Dagur - 23.12.1993, Page 3
FRETTIR
Fimmtudagur 23. desember 1993 - DAGUR - 3
Akureyri:
Bæjarmála-
punktar
■ Bæjarráð hefur samþykkt að«
viðhaldsdeild leiksvæða á veg-
um dagvistadeildar verði flutt til
umhverfisdeildar og heyri
stjömunarlega undir umhverfis-
stjóra frá og með 1. janúar
1994. Gert er ráó fyrir að fast-
ráðnir starfsmenn viðhalds-
deildar vcrði starfsmenn um-
hverfisdcildar eftir tilfærsluna
og að umhverfisdeildin annist
framvegis hirðingu og viðhald
leiksvæða og lóða gæsluvalla
og leikskóla. Bæjarráð fól um-
hverfisstjóra og bæjarverkfræó-
ingi í samráði við umhverfis-
nefnd að gera tillögu til bæjar-
ráðs um hvemig húsnæðismál
og starfsaðstaða unisjónar-
manns leiksvæða á umhverfis-
dcild verði bcst leyst til
skemmri tíma og til frambúðar.
■ Á bæjarráðsfundi 16. des. sl.
var lagt fram uppkast að samn-
ingi Akureyrarbæjar og Gilfé-
lagsins um afnot félagsins af
eignarhluta bæjarins í Kaup-
vangsstræti 23 og kjallara og 1.
hæð í Kaupvangsstræti 24 og
framkvæmdir á þessum stöðum.
Bæjarráð vísaði samningsupp-
kastinu aftur til starfshópsins til
frekari skoðunar.
■ Bæjarráð gerir ekki athuga-
semd við útboð á loftræstikerfi í
Samkomuhúsið. Jafnframt sam-
þykkti bæjarráð að fjárveitingin
á árinu 1993, kr. 700 þús., verði
lögð fram sem framlag til Hús-
friöunarsjóós, og gangi þaðan til
umrædds loftræstikerfis.
■ Á bæjarráðsfundinum 16.
desember sl. var lagt fram bréf
frá Jóni Arnþórssyni þar sem
hann leitar fjárstuönings frá Ak-
ureyrarbæ til þess að hrinda í
framkvæmd hugmynd um að
koma á fót verksmiðjudeild við
Minjasafnið eða jafnvel Verk-
smiðjusafni íslands, sem deild
úr Þjóðminjasafni íslands á Ak-
ureyri. Bæjarráð vísaði erindinu
til umsagnar menningarmála-
nefndar.
■ Á þessum sama fundi var lagt
fram bréf frá Brunabótafélagi
íslands/VÍS þar sem óskað cr
eftír að ágreiningur vegna verk-
trygginga um Helgamagrastræti
53 á Akureyri verði lagður fyrir
gerðardóm, en ágreiningurinn
snýst um greiðsluskyldu og fjár-
hæð. Kynnt var bréf frá lög-
manni Híbýlís hf. þar sem fram
kemur sú skoðun að Híbýli hf.
hafi verið leyst undan öllum
skyldum sínum samkvæmt
verksamningi og þar rneð hafi
verkábyrgðimar fallið úr gildi.
Einnig var grcint frá efni bréfs
frá fyrrv. bæjarlögmanni þar
sem hann lýsir þeirri skoðun
sinni að ekki hafi verið ætlun
bæjarsjóðs Akureyrar að falla
frá kröfum í vcrktryggingamar
vegna hugsanlegra galla á verk-
um, sem unnin hefðu verið. í
bókun bæjarráös segir að það
telji sig ekki geta orðið við er-
indi Bmnabótafélagsins/VIS um
að leggja málið fyrir gcrðar-
dóm. Jafnframt ítrekar bæjarráð
þá skoðun sína aö verktrygging-
amar séu í fullu gildi.
Nokkrir Eikarfclagar ásamt formanni, forseta Kaldbaks og formanni styrktarnefndar. Mynd: GG
Kiwanisklúbburinn Kaldbakur:
Gaf íþróttafélaginu Eik 50 íþróttabwiinga
I tilefni af 25 ára starfsafmælis Kiwanisklúbbsins Kaldbaks á Akureyri í septembermánuði sl. var ákveðið að
færa íþróttafélaginu Eik 50 íþróttabúninga.Verð þeirra er um 250 þúsund krónur og eru búningarnir með fé-
lagsmerki Eikar að framan en kiwanismerkinu á bakinu. GG
Atvinnuleysi í nóvember:
Jókst mest á Norðurlandi vestra
Atvinnuleysið á landinu jókst
hlutfallslega mest á Norðurlandi
vestra í nóvember, samkvæmt
yfirliti frá Vinnumálaskrifstofu
félagsmálaráðuneytisins. Meðal-
fjöldi atvinnulausra var 239 eða
um 4,6% af áætluðum mannafla
á Norðurlandi vestra en var
2,3% í október. Atvinnulausum
fjölgaði um 117 að meðaltali
milli mánaða. Atvinnuleysið
jókst í heild um 94% frá í októ-
ber og um 29% frá nóvember í
fyrra.
Atvinnuástandið versnar alls
staðar á Norðurlandi vestra í nóv-
ember. Á Sauðárkóki fjölgaði at-
vinnulausum um 40, eða um
164% og þar voru að meðaltali 65
atvinnulausir í mánuðinum. Á
Siglufirði fjölgaði um 21, eða um
122% og þar voru 39 atvinnulaus-
ir að meðaltali í nóvember.
Á Blönduósi fjölgaði um 9, eóa
um 40% og þar voru 34 atvinnu-
lausir að meóaltali. Hlutfallsleg
aukning var mikil víða annars
staóar, en á Hólmavík, Hofsósi og
í Lýtingsstaðarhreppi fjölgaði at-
vinnulausum um 5 að meðaltali.
Um 27% atvinnulausra á svæðinu
voru skráöir á Sauðárkróki, um
16% á Siglufirði og um 14% á
Blönduósi.
Atvinnuleysi karla mældist
3,9% í nóvember en atvinnuleysi
kvenna mældist 5,7%. Atvinnu-
lausum körlum fjölgaði um 63 aó
meðaltali í mánuðinum cn at-
vinnulausum konum um 54. KK
íslandsbanki og BA:
Opið tvíraennmgs-
mót í bridds
íslandsbanki og Bridgefélag Ak-
ureyrar gangast fyrir opnu tví-
menningsmóti í bridds sunnu-
daginn 2. janúar nk.
Spilað verður í Skipagötu 14,
4. hæð og hefst spilamennskan kl.
10.00. Skráningu lýkur kl. 9.40 á
spilastað en einnig er hægt aó til-
kynna þátttöku til Páls Jónssonar í
síma 21695 eða Hermanns Tóm-
assonar í síma 26196.
Leiðrétting
Rangt var farið með nafn eins
hreppsins í Suður-Þingeyjarsýslu í
frétt um atvinnuleysi á forsíðu
Dags 21. des. sl. Þar er talað um
Reykjahlíðarhrepp, en á að vera
Rcykjahreppur í Reykjahverfi og
eru lcsendur beðnir velvirðingar á
misrituninni. IM
Hjálparstofnun
kirkjunnar:
Söfnunarátak í
göngugötunni
á Akureyri í dag
Hjálparstofnun kirkjunnar
verður með söfnunarátak í
göngugötunni á Akureyri í dag
á Þorláksmessu. Mun söfnunar-
bifreið verða staðsett í götunni
eins og á undanförnum árum,
þar sem tekið verður á móti
framlögum.
Tæpast hafa fleiri verið hjálpar
þurfi en nú um þessi jól. Gildir
þar einu um þá aðstoð sem Hjálp-
arstofnunin lætur í té erlendis eða
aðstoðar fólk hér á landi sem á í
erfiðleikum. Eitt af verkefnum
stofnunarinnar nú er að láta fram-
leiða og dreifa kabyssum á stríðs-
svæðum í Bosníu, þar sem vetrar-
kuldar herja, meðal annars á fólk
er litla björg getur veitt sér vegna
styrjaldarástandsins. Þá hafa
Hjálparstofnun kirkjunnar aldrei
borist fleiri hjálparbeiðnir frá inn-
lendum aðilum en nú á jólaföst-
unni. Þar ber mest á fjölskyldum
sem vegna atvinnumissis og
þröngs efnahags eiga í erfiðleik-
uni meó að gera sér dagamun yfir
jólin. Hjálparstofnunin hefur því
meðal annars fengið ýmis fyrir-
tæki í lið með sér og látið útbúa
sérstaka matarpakka til dreifingar
innanlands. En allt byggist þetta
starf á hinum frjálsu framlögum
einstaklinga og því er stöðugt leit-
að til þeirra um stuðning þótt
þörlln sé meiri um jól en á öðrum
árstímum. ÞI
Jólatrés-
skemmtun
Hin árlega
jólatrésskemmtun
Þórs verður í Hamri
miðvikudaginn 29.
desember kl. 16.30
Allir velkomnir
A uglýsing
hjá okkur nær um
allt INorðurland
Vilhelm þorsteinsson, fyrrv.
framkvæmdastjóri ÚA, látinn
Vilhelm Vernhaður I»orsteins-
son, fyrrv. framkvæmdastjóri
Utgerðarfélags Akureyringa
hf., lést á Akureyri í gær, 64
ára að aldri.
Vilhclm V. Þorsteinsson
fæddist að Hléskógum í Grýtu-
bakkahreppi 4. september 1928.
Foreldrar hans voru Margrét
Baldvinsdóttir, ljósmóðir, og
Þorsteinn Vilhjálmsson, fisk-
matsmaður. Þau eignuðust tví-
burabræðurna Vilhelm og Bald-
vin, sem lést fyrir réttum 2 ár-
um, 21. desember 1991.
Vilhelm lauk gagnfræðaprófi
frá Gagnfræðaskóla Akureyrar
árið 1946 og fiskimannaprófi frá
Stýrimannaskólanum í Reykja-
vík 1950.
Starfsferill Vilhelms var allur
tengdur sjónum á einn cða ann-
an hátt. Á árunum 1943-1947
var hann háseti á ýmsum bátum
við Eyjafjöró. Frá árinu 1947 til
1965 var hann háseti, stýrimað-
ur og skipstjóri á togurum Ut-
gerðarfélags Akureyringa hf.
Frá árinu 1965 til 1992 var Vil-
helm annar tveggja fram-
kvæmdastjóra Útgerðarfélags
Akureyringa hf.
Vilhelm V. Þorsteinsson tók
virkan þátt í félagsmálum og
gegndi fjölda trúnaðarstarfa.
Hann átti sæti í stjórn Félags ís-
lenskra botnvörpuskipaeigenda
á árunum 1965-1989, þar af for:
maður þess frá 1978 til 1989. í
stjórn LIÚ sat hann frá 1968 og
Lífeyrissjóðs sjómanna frá
1965. Vilhelm sat í hafnarstjórn
Akurcyrarbæjar frá 1970, í vita-
nefnd frá 1981 og í stjórn Fisk-
eldis Eyjafjarðar frá 1988.
Á sjómannadaginn 1961 var
Vilhelm veittur afreksbikar Fé-
lags íslenskra botnvörpuskipa-
eigenda, heióursmerki sjó-
mannadagsins á Akureyri hlaut
hann árið 1989 og árið 1985 var
hann sæmdur riddarakrossi
Hinnar íslensku fálkaorðu.
Vilhelm V. Þorsteinsson læt-
ur eftir sig eiginkonu, Onnu
Kristjánsdóttur, og fimm upp-
komin börn; Þorstein, Kristján,
Margréti Jónu, Sigurlaugu og
Valgerði Onnu. óþh
Viðskiptavinir athugið!
Afgreiðsla Dags verður lokuð
frá kl. 13.00 í dag, Þorláksmessu.
Við opnum aftur mánudaginn
27. desember kl. 8.00.
Gleðileg jól!
ism