Dagur - 21.12.1993, Page 20
Akureyri, þriðjudagur 21. desember 1993
Úrval af Canon myndavélum
Tilvalið í jólapakkann
Verð frá kr. 5.990.-
cPedt6myndir7
Skipagata 16 Sími 23520
Húsavík:
Óökufærir
árekstur
Tveir bílar skullu saman rétt
norðan við Húsavíkurbæ á
sunnudagskvöld. Báðir bíl-
arnir voru óökufærir eftir
áreksturinn, en ekki urðu al-
varleg slys á fólki. Fjórir
voru fluttir til skoðunar á
sjúkrahús, en meiðsl þeirra
reyndust minniháttar.
Aðfaranótt sunnudags var
bíl ekið á kyrrstæða bifreið á
Garðarsbraut. Engin slys urðu
á fólki og skcmmdir á bílunum
minni háttar. Mikil hálka var
um helgina. IM
Deila um ráðningu í embætti byggingafulltrúa EyjaQarðar:
Sáttatfllaga fékk ekkí ein-
róma stuðning sveitarstjómanna
- rekstur byggingafulltrúaembættisins og ráðning í starfið hefði færst frá
Héraðsráði EyjaQarðar hefðu allar sveitarstjórnir samþykkt
Héraðsráð EyjaQarðar mun á
næstu dögum ganga frá ráðn-
ingu á nýjum byggingafulltrúa
Eyjaljarðar. Héraðsráðið aug-
lýsti fyrr í haust eftir manni í
starfið og fékk 39 umsóknir en
töf hefur orðið á ráðningunni
vegna ágreinings milli Héraðs-
ráðs og bygginganefndanna í
Eyjafirði sem telja það skýrt í
byggingalögum að þær skuli
ráða byggingafulltrúa. Héraðs-
ráð taldi það hins vegar sitt
hlutverk, út frá samningi sveit-
arfélaganna sem njóta þjónustu
byggingafulltrúaembættisins, að
ráða í starf byggingafulltrúa.
Eftir umfjöllun í sveitarstjórn-
um þessara sveitarfélaga í síð-
ustu viku var ljóst að ráðningin
yrði áfram á borði Héraðsráðs
og í samræmi við það verður
væntanlega ráðið í starfíð innan
tíðar.
Oll dreifbýlissveitarfélögin viö
Eyjafjörð njóta þjónustu embættis
Hvítir kollar settir upp á jólaföstu í VMA
en nemendur voru af heilbrigðissviði, viðskiptasviði,
uppeldissviði og tæknisviði. A bls. 18 er sagt nánar
frá útskriftinni og ræðu Bernharðs Haraldssonar,
skólameistara. OG/Myml: Robyn
Tuttugu og sex nemendur Vcrkamenntaskólans á Ak-
ureyri útskrifuðust frá skólanum sl. laugardag að við-
stöddum kennurum, foreldrum og öðrum gestum.
Þetta eru m.a. sjúkralióar, iðnaðarmenn og vélstjórar
Eyjafjarðarsvæðið:
Flokkun sorps hefst á næsta ári
Áformað er að heQa flokkun
sorps á Eyjafjarðarsvæðinu á
næsta ári með það fyrir augum
að flokka spilliefni frá öðru
sorpi. Flokkunin mun fara fram
á vegum Sorpsamlags Eyja-
fjarðar og miðast við Eyjafjarð-
arsvæðið. Endurvinnslan hf. á
Akureyri mun veita spilliefnum
VEÐRIÐ
Veðurstofan spáir að í dag
verði hæg norðvestlæg átt um
norðanvert landið með éljum
hér og þar og líklegt er að
veðrið verði á svipuðum nótum
á morgun. Á Þorláksmessu
bendir ýmislegt til nokkuð stífr-
ar norðaustanáttar,_ éljagangi
og 5-7 stiga frosti. Á aðfanga-
dag jóla má síðan gera ráð fyr-
ir hægri norðlægri átt og 3-5
gráðu frosti.
viðtöku en Eimskip hefur ann-
ast viðtöku rafgeyma af Eyja-
fjarðarsvæðinu og notað til þess
sérstakan spilliefnagám, sem
staðsettur er á Akureyri og hafa
um 35 tonn af rafgeymum verið
flutt burt á þessu ári.
Samkvæmt fjárhagsáætlun Ak-
ureyrar fyrir næsta ár er framlag
til hreinlætismála áætlað rúmar 50
milljónir en var 47,7 milljónir
króna á áætlun þessa árs. Nokkrar
breytingar hafa oróið varðandi
rekstur sorphauga, þar sem stofn-
að hefur verið sérstakt sorpsamlag
sveitarfélaganna á Eyjafjarðar-
svæðinu. Gert er ráð fyrir að
rekstrarframlag Akureyrarbæjar
vegna sorpsamlagsins veröi rúmar
9,3 milljónir króna auk þess sem
sérstakt rekstrarframlag til sorp-
samlagsins vegna spilliefna og
brotamálma verði 4,2 milljónir.
Akureyrarbær hefur tekið aó sér
að annast rekstur og þjónustu
sorpsamlagsins.
Guðmundur Guðlaugsson,
verkfræðingur hjá Akureyrarbæ,
sagði í samtali við Dag að með
stofnun sorpsamlagsins hafi opn-
ast mögulcikar til að hefja flokkun
sorps með tilliti til spilliefna af
öllu Eyjafjarðarsvæðinu. Samið
hafi verið við Endurvinnsluna við
Réttarhvamm um að veita þessum
efnum viðtöku en Eimskip hafi
annast viðtöku og brottflutning á
rafgeymum um nokkurt skeið.
Vandi væri hins vegar enn varó-
andi brotajárnió - hvað við það
ætti að gera en Akureyrarbær hafi
verið í samstarfi við Sindra og
síðar Hringrás hvaö það varðar.
Engin framtíðarlausn væri að
geyma brotajárn við sorphaugana
á Glerárdal og því væri búið aó
skipuleggja framtíóarlóð fyrir það
í landi Krossaness. Sú staösetning
væri mun hentugri vegna nálægð-
ar við hafnarsvæðið. ÞI
byggingafulltrúa ef frá er talinn
Svarfaðardalshreppur. Við austan-
veróan fjöróinn tilheyra Sval-
barðsstrandarhreppur, Grýtu-
bakkahreppur og Hálshreppur
einnig þessu samstarfi. í framhaldi
af áðurnefndum deilum Héraðs-
ráðs Eyjafjarðar og bygginga-
nefndanna fengu þessi sveitarfé-
lög erindi til umfjöllunar í síðustu
viku frá sérstakri sáttanend í deil-
unni. Tillaga hennar innihélt að
Héraósráð hyrfi frá rekstri bygg-
ingafulltrúaembættisins og sveit-
arstjórnirnar tækju við ef það
mætti verða til aó leysa deiluna.
Væntanlega hefðu sveitarlélögin
þá stofnað sérstakt byggöasamlag
um embættið. Þessari útgönguleið
úr niálinu fylgdi þó aö sveitar-
stjórnirnar þyrftu að vera á einu
máli um þessa niðurstöðu. Svo
reyndist ekki vera og þar með
verður málió áfram á borði Hér-
aðsráðs. Meirihluti sveitarfélag-
anna samþykkti þó sáttatillöguna
en tvær sveitarstjórnir, þ.e. Eyja-
fjarðarsveitar og Svalbarðsstrand-
arhrepps, vildu halda embætti
byggingafulltrúans áfram innan
verksviðs Héraðsnefndar.
Að fengnum þessum niðurstöð-
urn fjölluðu bygginganefndirnar
urn umsóknirnar fyrir helgi og
gerðu sína tillögu um ráðningu
byggingalulltrúa til Héraðsráðs.
Eins og áður segir mun ráðið því
væntanlega taka ákvörðun á allra
næstu dögum, enda var ráð fyrir
því gert í haust að byggingafull-
trúi tæki við um áramót. JOH
Félagsmálastofnun Akureyrar:
Gífurleg fjölgun um-
sókna um fjárhagsaðstoð
Slæmt atvinnuástand á Akur-
eyri hefur leitt af sér urntals-
verðan tekjusamdrátt hjá stór-
um hópi fólks og atvinnulausum
hefur fjölgað til muna. I kjölfar-
ið fjölgar umsóknum um fjár-
hagsaðstoð til Félagsmálastofn-
unar Akureyrar jafnt og þétt og
sl. föstudag voru umsóknirnar
orðnar fleiri en þær hafa
nokkru sinni verið í einum mán-
uði.
Samkvæmt upplýsingum frá
Valgcrði Magnúsdóttur, deildar-
stjóra hjá Félagsmálastofnun, voru
umsóknir um fjárhagsaðstoð í
nóvember um 50% fleiri en í sama
mánuði á síðasta ári og samþykkt
upphæó næstum tvöfalt hærri en í
fyrra. Föstudaginn 17. desember
voru umsóknir orönar nálægt 50%
fleiri en allan mánuöinn í fyrra og
vitaó er að þeim á eftir að fjölga
nokkuð. Eftir þessu að dæma er
greinilegt að skjólstæóingum Fé-
lagsmálastofnunar fjölgar jafnt og
þétt og tekjur fjölda fólks hrökkva
ekki fyrir nauðþurftum.
„I hverjum mánuði kemur
nokkur hópur af fólki sem ekki
hefur leitað hingað áður. Einnig
virðast tekjur fólks dragast saman.
Við fáum sömu upplýsingar frá
öórum aóilum hér í bænum, svo
sem bönkum og stórum fyrirtækj-
um. Fólki gengur mun verr en
nokkru sinni áóur aó standa við
skuldbindingar sínar og stöðugur
straumur atvinnulausra kemur að
leita að vinnu," segir Valgerður.
Lokasprettur jólaverslunarinnar
er hafinn, en í ljósi þessara upp-
lýsingar má telja víst að margir
taka ekki þátt í kapphlaupinu.
Eins og undanfarin ár veita
Mæðrastyrksnefnd og Hjálpræðis-
herinn bágstöddum Akureyringum
einnig aðstoð og þá sérstaklega
hvað varðar föt og matvæli. Búast
má við að fleiri snúi sér þangað cn
oftast áður. Hjálpræóishcrinn
verður með opið hús á aðfanga-
dagskvökl þar sem fólk gctur
komió saman og borðað hátíðar-
mat. SS
- íslenskt
og gott
Byggðavegi 98
Opið tíl kl. 22.00 alla daga
Vandaðir
djúpsteikingar-
pottar
Frá kr. 6.480,-
R KAUPLAND
Kaupangi v/Mýrarveg, simi 23565