Dagur - 23.02.1994, Blaðsíða 2

Dagur - 23.02.1994, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 23. febrúar 1994 FRÉTTIR Mikilvægar upplýsingar fyrir sjófarendur: Fá upplýsingar um öldu- hæð á Grímseyjarsundi Stefnt er að því að innan ekki langs tíma hafi sjófarendur greið- an aðgang að upplýsingum um ölduhæð á fjórum stöðum á út- hafinu í kringum landið, þar á meðal Grímseyjarsundi. Þessar upplýsingar geta verið afar mikil- vægar fyrir sjófarendur, ekki síst sjómenn á minni bátum, enda gefa þær góðar upplýsingar um veður og aðstæður til sjósóknar. Til margra ára hefur Vita- og hafnamálastofnunin verið með öldumælisduíl á Grímseyjarsundi og koma upplýsingar frá því m.a. að góðum notum við uppbyggingu hafnarmannvirkja við Eyjafjörð. Slík úthafsdufl eru einnig vestur af Garðskaga, suður af Surtsey og út af Hornafirói. Tækninni hefur fleygt fram og nú er svo komió aö Vita- og hafnamálastofnun fær jafnóðum upplýsingar um ölduhæð við þessi fjögur úthafsdufl „inn á borð“ og segir Gísli Viggósson, forstöóu- maður rannsóknadeildar Vita- og hafnamálastofnunar, að næsta skref sé að miðla þessum upplýs- ingum um ölduhæð til sjófarenda. „Fram að þessu höfum við ver- ið með móttakara í áhaldahúsinu í Olafsfirði sem nemur sendingar frá duflinu á Grímseyjarsundi. Þar hafa þessar upplýsingar verið skráð- ar niður og þær síðan sendar mán- aðarlega til okkar. Núna fáum við upplýsingar um ölduhæð á Grírns- eyjarsundi um leið inn til okkar hérna fyrir sunnan,“ sagði Gísli. Hann sagði ekki ljóst hvaða leið yrði farin við að koma þess- um upplýsingum á framfæri við sjófarendur, það mál væri nú til skoðunar en engar ákvaróanir ennþá verið teknar. Gísli sagði að auk þess að byggja upp upplýsingakerfi til sjó- farenda, sem byggist á áóurnefnd- um fjórum úthafsduflum, væri unnið að þróun kerfis sem ætlað sé að veita sjófarendum nauðsyn- legar upplýsingar varðandi erfiðar innsiglingar, t.d. Grindavík, Hornafjörð, Dalvík og Patreks- fjörð. „Kerfið er þannig hugsað aó þegar sjófarendur koma nærri þessum innsiglingum fá þeir upp- lýsingar um ölduhæð, vindstefnu og - hraða, sog í innsiglingunni, vindhraða og loftþrýsting,“ sagði Gísli Viggósson. óþh Þrotabú Járntækni hf. á Akureyri: Kröfur ríímar 64 milljóiiir Lýstar kröfur í þrotabú járn- iðnaðarfyrirtækisins Járntækni hf. á Akureyri nema 64,5 millj- ónum króna. Þar af eru forgangskröfur 10 AÐALHLUTVHRK: Ingólfur Freyr Guðmundsson. Andrea Ásgrímsdóttir. Vigdís Garðarsdóttir. Kristbjörg Hermannsdóttir. Leikstjóri: Sigurþór Heimisson. Tónlist: Michael Jón Clark. Þýðing: Þórarinn Hjartarson. Höfundar: Andrew Loyd Webber og Tim Rice. IV. sýning, fimmtudaginn 24. febrúar. V. sýning, laugardaginn 26. febrúar. Lokasýning sunnudaginn 27. febrúar. Pantanir í síma 26817 milli kl. 17-19. Miðasala opnuð kl. 19.30. Sýningar hefjast kl. 20.30 í Gryfju VMA. milljónir króna og er þar um að ræða Iauna- og lífeyrissjóðs- greiðslur. Veðkröfur eru 21 milljón króna og þar af hefur skiptastjóri hafnaó 9 milljóna króna kröfu Byggða- stofnunar en samþykkt hana sem almenna kröfu. Islandsbanki hf. gerir 12 milljóna króna veókröfu. Almennar kröfur nema 33 milljónum króna. Stærsti almenni kröfuhafinn er Islandsbanki. Krafa hans er um 14,4 milljónir. Síóan kemur Iönlánasjóöur meó kröfu upp á 8,3 milljónir og sýslumaó- urinn á Akurcyri gerir 4,8 millj- óna króna kröfu. Börkur hf. leysti til sín á upp- boði húseign Járntækni hf. við Fjölnisgötu. Að undanförnu hefur skiptastjóri selt lausafé þrotabús Járntækni hf. óþh Gestir á atvinnumálaþinginu leiðsluvörur sínar. Ýdölum þáðu vcitingar í boði Kaupfélags Þingeyinga, sem jafnframt kynnti fram- Mynd: ÞI. Atvinnuvandi Suður-Þingeyinga: Felst lausn í loðdýrarækt og útflutningí á lanibakjöti? - verðhækkun á skinnum og auknir útflutningsmöguleikar á kjöti Getur Ioðdýraræktin orðið hluti krónur fengjust fyrir hvert skinn. af lausn atvinnuvanda Suður- A sama hátt gæfu urn 800 refa- Þingeyinga? Eykur útflutningur Iæður, er hvcr um sig cignaðist á lambakjöti möguleika sauð- fjárræktarinnar? Þessum spurningum veltu menn fyrir sér á atvinnumálaþingi Búnað- arsambands Suður-Þingeyinga í Ydölum nýverið. I máli Ara Teitssonar, héraðsráðunautar, kom meðal annars fram að nokkuð væri af ónýttum mann- virkjum í héraðinu til loðdýra- ræktar sem lítil fyrirhöfn væri að nota að nýju nú þegar verð á refa- og minnkaskinnum færi hækkandi á erlendum mörkuð- um. Kostnaður við að hefja loð- dýrarækt í þessum húsum væri hverfandi á móti því að þurfa að byggja yfir dýrin. Ari Teitsson sagði að 5400 minkalæður, sem hver gæfi af sér fjóra hvolpa, sköpuðu 43 milljóna króna tekjur miðaó vió að 2000 fimm hvolpa, rúmar 63 milljónir króna í brúttótekjur cf urn 5000 krónur fcngjust fyrir hvcrt skinn. Ef þær verðhækkanir scm frarn væru komnar héldust ætti að vcra unnt aö þrefalda útllutningsverð- mæti landbúnaðarafurða - úr 500 milljónum króna í einn og hálfan milljarö. Ari ræddi cinnig um útflutn- ingsmögulcika á lambakjöti. Hann sagöi að verð á heimsmarkaói væri lágt. Um 160 krónur fyrir kílóið og því sjái hvcr maður aö ekki þýói að framlciða l’yrir slíkt vcró. Margt bcndi þó til að annar möguleiki sé að opnast í þcssu cfni þar scm innllutningur á sér- merktu kjöti hafi nú vcriö heimil- aður til Bandaríkjanna. Ari sagói nokkra fyrirhöfn fylgja fram- leiðslu með slíkan útllutning fyrir Mývatnssveit: Byggðin helst ekki ef rekstri Kísiliðjunnar verður hætt - og umferð ferðamanna takmörkuð - sagði Sigurður Rúnar Ragnarsson á atvinnumálaþingi í Ýdölum Alls voru greiddar 9,6 milljónir króna í atvinnuleysisbætur í Skútustaðahreppi á síðasta ári. Fjöldi bótadaga vegna atvinnu- leysis var 5.463, sem er rúmlega 25% aukning frá árinu áður. Greiddar atvinnuleysisbætur á íbúa voru 18.580 og greiddar at- vinnuleysisbætur á íbúa á vinnumarkaði voru 37.233 krónur á árinu 1993. Eru það hæstu bótagreiðslur miðað við fjölda íbúa á vinnumarkaði, sem greiddar hafa verið í Suður- Þingeyjarsýslu samkvæmt yfir- liti frá Vinnumiðlunarskrifstof- unni á Húsavík. Sigurður Rúnar Ragnarsson, sveitarstjóri í Mývatnssveit, gerði atvinnumálin í sveitarfélaginu að umtalsefni á atvinnumálaþingi um framtíð Suður-Þingeyjarsýslu í Ýdölum á dögunum. Hann sagði að byggð í Mývatnssveit myndi ekki haldast ef saman færi; að rekstri Kísiliðjunnar yrði hætt, að nauðsynlegri beitarstýringu yröi ekki beitt á afréttum Mývetninga og að umferð fcrðamanna yrði heft vegna óraunhæfra náttúru- verndarsjónarmiða. Hann sagði að fremur þyrfti að leggja í ákveðnar framkvæmdir til aó auðvclda ferðamönnum að skoða ýmsa markverða staði í Mývatnssvcit án þess að skemmdir á viðkvæmri náttúru hlytust af fremur cn að banna aðgang aö þeim. Sigurður rifjaði nokkuð upp at- vinnusögu Mývetninga á undan- förnum árum. Hann sagði aö áður en Kísiliðjan hafi tekið til starfa hafi búió á bilinu 300 til 400 manns í Skútustaðahreppi en rneð tilkomu verksmiðjunnar hafi mikil uppsveifla oróið og íbúatala farið yfir 600. Nú séu 532 íbúar í sveit- arfclaginu og mögulcikar til að flytja atvinnuleysið út til annarra sveitarfélaga ekki vera fyrir hcndi. Fólk gcti ekkert farið - enga vinnu sé að hafa annarsstaðar. Nú sé unga fólkið jafnvel farið að koma heim al'tur því þaö fái þó að borða hcima. Stefán Jónsson, atvinnuráðgjafi á Húsavík, ræddi nokkuð þær leiðir cr færar væru til atvinnu- aukningar og nefndi fjórar lciðir sérstaklega í því sambandi: I fyrsta lagi væri um að ræða aukin umsvif sjarfandi fyrirtækja og stofnana. I öóru lagi væri unnt að kaupa starfandi fyrirtæki annars- staðar frá. í þriðja lagi mætti auka atvinnu meó því að kaupa fram- leiðsluleyfi (licensing) og í fjórða lagi mætti auka atvinnu með því að stofna ný fyrirtæki út frá nýjurn hugmyndum. ÞI augum cn það verð er hugsanlcga fáist fyrir sérmerkta kjötið sé allt að 25 til 30% hærra cn hið svo- kallaða heimsmarkaðsvcrð. Þctta vcrð sé þó cinnig of lágt cf horl't er til lengri tíma cn líta mcgi á það sem viðunandi byrjunarvcrð og möguleikar til hækkunar cigi að vera fyrir hcndi takist vcl til mcð útflutninginn. ÞI íslandsbankamdtið: Jóhann tapaði Þau tíðindi gerðust í 5. um- ferð íslandsbankamótsins sl. mánudagskvöld að stór- meistarinn Jóhann Hjartar- son tapaði fyrir alþjóðlega meistaranum Klaus Berg frá Danmörku, en Jóhann er síð- ur en svo vanur að tapa kappskák á Akureyri. Akurcyringarnir náðu ekki að velgja andstæðingum sínum verulcga undir uggum en þcir Gyll'i og Olafur hafa tcllt mjög vcl og hafa rannsóknir nt.a. leitt í ljóst að Gylfi missti naumlcga af vinningsleið gegn Sokolov í fyrstu umferó. Úrslit í 5. umferð á mánu- dagskvöldið: Helgi-Gylfi 1:0 Ólafur-Van Wely 0:1 Björgvin-Danielsen 1:0 Margeir-DcFirmian /:/ Jóhann-Berg 0:1 Þröstur-Sokolov bió Staöan aó loknum 5 um- feröum cr sú að Ivan Sokolov cr í 1. sæti mcð 3/ v. og biö- skák. í 2.-3. sæti cru Jóhann Hjartarson og Lock van Wely með 3!4 v. og í 4.-7. sæti eru Björgvin Jónsson, Helgi Ólafs- son, Nick DeFirmian og Klaus Bei^ með 2/ v. I gærkvöld mættust Gylfi og Jóhann, Danielsen og Helgi, Þröstur og Björgvin, Bcrg og Ólafur, Van Wely og Margeir þg Sokolov og De- Firntian. í dag kl. 11-13 eru biðskákir á dagskrá og 7. um- ferð hcfst síóan kl. 17. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.