Dagur - 21.12.1993, Blaðsíða 18
18 - DAGUR - Þriðjudagur 21. desember 1993
Brautskráning í Verkmenntaskólanum á Akureyri sl. laugardag:
„Hver eru musteri þín...“
- ræða Bernharðs Haraldssonar, skólameistara
Stúdcntscfni hlusta mcð andakt á ræðu skólamcistara.
Skólamcistari afhcndir Agústi Haukssyni, vélstjóra af tæknisviði, viður-
kcnningar fyrir frábærar árangur í vélstjóragreinum frá Vélstjórafélagi Is-
lands og frá Hitaveitu Akureyrar fyrir frábæran árangur í stærðfræði og
cðilsfræði. Myndir: Robyn
Ágætu nemendur, gestir og heima-
fólk!
Virðulega samkoma!
Ég býð ykkur öll hjartanlega
veikomin til þessarar athafnar hér á
Eyrarlandsholti. Nú brautskráum
við nemendur í fyrsta skipti í
Gryfjunni, enda hópurinn stærri en
áður við haustannarlok. Það er tím-
anna tákn, að nú skuli nemendur
ljúka námi á miðjum vetri, athöfn,
sem allt fram á síðustu ár hefur
eingöngu farið fram í maí, í skini
bjartrar vorsólar.
„Hver eru musteriþín
skapari
hús tœkni vísinda valds
dómkirkjur
sigurbogi
eða eru það kannski
hjörtu vor. “
(Kristján frá Djúpalæk)
Er það ekki viö hæfi þá daga, er
sól er skemmst á lofti, að velta
þessari spurningu Kristjáns frá
Djúpalæk fyrir sér, þegar hlýja og
kærleiki eru okkur nær en marga
aðra stund? Er ekki líka gott og
reyndar nauðsynlegt að staldra við
og skyggnast í eigin sálarkima, að
hlaupa ekki svo, aö ekki gefist
stund til íhugunar, að rasa ekki svo
um ráð fram, að við gleymum sjálf-
um okkur, hinum innra manni,
sjálfum grundvelli tilveru okkar?
Er skáldið ekki með spumingu
sinni aö benda okkur á aö meta og
vega, að bera tilveruna saman við
verkin, aö skoða okkar innri mann?
Hvort er í reynd mikilvægara, mað-
ur eða mannvirki? Getur það verið,
að veraldleg gæði skyggi á mann-
inn og manngildið, að maðurinn
standi í skugganum af tæknilegum
afrekum, sem hann þó vann sjálf-
ur? Nú verður hver að svara fyrir
sig, en er okkur ekki hollt aó hug-
leiða þessa spumingu, að leita
svars við henni hvert á sinn máta?
Svarið fæst þó aðeins, ef við gefum
okkur tíma til hugleiðinga, góöan
tíma áður en okkur rekur fyrir fullt
og fast upp á flæðisker hégómans.
Það er ekki svo langt síðan við
hófum skólastarfið í haust, rúmlega
þrír og hálfur mánuður, tími, sem
okkur fannst langur þá, en skamm-
ur nú. Veturinn hefur verið okkur
mildur, ekki bara í tíðarfari, heldur
einnig hér í skólanum og þar hafa
ekki blásið hvassir vindar. Nem-
endur, hálft tíunda hundrað í dag-
skóla, hafa unnið langan dag undir
stjóm kennara sinna, árangur
flestra hefur haldist nokkuð í hend-
ur við eljusemina, sá samviskusami
hlýtur góð laun erfiðis síns.
Ég hef stundum spurt þeirrar
spurningar til hvers við höfum
skóla og aldrei fundið algilt svar,
enda þess varla von. Hins vegar er-
um við væntanlega öll sammála um
þörf fyrir góða skóla, um þörf fyrir
menntun handa ungu fólki og
reyndar því eldra líka. Þeir tímar
em hugsanlega að koma, að við
verðum að leita í vaxandi mæli til
annarra auólinda en jarðargróða og
fiskifangs. Hvert snúum við okkur
þá? Hver er þá sú auðlind, sem af
Bernharð Haraldsson, skólamcistari
Verkmenntaskólans á Akurcyri, að
flytja ræðu sína við brautskráningu
stúdcnta sl. laugardag.
skal ausið til aö byggja þetta land
með þeim lífskjörum, sem okkur
þykja góö? Þar verðum við að leita
dýpra á mið þekkingar og þjálfun-
ar, reyna að nýta betur og helst til
fulls þá eiginleika, sem við búum
sjálf yfir, vit huga og handar.
Það er og verður hlutverk skól-
anna að leggja gmnninn að form-
legri menntun einstaklingsins, að
búa hverjum og einum möguleika
til að eflast í viöfangi við sífellt
flóknari verkefni, að takast á viö æ
meiri kröfur, að þroskast við þaó að
hafa vindinn í fangið. Það er hins
vegar einstaklingsins að nýta sér
tækifærin.
Verkmenntaskólinn á Akureyri
hefur skyldum að gegna vió um-
hverfi sitt, rétt eins og aðrir skólar.
Honum ber aó mennta fólk til
margháttaðra starfa, að tengja hags-
muni samfélagsins hagsmunum
einstaklingsins, að eiga trúnað og
skilning beggja. Þetta höfum við
reynt að gera og ég vona að við
höfum ekki brugðist þeim vænting-
um, sem til okkar vom gerðar, þeg-
ar skólinn var stofnaður fyrrir nær
fellt einum áratug. Ég vona, að að-
sóknin að skólanum beri þess
nokkurt vitni, að okkur hafi tekist
að standa í ístaðinu sem skyldi.
Mér er minnisstæö fyrsta braut-
skráningin, sunnudaginn 20. janúar
1985, en þá kvöddum við 12 nem-
endur. Þaö var sunnudagur og snjór
lá yfir öllu, rétt eins og núna. Fyrsti
nemandinn, sem var brautskráður
var ung stúlka, sem var að ljúka
sjúkraliðaprófi. Hún fékk með
prófskírteininu sínu lítinn lampa, til
að minna hana á Florence Night-
ingale og góðverk hlýrra handa.
Hún lauk síðar stúdentsprófi og var
í hópi fyrstu hjúkmnarfræóinganna,
sem luku námi við Háskólann á
Akureyri. Ég hef reyndar innra
með mér gælt við þá hugsun, að
við ættum eins og fáeina lófastóra
steina í ágætri menntun hennar.
Við höfum nú brautskráð nærri tvö
þúsund nemendur með margvíslegt
nám að baki og þeir hafa farið víða
bæði heima og erlendis. Vegir
þeirra hafa Iegið til ýmissa átta, en
okkur er það gleðiefni þegar við
fréttum af velgengni þeirra.
Ég leyni því ekki, að ég hef
áhyggjur af framtíð menntunar.
ekki síst iðnnámsins, ekki er það
vegna þess aó ég óttist litla aðsókn
eða að okkur þrjóti andrá til að
veita slíka menntun. Ég óttast hins
vegar, að störf séu að hverfa, að
verkþekking og reynsla séu að glat-
ast, að útflutningur starfa til ann-
arra landa leiði til þess, aö atvinnu-
hættir breytist. Auðvitað verða
framfarir að eiga sér stað, stöðnun
er engum til góðs, en er ekki of
langt seilst, ef við t.d. líðum það,
að skipasmíðaiðnaðurinn flytjist
allur úr landi á þess að við fáum
rönd viö reist? Er nokkurt vit í því
að láta dýran tækjabúnað, mikla og
góða fagmennsku liggja ónotaða og
fita aðrar þjóóir með verkum sem
vió getum unnið sjálf? Eða hafa
menn nú gleymt því, þegar við höf-
um verið fullvalda þjóð í sjötíu og
fimm ár, að það var líklega öðru
fremur skortur á skipum, sem svipti
okkur sjálfstæðinu á 13. öld?
Á næsta ári minnumst við þess,
að hálf öld er liðin frá stofnun lýð-
veldis á Islandi og þá verður vafa-
laust mikið um dýrðir. Á þeim
tímamótum gefst okkur tækifæri til
að meta störf okkar, að skoða
hvernig okkur hefur vegnað þennan
tíma, þessi fimmtíu ár, hvort við
höfum gengið götu okkar til góðs.
Hvemig það mat verður, veit eng-
inn, en mig grunar, að margt hafi
vel verið gert, en sumt hefði nú
mátt fara á annan veg.
Góðir nemendur!
Ég hef spurt margra spuminga,
en engri svarað. Þessar spumingar
eru til orðnar vegna þess, að mér
finnst, að framundan séu meiri
tímamót en oft áður, ekki bara í lífi
ykkar, sem nú yfirgefið Verk-
menntaskúiann á Akureyri og leitið
nýrra viðfangsefna, heldur okkar
allra, okkar sem þjóðar, okkar sem
íslendinga. Því hvet ég ykkur til
umhugsunar, til aó venja ykkur á
að meta stöðu ykkar, að læra að
velja hið rétta og hafna hinu ranga
og að muna, að til að geta þarf að
vilja og til að vilja þarf að geta.
Brautskráning
Ágætu nemendur, þið sem nú
brautskráist frá Verkmcnntaskólan-
um á Akureyri!
Eftir fáeinar mínútur fáið þið
frelsi ykkar, dvöl ykkar hér er á
enda, hún verður liðin tíð, orðin að
sögu og þið stígið frjálsum fæti á
grund, vonglöð og brosandi og lífið
blasir við, langt, bjart og fagurt.
Nú bíða önnur og erfiðari við-
fangsefni ykkar. Nú hefst hin eigin-
lega skólaganga, ekki lengur undir
aga bjöllu og kennara, heldur aga
lífsins sjálfs, aga þeirra verkefna,
sem þió takist á við undir stjórn
ykkar eigin huga og handar, knúin
sjálfsbjargarviðleitni og viljastyrk
sjálfra ykkar. Hvert einasta við-
fangsefni, bæði stórt og smátt
krefst samviskusemi og vandvirkni
ef það á aö leysa farsællega. Sú
lausn byggir á engu fremur en
þekkingu ykkar og vilja, vilja, sem
er borinn uppi af sjálfstrausti og
aga. Ekkert viðfangsefni er svo
smátt, svo lítilfjörlegt, að því beri
ekki full viröing, ekkcrt gott verk
skal láta óunnið. Því skuluð þið
gera það sem þið trúið á, meta mál-
staðinn meir en vinsældirnar. Því
skuluð þið trúa á það, sem þið ger-
ið, vinna verk ykkar í anda hinnar
góðu samvisku.
Ég nefndi áðan, að nú fengjuð
þið frelsi ykkar, við sleppum nefni-
lega af ykkur hendinni. Ekki ætla
ég, að ykkur verði illa borgið eða
að þið kunnið ekki fótum ykkar
forráð. Þvert á móti. Við treystum
ykkur til allra góðra verka. Ég bió
ykkur að vera stolt af áfanganum,
sem þið hafið nú náð.
Munið aö nýfcngið frelsi er
vandmeðfarið, brothættara en
nokkurt egg, þaö hoppar og skopp-
ar, ekki má missa það. Ekkert er
frelsinu dýrmætara, engin verð-
mæti eru því jöfn, allur fagurgali
hjóm. Verið því frjáls í hugsun,
orðum og athöfn, gleymió ekki
manninum í sjálfum ykkur, því
„Hver eru musteri þín
skapari
hús tœkni vísinda valds
dómkirkjur
sigurbogi
eða eru það kannski
hjörtu vor. “
Verið þið svo öll sæl og blessuð
og gangið á Guðs vegum.
r \ •
k
AKUR
KAUPANGIV/ MYRARVEG 602 AKUREYRI
SÍMAR 24800 & 24830 PÓSTHÓLF 498
Byggðir Eyjafjarðar 1990
Gagnmerkt heimildar- og uppsláttarrit um byggð
í Eyjafirði á þessari öld.
I ritinu eru myndir af öllum byggðum býlurn,
ásamt þeim eyöibýlum þar sem enn standa nokkur
hús. Myndir eru einnig af flestum ábúendum.
Ritió er í tveim bindum, alls 1175 síður.
Verö kr. 13.680.
Bækurnar fást hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar,
Óseyri 2,603 Akureyri, sími 96-24477.
Sendum í póstkröfu um allt land.
BÚNAÐARSAMBAND EYJAFJARÐAR.