Dagur - 15.03.1994, Page 4

Dagur - 15.03.1994, Page 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur 15. mars1994 ÚTGEFANDI: DAGSPRENT HF. SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 60, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ÁSKRIFT KR. M. VSK. 1400 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ M. VSK. KR. 125 GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 765 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: GEIR A. GUÐSTEINSSON, HALLDÓR ARINBJARNARSON (íþróttir), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 96-41585, fax 96-42285), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRÐUR INGIMARSSON LJÓSMYNDARI: ROBYN ANNE REDMAN PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTVINNSLA: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Svo uppsker hver sem hann sáir Erfiðleikarnir í sambúð stjórnarflokkanna verða ljósari með hverjum deginum sem líður. Traust og einlægni þeirra í milli virðist orðin sagnfræði ein en dagleg samskipti ein- kennast af togstreitu og beinum illindum á köflum. Nýj- asta dæmið um á hvern hátt samskiptum þeirra er komið, er sú deila sem átt hefur sér stað um búvörulögin og ekki sér fyrir endann á enn sem komið er. Það samkomulag er formenn flokkanna gerðu með sér fyrir skömmu virðist að- eins til málamynda en ágreiningurinn kraumar og sýður undir niðri. Aðlögun landbúnaðarstefnunnar að viðskiptasamning- um við aðrar þjóðir og takmarkaður innflutningur búvara er ekki eina málið sem ágreiningur er um. Annað stórt mál er bíður Alþingis er ákvörðun um á hvern hátt fiskveiðum hér við land verði stjórnað á næstu árum. í þeim málaflokki ber síst minna á milli en í landbúnaðarmálunum, þar sem Alþýðuflokkurinn vill gerbreyta núverandi stjórnkerfi fisk- veiða og taka upp auðlindaskatt. Þótt þau sjónarmið eigi einhvern hljómgrunn innan samstarfsflokksins eru skoðan- ir þar mjög skiptar og þarf ekki annað en benda á mál- flutning sjávarútvegsráðherra í því sambandi. Á síðasta vori varð ágreiningur stjórnarflokkanna um landbúnaðarmálin þess valdandi að forsætisráðherra tók ákvörðun um að senda Alþingi í sumarleyfi í miðjum um- ræðum á næturfundi eins og kunnugt er. Nú verður á hinn bóginn ekki vikist undan því að ganga frá lagasetningu er tekur af réttaróvissu um hvernig innflutningi á landbúnað- arvörum verði háttað. Ef stjórnarflokkarnir geta á engan hátt samræmt sjónarmið sín í því efni þarf vart að vænta þess að önnur og viðameiri mál reynist þeim auðveldari til úrlausnar. Hvorki nýting fiskimiðanna eða upphaf þeirrar endurreisnar sem nú er þörf í atvinnulífi þjóðarinnar. Þegar ríkisstjórnin hóf feril sinn ákváðu ráðherrar henn- ar að taka upp harða markaðshyggju á flestum sviðum. Einkavæðing varð lausnarorð, vextir voru hækkaðir og af- skiptaleysi af málefnum atvinnuveganna átti að verða þeim til framdráttar. Nú tveimur og hálfu ári síðar er ljóst að ekkert af þessum hugmyndum ríkisstjórnarinnar hefur gengið upp. Einkavæðingin hefur ekki reynst sá kostur sem ráðherrar og stuðningsflokkar þeirra væntu og er skemmst að minnast málefna Strætisvagna Reykjavíkur í því sambandi. Vaxtahækkunin hefur nú að mestu verið dregin til baka eftir að milljarðar höfðu verið teknir frá at- vinnulífinu og heimilunum í landinu og færðir í fang fjár- magnseigenda. Stjórnvöld hafa einnig viðurkennt í raun að afskiptaleysi af atvinnulífinu er ekki ætíð til framdráttar á erfiðum tímum. Þau hafa meðal annars gert það með hug- myndum um stuðningsaðgerðir við skipaiðnaðinn og einnig sérstakar aðgerðir til þess að létta vanda Vestfirð- inga vegna mikils niðurskurðar á þorskafla. Hugmyndir um stuðning við Vestfirði eru hins vegar því marki brenndar að þær munu etja landsbyggðinni saman í átökum, þar sem vandi Vestfjarða er dæmigerður fyrir mörg önnur byggðarlög. Erfitt árferði á nokkurn þátt í vanda ríkisstjórnarinnar en einkum er hann þó sprottinn af því að svo uppsker hver sem hann sáir. Ríkisstjórnin lagði af stað með stefnumið sem ekki hafa gengið upp og í ergelsi af þeim sökum hefur trúnaður og traust samstarfsflokkanna á stjórnarheimilinu rokið út í veður og vind. Engum þarf því að koma á óvart þótt kosið verði til Alþingis með haustinu. ÞI Hamfarir í Freyvangí Freyvangsleikhúsið hefur færst mikið í fang að þessu sinní. Það hefur sett upp frumsamið verk mikið að vöxtum. Þar er rakin að hluta til saga byggðarinnar með skoplegu rvafi. í því er bundíð mál og óbundið, talað og sungið. í upp- færslunní taka þátt um þrjátíu flytjendur en að tjaldabaki og í ýmsu stuðníngsliðí uppsetning- arinnar eru aðrir tugir manna í hinum aðskíljan- legu störfum, sem liggja að viðamikillí uppsetn- ingu. Þetta mikla verk hefur hlotið heítíð Hamförín og er eftír Helga Þórsson og sr. Hannes Blandon. Leík- stjóri er Hannes Blandon, en honum til aðstoðar er Emelía Baldursdóttír. Frumsýning var 11. mars í Freyvangi. Það er ekki auðvelt að rekja söguþráð Hamfarar- innar. Hann er marg- slunginn og verður ekki rakinn í stuttu máli. Það, sem segja má, er þó það, að verkiö gerist í nútíð og fortíð og á í víðri yfirferð sinni að varpa Ijósí á allt tímabilið frá því fyrir landnám tíl vorra daga. Allir leikendur ganga þó um sviðið í klæðum for- feðra vorra, eða að minnsta kosti í þeirri gerð þeírra, sem okkur nútímamönnum er tamt að ímynda okkur, að þau hafi haft. Verkið hefst í Valhöll, en fljótlega fer að bera á nútímafyrirbærum, svo sem KEA, SÁÁ, EES og ýmsum öðmm skammstöfunum, sem alkunnar eru í samtíma okkar. Út af þeim er lagt á skopleg- an máta, sem fellur að framvindu verksins. Inn í ferilínn blandast innansveitarbrandarar og aðrir, sem Iúta að Iandsmálum í fortíð og nútíð. Úr allri þessari samsuðu verður tíl texti f tali og söng, ásamt með Iátbragði og sviðshreyfingu, sem iðu- lega vakti hláturbylgjur í salnum. Ekkí er auðvelt að tína úr Ieikendur í þeím mikla fjölda, sem fram kemur í sýníngunní. Hlutverk em að sjálfsögðu nokkuð misstór, en hlutverk, svipuð að vægi em allmörg. Rétt er þó að geta nokkurra. Bragi er fyrírferðarmikill í verkinu. Hann er sífellt að fara með kveðskap sinn og kemur allvel tíl skíla í meðhöndlun Ólafs H. Theodórssonar. Þá er Þór áberandi í svaðaskap sínum, en hann er Ieikinn af Kristjáni P. Sigurðssyni. Loki er leikinn af Heimi Bragasyní og hefur verulegt hlutverk í að forfæra góða menn. Óðínn er leikinn af Guðmundi Þ. Ás- mundssyni og Freyja af Helgu Ágústsdóttur. Bæðí skíla því, sem þeím ber. Ráðgerður er leikin af Jóhönnu Valgeírsdóttur og er talsverður og skemmtilegur völlur á henní á stundum. Helgí magri kemur að sjálf- sögðu við sögu sem og Þómnn hyrna. Þau em leíkín af Helga Þórssyní og Hjördísí Pálmadóttur. Hlutverkin em ekkí flókín, en skíla sér allvel. í verkinu er tónlist, sem leikin er af Gunnari Benedíktssyní og Eíríki Bóassyní. Hún er skemmtilega fomleg og fer vel. Dansar í verkínu em eftir Margréti Rögnvalds- dóttur. Þeir em fomir að sniðí og fara vel við ann- að í verkínu. Verkið líður nokkuð mikið fyrir það, hve viðamikið það er og fóiks- margt. Það er nokkuö þunglamalegt á sviðinu og nær sjaldan vemlegu flugi. í því em þó skoplegir þættir, sem komast allvel til skila. Sú hugsun læð- ist þó að áhorfandanum, að heldur mikið hafi ver- ið færst í fang og að ekki hafi verið höfð sú hemja á sköpunargleðinni, sem við hæfi hefði verið; aö agaðrí vinnubrögð hefðu gefið betri raun og getið af sér beinskeyttara verk, en þetta er. Annaö, sem nokkuð skerðir Hamförína er það, hve byggðarbundið það er í skopi sínu. Þetta er þó ekkí stór gallí, þar sem vfða er tekíð á málum, sem ná vel út fyrir byggðir Eyjajarðar fram og má þar víða finna allgóða brodda. Hamförín er að því að best er vitað frumraun höfundanna í smíði leikverks í fullri lengd. Það er nokkuð ljóst, þó að gallar séu ýmsir, að þeir geta samíð texta, sem fer allvel í munni flytjenda og at- burðarás, sem gengur þokkalega upp. Það er von- andi, að þeir Iátí ekki staðar numíð við þetta verk, heldur Iæri af því og þeim göllum, sem á því eru, og ekki síður þeim góðu þáttum, sem í því finnast, og taki aftur til hendi í sama anda, en þá með nokkuð ákveðnara taumhald á skáldfákum sínum. Safnahússjazz Húsvíkíngum var boðið tíl jazztónleika í Safnahús- inu sunnudaginn 13. mars. Tíl Ieiks var mætt tríó skipað Þóri Baldurssyni á píanó, Tómasi R. Einarssyní á kontrabassa og Einarí Scheving á snerltrommu og málmgjöll. Á meðal flytj- enda var einníg Bergþór Pálsson, söngvari. Tónleikarnir hófust á þvf, að tríóið flutti nokkur lög tíl þess að „hita upp sal- inn“, eins og forsprakki þess, Tómas R. Einarsson, orðaði það. Leikur þeirra félaga var þéttur og skemmti- legur, prýðílega lyftandi og í sönnum jazzanda. Þórir Baldursson tók lípurleg sóló á flygilinn. Hann skortir ekki fimi né fjölbreytni í Ieiknum, en segja má, að nokkuð hafi skort á mýkt í áslætti, sem olli því, að á stundum urðu sólóin líkt og köntuð. Þá átti Tómas R. Einarsson fallegar rispur í sólóum sínum. Sérlega fal- lega óf hann nokkra takta úr Iaginu It Ain 't Mecessarily So inn í sóló í Summeríime. Einar Scheving fór einnig fallega með sóló í nokkrum lögum og mátti undur heita, hve mikið hann fékk úr þeim fábreytta ásláttar- hljóðfærakosti, sem hann hafði fyrir framan sig. Að þessari mjög svo vel Iukkuðu upphitun lokinni, steig Bergþór Pálsson fram. Hann flutti flokk „standarda" frá gullaldarárum þeírrar tónlistar, sem hefur verið jazzleikurum matur og drykkur allt fram á þennan dag. Þarna voru lög, sem heyrast reyndar orð- ið nokkuð sjaldan, svo sem I Love you for Sentimental Reasons, Little Things Mean a Lot, You Are, og Ten- derly, svo nokkuð sé nefnt af því fáheyrðasta, en auk þess söng Bergþór lög, sem tíðar eru fiutt, svo sem AII of Me, Georgia og On the Sunny Side of the Street. Undirleikur tríósins var með ágætum. Mest reyndí á píanóleíkarann, en hann tók víða falleg sóló í milliköfl- um, svo sem í Iaginu Georgía, þar sem honum tókst sérlega hlýlega að skapa réttan anda, og í Basin Street Blues, þar sem hinn sanní andi blúsins sveif yfir undir- Ieíknum. Berþór Pálsson söng af fjöri og gleði. Hann virðist hafa mikla unun af því að takast á við þessa tegund tónlistar og tókst á stundum nokkuð bærilega að ná anda hennar. Svo var til dæmis í laginu Charleston, Tondeleyó eftír Sigfús Halldórsson, og Iokahendingum lagsins AII of Me. I heild tekið verð- ur þó tæplega sagt, að um eigínlegan „jazzsöng" hafi verið að ræða. Bergþór flutti lögin að mestu slétt og fellt, en hann gerði lítið af því að spinna yfir Iaglínurnar og virtist ekki meira en svo hafa Iag á því, þegar hann gerði tilraunir til þess. Flutningur Bergþórs var hins vegar líflegur og vakti ánægju áheyrenda, enda fas hans lípurlegt og leikandi í mesta máta. Hann beittí rödd sinni með ýmsum tilbrigðum, sem á stundum mínntu á óperusöng eða óperettuflutning. Það var ekki í sjálfu sér gallí, en, eins og fyrr segír, tæplega jazz. Það er mjög góðra gjalda vert að rifja upp hin ágætu lög, sem samin voru á þeim tíma, þegar laglínur skiptu máli og þær áttu auk þess að vera vel sönghæfar. Þau heyrast of sjaldan nú á dögum og eiginlega ekki, nema þegar góðir menn, eins og félagarnir fjórir, sem Iéku í Safnahúsínu á Húsavík 13. mars, taka sig til og flytja þær. Þeir ættu að fara sem víðast sömu erinda. Það væri híð þarfasta verk. TONLIST Haukur Ágústsson skrífar

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.