Dagur - 23.12.1993, Síða 4

Dagur - 23.12.1993, Síða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 23. desember 1993 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Hrikalegt áfall fyrir atvinnulíf Mývatnssveitar Eins og greint hefur verið frá í Degi hefur öllum starfsmönnum Kísiliðjunnar í Mývatnssveit, 55 að tölu, verið sagt upp störfum frá og með næstu ára- mótum. Fyrir liggur að einungis hluti þeirra verður endurráðinn og a.m.k. 13 úr hópnum standa uppi atvinnulausir þegar uppsagnarfrestur er liðinn. Fram hefur komið að forsvarsmenn verksmiðjunn- ar telja þessi óyndisúrræði nauðsynleg til að mæta samfelldum samdrætti í framleiðslu og sölu á kísil- gúr á undangengnum þremur árum. Kísiliðjan er langstærsti atvinnuveitandinn í Mý- vatnssveit. Til marks um það má nefna að verk- smiðjan skapar Skútustaðahreppi um þriðjung tekna hans og minnkandi umsvif fyrirtækisins hafa því bein og veruleg áhrif á fjárhag sveitarfélagsins. Atvinnumissir 13 manna er síðan enn þyngra áfall fyrir sveitarfélagið og atvinnulíf sveitarinnar í heild sinni, að ekki sé minnst á persónulega hagi þeirra sem í hlut eiga. Atvinnumissir 13 starfsmanna í hinu tiltölulega fámenna samfélagi í Mývatnssveit samsvarar því að nálægt 2.300 Reykvíkingar missi vinnu sína í einu vetfangi. Og það sem verra er; þeir hafa ekki að öðrum störfum að hverfa á svæð- inu. í þessu sambandi má ennfremur minna á að margir Mývetningar hafa atvinnu sína af ferða- þjónustu yfir sumartímann. í þeim hópi eru konur í miklum meirihluta. Margar þeirra eru hins vegar að mestu án launaðrar vinnu aðra mánuði ársins. Með öðrum orðum: atvinnuleysi hefur verið viðvar- andi í Mývatnssveit á veturna undanfarin ár, eink- anlega hjá konum. í mörgum tilfellum er um að ræða eiginkonur starfsmanna í Kísiliðjunni. Ekki hefur horft til hreinna vandræða vegna þessa fyrr en nú, því yfirleitt hefur annað hjónanna haft vinnu og heimilið því ekki í sárri þröng. Þetta kann að breytast nú eftir síðustu ótíðindi þar eystra. Allt þetta ber að hafa í huga þegar sá vandi er metinn sem um er að ræða í atvinnumálum Mý- vetninga. Ódýr líftrygging Giftursamleg björgun fjögurra manna fjölskyldu á Húsavík úr brennandi íbúðarhúsi fyrr í vikunni hef- ur vakið mikla athygli. Fram hefur komið að hjónin vöknuðu við hávaðann frá reykskynjara í íbúðinni og komust naumlega út úr alelda húsinu með tvö ung börn sín. Ekki þarf að spyrja hver raunin hefði orðið ef reykskynjarans hefði ekki notið við og ljóst að hann bjargaði lífi allrar fjölskyldunnar. Nú fer í hönd sá tími þegar kertaljós loga víða á heimilum svo og ýmsar ljósaskreytingar sem í mörgum tilfellum eru ótraustar út frá eldvarna- sjónarmiði. Því er full ástæða til að hvetja þá lands- menn, sem ekki hafa reykskynjara í híbýlum sín- um, að fá sér slíkt tæki án tafar og koma því í gagnið áður en jólahátíðin gengur í garð. Ódýrari og öruggari líftrygging er ekki í boði og enginn veit hvenær og hvar hennar verður þörf næst. BB. Ráðhústorg á Akureyri - stærsti jólatrésfótur Undirritaður er ekki innfæddur Akureyringur, en hefur átt mik- inn hluta starfsævi sinnar hér og hefur gengið um Ráðhústorgið af og til í tuttugu og sex ár. A þeim tíma breyttist torgið lítið fyrstu tuttugu og þrjú árin. A sumrin voru bekkimir meó óþægilegu bök- unum mikið notaðir, - maður settist þarna stundum í nokkrar mínútur að tala við kunningjana sem maður mætti. A grasblettinum innan girð- ingarinnar voru beð þar sem stúlkur í garðyrkjunni plöntuðu litríkum blómum. Svo setti Pétur Bjamason upp pylsuvagn sem auðgaði lífið dá- lítið og einhver snaggaralegur Suð- urlandabúi, sem mig minnir að hafi heitið Cosimo, fór að selja ávexti á sumrin. Það var líka til þess að lífga upp á mannlífið. Þetta torg var ekki heimsfrægt en samt dálítið notalegt. Fyllibyttur áttu þaó meira aó segja til að leggjast á grasblettinn til þess að sofa úr sér. Það tilheyrði mannlífinu við torgið. Tímiendurbóta Svona torg ganga úr sér. Gatan var oróin sigin, leiðslur famar að bila, gangstéttarhellurnar orönar skældar og kominn var tími til að taka til hendinni og laga torgið. Og bæjar- stjórnin ákvað að gera á því breyt- ingar. Þaó var nú aldeilis í lagi að end- urbæta og e.t.v. breyta einhverju Pétur Jósefsson. sem betur mátti fara. Og nú stóð mikið til. Efnt var til samkeppni meóal arkitekta um nýja hönnun á torginu og nýtt útlit. En böggull fylgdi skammrifi. Einnig þurfti að hanna Skátagilió og var ákveðið að láta bæði verkefnin fylgjast að, þ.e. samkeppnisaóilar skyldu skila inn teikningum að báó- um verkefnum. Hér var um að ræöa í eðli sínu tvö gjörólík verkefni en þau skyldu nú samt dæmast saman. Sá sem samkeppnina vann skyldi hljóta bæói verkefnin. (Þetta er nú eins og hvert annað klúður. Hvers vegna skyldi sami aðili endilega vera með bestu tillögumar að báö- um verkefnum?) Sá sem hannaði Ráðhústorgið fyrir breytingarnar miklu. „Þetta torg var ekki heimsfrægt cn samt dálítið notalegt. Fyilibyttur áttu það meira að segja tii að lcggjast á grasblettinn til þess að sofa úr sér. Það tilheyrði mannlítinu við torgið,“ segir Pétur Jósefsson m.a. í grein sinni. íheimi? tröppu- og stigamannvirkið í Skáta- gilinu með þeim hætti að ásættan- legt þótti, hann fékk eining verkefn- ið á torginu, en sú tillaga var meó þeim hætti að segja má að síðan hafi torgið verið mannautt. Grárra en allt grátt Torgið er grárra en allt sem grátt er, vetur, sumar, vor og haust. Stallað er það að nokkru - líklega til þess að unnt sé að stilla þar upp karlakór. Bekkir baklausir og svo gríðarlega óþægilegir að jafnvel fílhraustir, ástfangnir piltar eiga í basli með að haldast þar við hvað þá eldra fólk sem þykir Ijúft að setjast dálitla stund og virða fyrir sér mannlífið. En mannlífið er horfið. Á góð- viórisdögum spranga ungar stúlkur ekki lengur um og blikka strákana í bílunum sem óku hringinn í kring- um torgið. Þess í stað er komin hlykkjótt akbraut aó austanveróu, vörðuð stórhættulegum járnstautum sem helst virðast þjóna þeim til- gangi að skemma fyrir manni bílinn. Svona jámstautar eru vafalaust brúklegir við beina akbraut í eina átt og þá sæmilega rúmt um bílana, en þetta cru endemis gaddar sem réttast væri að fjarlægja. Hve margir bæj- arbúar hafa nú þegar skemmt bíla sína á þessum jámfleinum? Er beðið eftir slysum á fólki? Mannafæla Auðugt mannlíf gefur torginu gildi. Umferóin skapar mannlíf. Grátt torgið fælir fólkið í burtu. Eg kann- ast ekki vió nokkurn mann sem þyk- ir torgið bctra nú en það var áður. Ég held að flestum þyki það miklu verra og ég held líka að þurfi að gjörbreyta þessu torgi eða búa til nýtt sem ckki er fjandsamlegt manneskjunni og laðar til sín fólk á öllum aldri, nteð dálitlu grasi og gróóri og bekkjum sem hægt er aó sitja á. Kannski má líka selja þar fisk og kartöflur. Mér skilst að þetta nýja torg hafi verið ægilega dýrt. Það getur vel verið en samt finnst mér það vont. En kannski getur það komist í Heimsnictabók Guinness sem stærsti jólatrésfótur í heimi. Pétur Jósefsson. Höfundur er sölustjóri Fasteigna- og skipasölu Noróurlands. Millifyrirsagnir eru blaósins. LESENDAHORN IÐ Dlþefiandi siður Nú er að verða liðinn sá tími að húsmæður fari hamfömm um heimili sín í hreingemingum og tiltekt ýmiss konar. Gardínur voru teknar niður og gluggar gerðir hreinir ásamt veggj- um, sumir máluðu kannski híbýli sín. Viðraó var allt á heimilinu sem hægt var til þess að fá í það ferskan ilm. SKÁK Svo kemur Þorláksmessudagur með þeim sió að borða úldinn fisk og þegar búið er aö sjóða hann í híbýl- um manna þá er öll þessi mikla fyrir- höfn til einskis. Aó fólk skuli gera þetta aðeins til þess aó borða nokkra bita af úldnum fiski er furðulegt! Þessi ótrúlegi óþefur bítur sig fastan í allt innan- stokks og cru þá veggir og loft með- talið. Forfeður okkar áttu ekki salt, þess vegna urðu þeir að verka fiskinn svona. Svo þegar til viðbótar er soð- inn siginn fiskur nokkrum sinnum á ári á heimilunum þá er þessi lykt viðvarandi. Brynjólfur Brynjólfsson. Skákfélag Akureyrar: Hörð keppni eldri og yngri manna - tvö mót milli jóla og nýárs Síðastliðinn sunnudag gekkst Skákfélag Akureyrar fyrir ný- stárlegu móti. Þar leiddu saman hesta sína sveitir eldri og yngri skákmanna og var skiptingin miðuð við 30 ára aldurinn. Tefld var sexföld umferö á 13 borðum. Menn tefldu við sama mót- herjann í skákunum sex. Umhugs- unartíminn var breytilegur, fyrst voru 20 mín. á keppanda, síðan 15, þá tvær skákir á 10 mín. og Ioks tvær á 5 mínútum. I fyrstu umferð var jafnt 6,5:6,5. I annarri umferð varð aftur jafnt 6,5:6.5. En nú styttist umhugsunar- tíminn jafnt og þétt og um leið fór heldur betur að halla á þá eldri (og þroskaðri). I þriðju umferó hlutu yngri mennirnir 10 v. gegn 3 og í ijóróu umferð 9:4. Þeir ungu slepptu ekki takinu og unnu 10,5:2,5 í fimmtu umferð og 7:6 í sjöttu um- ferð. Lokatölur uróu 49,5 v. gegn 28,5 yngri skákmönnum í vil. Gestur Einarsson og Sveinn Pálsson fengu flesta vinninga eóa 6 hvor. Keppnin þótti takast vel og var hin besta skemmtun. Albert Sig- urðsson var skákstjóri. Næstu mót á vegum Skákfélags Akureyrar eru Jólahraðskákmótið þriðjudaginn 28. desember kl. 20 og Hverfakeppnin fimmtudaginn 30. desember kl. 19.30. SS

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.