Dagur - 21.12.1993, Side 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 21. nóvember 1993
ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF.
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222
ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (iþróttir),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON
LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Kaupmáttur fer
minnkandi
í nýútkomnu fréttabréfi Kjararannsóknarnefndar
kemur fram að greitt tímakaup í dagvinnu landverka-
fólks hafi hækkað um 1,4% frá þriðja ársfjórðungi
1992 til sama tímabils á þessu ári. Þá kemur fram í
sama fréttabréfi að vísitala framfærslukostnaðar hafi
hækkað um allt að 5% þannig að kaupmáttur greidds
tímakaups í dagvinnu hafi minnkað um 3,4% þrátt
fyrir að kauptaxtar flestra starfshópa hafi verið
óbreyttir á umræddu tímabili. Þótt þessar tölur séu
ekki tæmandi um almenna launaþróun í landinu und-
anfarna tólf mánuði gefa þær ákveðna vísbendingu
um hvert stefnir þegar laun almenns verkafólks eru
annars vegar.
Með þjóðarsáttarsamningunum svonefndu tóku
launþegar ákveðnar byrðar á sínar herðar til að auð-
velda ríkisvaldinu og atvinnulífinu að takast á við
ákveðinn efnahagsvanda, sem farinn var að gera vart
við sig. Með þessum samningum lagði vinnandi fólk í
landinu fram ákveðinn skerf til lausnar aðsteðjandi
vanda og til almennrar eflingar atvinnulífsins. Við
gerð kjarasamninga fyrr á þessu ári voru þau sömu
sjónarmið og lágu til grundvallar þjóðarsáttarsamn-
ingnum í heiðri höfð og varast að efna til útgjalda
sem framleiðsla atvinnuveganna gæti ekki staðið
undir.
Ljóst er að sú skynsamlega samningsgerð, sem
þjóðarsáttarsamningarnir og síðar núgildandi kjara-
samningar byggja á, er undirstaða þess að tekist hef-
ur að halda verðbólgunni í skefjum á erfiðum tímum.
Að því leyti hafa þau markmið er sett voru með hinni
nýju samningsleið náðst. En þessir samningar hafa
einnig kostað launafólk mun meiri fórnir en í upphafi
var ætlast til. Laun hafa ekki hækkað til jafns við ann-
að verðlag í landinu eins og nýir útreikningar Kjara-
rannsóknarnefndar sýna. Við hina óhagstæðu þróun
kaupmáttar bætist að atvinnuleysi fer stöðugt vax-
andi. Atvinnulausum hefur fjölgað um 40% á einu ári
og trúlega hafa aldrei fleiri einstaklingar verið án at-
vinnu hér á landi en nú í þessum jólamánuði.
Margt hefur lagst á eitt um að skapa þann efna-
hagsvanda sem minnkandi kaupmáttur og atvinnu-
leysi eru afleiðingar af. Má þar nefna meiri samdrátt í
aflaheimildum og lægra verð á útflutningsmörkuðum
fiskafurða en gert var ráð fyrir. Uppbygging iðnaðar
hefur stöðvast og fremur verið stigin skref afturábak í
þeim efnum að undanförnu. Öll nýsköpun í atvinnulíf-
inu hefur verið í lágmarki og stjórnvöld engar leiðir
séð aðrar en samdrátt á öllum sviðum.
Við svo búið má ekki standa. Stjórnvöld og raunar
þjóðin öll verður að hrista af sér slenið og hefja sókn
til bættra lífskjara. Nýta verður þann efnahagsbata er
hugsanlega kemur fram á næstu mánuðum til að
hefja áframhaldandi uppbyggingu atvinnu- og efna-
hagslífs. Áfram verður að sækja á fjarlæg fiskimið eft-
ir því sem aðstæður leyfa meðan fiskistofnar við land-
ið þola ekki meiri veiði en raun ber vitni. Iðnaðinn í
landinu þarf að endurvekja áður það verður um sein-
an. Með öðrum hætti verður tæpast snúið af þeirri
braut sem nú er farin. Braut rýrnandi kaupmáttar og
vaxandi atvinnuleysis. ÞI
„ítalskt stjómmálasiðferði“
í málefnum Akureyrarbæjar
Þegar ég síðastliðió haust, í greinum
mínum um „Ungmenni í klóm fast-
eignasala og Islandsbanka" kafaði
niður í meint hagsmunatengsl og
siðspillingu, var mér bent á að þau
vafasömu viðskipti, sem áttu sér
stað á milli Islandsbanka og Aðal-
geirs Finnssonar hf. annars vegar og
viðskipta“vina“ Islandsbanka hins
vegar, væru ekki það eina sem ekki
þyldi dagsbirtuna. Mér var tjáð, að
þá þegar væri búið, á bakvið tjöldin,
að taka um það „pólitíska“ ákvörð-
un að Húsnæðisnefnd Akureyrar
yrði látin kaupa hinar umdeildu
íbúðir í Drekagili 28, af A. Finns-
syni hf. til þess að bjarga fyrirtæk-
inu úr fjárhagsörðugleikum og aó
almenningur á Akureyri yrði látinn
greiða fyrir björgunina.
Ég skrifaði grein í dagblaðið Dag
þann 8. október sl. þar sem fram
voru bomar sjö tölusettar spurningar
undir yfirskriftinni „Húsnæðisnefnd
á villigötum?". Mér var boðið á
fund Húsnæðisnefndar, þar sem
meirihlutinn reyndi að drepa málinu
Vilhjálmur Ingi Árnason.
á dreif með því að fullyrða að þær
upplýsingar sem ég hefði, væru bara
marklausar sögusagnir. Fundinum
lauk án niðurstöðu og þessum sjö
spurningum var aldrei svarað opin-
bcrlega.
Nú eru þessar „marklausu sögu-
sagnir“ orðnar að veruleika, hinir
pólitísku fulltrúar hafa sniðgengið
reglugerðir og hundsað vióvörunar-
orð embættismanna um að íbúðimar
myndu trúlega ekki seljast og bæjar-
sjóður því sitja uppi með um 40
milljóna króna skuldbindingar.
Ég skora á þá bæjarfulltrúa og
húnæðisnefndarmenn, sem sátu hjá
eða andmæltu þessu makalausa
sjónarspili, að útskýra og gera opin-
berlega grein fyrir afstöðu sinni.
Þeir sem veittu þessu máli brautar-
gengi mættu líka koma fram á sjón-
arsviðió.
Ég mun síðar, ef þörf krefur,
fylgja þessum línum eftir með
teikningum og nánari gögnum en
fyrst er best að gefa þeim, sem að
málinu standa, tækifæri til að tjá
sig. Það eru nefnilega kosningar í
vor og miklu skiptir að vita hverjir
hafa hreint mjöl í pokahorninu.
Vilhjálmur Ingi Árnason.
Höfundur er formaóur Neytendafélags Akureyrar
og nágrennis.
í framhaldi af fyrri grein:
Hönnimarfúsk
í þessari grein vil cg aftur vísa til grein-
argerðar Ama Olafssonar, skipulags-
stjóra Akureyrarbæjar, dags. 9. ágúst
1993, en þar segir orórétt m.a.:
„Mér virðist nær undantekningar-
laust að íbúóir hannaðar af ákveðnum
húsateiknurum hér í bænum beri vott
um þekkingarskort þeirra á híbýlahátt-
um. Rekst þar hvaó á annars hom þegar
koma á fyrir venjulegum innanstokks-
munum, setja hurðir fyrir íbúðarrými
íbúðanna, klæóa loft og leggja gólfefni.
Jafnvel er herbergjum stundum svo illa
fyrir komið og þau svo illa löguó að það
stangast á vió almennar lágmarkskröfur
eóa umgengnisvenjur. I slíkum vinnu-
brögðum felst virðingarleysi gagnvart
væntanlegum notendum húsanna eða
eigendum, sem leggja afrakstur lífs-
starfsins í húsnæóið."
Hörð orð en allt of sönn
Þetta eru hörð orð en því miður alltof
sönn. I þessum bæ em til mýmörg dæmi
um íbúóir þar sem bamaherbergi em
höfó svo lítil og illa löguó að ekki er
unnt aó koma fyrir einföldustu húsgögn-
um sem skólabömum em nauðsynleg.
Þá finnst ýmsum hönnuðum þeir endi-
lega þurfa að hafa fataskápa í öllum her-
bergjum íbúða. Slíkt er auðvitað firra -
góður skápur í hjónaherbergi er í flest-
um tilvikum nauósynlegur - en í fjög-
urra herbergja íbúðum er ekki úr vegi aó
hafa skáp á svefngangi annað hvort fyrir
alla fjölskyldumeðlimi eða þá minni
skáp fyrir böm. Hins vegar viróast lausir
fataskápar vera nokkuó sem flestum
hönnuðum dettur ekki í hug að hafa.
Tilgangsleysi og klúður
Borðkrókur í eldhúsi þarf að hæfa öóm
rými íbúðarinnar þ.e. vera nógu stór fyr-
ir fjölskylduna. Alltof mörg dæmi em
um að borðkrókur sé of þröngur. -
Hönnun glugga er sums staðar ábóta-
vant. - Þvottavél á baði í 3ja-4ra her-
bergja íbúðum hefur vafalítið verið sett
þar aó kröfu byggingaraðila. Þaó cr
nefnilega snöggtum ódýrara en aó hafa
sér þvottahús, t.d. inn af eldhúsi eða
annars staóar til hliðar eða í sameign.
Sameiginlegt rými á hverri hæð í stiga-
gangi gæti þjónað 3-4 íbúóum.
Víóa fer alltof mikió rými í stóran
skála í algjöru tilgangsleysi en í sömu
íbúð, sem e.t.v. er allt að 90 fermetrum,
er kannski 6-7 fermetra bamaherbergi.
Fjölmörg dæmi em um það í fjölbýlis-
húsum að sameign á jaróhæð hafi verið
tekin undir íbúð eða jafnvel tvær íbúðir.
í þeim tilvikum hafa hönnuðir látió und-
- fyrirkomulag íbúða
Pétur Jósefsson.
an gróóafíkn byggingaraðila. í sumum
tilvikum er um slíkt klúóur aó ræða aó
engu tali tekur. - Þá má tilgreina fjöl-
mörg dæmi um 3ja-4ra herbcrgja raóhús
þar sem bamaherbergi er forstofuher-
bergi sem þýðir í flestum tilfellum að
ekki er unnt aó nota það fyrir bam fyrr
en það er orðió stálpað. Ég býst við aö
flestir foreldrar skilji hvaó átt er við.
Skortur á geymslurými
Að síðustu er rétt aó geta þess að í fjöl-
mörgum raðhúsum hér í bæ hafa hönn-
uðir tæpast gert ráó fyrir geymslurými
og þá alls ekki fyrir grófari hluti eins og
reióhjól, hjólbaróa eóa því um líkt.
Sums staóar hafa útigeymslur þó veriö
teiknaóar við húsin en ekki byggðar
(þaó á að byggja þær seinna er manni
sagt).
Hlutverk byggingarnefndar
Hér er í raun ekki aðeins vió bygginga-
meistara og hönnuði aó sakast - heldur
einnig byggingamefnd Akureyrar. Hún
virðist hafa hleypt í gegn aftur og aftur
og aftur þvílíku klúóri og vanhönnun að
dæmalaust er. Hvers vegna? Ámi Ólafs-
son skrifar í greinargerð sinni:
„Byggingamefnd hefur litla stoó í
byggingarreglugeró fyrir því að skipta
sér af innra skipulagi íbúóa ef stærðar-
ákvæói og örfá atriði um tillit til fatlaðra
em uppfyllt og salemi er ekki inn af
borðstofu eða stofu.“
I framhaldi af þessu skyldi maóur
ætla aó byggingamefnd sitji þarna og
geti ekki annað og eigi þess ekki kost að
hafa áhrif á geró og útlit bygginga. Að
mínu viti er þetta alls ekki svo. í fyrsta
lagi hcfur byggingamefndin byggingar-
reglugerð þar sem segir m.a.: „Vanda
skal til útlitshönnunar allra bygginga.
Byggingamefnd skal meta útlitshönnun
bygginga hvaó varóar form, hlutföll,
efni, liti o.ll" I öðm lagi segir: „Ibúðir
skulu þannig hannaðar að þær snúi vel
vió sól og henti sem best til íbúðar...“
Ámi ritar í greinargerð sinni að
byggingamefnd þurfi í starfí sínu að
hafa sér til aðstoðar sérmenntaðan mann
t.d. arkitekt sem yfirfari og meti þau
hönnunarverk sem nefndinni berist.
Ekki sé unnt að ætlast til þess af bygg-
ingarfulltrúa vegna anna hans í um-
fangsmiklu starfí. Hér vil ég bæta við að
byggingamefnd þarf að vera skipuð
fólki sem hefur lifandi áhuga á viðfangs-
efninu sem cr vissulega mikilvægt og
heillandi - að hafa áhrif á mótun um-
hverfísins sem bæjarbúar hafa fyrir aug-
unum í framtíðinni.
Vilji og metnaður
Pólitísku flokkamir skipa í nefndina sitt
fólk - e.t.v. þá sem duglegastir hafa ver-
ið í erindrekstri fyrir flokkana og nú
þurfi aó umbuna þeim. Einnig hata
flokkamir ímyndaö sér að best sé að
skipa í nefndina sem allra flesta bygg-
ingamenn og þar með getur nefndin orð-
ið þrýstihópur ákveðinna starfsstétta.
Undirrituðum er nákvæmlega sama hvar
í flokki byggingamefndarmenn standa.
Þcir geta allir vcrið úr sama flokknum
mín vegna. En þeir verða aó hafa áhuga
á hönnun og byggingalist og vera
óhræddir við aó hafa skoðanir, jafnvel
óþægilegar skoðanir, og láta þær í Ijós.
Umfram allt þurfa þeir að hafa vilja til
þess aó gera vel og metnað fyrir hönd
Akureyringa og samstöðu um aó láta
aldrci undan lágkúmnni.
Fyrirspurn til byggingarfulltrúa
Aó síðustu: Ein spuming til byggingar-
fulltrúa. Hvaó líður störfum nefndar eöa
starfshóps sem ætlað var að kanna or-
sakir gífurlegra steypuskemmda á fjöl-
býlishúsum hér í bænum og bæjarbúar
hafa fylgst með undanfarin ár? Fólk
veltir fyrir sér hvers vegna sum fjölbýl-
ishús hafa skemmst meir en önnur.
Heyrst hafa tölur um gífurlegan kostnað
hjá sumum eigendum þessara húsa en
minni hjá öðram án þess að unnt sé að
gera sér grein fyrir hvers vegna.
Pétur Jósefsson.
Höfundur er sölustjóri Fasteigna- og skipasölu Norður-
lands.
Millifyrirsagnir eru blaðsins.