Dagur


Dagur - 31.12.1993, Qupperneq 14

Dagur - 31.12.1993, Qupperneq 14
14 - DAGUR - Föstudagur 31. desember 1993 POPPANNÁLL MACNÚS GEIR CUÐMUNDSSON Poppkrufning 1993 Nú þegar enn eitt árið, 1993, er rétt í þann mund að líða í aldanna skaut, setjast menn niður og velta fyrir sér hvernig árið hafi verið, hverju það hafi skilað o.s.frv. Um þá sem meira og minna lifa og hrærast í íslensku rokk- og popplífi, gildir það ekki síst, enda jafnan af mörgu að taka í þeim efnum ár hvert. í þvi augnamiði að gefa ein- hverja mynd af tónlistarárinu 1993, fékk ég fjóra ágæta menn til að tjá sig um hvernig það hefði verið, hverju það hafi skilað og fleira. Þetta eru þeir Pálmi Gunnarsson, söngvari og veiðigarpur með meiru, Björn Jónsson, tón- listaráhugamaður, sem starfar hjá Skinnaiðnaði hf. á Ak- ureyri, Marinó Viborg Marinósson, sölustjóri hjá Spor hf., og Einar Örn Benediktsson, fyrrum söngvari Sykurmol- anna, sem nú starfar hjá Japis. Björn Jónsson: „Vaxtarbroddurinn liggur í ungu rokksveitunum" Bjöm Jónsson hefur í um tutt- ugu ár haft dægurtónlist í víö- um skilningi að einu af sínu helsta áhugamáli. Þar sem ís- lensk tónlist hefur ekki hvaó síst, og þá sérstaklega í seinni tíð, skipað veglegan sess hjá honum var við hæfi að fá álit hans á tónlistarárinu 1993 og má segja að hann sé fulltrúi fyr- ir hinn almenna tónlistaráhuga- mann og plötukaupanda í þ^ssari poppkrufningu. „Ég get ekki sagt aó nein sérstök tónlistarafrek hafi verið unnin á árinu á sviði innlendrar dægurtónlistar, þótt mikió hafi komið út af geislaplötum þetta árið. Eftirtekja akureyrskra hljómsveita var mjög rýr á plötumarkaðnum nú sem endranær og er mitt álit að þaó sárvanti almennilegt hljóðver í bæinn. Þaó eru nefnilega nokkrar mjög frambærilegar hljómsveitir og tónlistarmenn starfandi í bænum, sem fullt er- indi eiga í upptökur. Þrjár hljómsveitanna, Kredit, Amma dýrunn og Hún andar voru með lög á safnplötum í sumar og saknaói ég þess sárlega að sú síðastnefnda skyldi ekki senda frá sér geislaplötu, en það kem- ur væntanlega að því innan tíð- ar. Mér fannst þaó bagalegt aó þeir „ömmudrengih' skyldu ekki sjá sóma sinn í því að syngja sitt lag á íslensku því það er frekar hallærislegt aó heyra ís- lenska poppara syngja eigin lög á ensku fyrir landann og eigin- lega móðgun við íslenska hlust- endur. Þá gáfu Skriðjöklarnir út plötu meó safni gamalla slag- ara, eins og menn vita, en um hana kæri ég mig ekki aó fjöl- Listi Poppsíðunnar yfir bestu íslensku plöturnar 1993: 1. Spillt.....................................Todmobile (Einfaldlega kostagripur, full af fínum og faglegum lagasmíð- um, sem vart eiga sinn líka. Mikil eftirsjá verður af Todmobile.) 2. Mér líður vel......................Vinir Dóra og gestir (Fjölbreytt og á köflum hreint frábært heimildarverk um heim- sókn bandarískra blúsmanna og kvenna til landsins á undan- förnum árum. Meira af slíku, takk!) 3. Drög að heimkomu.......................Orri Harðarson (Ungur maður á uppleið, á svo sannarlega vió um Orra. Hann birtist ekki aðeins á þessari fyrstu plötu sinni sem mjög þrosk- aður tónlistarmaður, heldur líka nú þegar sem mjög mótaóur. Húrra fyrir honum.) 4. Undir hömrunum háu..............................Halli (Líkt og Orri kemur Halli gríðarlega á óvart meó furðu góóu byrjendaverki, svo eftir er tekið. Einkar smekkleg og góó plata með metnaðarfullum textum.) 5. Lífið er Ijúft.......................Bubbi Morthens (Hér þarf ekki margt að segja. Ekki allrabesta plata Bubba, en tvímælalaust ein af þeim betri. Geymir glæsilög eins og Það er gott aó elska og Sem aldrei fyrr. Bubbi stendur enn fyrir sínu.) 6. Saga rokksins 1988-1993.........................Ham (Ham er einfaldlega ein sérstæöasta og besta rokksveit ís- lands á seinni árum. Góóur gripur, sem sannar að Ham er á heimsmælikvaróa bæði fyrr og nú.) 7. Dúettinn Súkkat......................Dúettinn Súkkat (Makalaust innlegg í poppflóruna frá tveimur „furðufuglum". Ætti að vera til á hverju tónlistarheimili. Bætir, hressir, kætir!) 8. Hotel Föroyar................................KK band (Enn er nóg púður í KK og félögum, Nýjabrumið reyndar að mestu farið, en samt góð plata og ekki skemmir Björgvin Gísla fyrir.) 9. Helgi og hljóðfæraieikararnir......Helgi og hljóðfæral. (Góður eyfirskættaður glaðningur, sem ekki er hægt annaó en að hrósa. Taka skal ofan fyrir Helga og hljóófæraleikurunum.) 10. Ef ég hefði vængi...............................Rabbi (Poppplata í háum gæðaflokki frá Rafni Jónssyni trommuleik- ara, sem nú verður senn að leggja kjuðana á hilluna vegna MIG sjúkdómsins. Kom á óvart og er mun betri en fyrri platan hans, Andartak.) Björn Jónsson tónlistaráhugamaður við hluta plötusafns. yrða frekar. Hins vegar finnst mér platan meó Helga og hljóð- færaleikurunum úr Eyjafirðin- um, sem kom út fyrir skömmu, allrar athygli verð,“ segir Björn í sérstakri úttekt sinni á norð- lenskri tónlist. „En þær plötur sem höfóuóu einna mest til mín á árinu voru Fagra veröld, plata með lögum við Ijóð borgarskáldsins Tóm- asar Guðmundssonar, en hún kom út í tilefni þess að sextíu ár eru liðin frá útgáfu sam- nefndrar Ijóðabókar. Þar syngja þau Egill Ólafsson og Guðrún Gunnarsdóttir Ijóð skáldsins á einkar Ijúfan og rómantískan hátt. Plata Dúettsins Súkkat finnst mér bráóskemmtileg og koma á óvart. Plötur trúbador- anna ungu, Undir hömrunum háu meö Haraldi Reynissyni og Drög að heimkomu með Orra Harðarsyni, komu mér sömu- leiðis á óvart og vænti ég mikils af þeim í framtíðinni. Þar sem svo blústónlistin er í geysilegu uppáhaldi hjá mér var ég bara þokkalega ánægð- ur meó plötuna sem Vinir Dóra sendu frá sér. Er þaó virðingar- vert hjá Dóra að flyta inn alla þessa góðu blúsmenn og konur og verður væntanlega áfram- hald á því. Hvaó varóar stóru nöfnin í poppinu: Todmobile, Nýdönsk, Stjórnina og SSSól þá mættu þær allar taka sér frí, en mér finnst Bubbi hins vegar ennþá standa fyrir sínu. Annars tel ég aó vaxtarbroddurinn í íslenskri dægurtónlist nú liggi aóallega í ungu rokksveitunum, sem verið hafa að kveða sér hljóós í seinni tíð. Þar á ég sérstaklega við sveitir eins og Dos pilas en lagið hennar Out of crack var eitt þaó skemmtilegasta sem fram kom á árinu. Þaó er að vísu afleitt meó þá, eins og strákana í Ömmu dýrunn, að þeir skuli syngja á ensku en lagið er engu að síður mjög gott. Vænti ég því mjög mikils af þeim í framtíóinni." Marinó Viborg Marinósson: „Stígandi í útgáfu ársins“ Marinó Viborg er borinn og barnfæddur hér fyrir norðan en hefur nú um nokkurt skeið starfað hjá Steinari/Spor hf. í Kópavogi, þar sem hann er nú sölustjóri. Hann tók því vel og Ijúfmannlega að eiga spjall um tónlistarárió frá sínum bæjar- dyrum séð. „Ég held aó gott eitt sé um útgáfuna á árinu að segja. Margar góðar plötur hafa litió dagsins Ijós og sýnist mér viss stígandi vera í útgáfunni nú. Hinn mikli fjöldi titla á markaðn- um nú fyrir jólin bendir til þess að gróska sé í tónlistarlífinu og óþrjótandi vilji sé fyrir hendi hjá mönnum að koma efni sínu frá sér. Gæðin á plötunum eru líka alltaf aó aukast og nýjar góðar hljómsveitir koma í vaxandi mæli fram á sjónarsvióið. Vil ég af nýju sveitunum sérstak- lega nefna Dos Pilas, en þeir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og býst ég við miklu af þeim í framtíðinni," sagði Marinó al- mennt um útgáfuna á árinu. Fyrir utan útgáfu Spors hf., sem hann var að sjálfsögðu ánægóur með, t.d. Jet Black Joe, sem ekki væru lengur bara efnilegir, heldur góðir, nefndi Marinó sérstaklega plötur Bubba og Ný danskrar, sem ánægjulegar útgáfur og góóar. Þá þætti honum einnig Marinó Viborg Marinósson á skrifstofu sinni hjá Spor hf. sumt athyglisvert í sjálfstæðu útgáfunni, sem ekki væri nema gott eitt um að segja. „Mitt mat er það að slík útgáfa sé af hinu góða. Það gefur auga leið aó það geta ekki allir komist aó hjá útgáfunum þannig að þeirra eina ráð til að koma sér á fram- færi er að gefa út sjálfir. Stund- um er það líka svo að sumir tónlistarmenn kjósa aó gefa sjálfir út, eins og vitað er, í stað þess að vera á mála hjá út- gáfu. Þett er e.t.v. gert í von um meiri hagnað en við því er heldur ekki neitt að segja,“ svarar Marinó þeirri spurningu hvort hin stóraukna sjálfstæða útgáfa sé af hinu góða eður ei. Um það hvort þessi mikla út- gáfa í heildina nú fyrir jólin muni hugsanlega draga á ný úr útgáfunni á öðrum tíma ársins sagói Marinó aó ekki væri mikil hætta á því að hans mati. Samkeppnin á sumrin á dans- leikjamarkaðnum væri t.d. orð- in þannig að plata væri nú nauðsynlegur bakhjarl til að auglýsa viðkomandi upp. Fá um sig umfjöllun í blöðum o.s.frv. Þaó væri Ijótt aó segja frá þessu, en þannig væri nú málum mikið til háttað með sumarútgáfuna. Eins konar „auglýsingaapparat" sé um aó ræöa. Hins vegar sé ekki ástæða til annars en að halda henni áfram í Ijósi þess að fólk kunni vel aó meta hana. „Hjá okkur á Spor hefur þaó í það minnsta verið raunin að sumarútgáfan hefur komið vel út á undanförnum árum,“ sagði hann ennfremur. Þá kom það fram hjá Marinó, líkt og heyrst hefur frá öðrum í útgáfu, aó þeir hjá Spor búist ekki við samdrætti í sinni söluáætlun. „Að vísu erum við með færri titla í útgáfu fyrir þessi jól en oft áóur, þar sem við mátum stöð- una þannig aó það væri hyggi- legra. En í staðinn eru plöturn- ar sem koma út vonandi betri," sagði Marinó að lokum.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.