risaeólur. GG
Hvað voru vitringamir, sem fœrðu
Jesúbaminu gjafir, margir?
□ Þrír
□ Sjö
□ ÞRETTÁN
Veitt verða tíu glœsileg verðlaun fyrir rétt svör.
Um er að rceða vömúttekt í KEA Hrísaiundi
fyrir alls kr. 90.000
1. verðlaun: Vöruúttekt að verðmæti kr. 30.000
2. verðlaun: Vöruúttekt að verðmæti kr. 15.000
3. verðlaun: Vöruúttekt að verðmæti kr. 10.000
4.-10. verðlaun: Vöruúttekt að verðmæti kr. 5.000
Við hleypum nú af stokkunum laufléttri jólagetraun fyrir alla fjölskylduna
Getraunin er í tíu hlutum. Þegar þú hefur svarað spurningunni hér að neðan
skaltu klippa seðilinn út og geyma hann á vísum stað þar til allir hlutarnir
tíu hafa birst
2. hluti jólagetraunarinnar birtist í blaðinu á morgun
Munið að senda skal inn seðlana tíu í einu umslagi í loldn
Mil
á 7*
Hrísalundi
- þar sem fjölbreytni o g
lágt verð lara saman