Dagur


Dagur - 21.12.1993, Qupperneq 7

Dagur - 21.12.1993, Qupperneq 7
Þriðjudagur 21. desember 1993 - DAGUR - 7 Tjamarkvartettínn Tjamarkvartettinn er skipaður tveím konum, Rósu Baldursdóttur, sópran og Kristjönu Am- gímsdóttur, alt, og tveim körlum, Hjörleifi Hjart- arsyni, tenór, og Kristjáni Hjartarsyni, bassa. Öll búa þau á Tjörn í Svarf- aðardal og nefna sig eftir heimavelli sínum. Kvartettinn á sér þeg- ar nokkurra ára sögu, þó að ekki hafi hátt farið í allra eyrum. Hann hefur komið fram í bland víð annað efni og einnig efnt tíl tónleíka. Smám saman hefur vegur hans farið vaxandi, enda unnið af metnaöi, eins og áheyrendur máttu heyra á tónleikum Tjarnarkvartettsíns í Deiglunni á Akureyri sunnudaginn 19. desember. Söngskrá tónleikanna var afar blönduð. Þaö kom sér vel, þar sem fyrir vikiö var unnt að meta nokkuð, hvar söngflokkurinn stendur á ferli sínum. Óhætt er að fullyrða þegar í stað, aö um- talsverðar framfarir hafa orðið á flutningi kvart- ettsins frá því að undirritaður heyrði hann síðast að frátöldum þeím örfáu lögum, sem hann flutti á hínni blönduðu dagskrá, sem efnt var til í Deiglunni 10. desember síðastliöinn. Raddir féllu betur hver að annarri en fyrr og kom þaö víöa fram. Sem dæmi má nefna Uti í mó, sænskt þjóðlag með texta eftír Hjörleif Hjartarson, sem kvartettinn flutti líflega og af ánægjulegu öryggi í beitingu blæbrigða í styrk; Muse/Plant no Trees eftir Spilverk þjóðanna, sem birti gott vald á fjöl- breyttrí raddbeitingu og hóglegurn takti; Lag úr SkoIIaleik Böðvars Guömundssonar eftir Jón Hlöðver Áskelsson, þar sem geta söngflokksins til leikræns flutnings kom vel fram; og A jólunum er gleöi og gaman, jólalag frá Katalóníu, sem kvartettinn flutti af léttleika og öryggi. Fleíra mætti til tína, sem einnig var vel gert þó að ekki næði því, sem nefnt hefur verið, að minnsta kosti ekki í eyrum undirritaðs. Þannig var flutníngur fimm negrasálma ekkí svo góður sem hefði mátt vera. Þá tílfinningu, sem þeirri tónlist heyrir, skorti talsvert. Best tókst í hinní rólegu túlkun á sálminum Every Níght, en þar var flutningur kvartettsins sérlega ljúfur og yfirvegaður. Greinilegt var á öllum flutningi, að unnið hefur verið af natni viö æfingar. Innkomur voru svo til ætíö feyrulausar og hljómar vel hreinir. Jafnvel þar sem hraöast og flóknast var sungiö, var tæp- lega misfellu aö finna. Lítils háttar gallar voru á flutningi hér og þar og í einstökum lögum. Þannig brá fyrir örlitlum titringi á röddum, líkt og fyrir spennu, einkum framan af, og í nokkur skipti gætti dálítið flárrar raddbeitingar, sem spilltí áferð. í nokkrum tilfell- um hefði Iíka mátt vera heldur meíra líf í flutn- ingí, einkum í Iögum svo sem Some of These Days og negrasálmunum. í heild séð var flutn- ingur hins vegar góður og öll frammistaöa á greinilegri framfarabraut. Þar skiptir án efa máli, að kvartettinn hefur fengið tíl liðs við sig Gerrit Schuil, en honum færa félagarnir í kvartettinum sérstakar þakkir í söngskrá. Tjarnarkvartettinum var mjög vel tekið á tón- leikunum í Deiglunni og flutti hann mörg auka- lög. Það er tæplega vafi á því, aö haldí þessi söngflokkur fram sem horfir, má af honum vænta mjög góðra hluta í framtíö. TONLIST Haukur Ágústsson skrífar Jólaleikrit Þjóðleikhússins: íslenskur angórufatnaður ÍÁGJQFIN SEMVERMR Undirfót, sokkar, hlífðar- og heilsufatnaður úrfinull. Fœst í apótekinu Fyrirtæki og félög athugið! Erum að taka nióur pantanir á dagbókum fyrir árið 1994 með merkingum fyrirtækja eða félaga. Margar geróir og litir. Hafió samband í síma 96-21745. Bókaútgáfan Varmá, Ey-Mark sf., Glerárgötu 20, 2. hæð. Auglýsendur takið eftir! Síðasta blað „Mávurinn“ - eftir Anton Tsjekhof Baltasar Kormákur, Anna Kristín Arngrímsdóttir og Iírlingur Gíslason í Ljósmynd: Grímur/Þjóðlcikhúsió. Jólafrumsýning Þjóðleikhússins að þessu sinni verður „Mávur- inn“, eitt af nieistaraverkum rússneska leikskáldsins Antons Tsjekhofs, í nýrri þýðingu Ingi- bjargar Haraldsdóttur. Þrír af færustu leikhúslista- mönnum Litháens eru gestir Þjóð- lcikhússins um þessar mundir og standa að þessari uppfærslu. Það cru leikstjórinn Rimas Tuminas, scm jafnframt er listrænn stjórn- andi hins virta Litla lcikhúss í Vilnius; Icikmynda- og búninga- hönnuðurinn Vytautas Narbutas og tónskáldió Faustas Latcnas. Þremenningarnir starfa að jafnaði saman við uppsetningar leiksýn- inga í hcimalandi sínu og hafa sýningar þeirra vakið mikla at- hygli langt út fyrir landamæri Lit- háens. Þcir þremenningar hafa auk þess unnið saman að uppsctningu á „Vanja frænda“ í Finnlandi. „Mávurinn“ fjallar um lífió sjáll't, cn þó einkum um líf í list- um; og þetta leikrit fjallar cinnig um rcynslu andspænis rcynslu- lcysi, hæfileika andspænis hæfi- leikaleysi og ást andspænis ást- leysi. Leiklléttan er einföld en það sem gerist á milli leikpersónanna birtir ógleymanlega, ljúfsára mynd af manneskjunni. Tsjekhof sjálfur kallaði lcikrit- ið gamanlcik og óhætt er að segja að leikstjórinn fari mjög óhefö- bundnar leiðir í uppfærslu sinni. hlutverkum smum i „Mávinum“. Þetta er í fyrsta sinn sem „Mávur- inn“ er sýndur á fjölum Þjóóleik- hússins en áður hefur leikhúsið sýnt „Kirsuberjagaröinn" og „Villihunang“, leikgerð Michael Frayns á leikritinu „Platonof Meö helstu hlutverk í sýningu Þjóðleikhússins á „Mávinum“ fara Anna Kristín Arngrímsdóttir, Baltasar Kormákur, Jóhann Sig- urðarson, Halldóra Björnsdóttir, Erlingur Gíslason, Hjalti Rögn- valdsson, Gunnar Eyjólfsson, Ró- bert Arnllnnsson, Edda Arnljóts- dóttir og Guðrún Gísladóttir. Aö- stoðarleikstjóri er Asdís Þórhalls- dóttir, en Páll Ragnarsson annast lýsingu. Frumsýning verður á Stóra sviói Þjóðleikhússins að kvöldi annars dags jóla og er uppselt á þá sýningu, cn önnur sýning verður þriðjudaginn 28. desembcr og þriðja sýning 30. desember. Síðasta blað fyrir jól kemur út fimmtudaginn 23. desember. Skilafrestur auglýsinga er til kl. 11.00 miðvikudaginn 22. des- ember. Milli jóla og nýárs Milli jóla og nýárs koma út þrjú blöð, þriðjudaginn 28., miðviku- daginn 29. og fimmtudaginn 30. desember. Skilafrestur Skilafrestur auglýsinga í þriðju- dagsblaðið er til kl. 11.00 mánu- daginn 27. desember, fyrir mið- vikudagsblaðið er skilafrestur til kl. 11.00 þriðjudaginn 28. desember og fyrir fimmtudags- blaðið er skilafrestur til kl. 11 miðvikudaginn 29. desember. Fyrsta blað Fyrsta blað á nýju ári kemur út þriðjudaginn 4. janúar. auglýsingadeild, sími 24222. i________________________________________i 0PID MIPVIKUDACINN22. DESEMBER KL. 9-22 KAUPMANNAFÉLAd AKUREYRAR

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.