Dagur - 29.01.1994, Side 3
Laugardagur 29. janúar 1994 - DAGUR - 3
FRÉTTIR
Akureyri:
SS Byggir segir upp
öllum starfsmönnum
Byggingafyrirtækið SS Byggir
hefur sagt upp öllum starfs-
mönnum sínum, 22 að tölu, en
þeir eru allir við vinnu í bygg-
ingu aidraðra við Lindarsíðu.
Um er að ræða smiði, múrara
og verkamenn og láta þeir flest-
ir af störfum í kringum 1. apríl
nk. Þá mun fyrirtækið aflienda
seinna fjölbýlishúsið við Lindar-
síðu, með 35 íbúðum.
Sigurður Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri SS Byggis, sagði
þetta fyrirbyggjandi aðgerðir, þar
sem fyrirtækió hefði í dag engin
verkefni eftir 1. apríl. „Það er ekki
hægt að senda allan þennan mann-
skap í fjórir íbúðir sern við erurn
að byggja við Vestursíðu. Þaó er
rnjög sárt að þurfa að grípa til
þessara aðgerða, því ég er meö
mjög góðan mannskap í vinnu."
Sigurður sagði að framundan
væru útboð á byggingu við FSA
og MA, innréttingu barnaheimilis
í kjallara Glerárkirkju og viöbygg-
ingu við flugstöðina á Akureyrar-
flugvelli en alls óvíst hvaða fyrir-
tæki fengju þau verkefni.
„Við höfum verið að auglýsa
tilbúnar raðhúsaíbúðir að undan-
förnu en íbúöir seljast hreinlega
ekki á frjálsunt markaði,“ sagði
Sigurður ennfremur. KK
Uppsagnir starfsmanna Slippstöðvarinnar-Odda hf. tcngjast fjárhagscndurskipulagningu fyrirtækisins.
Róttæk endurskipulagning Slippstöðvarinnar-Odda hf. framundan en gjaldþroti verður líkast til afstýrt:
- fyrirhugað að hluti starfsmanna verði endurráðinn innan þriggja vikna
Öllum starfsmönnum Slipp-
stöðvarinnar-Odda hf. á Akur-
eyri var sagt upp störfum í gær.
Þetta var ákvörðun stjórnar
fyrirtækisins í samráði við
stærstu lánadrottna félagsins og
er uppsögnin miðuð við næst-
komandi mánaðamót. Fyrirhug-
að er að endurráða hluta starfs-
manna innan næstu þriggja
vikna. I»essar uppsagnir tengj-
ast fjárhagsendurskipulagningu
á fyrirtækinu sem staðið hefur
síðustu mánuði en nú stefnir í
að frumvarp að nauðasamning-
um komi fram innan tíðar
þannig að allar líkur benda til
að gjaldþroti Slippstöðvarinnar-
Odda hf. verði afstýrt.
Alls er sagt upp 132 starfs-
mönnum um mánaðamótin. A
launalista félagsins eru nú 161
starfsmaður en 29 eru á uppsagn-
arfresti nú þcgar, ýmist vegna eig-
in uppsagnar eöa uppsagnar frá
fyrirtækinu. Því standa eftir 132
starfsmenn scm cr sagt upp. Flest-
ir þeirra hafa þriggja mánaða upp-
sagnarfrest.
í tilkynningu frá Guðmundi
Tulinius, framkvæmdastjóra
Slippstöðvarinnar-Odda hf., segir
að með þessum aðgerðum sé fyrst
og fremst verið að opna mögu-
leika til róttækrar endurskipulagn-
ingar fyrirtækisins vegna aðlögun-
ar aó mjög erfiðri verkefnastöðu
og óvissu um verkefni næstu mán-
aða.
„Sem kunnugt er hefur Slipp-
stööin-Oddi hf. átt við verulega
fjárhagserfiðleika að etja sem
leiddu til þess að lélagið fékk úr-
skurð um grcióslustöðvun þann 3.
ágúst s.l. sem síóan hefur verió
tvívegis framlengd og rennur út
þann 22. fcbrúar n.k.
A undanförnum mánuðum hef-
ur verðið unnið að því að llnna
lausn á fjárhagsvanda fyrirtækis-
ins.Viðræður stærstu lánadrottna
eru nú komar á þaó stig að
væntanlega verður innan skamms
hægt að Ieggja fram frumvarp að
nauðasamingum og því allar líkur
á að gjaldþroti félagins verði af-
stýrt,“ segir í tilkynningunni.
Þar segir cinnig að gangi eftir
sú von forráðantanna félagsins að
unnt verði aö foróa félaginu frá
gjaldþroti sé fyrirhugað að endur-
ráða hluta starfsmanna innan
næstu þriggja vikna en endurráón-
ingar fari að nokkru eftir því hvert
útlit verði um verkefni. Mióaó við
verkefnastöðuna og útlitið í dag
megi þó ljóst vera að um verulega
fækkun starfsmanna verði að
ræða. JÓH
Husavík:
Margir fastir í ófærðinni
Lögreglumenn á Húsavík köst-
uðu mæðinni í gær og nutu veð-
urblíðunnar. A fimmtudags-
kvöldið voru þeir hins vegar á
þönum við að aðstoða fólk sem
hafði fest ökutæki sín á illfærum
götum.
Samkvæmt upplýsingunt frá
lögreglunni var mikil ófærð í út-
hverfum Húsavíkur á fimmtudags-
kvöldið og ntargar hjálparbeiðnir
sem lögreglan þurfti aó sinna.
Snjóntagnið var ekkert óskaplegt
en það hafói skafió í skafla og
þurfti lögreglan að ýta bílum og
draga þá úr sköflunum. Að öðru
lcyti var allt rólegt hjá lögreglu.
SS
íþróttadagur VMA í Gryfjunni
Nemendur Vcrkmcnntaskólans á Akurcyri stóðu fyrir íþróttadcgi í gærmorgun til að minna á gildi íþrótta og voru
uppi ýmsar skrcytingar í skólanum því til staðfestingar. M.a. var sett upp handboltamark í Gryfjunni þar sem nem-
cndur rcyndu sig í vítakcppni gegn Sigmari Þrcsti, markmanni KA; kcppt var í borðtennis og tekið á í curobik og er
myndin tekin við það tækifæri. GG/Mynd: Robyn
Útígöngukmdur finnast
í síðustu viku fundust tvær
kindur í fjallinu ofan Garðsvík-
ur, yst á Svalbarðsströnd. Þær
voru frá bænum Ytri-Varðgjá í
Eyjaíjarðarsveit og voru vel á
sig komnar þegar þær náðust.
Um var að ræða tvær vetur-
gamlar ær og sagði Bjami Hólm-
grímsson, bóndi á Svalbarói á
Svalbarósströnd, að til þeirra haft
sést í kíki í haust þannig að vitað
var um þær. I síðustu viku sást
svo til þeirra í fjallinu ofan við
Garðsvík og fóru nokkrir menn til
að ná kindununt og gekk það vel.
JÓH
Álit sambandsstjórnar Sjómannasambandsins á Kvótaþingi:
Skref í átt til lausnar á „kvótabraski“
að 80% markinu hafi veriö náð.
Með framangreindri breytingu er
komió í veg fyrir óeólilega sam-
þjöppun veiðiheimilda hjá ein-
stökum fyrirtækjum.1'
Sambandsstjórnin krefst þess
að til viðbótar 1. gr. núgildandi
laga um stjórn fiskveiða konti
ákvæði um að frá og með 1. janú-
ar 1996 verði skylt að selja afla
sem landað er til vinnslu innan-
lands á fiskmarkaði. Sambands-
stjórnin telur jafnframt að ekki
komi til greina og aö engin rök
séu fyrir því að llskvinnslustöðvar
geti flutt til sín aflahlutdeild eins
og l'ram komiö frumvarp til breyt-
inga á lögum um stjóm fiskveióa
geri ráó fyrir. GG
Tillögur nefndar um tilboðs-
markað fyrir aflamark, Kvóta-
þing, voru til umræðu á sam-
bandsstjórnarfundi Sjómanna-
sambands Islands sl. fimmtudag
og telur fundurinn tillögur
nefndarinnar vera skref í átt til
lausnar á því vandamáli sem
sjómenn hafa staðið frammi fyr-
ir undanfarin misseri. Tillögur
sambandsstjórnarinnar hafa
verið sendar nefndinni, sem
skipuð er þremur ráðuneytis-
stjórum, og var sett á fót skv. 1.
gr. nýsettra bráðabirgðalaga og
á að skila tillögum fyrir 1.
febrúar nk.
I áliti Sjómannasambandsins
segir m.a.: „Til að tilboðsmarkaó-
ur á allamarki, eða svokallað
Kvótaþing, nái að leysa að hluta
þau vandantál sem sjómenn hafa
staðið frainmi fyrir, vegna við-
skipta með veiðiheimildir og
meinta þátttöku sjómanna í kvóta-
kaupurn, þarl' samhliða Kvóta-
þingi sterkari ákvæói í önnur lög
svo ekki l'ari milli mála að sjó-
menn skuli ckki taka þátt í kaup-
um á veiðihcimildum. Nauðsyn-
legt er taliö að hækka það hlutfall
aflantarks sem skip þarf að veióa
til að halda veiðiheimildum sín-
urn, en í 12. gr. núgildandi laga er
þetta hlutfall 25%, en þyrfti að
vera um 80%. A móti hækkun
hlutfallsins mætti breyta ákvæóinu
á þann veg að í stað þess að skip
missi alla aflahlutdcild sína náist
framangreint hlutfall ekki verði
aflahlutdeildin skert sem á vantar