Dagur - 08.02.1994, Blaðsíða 4

Dagur - 08.02.1994, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 8. febrúar1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RIKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 . FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 í skugga Hrafnsins Með brottvikningu Arhúrs Björgvins Bollasonar, dag- skrárráðgjafa útvarpsstjóra, hefur Sjónvarpið beðið enn einn álitshnekkinn. Enn og aftur hafa stjórn- málamenn gripið fram fyrir hendurnar á Heimi Steinssyni, útvarpsstjóra, og hlutast til um málefni stofnunarinnar með grófum og afgerandi hætti. End- urtekin afskipti þeirra af innri málefnum Ríkisút- varpsins eru auðvitað óþolandi og ótrúlegt að út- varpsstjóri skuli láta ósköpin yfir sig ganga. Flestum er enn í fersku minni er menntamálaráð- herra tók fram fyrir hendurnar á útvarpsstjóra með því að ráða Hrafn Gunnlaugsson, tímabundið, í starf framkvæmdastjóra Sjónvarpsins eftir að útvarpsstjóri hafði vikið Hrafni úr starfi sem dagskrárstjóra sömu stofnunar. Þar var um fáheyrða valdníðslu að ræða enda var hún fordæmd af þorra þjóðarinnar. Mennta- málaráðherra rökstuddi gjörninginn með því að við lifðum í lýðfrjálsu landi þar sem öllum ætti að vera óhætt að segja skoðanir sínar án þess að eiga brott- rekstur á hættu. Hrafn Gunnlaugsson hefði ekki ann- að til saka unnið en einmitt það að segja skoðanir sínar á Sjónvarpinu og starfsmönnum þess, umbúða- laust. Forsætisráðherra tók efnislega undir þessar röksemdir samráðherra síns og studdi ákvörðun hans, um að hækka Hrafn í tign innan stofnunarinn- ar, með ráðum og dáð. Nú, örfáum mánuðum síðar, verður ekki betur séð en að þessir boðberar frjálsra og óheftra skoðanaskipta beiti sér báðir fyrir því að dagsskrárráðgjafa útvarpsstjóra sé vikið úr starfi fyr- ir að segja skoðun sína á störfum setts framkvæmda- stjóra Sjónvarpsins og stuðningi menntamálaráð- herra við þau! Hér er um svo ótrúleg sinnaskipti að ræða að þau verða alls ekki skýrð með skynsamlegu móti. Dagskrárráðgjafi útvarpsstjóra var rekinn fyrir full- yrðingar sem hann setti fram í bréfi til formanns Stéttarsambands bænda. Hann var rekinn fyrir að fullyrða að Sjónvarpið væri „í pólitískri herkví" og „undir járnaga hins pólitíska valds". Hann var rekinn fyrir áð segja að hann og þorri starfsmanna Ríkisút- varpsins skömmuðust sín fyrir þá aðför sem Sjón- varpið hefur hvað eftir annað gert að bændum síð- ustu mánuði. Hann var rekinn fyrir að benda á að uppbygging áróðursmynda Baldurs Hermannssonar gegn íslenskum bændum væri að mörgu leyti lík upp- byggingu áróðursmynda sem þýskir nasistar létu gera um gyðinga í Þriðja ríkinu. Síðast en ekki síst var hann rekinn fyrir að gagnrýna störf setts fram- kvæmdastjóra Sjónvarpsins, pólitíska misnotkun hans á miðlinum og það að vísa „ábyrgðinni á þess- ari svívirðu alfarið til menntamálaráðherra". Máltæk- ið segir að sannleikanum sé hver sárreiðastur. Þau orð sannast hér enn einu sinni, því sérhvert orð í bréfi dagskrárráðgjafans má til sanns vegar færa. Frá því menntamálaráðherra setti Hrafn Gunn- laugsson í starf framkvæmdastjóra Sjónvarpsins hafa lög um Ríkisútvarpið verið þverbrotin. Framkvæmda- stjórinn hefur sett á laggirnar ótal þætti, sem öllum er stýrt af ungliðum í Sjálfstæðisflokknum. Hann hef- ur leyft vinum sínum að halda uppi linnulausum árásum á bændastéttina í Sjónvarpinu og launað þeim ótæpilega, af almannafé. Þannig mætti lengi telja. Segja má að Sjónvarpið hafi staðið í skugga Hrafns og Sjálfstæðisflokksins síðustu mánuði. Sú skipan mála er með öllu óviðunandi en er auðvitað vatn á myllu þeirra sem vilja einkavæða stofnunina. Ef til vill er leikurinn líka til þess gerður... BB. Af afrekum og atvinnuleysi Nú þegar líða fer að sveitar- stjórnarkosningum, hljóta frambjóðendur bæjarstjórnar- meirihlutans að koma með af- rekalista bæjarstjórnar í at- vinnumálum. í tímaritinu Lífsmarki fimmtu- daginn 27. janúar sl. voru bæjar- fulltrúar spuróir aó því hvert yrði helsta mál næstkomandi kosningá. Flestir þeirra svöruðu að það yrði atvinnumálin. Það er nú ánægju- legt að þeir skuli vilja láta þennan málaflokk til sín taka. Sjálfsagt ætla þeir að leysa þennan vanda meö þögninni eins og þeir hafa gert hingað til. Eóa ætla þeir kannski að bjóða sig fram með úr- ræðaleysið eitt aó vopni? Nú hafa Þórsarar fengið sinn mann á lista Sjálfstæðisflokksins og má því ætla að hagsmunum þeirra sé borgið. Hver skyldi nú vera fulltrúi atvinnulausra í næstu bæjarstjórnarkosningum og hver skyldi gæta hagsmuna þeirra? Hvar eru nú talsmenn frjáls Gler- árþorps? Er ekki kominn tími til að óháðir borgarar fari að bjóða fram? Afrek í atvinnumálum Það er ekki annað hægt en að þakka atvinnumálanefnd þaö Grettistak sem hún hefur lyft í at- vinnumálum bæjarins, enda bera tölur um atvinnuleysi þess merki. Listi um ný atvinnutækifæri sem atvinnumálanefnd hefur komið á fót og þær hugmyndir sem þeir hafa veitt móttöku og styrkt, hlýt- ur að birtast svona rétt fyrir kosn- ingar. Hvert hraóametió af öðru hefur verið slegið af starfsmönn- um atvinnumálanefndar, er varðar afgreiðslu þeirra er sótt hafa um styrki vegna atvinnuátaksverk- efna. Menn tala um aó ekki séu til neinar patentlausnir við þessu vandamáli og þeir sjá ekki neinar lausnir. Eins og ég hef margoft bent á þá er lausnin ekki fólgin í einhverju sem kemur á silfurfati. Lausnin býr hjá okkur sjálfum, hún býr í mannauönum, þeim hæfileikum seni okkur er gefið að geta skapað og fengið hugmyndir. Það er til fjöldinn allur af góðum hugmyndum en vantrú og blinda þeirra sem fara með atvinnumál, gagnvart þeim hugmyndum sem fyrirtæki og einstaklingar hafa lagt fram, er slík að mér dettur helst í hug þetta vers úr Matteus 13.14-15: „Með eyrum munuð þér heyra og alls ekki skilja, og sjáandi munuð þér horfa og ekkert sjá. Því að hjarta lýðs þess er sljótt orðið og illa heyra þeir með eyr- um sínum, og augunum hafa þeir lokað, svo að þeir sjái ekki með augunum né heyri með eyrunum *og skilji með hjartanu og snúi sér og lœkni þá. “ Auðlindir og atvinnuskap- andi verkefni Það sem pólitíkusar hafa ekki átt- að sig á er að það tímabil sem við siglum nú í er tímabil þekkingar. Sú auðlind sem er óþrjótandi og Sigurjón Haraidsson. við getum byggt á er þekking. Samkeppnismöguleikar okkar og vaxtarbroddar eru mestir á þessu sviði. Þekkingin er lykillinn aó aukinni framleiðni og nýsköpun verðmæta. Mannauðurinn verður ekki fjötraður í nútímaþjóófélagi og hann leitar þangað sem hann hefur mesta möguleika, vill vera þar sem honum líóur best og fær tæki- færi til að skila mestum afrakstri, hann leitar þangað sem lífskjörin eru best. Ef menn halda að fjötra megi þekkingarfólk, búa því erfið lífsskilyrði og lífskjör, þá er það mesti misskilningur. Það eina sem þcir uppskera er að landið mun veróa hráefnisnýlenda þar sem at- gervisflóttinn mun skilja efir sig þekkingarsnauð og visin fyrirtæki. Er slíkt ástand að ganga yfir Ak- ureyri núna? Hve mörg ný fyrir- tæki hafa tekið til starfa á þessu sviói á Akureyri undanfarin ár. Þótt ótrúlegt megi viröast eru þau þó nokkur, en bæjarfélagið reynir i'rekar að styrkja fyrirtæki í taprekstri en að styrkja stöðu þeirra sem skila arði en vantar styrk til frekari útþcnslu og mark- aðssetningar. Nefna má nokkra möguleika á útflutningi þekkingar: Utflutning- ur á hugbúnaði og menntun og út- gáfa bóka um þekkingarfræði. A Akureyri er starfandi íslenska menntanetið, í gegnum mennta- netið væri hægt t.d. að scnda er- lendis hugbúnað og námsefni. Við eigum Verkmenntaskólann sem hefur byrjað á kennslu í gegnum menntanetið og hvers vegna væri ekki hægt að kenna útlendingum einnig í gegnum þetta net? Hægt væri að markaðssetja Há- skólann á Akureyri á sama hátt. Það má t.d. nefna að mikill áhugi hefur verió erlendis fyrir íslend- ingasögunum, íslensku hugviti á sviði sjávarútvegs o.fl. Banda- ríkjamenn líta meó hýru auga á það kerfi sern Skandinavar hafa í leikskólamálum. Hví væri ekki hægt að selja þckkingu eða ráð- gjöf á þessu sviði? Við Islendingar eigum nægan auð af þekkingu sern við getum selt. Við eigum aö styðja vió bak- ið á þeim sem búa yfir þekkingu og geta oróið forystumenn, svo vitnað sé í orð Churchills sem sagði: „Forystumenn framtíðar- innar verða frumkvöðlar nýrra hugmynda.“ Við þörfnumst slíkra forystumanna hér á Akureyri. Aumingjakerfí og stofu- fangelsi Það atvinnuleysisbótakerfi sem við búum viö í dag er ekki byggt sem lausn á langtímaatvinnuleysi. Þetta kerfi dregur úr hæfni ein- staklinga til aó vera boólegir í vinnu. Þegar einstaklingar hafa verió lengur en ár atvinnulausir má búast við að sálarástand og viljaþrek sé orðið þess eölis að þeir séu orðnir stofnanamatur eða sjái ekki lengur tilgang með lífinu. Það sem vió erum að upplifa er aukin tíðni sjálfsmorða og kerfið gerir ekkert til að bæta úr þessu. Sá sem er atvinnulaus, má ekki stunda nám sem varir lengur en 6 mánuði, þó svo að hann hafi engar tekjur á meðan. Ef hann vill nýta tímann og vera t.d. í hlutanámi við Háskólann á Akureyri þá fær hann ekki bætur, þó svo að viðkomandi væri tilbúinn að taka vinnu um leið og hún biðist og þó svo að hann yrði tilbúinn að hætta námi. Atvinnuleysingi má heldur ekki fara út úr sínu bæjarfélagi nema missa bætur þann tíma sem hann er í burtu. Kerfið miðar aó því að gcra menn að algjöruni aumingj- um. Sjálfsbjargarviðleitnin er brotin nióur og kcrfið gerir í því aö viöhalda henni. Þó svo aó at- hafnir atvinnuleysingja gefi þeim ekki tekjur þá er þeirn bannað samkvæmt lögum að gera nokkuó sem gæti aukið líkur þeirra á veru- legri mcnntun og nýjum atvinnu- tækifærum. Og bæjarfélagið gerir heldur lítió í því að halda uppi starfsvilja þessa fólks. Atvinnuátaksverkefni sem bæjarfélagið stendur fyrir eru fólgin í því aó hafa ofan af fyrir fólki í skamman tíma og bjóða ekki upp á ncina framtíðaratvinnu eða öryggi. Fólk sem tekur þátt í þcssum átaksverkefnum vcit af þessu og áhugi þess til vinnunnar er í samræmi við þessar skamm- tímalausnir. Ef mcnn hafa ckki áttað sig á því, þá er atvinnuleysið svartur blettur á sögu Akureyrar. Mönn- um mun verða úrræðaleysi bæjar- stjórnar í þessum málum minnis- stætt í komandi kosningum. Ég ætla því, lesandi góður, að biója þig þegar þú gengur að kjör- borðinu í næstu sveitarstjórnar- kosningum, að muna eftir þeim tjölda manna sem á um sárt að binda vegna atvinnuleysis. Eitt er það aó lokum er mér finnst einkennilegt hér á Akurcyri. Þcgar einhver setur út á kerfið þá brcgðast ráðamenn yfirleitt með því að reyna að rægja eða ná sér niður á viðkomandi í staö þess að rökstyöja sitt mál og vióurkenna mistökin. Ráðamenn ættu aó sýna manndóm og reyna aó gera betur í stað þess að brjóta nióur nýjar og góðar hugmyndir. Sigurjón Haraidsson. Höfundur er kerllsfræðingur og nemundi í rekstrurfræöi vió Sumvinnuhúskólunn uó Bif- röst. Starfsmenn A. Finnssonar hf.: Örstutt athugasemd - við svargrein Vilhjálms Inga Al' gefnu tilefni teljum viö undir- ritaðir ekki ástæðu til aó svara grein Vilhjálms Inga, að svo komnu máli. Fyrst hann kýs að setja sín skrif upp með þeim hætti, að fyllilega má skilja að við höfum haft í hót- unum vió hann - jafnvel hótað líf- láti, viljurn við leyfa honurn aó róa einum á þcim miðum. Starfsmenn hjá A. Finnssyni hf.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.