Dagur - 21.01.1994, Page 1

Dagur - 21.01.1994, Page 1
Niðurslaða Hæstaréttar í „skinkumálinu": • É , í-v / liagkaup vann „skinkumál- ið“ svokaUaða í Iiæstarétti í gær, en áður hafði Héraðs- dómur Reykjavíkur kornist að þeirri niðurstöðu að Hag- kaupí væri óiicimiil innflutn- ingur á einu tonni af soðinni skinku. Á síðasta ári varö mikill hamagangur í þ-jóófélaginu, ekki síst í ríkisstjórnarsamstarf- inu, vegna innilutnings Hag- kaups á skinku og síóan bætti Bónus um bctur og flutti inn kalkúnalappir. Innflutningurinn var stöövaður með tilvísan til búvörulaga og Hagkaup fór í mál við ríkið. Eins og áður seg- ir tapaðist tnálið í undirrctti, cn Hæstiréttur hnekkti dómi hans í gær. Fjórir dómarar komust að þessari niðurstöðu en þrír dóm- ara skiluðu samciginlcgu sér- áliti. Mcó dómi Hæstarcltar í gær var einnig ógilt bann við ínn- flutningi á dönskum hamborg- arhryggjum. Hins vegar félist Hæstircttur ekki á skaóabóta- kröfur Hagkaups. Atli Gíslason, lögfræðingur Hagkaups, lítur svo á að með þessum dómi sé innflutningur á soönu kjöti heimill. Akureyri: • > A miðvikudagskvöldið játuðu tveir Akureyringar fyrir Rannsóknarlögreglunní að hafa brotist inn í Hainar, fé- lagsheimili íþróttafélagsins I>órs, skömmu eftir jól og stolið þaðan íó þusund krón- um í peninguin og nokkru magni af flugeldum. Annar mannanna ltefur all- nokkuó komiö viö sögu lög- rcglunnar cn hinn minna. Pen- ingunum höfðu þeir eytt og sprengt mest af flugeldunum. Lögreglan klippti skráning- arnúmer af 16 bifrciðum í gær. tveir minni háttar árekstrar áttu sér staö og bifrcið rann inn í húsagarð við Hamarsstíg, ofan Byggðavcgar. GG • / Sigiflrðingurinn sem gekk inn í Sigiósport á Sigluílrði iöstudaginn 14. janúar si. kl. 16.44 og keypti miða í Vík- ingalottóinu hafði ekki gefið sig firam í gær. Hann er 17 milljónum króna ríkari en í gær ríkti hálfgcrt „Klondykcástand" á Siglufirói, ckki leit aó gulli aó vísu hcldur gullhafa. GG Nordannæðingurinn tekur í stór auglýsingaspjöld svo betra er að festa allt kyrfilega. Mynd: Robyn Útgerðarfyrirtækið Siglfirðingur hf. á Siglufirði: Allar líkur á kaupum á risaskipi frá Kanada - skipið er 2500 rúmlestir og 81 m langt Flest bendir til þess að útgerð- arfyrirtækið Siglfirðingur hf. á Siglufirði festi kaup á full- vinnsluskipinu Cape North af útgerðarfyrirtækinu Nationai Sea í Halifax í Kanada. Ekki hefur verið gengið frá samning- um, en yfirgnæfandi líkur eru á að af kaupum verði. Runólfur Birgisson lijá Sigl- Akureyri: Frystitogaranum Oddeyrinni lagt næstu mánuði Útgerðarfélagið Samherji hf. á Akureyri hefur ákveðið að leggja frystitogaranum Oddeyr- inni EA-210 næstu 4 til 5 mán- uði. Skipið hefur ekki farið á veiðar eftir sjómannaverkfall en til stóð að fara á tvílembings- veiðar með Nóa EA-477 frá Dal- vík en frá því var horfið, þar sem ekki náðist samkomulag um það hvernig skipta ætti afla- verðmæti milli skipa. „Þaó er búið að leggja Oddeyr- inni, en hvað lengi cr ekki ákveðið cn þaó stendur þó einhvcrja mán- uöi. Ástæöan er að hluta til crfiður rekstur og kvótaleysi. En fyrst áhöfnin vill ekki róa á skipinu upp á þau skipti sem voru fyrir áramót þá borgar sig ekki aó gcra skipið út. Nói EA fcr á rækjuveiðar og mun landa allanum til vinnslu hjá Söltunarfélagi Dalvíkur," segir Kristján Vilhelmsson, útgerðar- stjóri Samhcrja hf. Sautján manns voru í áhöfn Oddeyrarinnar. Friðrik Helgason, skipstjóri á Nóa EA, segir að verið sé aó gera bátinn kláran á rækjuveiðar og mun hann væntanlega verða kom- inn á miðin fyrir helgi. Á rækju- veiöum eru aöeins fimm manns í áhöfninni. Uppi eru hugmyndir um aó senda togarann Stokksnes SF-89 einnig á rækjuveiðar en Samherji hf. tók skipió á lcigu af Kirkjusandi hf. (dótturfyrirtæki Landsbanka Islands) eftir aö Borgey hf. á Höfn, eigendur tog- arans, neyddust til aö selja hann vegna grcióslucrfiólcika. Líklcgt er að átta manns veröi í áhöfn Stokksnessins cf þaö fer á rækju- veiðar, en þaö fékkst ekki staðfest í gær hvort af yrói. GG Oddeyrinni, einum togara Samhcrja hf. á Akureyri, hefur verið lagt í nokkra mánuði, og verður rekstur skipsins í cndurskoðun á meðan. Mynd: Robyn. Ilrðingi hf. scgir að skipið sé 2500 rúmlcstir að stærð og lengd þcss cr hvorki mcira né minna cn 81 mcter. Skipið, scm er 18 ára gam- alt, hclur lcgiö bundið viö bryggju vcstra í hálft annað ár. Kaupvcrö cr tæpar 80 milljónir króna og cr gert ráð fiyrir að það vcröi grcitt á ckki lcngri tíma cn 5 árum. Gangi samningar upp vcrður skipið af- hent nýjum eigcndum 31. janúar nk. og stelnt cr að því að það lari á veiðar í mars. Áóur cn skipinu verður siglt til Islands veróur það tekiö upp í slipp í Kanada. Runólfur segir aó til aö byrja meó vcrði skipió gert út undir svokölluöum hcntifána, cn vilji sé til þess að gera þaó út frá Islandi. Til þess þarf hins vegar aó breyta íslenskum lögum. Runóllur segir að í þaó minnsta hluti áhafnar vcrói íslcnskur, en reiknaó er með 35-37 rnanns í áhöfn. Til aö byrja meó er rætt urn að gera skipið út á úthafskarfa á Reykjaneshrygg. Runólfur segir að skipió sé ágætlega búið til bolfiskveiða og um borö sé einnig mjölverk- smiója. „Þetta er lullvinnsluskip og hægt er að vinna úr 50 tonnum al’ hráefni á sólarhring." En af hverju er Siglfirðingur hf. að kaupa skip sem hefur ekki veiðiheimildir í íslenskri lögsögu? „Við tcljum að þessi kaup styrki útgerðina hjá okkur. Vió er- um með eitt skip í rekstri, Sigl- firðing SI, og eigendur fyrirtækis- ins, Ragnar Ólafsson og Gunnar Júlíusson, hafa lengi haft hug á því aó kaupa annað skip og gert tilboð í skip, bæði hérlendis og er- lendis," sagði Runólfur. óþh Deila Sjómannafélagsins og Samherja hf.: Forsvarsmenn sjómanna og útgerðarinnar ræddust við í gær Fundur var haldinn í gær vegna deilu sjómanna á frystitogurun- um Margréti EA-710 og Odd- eyrinni EA-210 um það hvernig skipta beri aflaverðmæti milli skipa, sem eru á tvílembings- veiðum. Fyrir áramót voru skiptin þannig að skipinu sem tók aflann um borð var reiknað 80% af aflverðniætinu en drátt- arskipinu (eða hleranum) 20%, Af hálfu sjómanna sátu fundinn Konráð Alfrcðsson, formaður Sjó- mannalclags Eyjafjaróar, og Guó- niundur Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri Skipstjóra- og stýri- mannafélags Norðlendinga, en af hálfu útgerðarinnar, Þorsteinn Már Baldvinsson, framkvæmda- stjóri. Annar formlegur fundur hefur ekki verið boðaður meó deiluaðil- um en ákveðið aó ræóast fljótlega við aftur. Forsvarsmenn sjómanna sögðu það vera góðs viti að við- ræður heföu farió fram og sam- komulag væri um að fara betur yf- ir þessi mál og athuga hvort ein- hvern flöt væri að finna í sam- komulagsátt. GG

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.