Dagur - 08.02.1994, Blaðsíða 10

Dagur - 08.02.1994, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Þriójudagur 8. febrúar 1994 EN5KA KNATT5PYRNAN ÞORLEIFUR ANANÍASSON Markasúpa á laugardegi í Englandi - Man. Utd. og Blackburn halda sínu striki - Roy Evans byrjar vel hjá Liverpool Ekki hafði verið gert ráð fyrir leikjum í Úrvalsdeildinni um þessa helgi, þar sem fyrirhugað var að iandsliðið nýtti helgina til undirbúnings fyrir H.M. í Bandaríkjunum í sumar. En eins og menn vita tókst Eng- Iendingum ekki að tryggja sér þátttökurétt í keppninni og þar með var helgin laus að nýju. Hún kom þó að góðum notum og á laugardag voru leiknir átta leikir í Úrvalsdeildinni, ýmist frestaðir leikir eða leikir sem ljóst var að yrði að fresta síðar. Ekki verður þó annað sagt en þessir eftirleguleikir hafi verið fjörugir og óvenjumikið var skorað af mörkum. En lítum þá nánar á leikina sem fram fóru á laugardaginn. ■ Meistarar Man. Utd. halda sínu striki og sigruöu lið Q.P.R. á úti- velli meó þrem mörkum gegn tveim í jöfnum og spennandi leik sem gat farið á hvorn veginn sem var. En hver er sinnar gæfu smið- ur og leikmenn Manchesterliðsins eru ekkert á því að gefa höggstað á sér, vitandi af Blackburnliðinu á mikilli siglingu í kjölfari sínu. Það var Andrei Kanchelskis sem náði forystu fyrir Man. Utd. í leiknum og leikmenn liðsins voru ávallt á undan að skora. Eric Cantona og Ryan Giggs skoruóu einnig fyrir liðið sem varð raunar að taka á öllu sínu til þess aó tryggja sér sigurinn. Þeir Clive Wilson og Les Ferdinand skoruöu mörk Lundúnaliðsins sem leikur mjög vel um þessar mundir, en það dugði þó ekki gegn hinu firna- sterka meistaraliði að þessu sinni. ■ A sama tíina lék Blackbum á heimavelli sínum gegn hinu haró- skeylta Wimbledon gengi og vann auðveldan þriggja marka sigur. Alan Shearer sem er óstöðvandi uppvið ntark andstæðinganna urn þessar mundir kom liðinu á bragð- Úrslit í vikunni FA-bikarinn 4. umferð Bolton - Arscnal 2:2 Úrvalsdeild Coventry - Ipswich 1:0 1. deild Crystal Palace - Petcrborough 3:2 Grimsby - WBA 2:2 Um helgina Úrvalsdeild Blackburn - Wintbledon 3:0 Everton - Chelsea 4:2 Manchester City - Ipswich 2:1 Norwich - Liverpool 2:2 Oldham • Southanipton 2:1 QPR - Manchester Utd 2:3 Swindon - Coventry 3:1 Tottenham - Sheffield Wed 1:3 Aston Villa - Lceds Utd 1:0 1. deild Birmingham - Peterborough 0:0 Bolton - Watford 3:1 Bristol City - Tranmere 2:0 Charlton - Grimsby 0:1 Crystal Paiace - Dcrby 1:1 Luton - Oxford 3:0 Portsmouth - Notts County 0:0 Southend - Barnsley 0:3 Stoke City - Wolves 1:1 WBA - Sunderland 2:1 Middlesbrough - MiIIwalI 4:2 Nottingham For - Leicester 4:0 ið með fyrsta markinu strax í upp- hafi leiks. Hinir snjöllu útherjar Blackburn bættu síðan við sitt hvoru markinu, fyrst Jason Wil- cox og síðan Stuart Ripley og ör- uggur sigur liðsins í höfn. Black- burn heldur því enn í vonina um að ná toppsætinu ef svo ólíklega vildi til að liði Man. Utd. yrði fótaskortur á lokasprettinum, en önnur lið hafa að öllum líkindum misst alla möguleika á efsta sæt- inu. ■ Það voru skoruð sex mörk í leik Everton gegn Chelsea eins og í fyrri leik liðanna fyrr í vetur, en nú snerust tölumar við því það var Everton sem sigraói í leiknum 4- 2. Þaó virðist greinilegur munur á liði Everton síðan hinn nýi frarn- kvæmdstjóri, Mike Walker, tók við stjóminni og leikmenn liðsins virðast vera að öðlast sjálfstraust- ió á nýjan leik. John Ebbrell skor- aði tvö fyrstu mörk Everton, en Mark Stein skoraði bæói rnörkin fyrir Chelsea og jafnaði raunar með fyrra marki sínu. Miðherjinn sterki Paul Rideout skoraði einnig tvö mörk fyrir Everton í leiknum. ■ Við fengum að sjá leik Man. City gegn Ipswich í sjónvarpinu og var sá leikur betur leikinn og skemmtilegri en búast mátti vió fyrirfram. Þetta var fyrsti leikur City eftir aó Francis Lee tók við formennsku félagsins og leikmenn eflaust ákveðnir í að standa sig frammi fyrir hinurn nýja eiganda sínurn. Þaó byrjaói þó ekki gæfu- lega því eftir um 15 mín. leik náði Ian Marshall forystunni fyrir Ips- wich er hann komst inní hræðilega sendingu Garry Flitcroft sem ætl- uó var markverðinum Tony Co- ton. Leikmenn City náóu þó að jafna leikinn fyrir hlé cr David Rocastle Iagði á glæsilegan hátt upp auðvelt mark fyrir Carl Grif- fiths, en Rocastle lék mjög vel og ótrúlegt að hann skyldi ekki fá Bryan Gunn, markvörður Norwich, var rckinn útaf í leiknum gegn Liver- pool fyrir að slá boltann utan teigs frá Stevc McMannaman sem var kominn einn í gegn. John Ebbel skoraði tvö af mörkum Everton í lciknum gegn Chclsca. tækifæri til að sanna sig meó Le- eds Utd. þann tíma sem hann var þar. Það var síðan Flitcroft sem tryggöi City sigurinn í leiknum með marki í síðari hálfleiknum og bætti þannig fullkomleg fyrir fyrri mistök sín. Michel Vonk skallaði boltann fyrir fætur hans eftir auka- spyrnu Keith Curle og Flitcroft, eldsnöggur í teignum sendi bolt- ann í mark af stuttu færi. ■ Roy Evans hinn nýi fram- kvæmdastjóri Liverpool stjórnaði liói sínu í fyrsta sinn á útivclli gegn Norwich og ekki verður ann- að sagt en 2-2 jafntefli í leiknum lofi heldur góðu um framhaldið. Hinn mikli markaskorari Chris Sutton náði þó tvívegis forystunni fyrir Norwich, en eins og oft áður í vetur hélst lióinu illa á forskot- inu á heimavelli. Sjálfsntark Ian Culverhouse Ieikmanns Norwich jafnaði í 1 -1, cn síðara jöfnunar- mark Livcrpool gerói síðan John Barnes er um 15 ntín. voru til leiksloka. Markvörður Norwich Bryan Gunn var rekinn af lcikvclli fyrir aö taka boltann utan teigs og bjarga þannig marki, en Liverpool liðið lék vcl í lciknum og margir telja að Evans muni gera góða hluti meó liðið og hefði að ósekju mátt taka vió lióinu nokkrum ár- unt fyrr. ■ Swindonliðið hcfur verið í mik- illi uppsveiflu að undanförnu og nú er ekki sjálfgefió að liðið falli niður eins og virtist öruggt fyrir nokkrum vikum. Að vísu cr liðið enn í neðsta sæti, en hefur þó náð í skottió á nokkrum liðum sem einnig berjast við falldrauginn. Swindon vann góðan sigur á heimavelli gegn Coventry þar sem Norðmaðurinn Jan Age Fjortoft skoraði öll þrjú mörk liðsins þar af tvö úr vítaspyrnum. Eina mark Coventry í leiknum skoraði Julian Darby. ■ Ekkert gengur hjá Tottcnham- lióinu þessa dagana og með sama áframhaldi gæti liðið lent í fall- baráttu í vor. Sheff. Wed. kom í heimsókn á laugardag og vann auðveldan 3-1 sigur á slöku liði Tottenham. Það var Simon Colc- rnan sem náói forystunni fyrir Sheff. Wed. áður en Mark Bright bætti tveim mörkum viö fyrir lið- ið. Eina mark heimamanna skor- aði Ronny Rosenthal, en hann var keyptur frá Liverpool fyrir skömmu síóan. Þess cr þó vcrt að geta aó mikil meiósl hrjá Totten- hamliðið um þessar mundir og skýra aó hluta frammistöóuna. ■ Þá vann Oldham dýrmætan 2-1 sigur á heimavelli í botnbaráttu- leik gegn Southampton. Gcstirnir Villa sigur gegn Leeds Utd. Leikur sunnudagsins í Úrvals- deildinni ensku var viðureign Aston Villa á heiniavelli gegn Leeds Utd. Þessi lið eru að berj- ast um eitt af efstu sætum deild- arinnar með þátttökurétt í Evr- ópukeppninni í huga, en leikur liðanna var ekkert til að hrópa húrra fyrir og einkendist af mikilli baráttu og lítilli knatt- spyrnu. Ekkert mark var skorað í l'yrri hálfleiknum, en það þótti þjálfur- um beggja liða mcrkilegt miðaó við vamarleik liðanna og höföu þeir orð á þessu í leikhléinu. Heimamenn voru þó heppnir að sleppa inn í hálfleik án þcss aó hafa fengið á sig rnark. Þrívegis skall hurð nærri hælum viö mark Villa, en í öll skiptin voru það varnarmenn liðsins sem voru nærri að skora sjálfsmörk. Fyrst skallaði Shaun Tealc í slá eftir fyrirgjöf Gary Kelly sem var ætluð Brian Deane sem Tcale vissi af fyrir aftan sig. Þá var Paul McGrath heppin að senda ckki boltann í cigið mark eftir fyrirgjöf David White og loks kiksaði markvörðurinn Mark Bosnich herlllega er hann ætlaði aó sparka frá, en sem betur fer fyrir hann var Deane of seinn að átta sig og varnarmenn björguðu málunum. Dalian Atkinson var hættulegastur í framlínu Villa í fyrri hálfleik, cn marktækifæri liðsins voru fá og hættulítil. Heldur voru heimamenn hress- ari í síðari hálficiknum og sóttu meira. Dean Saunders skallaði naumlcga framhjá af stuttu færi og Mark Becney í marki Lceds Utd. varði glæsilega þrumuskot frá Atkinson. Eina mark leiksins og sigurmark Aston Villa kom síðan er 20 mín. voru til leiksloka. Neil Cox sem komið hafði inná sem varamaður skömmu áður átti þá góða sendingu innfyrir vörn Leeds Utd. sem Andy Townsend nýtti sér vel og skoraói með góðu skoti úr þröngu færi. Sigur Villa í leiknum var sann- gjarn þótt ekki væri mikill munur á liðunum, cn heimamenn voru þó hcldur bcittari. Lið Leeds Utd. verður hins vegar aö fara að taka sér tak og komast á sigurbraut á nýjan leik scm allra fyrst ætli liðið sér ekki aö hrapa nióur stigatöll- una. Þ.L.A. byrjuðu betur og Matthew Le Tissier náöi forystunni fyrir Sout- hampton, en Scan McCarthy jafn- aói fyrir Oldham. Það var síðan Paul Bernard sem tryggði Oldham sigurinn með síðara marki liðsins. 1. deild Talsvert var um óvænt úrslit í 1. deildinni þar sem efstu liðunum gekk yfirleitt hcldur illa. Þannig varð Crystal Palace aó láta sér jafnteflið á heimavelli duga gegn Derby sem raunar náði forystu í leiknum. Þaó leit heldur illa út fyrir Þorvald Orlygsson og Stoke City er Wolves náði forystu gegn þeim í fyrri hálfieik, cn í þeim síö- ari náði Vince Overson að jafna fyrir Stoke og tryggja liðinu stig. í viðtali við knattspyrnublað á Eng- Iandi fyrir skömmu sagði Brian Clough fyrrum framkvæmdastjóri Nottingham For. og sá maðurinn sem keypti Þorvald frá K.A. til Englands á sínurn tíma aó Toddi væri nú að sanna sig sem knatt- spyrnumaður. Clough kvaðst fagna velgengni hans hjá Stokc City og viðurkenndi fúslega að hafa vanmetið Þorvald og sagði aó hann væri nú að sanna hvcrsu snjall knattspyrnumaður hann væri, cn því miður hel’ói hann ekki séð hvað virkilega bjó í honum hjá Forest. Þ.L.A. Staðan Úrvalsdeild: Man. Utd 28 20 7 1 57:25 67 Blackburn 26 16 6 4 39:20 54 Arsenal 27 12 10 5 31:14 46 Newcastle 2613 6 7 45:2345 Liverpool 27 12 8 7 47:3244 Sheff. Wed 28 11 9 7 52:37 43 Leeds 27 11 10 6 39:28 43 Aston Villa 26 11 8 7 31:27 41 Norwich 26 1010 642:3340 QPR 2711 61042:3639 West Ham 27 9 8 1025:3535 Coventry 27 8 10 9 28:32 34 Wimbledon 26 8 9 9 27:36 33 Ipswich 27 7 11 9 23:3032 Everton 28 9 4 15 32:40 31 Tottenham 28 7 912 36:37 30 Chelsea 26 6 8 12 25:34 26 Manch. City 26 S 9 1223:33 24 Southampton 27 7 3 17 27:3924 Oldham 27 5 8 1422:46 23 Sheff. Utd 27 4 101322:42 22 Swindon 28 4 101432:63 19 1. deild: Crystal Pal 27 15 5 7 47:31 53 Charlton 28 14 6 8 34:26 48 Nott. Forest 2613 7 645:2946 Leicester 28 13 7 846:3746 Millwall 2713 7 7 41:3246 Tranmere 28 13 6 9 38:33 45 Derby 28 12 4 1144:42 43 Wolves 271012 542:2842 Stoke 27 12 6 9 37:39 42 Bristol City 29 11 8 10 35:34 41 Southend 2912 41344:4240 Bolton 28 10 9 9 37:32 39 Portsmouth 28 911 831:34 38 Middlesbro 27 9 10 8 38:30 37 Sunderland 28 11 4 13 30:36 37 N. County 28 11 41338:47 37 Luton 2710 512 35:3435 Grimsby 28 7 13 8 34:32 34 Watford 29 8 7 14 43:57 31 W'BA 28 7 8 1341:46 29 Birmingham 28 7 8 13 28:41 29 Barnsley 25 6 7 1433:43 28 Oxford 28 6 71531:5225 Peterboro 26 5 9 12 24:33 24

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.