Dagur - 21.01.1994, Síða 4

Dagur - 21.01.1994, Síða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 21. janúar 1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Veiðistjóri norður Byggðastefna er hugtak sem hefur verið að þvæl- ast fyrir stjórnvöldum í marga áratugi. Einn angi þessarar stefnu felst í því að flytja stjórnsýslu og stofnanir frá höfuðborgarsvæðinu út á lands- byggðina en meira hefur farið fyrir nefndarálitum og skýrslufargani en raunverulegum framkvæmd- um. Þó hafa ánægjuleg tíðindi verið að gerast að undanförnu og er skemmst að minnast ákvörðunar umhverfisráðherra um að færa embætti veiðistjóra undan ráðuneytinu og sameina það setri Náttúru- fræðistofnunar íslands á Akureyri. Össur Skarphéðinsson, umhverfisráðherra, hef- ur sýnt dirfsku í þessu máli, jafnvel full mikla að mati embættismanna fyrir sunnan. En ráðherrann er fastur fyrir. Hann ætlar að flytja embætti veiði- stjóra norður hvað sem tautar og raular og bregð- ist sérfræðingarnir hjá embættinu við með því að segja upp störfum mun Össur auglýsa stöðurnar lausar til umsóknar. Þarna er kominn ráðherra sem lætur verkin tala. Hann ætlar að standa við orðin sem hann lét falla í lok síðasta árs þegar Náttúru- fræðistofnun Norðurlands varð hluti Náttúrufræði- stofnunar íslands samkvæmt samningi umhverfis- ráðuneytisins og Akureyrarbæjar. Þá sagði hann að vægi seturs Náttúrufræðistofnunar á Akureyri yrði aukið og er það nú að koma á daginn. Ekki þarf að efast um það að embætti veiðistjóra á vel heima á landsbyggðinni. Embættið fer með stjórn veiða á hreindýrum, tófum, minkum og vargfuglum og með tilkomu veiðigjalds er áætlað að embættið fái inn um 15 milljónir króna á ári og verður fénu varið til rannsókna á þessum dýrateg- undum. Við embætti veiðstjóra starfa dýrafræðing- ar og verða þeir kærkomin viðbót við starfsemi Náttúrufræðistofnunar á Akureyri, en þar hafa til þessa starfað sérfræðingar á sviði grasafræði og jarðfræði. Það er vissulega ánægjulegt að umhverfisráð- herra skuli hafa hug á að efla setur Náttúrufræði- stofnunar á Akureyri. Næsta skref er að leysa hús- næðismál stofnunarinnar, sem hafa verið í ólestri í mörg ár. Þar hefur verið horft til húsnæðis við Glerárgötu í hinu hnignandi verslunarhverfi sem nú er að taka á sig akademíska mynd, en þar hafa Háskólinn á Akureyri og Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins m.a. hreiðrað um sig. Setur Náttúru- fræðistofnunar á Akureyri þarf rúmgott húsnæði svo þar sé hægt að stunda áfram og auka mikil- vægar rannsóknir í náttúrufræði. Þá er sýningar- salur stofnunarinnar fyrir löngu orðinn of lítill. Vonandi er að þessi mál leysist farsællega. Þótt 3-4 ný störf segi ekki mikið í hinu gífurlega atvinnuleysi á Akureyri er ákvörðun umhverfisráð- herra um að flytja embætti veiðistjóra til Akureyr- ar spor í rétta átt og sérstakt fagnaðarefni ef hér er um að ræða það sem koma skal. Það er ekki nóg að gera skýrslur um nauðsyn þess að flytja stofn- anir út á landsbyggðina, það verður að fylgja þess- um skýrslum eftir með jafn áþreifanlegum hætti og nú hefur verið gert. Forsætisráðherra mætti taka það til athugunar. SS Skotið yfir markið Fámennur hópur einstaklinga hef- ur með skrifum sínum hér í blað- inu gert sér að leik að misnota nafn Varðar, félags ungra sjálf- stæðismanna á Akureyri, í ályktun sem ber yfirskriftina: „Sunnlend- ingar, hjálp, hjálp, hernaðarlist sunnanmanna beitt í prófkjöri á Akureyri“. Þeir einstaklingar, sem að ályktuninni standa, hafa greinilega ekki uppburð í sér til þess að skrifa undir nafni. Það er upplýst í málinu, aö Olafur Rafn Olafsson, varaformaður félagsins, stendur að útbreiöslu „ályktunarinnar", en hann er jafnframt sjálfur í fram- boði til prófkjörs sjálfstæðis- manna á Akureyri. Hið sanna í máli þessu er, að ég hef gefið kost á mér í prófkjöri sjálfstæðismanna á Akureyri, sem fram á aó fara í Kaupangi við Mýrarveg á Akureyri dagana 22. og 23. janúar nk. Lítiö hefur farið fyrir kosningabaráttu af minni hálfu þar til nú og hefur sú barátta verið með hefðbundnum hætti Jón Kr. Sólnes. hvað mína persónu varðar. Ég hef sjálfur haft samband við mína stuðningsmenn og kannast ekki við að hafa keypt til baráttunnar fólk eða beitt nýjum, hörðum og kostnaóarsömum aðgerðum meó „Spurningin sem vaknar í huga mínum er hvaða hagsmunir ráða hér ferð- inni? Eg er þess fullviss, að það eru ekki hagsmun- ir kjósenda og stuðnings- manna Sjálfstæðisflokks- ins, hvorki á Akureyri né annars staðar.“ framboði mínu eins og segir í hinni kostulegu „ályktun“. Spurningin sem vaknar í huga mínum er hvaóa hagsmunir ráða hér ferðinni? Ég er þess fullviss, að það eru ekki hagsmunir kjós- enda og stuóningsmanna Sjálf- stæðisflokksins, hvorki á Akureyri né annars staðar. Agætu Akureyringar. Ég skora á ykkur, bæði flokksbundna sjálf- stæðismenn og óflokksbundna stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks- ins, aó taka þátt í prófkjörinu um næstu helgi til þess að efla lýð- ræðið og svara með þeim hætti þcirri niðurlægingu, sem felst í ályktun fárra einstaklinga í nafni Varðar, félags ungra sjálfstæðis- manna á Akurcyri. Þökk l'yrir birtinguna. Kveója, Jón Kr. Sólnes. Höfundur er bæjurfulllrúi Sjálfstæóisflokksins á Akureyri og frumbjóóundi í prófkjöri sjálf- stæóismunnu á Akureyri. Sunnlendingar, hjálp, hjálp! - hernaðarlist sunnanmanna beitt t protkjon Það vakti álhygli okkar Varðarfí■ ■ ,ga að fá frdltir af þvt að Iveir K- .‘a okkar úr röðum ungra Sjálf- --m.nna v*ru komnir nmður zA stýr. SjálfstæMafloteimátturesr.^^^^^ ur Ijóst að licr cr farið að » ó|Viðri sjállsticðismann SttóSiSrt um cn vió höfum vanist hingac ti • ^ . framboói^ Jl Mcfnir ; Athugasemdir frá stjómarmönnum í Húsnæðisnefnd Akureyrarbæjar - að gefnu tilefni Við undirrituð, sem cigum sæti í Húsnæðisnefnd Akureyrarbæjar, viljum að gefnu tilefni koma cftir- farandi á framfæri: Fundargerð bygginga- nefndar Bygginganefnd Akureyrarbæjar kom saman til fundar mióviku- daginn 17. nóvember 1993. Fund- argerð nefndarinnar varð í 21 lið, en 2. lióurinn í fundargeró nefnd- arinnar þennan dag er svo hljóó- andi: „Drekagil 28. Erindi dags. 16.11. 1993 frá Aðalsteini V. Júlíussyni þar sem hann f.h. A. Finnssonar hf. sœkir um leyfi til að breyta íbúðum 502, 503, 602, 603 og 703 samkvœmt meðfylgjandi teikningum eftir Að- alstein V. Júlíusson, dags. 27.10. 1993. Samþykkt. “ Fundargerð bæjarstjórnar Þriðjudagin 23. nóvember 1993 kom bæjarstjórn Akureyrar saman til fundar. 2. liður á dagskrá bæjarstjórnar þennan dag var fundargeró bygg- inganefndar frá 17. nóvembcr 1993 eða sú fundargcrð sem áður er getió. 2. liður í lundargeró bæjar- stjórnar er svohljóðandi: „Fundargerð bygginganefndar dags. 17. nóvember. Fundargerð- in er samþykkt með 11 samhljóða atkvœðum. “ Rétt er að taka lram hvaða bæj- arfulltrúar sátu lundinn: Siguróur J. Sigurósson, Birna Sigurbjörnsdóttir, Björn J. Arnvióarson, Heirnir Ingimarsson, Jón Kr. Sólnes, Ullhildur Rögnvaldsdóttir, Kolbrún Þormóósdóttir, Gísli Bragi Hjartarson, Jakob Björnsson, Sigríöur Stefánsdóttir, Þórarinn E. Sveinsson. Fundargerð húsnæðisnefnd- ar barst tímanlega Þá cr nauðsynlegt að skýrt komi lram aö margncfnd fundargerð húsnæöisncfndar frá 7. desember 1993, þar sem lagt var til aó und- irritaðir yrðu samningar um kaup á fimm íbúöum við Drckagil 28 Akureyri, var send frá Húsnæðis- skrifstofunni á skrifstofur Akur- cyrarbæjar fyrir hádcgi miöviku- daginn 8. dcscmber 1993 meó símbréfi (kvittun þar aó lútandi liggur fyrir á Húsnæðisskrifstof- unni), þannig aó öllum má vera ljóst að fundargcrðin barst bæjar- skrifstofunni vel fyrir næsta bæj- arráösiund, en hann var haldinn fimmtudaginn 9. descmbcr 1993. Akureyri 18.1. 1994. Hákon Hákonarson, Sævar Frímannsson, Jóna Steinbergsdóttir, Brynjar Ingi Skaftason, Snælaugur Stefánsson, Gísli Kr. Lórensson. Höfundar ciga sæti í stjórn Húsnæöisnefndar Akureyrarbæjar. Fyrirsögn og millifyrirsagnir eru blaósins. LE5EN PAHORN lf> Hugleiðingar um einsetiim skóla og hagsmuni foreldra Nokkur orð um einsetinn skóla. I þeim efnum væri að sjálfsögöu best aó hagsmunir foreldra, barna og atvinnulífs færi saman. Það segir sig sjálft að margir foreldrar eru í samanlagt einu og hálfu starfi og ekki geta allir, sem vinna hálfan daginn, unnió fyrir hádegi en eftir því sem mér skilst, þýóir einsetinn skóli að öll börn byrja á bilinu 8-9 á morgnana og ljúka skóla á bilinu 12-14. Fjöldi atvinnurekenda er meó fólk í hálfu starfi, þá ýmist fyrir eóa cftir hádegi, og varla getur þaó hentað mjög vel að allt það starfsfólk vinni eingöngu á tíma- bilinu frá 8-12 ca. Hingað til hefur fólk haft val, a.m.k. fyrir yngri nemendur og hefur það komió sér mjög vel fyrir marga foreldra því foreldri í hálfu starfi heiur sjálfsagt lítinn áhuga á aó vera heima á gagnstæðum tíma vió skólatíma barnsins. En samfelldur skóladagur er sjálfsagt eitthvaö sem allir foreldr- ar eru hlynntir. Þess vegna spyr ég: Er ekki verió að þjóna liluta forcldra og barna verr en áóur? S.R.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.