Dagur - 30.11.1993, Síða 16
Akureyri, þriðjudagur 30. nóvember 1993
Kópasker:
Ný vatnsveita að
komast í Ma notkun
- orka frá heimarafstöð nýtt til dælingar
- rafallinn smíðaður í Árteigi
Nú um mánaöamótin er reiknað
með að ný vatnsveita á Kópa-
skeri verði komin í fulla notkun.
Nýtt vatnsból í landi Katastaða
er virkjað og vatninu dælt um
4,4 km leiðslu til þorpsins. Við
dælinguna er notað rafmagn frá
rafstöð við uppistöðulón í landi
Katastaða.
Vatnið sem notað hefur verið á
Kópaskeri er mjög steinefnaríkt,
en það er úr lind skammt frá þorp-
inu. Mikil tæring varó á vatns-
ieióslum og einnig miklar úrfell-
ingar, pípur og hitatankar stífluð-
ust vegna efnasamsetningar vatns-
ins. Vatnið var drykkjarhæft og
nothæft, ncma við vissa matvæla-
framleiðslu og vegna skemmda
sem það olli á vcitukerfi var notk-
un þess ekki heppileg.
Vatniö í nýju vatnsveituna er
fcngið úr lind í landi Katastaóa.
Heimarafstöð var við Katastaði,
scm ekki hefur vcrið notuð síðan í
jaróskjálftunum. Stíílan viö raf-
stöóina var lagfæró og nýr rafall
smíóaður í verkstæðinu í Arteigi í
Kinn. Nú cr vatninu úr lindinni
dælt með vatnsorku úr lóninu.
„Rannsóknir sýna að vatnið er
nijög hreint, nánast sterilt. Þetta er
fyrsta kaldavatnsveita sem ég veit
til að sé nýtt á þennan hátt. Það er
verulegur ávinningur af því aö
vera sjálfum sér nægur með raf-
magn til dælingarinnar. Reynslan
af gömlu heimarafstöðinni var sú
að þar varó aldrei gangtruflun,
rennslið úr lóninu er jafnt og ork-
an því örugg. Vió erum mjög
ánægóir með að hafa örugga orku
til dælingar á vatninu,“ sagði
Steinar Harðarson á Kópaskeri.
IM
Það var mikið blásið í KA-húsinu um heigina en þar fór fram Norðurlandsmót skólalúðrasvcita. Ungt tónlistarfólk
úr öllum fjórðungnum kom saman, spilaði og skemmti sér. Mótinu iauk mcð heilmiklum tónlcikum á sunnudaginn.
Mynd: Robyn
Sauðárkróksbær:
Gerist hluthafl í íslensku ferskvatni hf.
- nýju undirbúningsfyrirtæki um vatnsútflutning
í dag mun bæjarráð Sauðár-
króksbæjar leggja til við bæjar-
SkagaQörður:
Nokkrir teknir fyrir
ölvunar- og hraðakstur
Helgin var róleg hjá lögreglu á
Norðurlandi vestra. I>ó tók lög-
reglan á Sauðárkróki tvo öku-
menn vegna gruns um ölvunar-
akstur og einn fyrir hraðakstur.
Sá sem tckinn var fyrir of hrað-
an akstur hafði einungis haft próf-
skírteiniö sitt í þrjá daga og byrj-
unin því ekki glæsileg. Fyrir utan
það sem að framan er talið gisti
einn fangageymslur lögreglunnar
á Sauðárkróki um helgina. Ekkert
var um að vera hjá lögreglu á
Blönduósi og segjast menn þar á
bæ ekki muna önnur eins rólegheit
og undanfarið, sem betur fer
mætti sennilega segja. sþ
Þrotabú Hótel Norðurlands:
Hótelið enn óselt
- hugsanlega rekið fram yfir mánaðamót
Hreinn Pálsson, skiptastjóri í
þrotabúi Ilótei Norðurlands á
Akureyri, segir veðhafa ekki
hafa tekið afstöðu til tilboða í
hótelið. Ilótel Norðurland er
enn í rekstri á vegum þrotabús-
VEÐRIÐ
Loksins, loksins. Það lítur út
fyrir að 1. desember muni
marka upphaf vetrar á Norð-
urlandi. I dag fer vindur
smám saman að snúast til
norðurs og á morgun og
fimmtudag veróur norðan og
noróvestan kaldi og fremur
svalt. Éljagangur verður um
norðanvert landið og á föstu-
dag er síðan spáð hvassri
norðan átt og snjókomu.
ins og var upphaflega ætlunin
að reka hótelið tii mánaðamóta
en Hreinn segir mögulegt að
lengja þurfi þann frest um ein-
hverja daga.
Eins og fram kom á sínum tíma
gerðu fjórir aðilar tilboð í eignir
þrotabús Hótel Norðurlands, bæði
aðilar á Akureyri og utan bæjar-
ins. Síðan þá hafa vcðhafar haft
tilboðin til skoðunar og þannig
stcndur málið enn. Hreinn sagðist
í gær ekki úrkula vonar um að
eitthvaó gerist í málinu fyrir mán-
aðamót þó skammur tími sé til
stefnu. Aðspurður hvað gerist
varöandi reksturinn cf ekki hafi
verið samið um sölu sagói Hreinn
að mögulegt sé aö reka það fram í
næsta mánuð og taka þá hel'ð-
bundið „jólafrí" hótelsins fyrr en
vcnjulega. JÓH
stjórn að bærinn gerist hluthafi
í nýstofnuðu undirbúningsfélagi
um markaðskönnun og útflutn-
ing á vatni, Islcnsku ferskvatni
hf. Jafnframt verður gengið frá
samningi um að bærinn verði
einn þriggja stofnaðila félagsins.
Mun bæjarráð leggja til að bær-
inn eignist 20% hlut í fyrirtæk-
inu. I>etta er ekki í fyrsta sinn
sem hugmynd um slíkan út-
flutning er á borði bæjarstjórn-
ar, en fyrir ári síðan var stofnað
annað undirbúningsfélag, ís-
lenskt lindarvatn hf.
• Fyrir um ári síóan stofnuðu
þeir Hreinn Sigurðsson, Þorsteinn
Guðnason og Stefán Pálsson fé-
lagið Islenskt lindarvatn hf. í þeim
tilgangi að byggja vatnspökkunar-
verksmiðju á Sauðárkróki. Grunn-
ur að húsinu var rcyndar þcgar
fyrir hendi, reistur af Hreini l'yrir
mörgum árum síðan. Grunnurinn
er nú í eigu bæjarins. Islcnskt
lindarvatn var búið að l'á loforð
fyrir láni frá Lánasjóði V-Norður-
landa upp á eina milljón dollara,
cða rúmar 62 millj. ísl. kr. á þá-
verandi gengi. Jafnframt fengu
þeir vilyrði fyrir 67 millj. kr. láni
frá Byggðastofnun og ætlaði
Sauðárkróksbær þá að ganga í
ábyrgð gagnvart Byggðastofnun,
en aó uppfylltum vissum skilyrð-
um. Ekki hefur heyrst mcira frá
Islensku lindarvatni hf. og því
ekki að sjá að tekist hall að upp-
fylla skilyrði fyrir lánum né
ábyrgðum.
Nú hafa aórir aðilar stofnað
undirbúningsfélag urn markaðs-
könnun og útflutning vatns frá
Sauðárkróki. Það eru Sauðár-
króksbær, Gunnar G. Schram og
Dr. Paul H. Muellcr, scm er fyrr-
um stjórnarformaður Isals. Skv.
frcttatilkynningu frá Sauðárkróks-
bæ var gerð jarðfræðilcg könnun
sl. sumar á lindum og gæöum
vatnsins og félagiö var stofnað í
framhaldi af því. Skv. heimildum
blaðsins fékk Vatnsveita bæjarins
gæðastimpil frá EB á vatnið, þaö
stcnst kröfur urn sölu á fcrskvatni
í löndum EB. I fréttatilkynning-
unni scgir jafnframt að cf mark-
aóskannanir gefi jákvæðar niöur-
stöður verði lcitað eftir samvinnu
vió nýja fjárfestingaraðila, innan-
lands og utan.
Bæjarráð leggur til að bærinn
verði hluthafi að 20%, eða
672.000,- kr. og að bærinn láni ís-
lcnsku fcrskvatni 100.000 dollara
á þessu og næsta ári (rúmar 7
millj. ísl. kr.). Málið vcrður af-
grcitt á l'undi bæjarstjórnar í dag
og jafnframt að bærinn vcrði
stofnaðili að hinu nýja félagi.
sþ
Rússarnir koma:
Tfsn Maríu líklega
siglt til Murmansk
- í lok næstu viku
Von er á forsvarsmönnum rúss-
neska útgerðarfyrirtækisins
Sovrybflot til Ólafsfjarðar í lok
vikunnar til að ganga frá kaup-
um á línuveiðiskipinu Lísu
Maríu ÓF-26. Söluverð skipsins
eru 4 milljónir dollara, eða um
290 milljónir íslenskra króna.
Með í för verður áhöfn sem sigla
mun skipinu austur til Rúss-
Iands en skipiö mun eiga að fara
á línuveiðar við Shakalineyjar.
Varðandi sölu á Sigurfara ÓF-
30, sem cinnig cr í cigu Sædísar
hf„ sagði Gunnar Þór Magnússon
framkvæmdastjóri aðeins: „Það cr
allt falt ef vel cr boðið og það er
ekki ólíklcgra en hvað annað að
ráðist verði í frystitogarakaup cf
hann vcrður seldur líka. Það
streyma hér inn tilboö eftir aö þaö
varö Ijóst að selja ætti L.ísu Maríu,
og eru boöin allt frá 30 metra upp
í 80 metra löng flskiskip og þcssi
tilboð koma víöa að úr heimin-
um.“
Sigurfari ÓF-30 er 176 brl. að
stærð, smíöaður í Norcgi 1988, og
er skipiö mcö tæplega 800 lcsta
þorskígildiskvóta auk síldarkvóta.
Áður hafði útgerðin sclt Snarfara
ÓF-25 til Hafnarfjarðar en hann cr
236 brl. að stæró, smíðaöur í Nor-
egi 1964.
Sigurfari ÓF cr á rækjuvciöum,
og cr aflinn frystur um borð.
Gunnar Þór scgir að erfltt sé orðiö
aó kcppa viö stóru skipin sem eru
á rækjuvciöum því samkvæmt
landhclgislögum l'ái þau að fara
upp allan Eyjatjarðarál cl’ veður
vcrsnar. Þaö sc einnig varhugavcrt
aó slcngja öllum skipum á rækju-
veiðar þótt samdráttur vcröi í
þorskveiðunum. GG
<Wf$
..íslenskt
og gott
Byggðavegi 98
Opið til kl. 22.00 alla daga
20-40%
AFSLATTUR
^Peátomyndir?
SKIPAGATA 16 SÍMI: 23520