Dagur


Dagur - 21.01.1994, Qupperneq 6

Dagur - 21.01.1994, Qupperneq 6
6 - DAGUR - Föstudagur 21. janúar 1994 Spurníng vtkunnar - spurt á Stílnabergi „Teríunní“ á Akureyri Borðarðtt þorramat? Bjami Aöalgeirsson: Ekki allan, en mér fmnst gott þaö sem ég borða. Hákarlinn ber af en ég er ekki mjög gef- inn fyrir súrmat. Ari Friöfinnsson: Já - ég borða allan þorramat og finnst hann mjög góður. Ég borða hann eínnig utan þorra - eínkum hangikjötið. 5 S 5 2 5 2 Hljómsveitin Marmilaði leikur fyrir dansi laugardagskvöld Nú er þorrinn genginn í garð Bjóðum nú sem áður fyrr bæjarins besta þorramat á verði sem enginn stenst eða aðeins kr. 990.- auk afsláttar fyrir hópa Allar nánari upplýsingar hjá veitingastjóra í síma 22200 Þar sem gœðin ná í gegn 2 2 Bjöm Ágúst Sigurðsson: Ég borða flest annað af þorra- matnum en hákarlinn. Mér finnst hann hreinlega vondur. Siguröur Guömundsson: Já - ég borða hann en læt þó hákarlinn vera. Er lítið gefinn IVrir hann en þó gæti maður ef til vill komið sér á bragðíð. Kristín Marinósdóttir: Ég borða flestar tegundir af þorramat en er lítið gefin fyrir hákarlinn. HVAP ER AE> OERA5T? Frumsýning á Bar-pari Leikfélag Akureyrar frumsýnir annað kvöld kl. 20.30 Bar-par eftir Jim Cartwright í gömlu KEA-kjörbúðinni við Höfðahlíð á Akureyri. Leikarar eru tveir, Sunna Borg og Þráinn Karlsson. Leikstjóri er Hávar Sigurjóns- son, Helga I. Stefánsdóttir sér um leikmynd og búninga og Ing- var Bjömsson lýsir sýninguna. Næstu sýningar verða nk. sunnu- dag, föstudaginn 28. janúar og laugardaginn 29. janúar. Tvær sýningar verða á gleði- leiknum Góðverkin kalla um helgina, í kvöld og annað kvöld kl. 20.30. Sýningin hefur fengið mjög góðar viðtökur áhorfenda sem gagnrýnenda og hefur verið uppselt á nær allar sýningar fram að þessu. Vegna umfagns næsta verkefnis LA, sem er Operu- draugurinn, verður að hraða sýn- ingum á Góðverkunum og verð- ur þeim að ijúka í febrúar. Það er því vissara að tryggja sér aðgöngumiða í tíma og fólk er þegar farið að panta mióa á sýn- ingar í febrúar. Stútungasaga frumsýnd Leikfélagið Búkolla í Suður- Þing. frumsýnir annað kvöld, laugardag, kl. 20.30 í Ýdölum í Aðaldal Stútungasögu - eða kyrrt um hríð eftir Hjördísi Hjartar- dóttur, Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Leikstjóri er Einar Þorbergsson og Robert Faulkner stjómar tónlistarflutningi. Onnur sýning á Stútungasögu verður á þriðjudagskvöldið, 25. janúar, kl. 20.30. Stútungasaga, sem var samin sérstaklega fyrir Hugleik í Reykjavík og sýnd 1992, er sannkallaður gleðileikur með söngvum. Leikritið fékk frábæra dóma áhorfenda og gagnrýnenda og var talað um það sem gaman- leik ársins. Leikarar í sýningunni eru 30 talsins og koma þeir víða að úr Suður-Þing., Húsavík, Að- aldal, Reykjahverfi, Kinn, Lax- árdal, Reykdælahreppi og Ljósa- vatnsskarði. Leikfélagið Búkolla er nokk- uð ungt leikfélag, það var fomi- lega stofnað 1992. Þó hefur sami kjami starfað mun lengur saman aó leikfélaginu, áður undir Leik- deild ungmennafél. Geisla. Tekið er á móti miðapöntun- um í síma 43595. Þorrahlaðborð í Staðarskála Þorrinn hefst um helgina og í til- efni af því býóur Staðarskáli í Hrútafirði upp á þorrahlaðborð alla föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Á laugardögum cr þorramaturinn á borðum til kl. 21.30. Blótað í Arnarneshreppi Þorrablót Arnarneshrepps verður haldið í Hlíðarbæ annað kvöld kl. 20.30. Hreppsbúar og brott- fluttir eru boðnir velkomnir. Miðapantanir í síma 25368 (Hjördís), 24680 (Margrét), 21076 (Dúa) fyrir morgundag- inn. Lokaball Stjórnarinnar Stjómin leikur í allra síðasta skipti fyrir dansi í Sjallanum á Akureyri annað kvöld, laugar- dagskvöld. í kvöld verða Papar á Sjallakránni og í kvöld og annað kvöld tekur Arnar Guðmundsson lagið í Kjallaranum. Marmilaði á Hótei KEA Hljómsveitin Marmilaði leikur fyrir dansi á Hótel KEA annað kvöld, laugardagskvöld. Að sjálfsögðu verður þorranum fagnað með þorrablóti, en cinnig verðurhinn vcnjubundni matseð- ill á boðstóium auk leikhússtil- boðsins. The Program í Borgarbíói Borgarbíó frumsýnir um helgina kl. 21 The Program eða Full- komin áætlun. Á sama tíma verður Sleepless in Seattle sýnd í hinum salnum. Klukkan 23 verða sýndar myndirnar Maður án andlits með Mel Gibson í að- alhlutverki og The young Amer- icans. Á barnasýningum á sunnudag kl. 15 verða sýndar myndirnar Krummarnir og Prins- ar í L.A. Tvær sýningar á Rauða lampanum Kvikmyndaklúbbur Akurcyrar sýnir í Borgarbíói á Akureyri kínvcrsku myndina Rauða lamp- ann, en hún var ein þeirra mynda sem keppti við Börn náttúrunnar um Oskarinn sem besta erlcnda myndin. Rauði lampinn vcrður sýndur á sunnudag kl. 17 og mánudag kl. 18.30. Hraðskákmót á sunnudag Skákfélag Akureyrar stendur fyr- ir svokölluðu Janúarhraðskák- móti nk. sunnudag kl. 14 í húsa- kynnum félagsins viö Þingvalla- stræti. Mótió er öllum opið. Skákþing Eyjafjarðar Næstkomandi sunnudag, 23. janúar kl. 14, verður kcppt í ung- lingaflokki (16 ára og yngri) á Skákþingi Eyjafjarðar í Þcla- mcrkurskóla. Tefldar verða sjö umferðir og er umhugsunartím- im 15 mínútur. Skráning er á staðnum. Vcrólaun verða vcitt fyrir þrjú efstu sætin. Listræn ljósmyndasýning Sigríður Soffía, ljósmyndari, er þessa dagana með sýningu í Listasafnshúsinu í Grófargili á Akureyri og er hún opin alla virka daga frá kl. 13 til 16. Sýn- ing Sigríðar Soffíu vcrður uppi til 15. fcbrúar nk. og þá tckur ný sýning við, en hugmyndin cr að þarna verði alltaf uppi sýning. Þær geta vcrið af ýmsum toga. Afmælishátíð LD Leikfélag Dalvíkur cfnir annað kvöld til afmælishátíðar í Víkur- röst á Dalvík í tilefni af 50 ára afmæli félagsins. Þar veróur flutt skemmtidagskrá í tali og tónurn og stiklað á stóru í sögu félags- ins. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti og að skcmmtidagskrá lokinni verður barinn opinn og dansað fram eftir nóttu.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.